24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 07.06.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir Mikki Mús Dýragarðurinn MATURINN VAR ALVEG FRÁBÆR! KOMDU MEÐ MÉR INN Í STOFU OG SESTU VIÐ PÍANÓIÐ. GUFFI GETUR SETT UPPÞVOTTAVÉLINA Í GANG TÆKNIN ER SVO FRÁBÆR GUFFI, ÉG ÞARF NÚ VARLA AÐ SEGJA ÞÉR AÐ RUGLA EKKI ÞVOTTAVÉLINNI OG UPPÞVOTTA- VÉLINNI SAMAN! HA! HA! HA! HA! UPP- ÞVOTTA- VÉL ÞVOTTAVÉL Tvíburasysturnar Elísabet og Margrét Friðriksson ganga í fyrsta bekk í Fossvogsskóla og segjast ald- eilis ætla að skemmta sér í sumar. „Við getum hoppað á trampólíni í garðinum,“ segir Elísabet. „Svo ætlum við til Kaupmannahafnar, Ísafjarðar og í Legoland,“ bætir hún við. „Ég hlakka svo til að fara í Legoland,“ segir Margrét og báðar skella þær upp úr af einskærri til- hlökkun. En skyldi þeim stundum finnast flókið að vera tvíburasystur? „Nei, það er svo gaman,“ segir Elísabet. „Sumir í skólanum vilja helst að við séum með nafnspjald í frímín- útum.“ „Aðallega strákarnir,“ bætir Margrét við. Spurðar um á hverju þær hafi helst áhuga hrópa þær báðar ein- um rómi: „Drekum!“ „Ég elska dreka,“ segir Margrét. „Frostdrekar frá Grænlandi eru ægilega fallegir,“ segir Elísabet og bætir því við að í skólanum séu tvær stelpur til viðbótar sem hafi líka áhuga á drekum. „Við erum í leynifélagi með þeim,“ bætir hún við leyndar- dómsfull á svip. „Það má ekki segja neitt meira um það,“ leggur hún áherslu á. „En við eigum rauða drekaskó,“ segir Margrét til að dreifa athygli blaðamanns frá háleynilegu leyni- félagi og bendir á fætur þeirra sem prýddir eru afskaplega fínum rauð- um skóm með myndum af kín- verskum drekum. dista@24stundir.is Tvíburasysturnar Elísabet og Margrét rífast aldrei! Hafa mestan áhuga á drekum Við erum bestu vinkonur! „Krakkarnir í skólanum ruglast oft á okkur,“ segir Margrét. „En það er bara skemmtilegt,“ bætir Elísabet við. GÆLUDÝRIÐ MITT VÍSINDAHORNIÐ -Að í Bretlandi ratar ein af hverj- um fjórum kartöflum djúpsteikt á matardisk Breta. -Ef það væri mögulegt að standa á Plútó þá virtist sólin ekki vera mikið skærari en stjarnan Venus á næturhimni okkar. -Að Kermit froskur í Prúðuleik- urunum er nefndur eftir æsku- vini Jim Hendersons, Kermit Scott, sem starfaði lengi sem pró- fessor í heimspeki við Purdue- háskóla í Bandaríkjunum. Tyggjó bannað í Singapúr Vissir þú þetta? „Ég myndi segja að hann sé afar fjörugur,“ segir Gabríel Eyjólfsson, 9 ára strákur í Vesturbænum, um hundinn sinn, hinn þriggja ára gamla Garp. „Hann er oftast hlýð- inn og góður en stundum stingur hann af. Einu sinni var hann kom- inn alla leið út á Ægisíðu,“ segir Gabríel. „Garpur kann ýmsar brellur, hann hendir sér niður á jörðina og liggur alveg grafkyrr eins og hann sé dauður ef maður segir hátt og snjallt: PÆNG! Svo kann hann líka að skríða og setjast,“ bætir Gabríel við. Gabríel segist ætla að hafa það gott í sumar. „Ég verð á fullu í fót- boltanum. Þá ætla ég í skóla- garðana með mömmu og systur minni henni Glóeyju. Þar ræktum við kartöflur, radísur, rófur og hvítkál. Mér fannst skemmtilegast að taka upp kartöflurnar.“ dista@24stundir.is Í Vesturbænum má finna ansi fjöruga félaga Garpur og Gabríel Hjá okkur fáið þið mikið úrval af kerrum og vögnum fyrir börnin Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Skýin sem við sjáum á himn- inum eru safn örsmárra vatns- dropa. Þau myndast þegar vatnsgufa í andrúmsloftinu kólnar. Við það þéttist hún og skýin verða til. Þegar loft streymir upp á við lækkar bæði þrýstingur og hiti þess. Upp- streymi verður til dæmis þegar vindur lendir á fjöllum en þá þvingast loftið upp á við. Þegar það gerist kólnar loftið, vatnsgufan þéttist og ský myndast. En ský- in eru ekki bara á himninum. Stundum eru þau alveg við jörð- ina og þá köllum við þau þoku. Þokan tengist auðvitað ekki uppstreymi heldur oftast kólnun vegna snertingar loftsins við kalt yfirborð jarðarinnar, til dæmis á fjöllum. Tilviljanakenndar hreyfingar skýjadropanna leiða stundum til þess að þeir rekast hver á annan. Við það fækkar dropunum og þeir stækka. Þegar þeir eru orðnir nógu stórir falla þeir loks til jarðar, annað hvort sem rigning eða snjókoma. Með því að setja orðið ský inn í leitarvél Vísindavefsins má finna ýmislegt fleira fróðlegt og skemmtilegt um skýin. Daníel Heiðar Tómasson 7 ára spyr: Hvernig verða skýin til? LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Hvað segir feita músin við kisu? – Komdu hér, kisi kis … krakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.