24 stundir


24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 50

24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Güde er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða hnífa samkvæmt alda- gamalli hefð. Hver hnífur er handsmíðaður frá grunni og sérstaklega hertur svo bitið haldist sem best. Kokka býður upp á Güde hnífa af ýmsum stærðum og gerðum. JÓ N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Sker sig úr náttúrlega yfir á okkur. Ég reyni að elda á hverju kvöldi, svo fremi sem ég er ekki boðinn í mat eða er ekki að vinna. Ég reyni líka að hafa alltaf eitthvað nýtt í matinn og prófa nýja hluti en mér finnst íslenskt lambakjöt og íslenskt lambalæri alltaf vera frábært,“ segir Ragnar og bætir við að ofnbakaður kjúklingur sé í sérstöku uppáhaldi. Heilt bókasafn af uppskriftum Ragnar segist lesa mikið af upp- skriftum þótt hann fylgi þeim ekki þegar hann eldar. „Ég les mikið af matreiðslubókum, horfi á mat- reiðsluþætti og viða að mér hug- myndum. Ég á orðið mjög gott bókasafn af matreiðslubókum og ég er alltaf að reyna að viða ein- hverju að mér. Svo verður eitthvað til í eldhúsinu sem er stundum byggt á einhverju öðru en stundum er það spunnið upp jafnóðum. Ef hráefnið er gott þá verður eitthvað gott til. Án góðs hráefnis þá verður enginn almennilegur matur eldað- ur. Það skiptir gríðarlega miklu máli að vera með mikið af ferskum kryddjurtum, góðum olíum, ferskt hráefni og grænmeti sem ég held að sé algjört aðalatriði,“ segir Ragnar Freyr sem hefur líka mik- inn áhuga á léttvíni. „Vínáhuginn fer óþægilega vel saman við mat- aráhugann,“ segir Ragnar og hlær. „Mér finnst mjög gott að drekka léttvín og það má eiginlega segja að matreiðsluáhuginn hafi getið af sér vínáhuga. Þetta fylgist mikið að og þá fer maður að drekka betri vín og aðeins að spá og spekúlera hvað maður er að láta ofan í sig.“ Ragnar Freyr Ingvarsson: „Ég les mikið af mat- reiðslubókum, horfi á mat- reiðsluþætti og viða að mér hugmyndum.“ Ragnar Freyr Ingvarsson bloggar reglulega um matargerð Rétta hráefnið er aðalatriðið Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur mikinn áhuga á matseld og held- ur úti bloggsíðu á netinu þar sem hann fjallar um eldamennsku. Blogg- síðan er mjög vel sótt og allt að 1400 manns skoða hana daglega. ➤ Ragnar Freyr hefur bloggaðum matreiðslu í eitt og hálft ár og hefur skrifað nálægt 200 færslum á þeim tíma. ➤ Hann byrjaði að blogga ummatseld vegna þess að hon- um fannst hann vera staðn- aður í eldhúsinu og væri allt- af að elda sömu réttina aftur. ➤ Um 3000-4500 manns lesasíðu Ragnars á viku. ➤ Ragnar bloggar um mat áwww. ragnarfreyr.blog.is BLOGGIÐ Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur haft áhuga á matargerð síðan hann var unglingur en viðurkennir að áhuginn hafi aukist umtalsvert þegar hann fór að búa. „Það má segja að síðustu árin sé þetta orðin hálfgerð þráhyggja. Foreldrar mín- ir hvöttu mig og bróður minn til að læra að elda og verða sjálfbjarga og sem unglingar byrjuðum við að sjá um eina máltíð í viku og það þró- aðist svona. Þau eru bæði mjög áhugasöm um mat og hafa verið mjög frumleg í gegnum árin, að prófa nýja hluti og það smitast LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is matur Ein þekktasta og virtasta víngerð Suður-Afríku, Bon Courage, hefur verið í eigu Bruwer- fjölskyldunnar síðan 1818 þó að hún hafi ekki hlotið núverandi nafn fyrr en 1983. Feðgarnir og víngerðarmennirnir André og Jacques Bruwer leggja mikið upp úr flaggskipalínunni Inkará. Nafn línunnar er óður til næstu kynslóðar vín- gerðarmanna þar sem það er dregið af nöfnunum Inge, Karl og André, börnum Jacques. Uppskeran fer fram á nóttunni til að koma í veg fyrir hitastigsbreyt- ingar í þrúgunum fyrir gerjun. Vínið er svo látið liggja á nýrri franskri eik í 18-24 mánuði. Opið í nefi með áberandi plómum, döðlum, mórberjum, myntu og eucalyptus. Eikin er afgerandi með súkkulaði, espresso og reyktón- um. Flókið í munni með einkennum sem minna helst á líkjörslegna ávexti, sæt krydd og sólber svo eitthvað sé nefnt. Silkimjúk liðug tannín fylgja löngum krydduðum endi. Gífurlega stórt og mikið vín með kraft sem mætti mæla í hest- öflum. Það er klárt strax en geymist vel næstu 7-8 ár. Pottþétt val með nautakjöti með þungum soðgljáa og villisveppum, allskyns villi- bráð og veigameiri ostum. Þrúga: Shiraz. Land: Suður-Afríka. Hérað: Robertson. Vín vikunnar Elísabet Alba Valdimars- dóttir vínþjónn Bon Courage Inkará Shiraz 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.