24 stundir


24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 54

24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 54
„Við höfum gefið út tvær plöt- ur, Góðir farþegar árið 2001 og Selfoss árið 2004. Þær seldust ekki mikið og ég held að við eigum flest eintökin ennþá,“ segir Pétur og hlær. „Reyndar auglýstum við plöturnar ekkert. Þessi plata verð- ur aftur á móti mjög skemmtileg og vonandi sú mest auglýsta. Framan af sáum við sjálfir um að bóka bandið og gera allt en núna er Páll Eyjólfsson hjá Prime um- boðsmaður okkar. Hann er búinn að gera kraftaverk og við gátum því einbeitt okkur að því að gera plötuna.“ Ásamt Pétri eru Bergur Geirs- son, Stefán Örn Gunnlaugsson, Einar Þór Jóhannsson og Hannes Heimir Friðbjarnarson meðlimir í Buffi en hljómsveitin tók plötuna upp í Danmörku. „Það var ótrú- lega gott að vera þar og ég var berfættur á náttbuxunum í fimm daga. Það var ekkert sem truflaði því þetta var bara einhver sveita- bær og það var ekkert í kringum hann. Við hefðum aldrei getað gert þessa plötu ef við hefðum tekið hana upp á Íslandi enda tók okkur átta mánuði að gera síð- ustu plötu. Okkur langaði að gefa út plötu og gera tónlist, það er ekki nóg að spila bara á böllum. Ég held að við getum gert skemmtilegt popprokk, ekkert merkilegra en það en samt eitt- hvað skemmtilegt.“ Af glæpabrautinni ungur Það má segja að líf Péturs hafi verið markað frá upphafi þar sem hann fæddist inn í mikla söng- fjölskyldu. Faðir hans, Guðmund- ur Benediktsson, var í hljómsveit- inni Mánum og Brimkló og amma hans var píanókennari sem kenndi allri fjölskyldu sinni að spila. Þó segir Pétur með kímni í röddinni að það sé helst eitt atvik sem hafi mótað hann fyrir lífstíð. „Þegar ég var tíu ára þá var ég með tveimur tólf ára vinum mín- um. Þeir drógu mig í Blómaval í Sigtúni og brutust inn. Lögreglan kom og handtók okkur og mamma og pabbi þurftu að sækja mig á lögreglustöðina. Ég var miður mín og vissi ekki af hverju ég hafði gert þetta og af hverju ég lét plata mig. Amma frá Selfossi kom og sagði þessi ógleymanlegu orð: „Elsku drengurinn, elsku drengurinn, af hverju gerirðu svona, þú sem ert svo góður.“ Það þurfti ekki meira til, ég brotnaði saman og hágrét. Þetta atvik ýtti mér af glæpabrautinni og eftir þetta hef ég aldrei íhugað glæpi.“ Þess í stað tók Pétur þá ákvörðun árið 1993 að hætta í Háskóla Ís- lands og taka tónlistina alvarlega. Hann segir að það hafi ekki kom- ið neinum á óvart og síst af öllu foreldrum hans sem höfðu hálf- partinn beðið þess að hann myndi átta sig á hvar hjarta hans lægi. „Fyrir utan sönginn spila ég á gítar og píanó. Mig hefur alltaf langað að læra á fleiri hljóðfæri en ég lærði mestmegnis sjálfur á hljóðfærin þótt ég hafi fengið mikla aðstoð frá pabba.“ Tilbreytingin best Aðspurður hvort Pétur hafi meira gaman af því að syngja eða spila á hljóðfæri segir hann að honum finnist hvort tveggja skemmtilegt en á ólíkan hátt. „Í raun syng ég mun meira en ég spila. Ég er í tveimur hljómsveit- um, annars vegar Buffi og hins vegar í hljómsveit sem heitir Dúndurfréttir. Mér finnst alltaf gaman að syngja en það getur líka verið mjög þægilegt að vera til baka. Þegar Dúndurfréttir spila þá er Matthías Matthíasson að- alsöngvari á móti mér og þegar hann syngur þá finnst mér voða gaman að geta sleppt mér á org- elinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvar míkrófónn- inn er. Tilbreytingin er svo skemmtileg. Þessar hljómsveitir eru mjög ólíkar, í Buffinu spilum við á hverri árshátíðinni á fætur annarri og stundum eru þetta lög sem ég sjálfur hef takmarkaðan áhuga á en verð að spila til að koma fólki á dansgólfið. Dúnd- urfréttir eru meira svona tóm- stundagaman sem ég og Matti stofnuðum til að spila uppáhalds- tónlistina okkar. Svo við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af því hvað fólkið úti í sal segði og við gætum bara gert það sem okkur sýndist. Dúndurfréttir eru mun meiri tónleikahljómsveit á meðan Buff er meiri ballhljómsveit.“ Bítlarnir sameina Buffið Í núverandi mynd hefur Buff spilað saman í fjögur ár og Pétur segir að þeir hafi verið mjög heppnir í gegnum tíðina. Við er- haust kemur þriðja breið- skífa hljómsveitarinnar Buff út en þegar hafa þrjú lög af plötunni heyrst á öldum ljósvak- ans og hlotið þó nokkra spilun. Enda segist einn söngvara Buffs, Pétur Örn Guðmundsson, ætla að eiga sem fæst eintök af plötunni þegar yfir lýkur. 54 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Pétur Örn stefnir á sólóplötu eftir nokkur ár Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@ 24stundir.is VIÐTAL Rólyndismaður á náttbuxum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.