24 stundir


24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 72

24 stundir - 07.06.2008, Qupperneq 72
24stundir ? Þegar ég gekk í skóla reyndist stærð-fræði mér erfiðust. Ég þurfti lítið aðhafa fyrir öðrum greinum. Þá vaknaðisú spurning hvort ég ætti að eyða mest-um tíma í stærðfræðina og verða nokk-urn veginn jafnvígur á öllum sviðum,eða hvort ég ætti að eyða meiri tíma íþað sem ég væri góður í og freista þess að skara þar fram úr. Þetta er eilíf spurning. Á maður að eyða orkunni í það sem gengur vel eða á maður ein- mitt að eyða henni í að stoppa í götin og verða í öllu falli sæmilegur á flestum sviðum. Eins og söngkonan Björk benti á fyrir stuttu er Ísland þekktast fyrir sérstaka og stórbrotna náttúru rétt eins og Man- hattan er þekktast fyrir skýjakljúfa. Og nú vaknar spurningin. Hvað eigum við að leggja áherslu á? Ég hefði aldrei orð- ið prófessor í stærðfræði sama hversu mikið ég hefði reynt. Ísland verður hvorki þekkt né ríkt vegna glæsilegs þéttbýlisskipulags né olíuhreins- unarstöðva. Það er hins vegar þegar orðið þekkt vegna ósnortinnar náttúru. Maður þarf ekki að vera tedrekkandi lopapeysuhippi til að komast að þessari niðurstöðu. Eitt í viðbót. Ég hef lengi gengið með þann draum í maganum að öll hús ís- lenskra bæja væru máluð í felulitum. Vandamálið er að þau þyrftu að vera mógræn á sumrin en hvít yfir hluta vetrarins. Lausnin felst í einhverskonar hitanæmri málningu sem breytir um lit eftir veðri. Ég veit ekki hvort þetta er til en ég er að leita. Almenn skynsemi Bergur Ebbi Benediktsson er ekki stærðfræði- prófessor. YFIR STRIKIÐ Hvar á áherslan að liggja? 24 LÍFIÐ Einn þekktasti djasstrommari landsins heldur tónleika til minn- ingar um föður sinn á sjötugsafmæli hans. Einar Scheving minnist föður síns »66 MySpace mælir sérstaklega með síðu Ultra Mega Technobandsins Stefáns þessa vikuna fyrir tilstilli Sigur Rósar. Íslenskt teknó er vinsælt á MySpace »70 Tónlistarmennirnir Gísli Krist- jánsson og Sigurður Sigtryggsson hafa sett upp hljóðverið Goodbeat Studios. Góður íslenskur taktur í London »66 ● Séríslensk heimþrá „Ég er nú enginn sérstakur aðdá- andi íslensku sauðkindarinnar en þema mynd- anna kemur kannski til af því að ég ólst upp í útlöndum og bjó síðan í London þar sem ég fór að skissa ís- lenska hluti svo ætli heimþráin hafi ekki brotist út þannig,“ segir Unn- ur Ýrr Helgadóttir, grafískur hönnuður og listamaður, sem sýn- ir verk sín sem einkennast m.a. af þjóðlegum minnum og íslenskri náttúrusýn á kaffihúsinu Sólon. ● Paul kemur „Ég er búinn að ræða við Paul Simon og tónleik- arnir munu standa, þrátt fyrir orðróm um hið gagnstæða,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari um fyrirhugaða tónleika Pauls Simons í Laugardalshöll 1. júlí næstkom- andi. „Ein helsta ástæðan fyrir komunni er áhugi hans á landinu, en hann hefur ekki heimsótt Ísland fyrr, svo vitað sé. Vitanlega hefur þetta ekki verið nein góssentíð fyr- ir okkur tónleikahaldara, en tón- leikarnir munu fara fram, svo mik- ið er víst.“ ● Skemmtilegt „Það er voðalega skemmtilegt að fá að vinna við þetta enda er það besta sem getur gerst í júní að fylgjast með svona stór- móti. Fyrir mér er þetta á við listahátíð, þó aðeins öðru vísi sé,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson sem stjórnar upphit- unar- og eftirmálsþáttum um Evr- ópumótið í knattspyrnu sem hefst í dag og stendur til 29. júní. Verða allir leikir í beinni útsend- ingu á RÚV og svo samantekt leikja dagsins á kvöldin. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við NÝR OPNUNARTÍMI MÁN - FÖS: 11 - 18 LAU - SUN: 12 - 18 Frumsko gar Cafe Vöff lur M/RJ ÓMA 2 FY RIR 1 ALLA HEL GINA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.