24 stundir - 07.06.2008, Síða 72
24stundir
? Þegar ég gekk í skóla reyndist stærð-fræði mér erfiðust. Ég þurfti lítið aðhafa fyrir öðrum greinum. Þá vaknaðisú spurning hvort ég ætti að eyða mest-um tíma í stærðfræðina og verða nokk-urn veginn jafnvígur á öllum sviðum,eða hvort ég ætti að eyða meiri tíma íþað sem ég væri góður í og freista þess
að skara þar fram úr. Þetta er eilíf
spurning. Á maður að eyða orkunni í
það sem gengur vel eða á maður ein-
mitt að eyða henni í að stoppa í götin
og verða í öllu falli sæmilegur á flestum
sviðum.
Eins og söngkonan Björk benti á fyrir
stuttu er Ísland þekktast fyrir sérstaka
og stórbrotna náttúru rétt eins og Man-
hattan er þekktast fyrir skýjakljúfa. Og
nú vaknar spurningin. Hvað eigum við
að leggja áherslu á? Ég hefði aldrei orð-
ið prófessor í stærðfræði sama hversu
mikið ég hefði reynt. Ísland verður
hvorki þekkt né ríkt vegna glæsilegs
þéttbýlisskipulags né olíuhreins-
unarstöðva. Það er hins vegar þegar
orðið þekkt vegna ósnortinnar náttúru.
Maður þarf ekki að vera tedrekkandi
lopapeysuhippi til að komast að þessari
niðurstöðu.
Eitt í viðbót. Ég hef lengi gengið með
þann draum í maganum að öll hús ís-
lenskra bæja væru máluð í felulitum.
Vandamálið er að þau þyrftu að vera
mógræn á sumrin en hvít yfir hluta
vetrarins. Lausnin felst í einhverskonar
hitanæmri málningu sem breytir um lit
eftir veðri. Ég veit ekki hvort þetta er til
en ég er að leita.
Almenn skynsemi
Bergur Ebbi
Benediktsson
er ekki stærðfræði-
prófessor.
YFIR STRIKIÐ
Hvar á
áherslan að
liggja?
24 LÍFIÐ
Einn þekktasti djasstrommari
landsins heldur tónleika til minn-
ingar um föður sinn á
sjötugsafmæli hans.
Einar Scheving
minnist föður síns
»66
MySpace mælir sérstaklega með
síðu Ultra Mega Technobandsins
Stefáns þessa vikuna
fyrir tilstilli Sigur Rósar.
Íslenskt teknó er
vinsælt á MySpace
»70
Tónlistarmennirnir Gísli Krist-
jánsson og Sigurður Sigtryggsson
hafa sett upp hljóðverið
Goodbeat Studios.
Góður íslenskur
taktur í London
»66
● Séríslensk
heimþrá
„Ég er nú enginn
sérstakur aðdá-
andi íslensku
sauðkindarinnar
en þema mynd-
anna kemur
kannski til af því
að ég ólst
upp í útlöndum og bjó síðan í
London þar sem ég fór að skissa ís-
lenska hluti svo ætli heimþráin hafi
ekki brotist út þannig,“ segir Unn-
ur Ýrr Helgadóttir, grafískur
hönnuður og listamaður, sem sýn-
ir verk sín sem einkennast m.a. af
þjóðlegum minnum og íslenskri
náttúrusýn á kaffihúsinu Sólon.
● Paul kemur
„Ég er búinn að
ræða við Paul
Simon og tónleik-
arnir munu
standa, þrátt fyrir
orðróm um hið
gagnstæða,“
segir Guðbjartur
Finnbjörnsson tónleikahaldari um
fyrirhugaða tónleika Pauls Simons
í Laugardalshöll 1. júlí næstkom-
andi. „Ein helsta ástæðan fyrir
komunni er áhugi hans á landinu,
en hann hefur ekki heimsótt Ísland
fyrr, svo vitað sé. Vitanlega hefur
þetta ekki verið nein góssentíð fyr-
ir okkur tónleikahaldara, en tón-
leikarnir munu fara fram, svo mik-
ið er víst.“
● Skemmtilegt
„Það er voðalega
skemmtilegt að fá
að vinna við þetta
enda er það besta
sem getur gerst í
júní að fylgjast
með svona stór-
móti. Fyrir mér er
þetta á við listahátíð, þó aðeins
öðru vísi sé,“ segir Þorsteinn J.
Vilhjálmsson sem stjórnar upphit-
unar- og eftirmálsþáttum um Evr-
ópumótið í knattspyrnu sem hefst
í dag og stendur til 29. júní.
Verða allir leikir í beinni útsend-
ingu á RÚV og svo samantekt
leikja dagsins á kvöldin.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
NÝR OPNUNARTÍMI
MÁN - FÖS: 11 - 18
LAU - SUN: 12 - 18
Frumsko
gar
Cafe
Vöff
lur
M/RJ
ÓMA
2 FY
RIR
1
ALLA
HEL
GINA