24 stundir - 07.06.2008, Síða 52
52 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir
Nafn: Elva Dögg Melsteð
Starf: Framkvæmdastjóri Magg ehf. og lottókynnir
Fæðingardagur: 14. febrúar 1979
Menntun: BA í íslensku
Hjúskaparstaða: Gift Magnúsi Þór Gylfasyni
Börn: Matthildur María, sex ára, og Gylfi Þór, fjögurra ára
Hvaða vefsíður birtast þegar nafnið þitt er „gúglað“ á netinu?
Elva Dögg Melsteð
Elva Dögg Melsteð
framkvæmdastjóri.
Elva Dögg Melsteð leyfði 24
stundum að skyggnast inn í
þær netsögulegu heimildir
um hana sem google.com
hefur að geyma.
www.hug.hi.is/page/
ba_juni_2004
- Listi yfir lokaverkefni til
BA-prófs í íslensku frá Háskóla Ís-
lands, júní 2004
Elva Dögg Melsteð: Áhrif mis-
munandi undirbúnings á málnotk-
un í þremur sjónvarpsþáttum (5e)
Leiðbeinandi Höskuldur Þráins-
son.
KOMMENT: Ég hafði áhuga á að
kanna hvaða áhrif undirbúningur
þáttastjórnenda/þula í sjónvarpi
hefði á málnotkunina. Á þessum
tíma voru margir nýir sjónvarps-
þættir á skjánum og stöðvar eins og
Popptíví voru í blóma. Niðurstaðan
varð sú að einkenni ritmáls voru af-
gerandi hjá þeim sem undirbjuggu
sig og höfðu handrit en talmálsein-
kenni voru ríkjandi hjá hinum með
tilheyrandi hikorðum, óreglulegri
setningaskipan og því sem kallað er
villur í málinu eða frávik frá
ríkjandi reglum. Mig minnir að ég
hafi fengið 8,5 en ég skilaði ritgerð-
inni þremur vikum eftir að annað
barnið mitt fæddist, sem var dálítið
glæfralega áætlað hjá mér.
1
www.imdb.com
- The Internet Movie
Database
Í skóm drekans (2002)
Directors: Hrönn Sveinsdóttir,
Árni Sveinsson
Genre: Drama/Documentary
Tagline: Hvað er það sem þú
mátt ekki sjá?
Plot: A new kind of beauty con-
test, Miss Iceland.is, was establis-
hed in Iceland in 2000. Hrönn
Sveinsdóttir joined the contest to
make a film. Cast:
Hrönn Sveinsdóttir: Herself
Elva Dögg Melsteð: Herself
Claudia Schiffer: Herself - Pre-
senter
Jón Páll Eyjólfsson: Himself (as
Jón Páll)
Jón Gnarr: Himself
Sigurjón Kjartansson: Himself
Bubbi Morthens: Himself
KOMMENT: Ég er frekar hress
með það að komast í gagnagrunn
IMDb fyrir þessa ómeðvituðu leik-
frammistöðu mína. Sagan á bakvið Í
skóm drekans var í grófum dráttum
sú að við keppendur í Ungfrú Ís-
land.is urðum allt í einu þátttak-
endur í heimildarmynd án okkar
vitundar, myndavélinni var haldið á
lofti undir því yfirskini að þetta væri
til minninga þegar tilgangurinn var
að gera heimildarmynd um fyrir-
bærið fegurðarsamkeppni. Við vor-
um dálítið óhressar með að vera á
leiðinni á hvíta tjaldið, t.d. á nærföt-
unum, án okkar samþykkis. Í kring-
um þetta sköpuðust snarpar umræð-
ur um friðhelgi einkalífs gagnvart
tjáningarfrelsi, sem er mjög verðug
umræða í hvaða samhengi sem er.
Þetta endaði allt í góðri sátt og mér
finnst þetta allt mjög fyndið að
hugsa til í dag. Myndin var
skemmtileg og eflaust upplýsandi
fyrir marga, enda þetta fyrirbæri
fegurðarsamkeppni athyglisvert í
marga staði. Við stelpurnar höfum
ekki haldið neinu formlegu sam-
bandi sem hópur.
2
http://reunion06.betra.is
- Bekkjarmótssíða Laugar-
nes- og Laugalækjarskóla –
árgangur 1979
1) Hvað heitirðu? Elva Dögg
Melsteð. 2) Hvenær áttu afmæli?
14. febrúar. 3) Hvað gerirðu?
