24 stundir - 07.06.2008, Síða 70

24 stundir - 07.06.2008, Síða 70
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is „Já, er það komið?“ spyr Sigurður, söngvari Ultra Mega Techno- bandsins Stefáns (eða UMTBS), undrandi aðspurður um ástæðu þess að vefsvæðið MySpace mælir sérstaklega með síðu þeirra. Það er eflaust ein besta kynning á netinu sem ung sveit án plötusamnings erlendis getur fengið þar sem millj- ónir manna nota kerfið daglega. „Það var Sigur Rós sem benti á okkur. Umsjónarmaðurinn var að vinna eitthvað með þeim og spurði þá út í íslenska elektrósveit og þeir bentu víst á okkur. Við erum orðn- ir miklir aðdáendur þeirra eftir þetta.“ Eurovision var draumurinn Þótt ótrúlegt megi virðast var það æðsti draumur UMTBS að taka þátt í Eurovision. Lagið 3D Love sem sveitin sendi frá sér í gær var samið sérstaklega fyrir for- keppni Eurovision í fyrra, en lagið hlaut ekki náð fyrir eyrum þeirra sem hleypa lögum inn í keppnina. „Eurovision var aðalmálið. Við vorum 15 eða 16 ára og bara viss- um ekki betur. Við ætluðum með þetta lag í Eurovision og okkar hugsun náði ekkert lengra en það.“ Siggi segir það hafa verið gíf- urleg vonbrigði að fá ekki einu sinni tækifæri til þess að keppa í forkeppninni og viðurkennir að sveitin hafi verið nálægt því að hætta. Hann segir sveitina reyndar ítrekað hafa ætlað að hætta. „Við höfum ætlað að hætta svona tuttugu sinnum. En það kom alltaf einhver heppni eða röð tilviljana sem hélt okkur gangandi. Fyrst Músíktilraunir, svo Airwaves. Svo þegar við gáfum út fyrsta lagið okkur, Story for a Star, þá fannst okkur þetta vera orðið að ein- hverju alvöru dæmi þar sem fullt af fólki þekkti lagið.“ Siggi segist vonast til að þegar fólk heyri nýja lagið velti það því fyrir sér hvort þetta hefði átt erindi í Eurovision. „Hefði ekki verið skárra að senda þetta út í staðinn fyrir Eirík Hauksson?“ spyr hann að lokum. Hægt verður að hlýða á vænt- anlega breiðskífu UMTBS í heild sinni á MySpace-síðu þeirra. Plat- an, sem kemur til með að heita Circus, hefur ekki hlotið útgáfudag ennþá og virðist ríkja nokkur leynd yfir því öllu saman. Margt í pípunum hjá Ultra Mega Technobandinu Stefáni Íslenskt teknó er aðal á Myspace Það var fyrir tilstilli Sigur Rósar að MySpace mælir sérstaklega með síðu UMTBS þessa vikuna. Nýtt lag kemur út í vik- unni, er átti upphaflega að enda í Eurovision. Sigur Rós Í aðdáendahópi UMTBS. UMTBS Þakklátir Sigur Rós fyrir stórt tækifæri. 70 LAUGARDAGUR 7. JÚNÍ 2008 24stundir HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR SUN 31. ÁGÚST FIM 4. SEPTEMBER SUN 7. SEPTEMBER FIM 11. SEPTEMBER SUN 14. SEPTEMBER 5 AUKASÝNINGAR Í HAUST TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMA www.mammamamma.netwww.midi.is „Þetta er skondin frétt um Kaþ- ólikka á Íslandi, sem virðast ekki hafa nokkurn húmor fyrir því að jörðin er ekki flöt, heldur hnött- ótt. Kannski þeir vilji rétta yfir Jóni Gnarr – og fá því hnekkt að jörðin er hnöttótt..... Kannski ætti Hæstiréttur að úrskurða að tunglið er ostur.“ Einar Ben Þorsteinsson einar.eyjan.is „...skilnaðartíðni á Austfjörðum hefur snaraukist á tímum virkj- ana. Það hafa skapast sömu skil- yrði og í hernáminu hérna um ár- ið. Enn og aftur hefur það komið í ljós að karlmenn eru latir og feitir heima hjá sér en mestu sjentilmenni að heiman og bera þá með sér ilm framandi slóða.“ Baldur Kristjánsson baldurkr.blog.is/blog „Championship Manager. Eftir hverju er Björgólfur að bíða? Hvað er gaman við að eiga og stjórna ensku úrvalsdeildarliði, ef þú getur ekki keypt uppáhalds ís- lenska leikmanninn þinn og sett hann í sóknina?