24 stundir


24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 52

24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 52
52 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Nafn: Elva Dögg Melsteð Starf: Framkvæmdastjóri Magg ehf. og lottókynnir Fæðingardagur: 14. febrúar 1979 Menntun: BA í íslensku Hjúskaparstaða: Gift Magnúsi Þór Gylfasyni Börn: Matthildur María, sex ára, og Gylfi Þór, fjögurra ára Hvaða vefsíður birtast þegar nafnið þitt er „gúglað“ á netinu? Elva Dögg Melsteð Elva Dögg Melsteð framkvæmdastjóri. Elva Dögg Melsteð leyfði 24 stundum að skyggnast inn í þær netsögulegu heimildir um hana sem google.com hefur að geyma. www.hug.hi.is/page/ ba_juni_2004 - Listi yfir lokaverkefni til BA-prófs í íslensku frá Háskóla Ís- lands, júní 2004 Elva Dögg Melsteð: Áhrif mis- munandi undirbúnings á málnotk- un í þremur sjónvarpsþáttum (5e) Leiðbeinandi Höskuldur Þráins- son. KOMMENT: Ég hafði áhuga á að kanna hvaða áhrif undirbúningur þáttastjórnenda/þula í sjónvarpi hefði á málnotkunina. Á þessum tíma voru margir nýir sjónvarps- þættir á skjánum og stöðvar eins og Popptíví voru í blóma. Niðurstaðan varð sú að einkenni ritmáls voru af- gerandi hjá þeim sem undirbjuggu sig og höfðu handrit en talmálsein- kenni voru ríkjandi hjá hinum með tilheyrandi hikorðum, óreglulegri setningaskipan og því sem kallað er villur í málinu eða frávik frá ríkjandi reglum. Mig minnir að ég hafi fengið 8,5 en ég skilaði ritgerð- inni þremur vikum eftir að annað barnið mitt fæddist, sem var dálítið glæfralega áætlað hjá mér. 1 www.imdb.com - The Internet Movie Database Í skóm drekans (2002) Directors: Hrönn Sveinsdóttir, Árni Sveinsson Genre: Drama/Documentary Tagline: Hvað er það sem þú mátt ekki sjá? Plot: A new kind of beauty con- test, Miss Iceland.is, was establis- hed in Iceland in 2000. Hrönn Sveinsdóttir joined the contest to make a film. Cast: Hrönn Sveinsdóttir: Herself Elva Dögg Melsteð: Herself Claudia Schiffer: Herself - Pre- senter Jón Páll Eyjólfsson: Himself (as Jón Páll) Jón Gnarr: Himself Sigurjón Kjartansson: Himself Bubbi Morthens: Himself KOMMENT: Ég er frekar hress með það að komast í gagnagrunn IMDb fyrir þessa ómeðvituðu leik- frammistöðu mína. Sagan á bakvið Í skóm drekans var í grófum dráttum sú að við keppendur í Ungfrú Ís- land.is urðum allt í einu þátttak- endur í heimildarmynd án okkar vitundar, myndavélinni var haldið á lofti undir því yfirskini að þetta væri til minninga þegar tilgangurinn var að gera heimildarmynd um fyrir- bærið fegurðarsamkeppni. Við vor- um dálítið óhressar með að vera á leiðinni á hvíta tjaldið, t.d. á nærföt- unum, án okkar samþykkis. Í kring- um þetta sköpuðust snarpar umræð- ur um friðhelgi einkalífs gagnvart tjáningarfrelsi, sem er mjög verðug umræða í hvaða samhengi sem er. Þetta endaði allt í góðri sátt og mér finnst þetta allt mjög fyndið að hugsa til í dag. Myndin var skemmtileg og eflaust upplýsandi fyrir marga, enda þetta fyrirbæri fegurðarsamkeppni athyglisvert í marga staði. Við stelpurnar höfum ekki haldið neinu formlegu sam- bandi sem hópur. 2 http://reunion06.betra.is - Bekkjarmótssíða Laugar- nes- og Laugalækjarskóla – árgangur 1979 1) Hvað heitirðu? Elva Dögg Melsteð. 2) Hvenær áttu afmæli? 14. febrúar. 3) Hvað gerirðu? Lærður íslenskufræðingur en starf- andi framkvæmdastjóri MAGG ehf. sem er ljósmyndastúdíó, sér- hæft í auglýsingamyndatökum. Já, svo les ég stundum lottótölur í sjónvarpinu. 