Lærður íslenskufræðingur en starf-
andi framkvæmdastjóri MAGG
ehf. sem er ljósmyndastúdíó, sér-
hæft í auglýsingamyndatökum. Já,
svo les ég stundum lottótölur í
sjónvarpinu. 4) Hver er hjúskap-
arstaða þín? Ég er gift. 5) Áttu af-
kvæmi? Matthildi Maríu, 4 ára og
Gylfa Þór, 2 ára. 6) Ertu með
heimasíðu/bloggsíðu? elvamelsted-
.blogspot.com – er ferlega löt samt
að skrifa, sé ekki tilganginn en
finnst það stundum gaman. 7)
Hver var uppáhaldskennarinn
þinn? Njáll var æði. Arngrímur,
Björg og Ágústa voru mjög eftir-
minnileg. Einn úr Laugarnesi var
líka örugglega hommi en ég vil ekki
nefna nein nöfn. Sá hann um dag-
inn og hugsaði – jaaaááá auðvitað!
Flott hjá honum, en þetta sá ég
ekki sem barn. Og sæll, munið þið
eftir Sigurlínu? Hún var nú nett
spes … tók okkur í hressilega kyn-
fræðslu sem aldrei gleymist. 8)
Hvaða lag/hvernig tónlist viltu
djamma við á árgangamótinu?
Ég vil sem mest af nostalgíu.
Snap, 2 Unlimited, I’m too sexy og
þið vitið þetta dót, Cypress Hill og
svona. Tek undir November Rain
óskalagið líka.
KOMMENT:
Það var mikið stuð á bekkjar-
mótinu og ég hlakka mikið til þess
næsta. Það er ótrúlega gaman að
hitta gamla skólafélaga nokkrum ár-
um síðar, við þekkjumst enn svo vel
einhvern veginn þrátt fyrir að hafa
ekki hist í sumum tilfellum svo árum
skiptir. Kynfræðslan í 8. bekk var
mjög eftirminnileg með reynslusög-
um úr ranni kennarans, en ég fer
ekki nánar út í það. Ég er alveg hætt
að blogga, er alveg komin með ógeð
af æsingnum sem grípur reglulega
um sig og svo finnst mér vera of mik-
ið um neikvæðni í bloggheimum.
3
www.kosningar.is/2002
– Framboðslistar til sveit-
arstjórnakosninga 2002.
Listi sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
Nr. 21. Elva Dögg Melsteð, há-
skólanemi.
KOMMENT: Þetta voru mín
fyrstu og líklega síðustu formlegu af-
skipti af pólitík. Það eru mjög litlar
líkur á frekari landvinningum af
minni hálfu í pólitík. Eiginmaður
minn hefur séð um afskipti af póli-
tík, nægilega mikið fyrir okkur bæði.
Ég á góða vini í pólitíkinni sem ég
styð af fremsta megni en ég læt þar
við sitja í bili.
5
mbl.is/mm/gagnasafn
– Lau. 3.3.2001 – Fólk í
fréttum.
Stjörnumessa í Viltu vinna millj-
ón?
Elva Dögg setti met.
UNGFRÚ Ísland.is, Elva Dögg
Melsteð, setti nýtt met í þættinum
Viltu vinna milljón? á Stöð 2 á
fimmtudagskvöldið þegar þar var
haldin svokölluð stjörnumessa. Í
þessari stjörnumessu svokölluðu
voru keppendur allir nafntogaðir
Íslendingar sem gafst kostur á að
spreyta sig í spurningaleiknum
vinsæla og vinna sér inn fé sem þeir
gátu látið renna til góðgerðarmála
að eigin vali.
KOMMENT: Ég er nú enn frekar
stolt af þessari frammistöðu minni
4 þótt þetta hafi komið mér þægilega áóvart. Þetta var gott hjálpargagn íbaráttunni til að sýna fram á að feg-
urðardrottningar væru ekki alvit-
lausar, en sú umræða var nokkuð
hávær um það leyti sem Ungfrú Ís-
land.is var sett á laggirnar. Mér
finnst gaman í spurningaleikjum en
er ekkert rosalega klár því ég er svo
hræðilega gleymin. Síðan er dálítið
öðruvísi að vera í spurningakeppni
sem fer fram í sjónvarpssal og liðið er
aðeins skipað manni sjálfum eða að
vera heima í stofu með góðum vin-
um. Ég lét peninginn, sem var að
mig minnir 550.000 kr., renna til
VIN hjá Rauða krossinum en
Ungfrú Ísland.is var í góðu samstarfi
við Rauða krossinn.
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is a
Við vorum dálítið óhressar
með að vera á leiðinni á hvíta
tjaldið, t.d. á nærfötunum, án okkar
samþykkis. gúglið