“ Andrés Jónsson andres.eyjan.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Eitthvað voru upplýsingar á reiki á blaðamanna- fundi Bjarkar og félaga á fimmtudag þegar tilkynnt var að Náttúru-tónleikar hennar og Sigur Rósar yrðu í Grasagarðinum. Rétt er að tónleikarnir verða ekki í garðinum sjálfum, heldur á bak við hann á túninu, við gömlu þvottalaugarnar í Laugardal. Sviðið snýr að brekkunni upp að Áskirkju. Brekkan myndar þannig náttúrulega stúku fyrir gesti. bös Næsta hefti Monitor kemur út föstudaginn 13. júní samkvæmt heimasíðu blaðsins. Lítið er gefið upp um innihald fyrir utan að Sigur Rós verði á forsíð- unni og að Ellý Ármanns láti allt flakka í liðnum Satt og logið. Spurningarnar eiga víst að vera svæsnar og Ellý hikar ekki við að svara. Meðal ann- ars svarar hún því hvort hún hafi nokkurn tímann verið ber að neðan undir þuluborði hjá RÚV. tsk Á meðan tónleikahaldarar strögla við að ná fólki inn á tónleika erlendra ellismella virðist Ásgeir Kol- beinsson ekki vera í neinum vandræðum með að selja miða á teknóveisluna í Laugardalshöll þann 16. júní. Miðasalan fór af stað með látum síðasta mánudag og allt útlit fyrir að GusGus, David Gu- etta og BB&Blake spili fyrir pakkfullri höll af sprikl- andi teknóaðdáendum. bös „Þetta eru fernir tónleikar á fjór- um dögum í fjórum borgum í tveimur löndum,“ segir Högni Eg- ilsson, söngvari Hjaltalíns, sem spilar í Árósum í kvöld en hljóm- sveitin heldur til Kaupmannahafn- ar á morgun. Svo er flogið til Bret- lands þar sem sveitin spilar í Brighton og London. Búið er að ganga frá dreifingu plötu þeirra í Skandinavíu og hlut- ir virðast vera byrjaðir að rúlla í Bretlandi þar sem sveitin lék ný- verið fyrir fullum sal á Time for Peace-verðlaunaafhendingunni er verðlaunar sérstaklega fyrir mann- úðartengd sjónarmið innan kvik- myndageirans. Margir hafa unnið verðlaunin í gegnum tíðina, þar á meðal Steven Spielberg, en í ár var það Michael Winterbottom (24Hour Party People og The Road to Guantanamo) sem var heiðr- aður. Hjaltalín var sérstaklega beðin um að flytja lagið Trees don’t like Smoke á hátíðinni. „Þetta hljómaði eins og apíl- gabb þegar við fengum þennan póst. Það var undarlegt að lag sem fjallaði ekkert um svona málefni af viti væri notað á svona hátíð. Við spiluðum fyrir þrjátíu sendiherra frá Sameinuðu þjóðunum sem voru í verðlaunanefndinni. Ég hélt smá-tölu yfir liðinu um hvaða þýðingu það hafði að bera með sér fjölskyldunafn á Íslandi í gamla daga. Hvernig það hefði borið með sér merki yfirstéttarinnar. Hálf undarlegt fyrir fullum sal af aristó- krötum. Svolítið fyndið.“ biggi@24stundir.is Hjaltalín í túr til Danmerkur og Bretlands Óskasveit alþjóð- legra aristókrata Hjaltalín Spiluðu nýverið fyrir fullum sal af sendiherrum Sameinuðu þjóðanna. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 5 4 3 9 6 8 1 7 2 1 6 7 2 3 4 9 5 8 2 8 9 1 5 7 3 4 6 6 5 4 3 8 1 2 9 7 8 3 2 5 7 9 4 6 1 7 9 1 4 2 6 8 3 5 3 1 6 7 4 2 5 8 9 9 7 5 8 1 3 6 2 4 4 2 8 6 9 5 7 1 3 Þetta er fullkomið, Vignir minn. Sturla, verður þetta einskonar X-L flokkur? Sturla Jónsson vörubílstjóri hefur stofnað nýjan stjórnamálaflokk, Lýðræðisflokkinn. Honum hefur þó enn ekki verið úthlutað listabókstaf.FÓLK lifsstill@24stundir.is a Það er nú of snemmt að segja. En við stefnum á að koma að minnsta kosti einum manni á þing. fréttir

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.