4) Hver er hjúskap- arstaða þín? Ég er gift. 5) Áttu af- kvæmi? Matthildi Maríu, 4 ára og Gylfa Þór, 2 ára. 6) Ertu með heimasíðu/bloggsíðu? elvamelsted- .blogspot.com – er ferlega löt samt að skrifa, sé ekki tilganginn en finnst það stundum gaman. 7) Hver var uppáhaldskennarinn þinn? Njáll var æði. Arngrímur, Björg og Ágústa voru mjög eftir- minnileg. Einn úr Laugarnesi var líka örugglega hommi en ég vil ekki nefna nein nöfn. Sá hann um dag- inn og hugsaði – jaaaááá auðvitað! Flott hjá honum, en þetta sá ég ekki sem barn. Og sæll, munið þið eftir Sigurlínu? Hún var nú nett spes … tók okkur í hressilega kyn- fræðslu sem aldrei gleymist. 8) Hvaða lag/hvernig tónlist viltu djamma við á árgangamótinu? Ég vil sem mest af nostalgíu. Snap, 2 Unlimited, I’m too sexy og þið vitið þetta dót, Cypress Hill og svona. Tek undir November Rain óskalagið líka. KOMMENT: Það var mikið stuð á bekkjar- mótinu og ég hlakka mikið til þess næsta. Það er ótrúlega gaman að hitta gamla skólafélaga nokkrum ár- um síðar, við þekkjumst enn svo vel einhvern veginn þrátt fyrir að hafa ekki hist í sumum tilfellum svo árum skiptir. Kynfræðslan í 8. bekk var mjög eftirminnileg með reynslusög- um úr ranni kennarans, en ég fer ekki nánar út í það. Ég er alveg hætt að blogga, er alveg komin með ógeð af æsingnum sem grípur reglulega um sig og svo finnst mér vera of mik- ið um neikvæðni í bloggheimum. 3 www.kosningar.is/2002 – Framboðslistar til sveit- arstjórnakosninga 2002. Listi sjálfstæðismanna í Reykjavík. Nr. 21. Elva Dögg Melsteð, há- skólanemi. KOMMENT: Þetta voru mín fyrstu og líklega síðustu formlegu af- skipti af pólitík. Það eru mjög litlar líkur á frekari landvinningum af minni hálfu í pólitík. Eiginmaður minn hefur séð um afskipti af póli- tík, nægilega mikið fyrir okkur bæði. Ég á góða vini í pólitíkinni sem ég styð af fremsta megni en ég læt þar við sitja í bili. 5 mbl.is/mm/gagnasafn – Lau. 3.3.2001 – Fólk í fréttum. Stjörnumessa í Viltu vinna millj- ón? Elva Dögg setti met. UNGFRÚ Ísland.is, Elva Dögg Melsteð, setti nýtt met í þættinum Viltu vinna milljón? á Stöð 2 á fimmtudagskvöldið þegar þar var haldin svokölluð stjörnumessa. Í þessari stjörnumessu svokölluðu voru keppendur allir nafntogaðir Íslendingar sem gafst kostur á að spreyta sig í spurningaleiknum vinsæla og vinna sér inn fé sem þeir gátu látið renna til góðgerðarmála að eigin vali. KOMMENT: Ég er nú enn frekar stolt af þessari frammistöðu minni 4 þótt þetta hafi komið mér þægilega áóvart. Þetta var gott hjálpargagn íbaráttunni til að sýna fram á að feg- urðardrottningar væru ekki alvit- lausar, en sú umræða var nokkuð hávær um það leyti sem Ungfrú Ís- land.is var sett á laggirnar. Mér finnst gaman í spurningaleikjum en er ekkert rosalega klár því ég er svo hræðilega gleymin. Síðan er dálítið öðruvísi að vera í spurningakeppni sem fer fram í sjónvarpssal og liðið er aðeins skipað manni sjálfum eða að vera heima í stofu með góðum vin- um. Ég lét peninginn, sem var að mig minnir 550.000 kr., renna til VIN hjá Rauða krossinum en Ungfrú Ísland.is var í góðu samstarfi við Rauða krossinn. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Við vorum dálítið óhressar með að vera á leiðinni á hvíta tjaldið, t.d. á nærfötunum, án okkar samþykkis. gúglið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.