24 stundir


24 stundir - 09.07.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 09.07.2008, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8 VÍÐA UM HEIM Algarve 25 Amsterdam 18 Alicante 28 Barcelona 25 Berlín 20 Las Palmas 25 Dublin 16 Frankfurt 18 Glasgow 16 Brussel 14 Hamborg 19 Helsinki 17 Kaupmannahöfn 16 London 19 Madrid 29 Mílanó 29 Montreal 22 Lúxemborg 17 New York 26 Nuuk 11 Orlando 25 Osló 18 Genf 21 París 18 Mallorca 28 Stokkhólmur 15 Þórshöfn 11 Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og létt- skýjað, en þokuloft með norðurströndinni og einnig víða á láglendi í nótt. Norðvestan eða breytileg átt 3-8 m/s . Hiti 12 til 22 stig, hlýj- ast inn til landsins. VEÐRIÐ Í DAG 10 11 11 7 11 Áfram léttskýjað Norðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og víða léttskýjað til landsins, en þokuloft við ströndina, einkum N- og A-lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast í innsveitum. VEÐRIÐ Á MORGUN 10 9 10 7 9 Sól og blíða áfram Sex umsóknir verða til umfjöll- unar hjá úthlutunarnefnd losunar- heimilda sem mun fyrir 30. sept- ember næstkomandi úthluta heimildum til losunar gróðurhúsa- lofttegunda til atvinnurekstrar. Sótt er um kvóta fyrir þrjú ný ál- ver Alcoa á Bakka, álver Rio Tinto Alcan í Þorlákshöfn og álver Norð- uráls í Helguvík. Þá er sótt um auknar heimildir fyrir álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík og álver Alcoa á Reyðarfirði auk heimilda fyrir kísilmálmsverksmiðju Tom- ahawk í Helguvík. Alls er sótt um tæplega 3 millj- ónir losunarheimilda en tæplega 1,4 milljónir heimilda eru til skipt- anna. Nefndin er skipuð þremur fulltrúum frá umhverfis-, iðnaðar- og fjármálaráðuneyti. elias@24stundir.is Umsóknir um losunarheimildir Sex vilja losa Álver í Straumsvík Sækist eftir auknum losunarheimildum. Þingflokkur Samfylk- ingarinnar kom saman til fundar í gær að ósk Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur umhverfisráð- herra. Tilefni fundarins var að ráðherrar hafa lýst yfir stuðningi við ál- ver bæði á Bakka og í Helguvík, en það sam- ræmist ekki stefnu flokksins í loftslagsmál- um. Fyrir kosningar talaði Sam- fylkingin um að aðeins væri rými fyrir eitt lítið álver til viðbótar inn- an heimilda íslenska ákvæðisins um losun gróðurhúsalofttegunda. Þórunn vildi fá umræðu í þingflokknum um hvað Samfylkingin gæti gert til að komast hjá því að brjóta gegn eigin stefnu í umhverfismál- um. Aðstoðarmaður ráðherra staðfesti að Þórunn hafði beðið um fundinn en ekki fékkst viðtal við Þórunni. beva@24stundir.is Umhverfisráðherra fór fram á fund um álver Þórunn kallar á þingflokk sinn Dætur grunaðs barnaníðings voru sendar í sveitadvöl um síðustu helgi þegar útlit var fyrir að mann- inum yrði sleppt úr gæslu- varðhaldi. Sú ákvörðun var í fullu samráði við móður stúlknanna og aðra aðila sem komið hafa að mál- inu. Samkvæmt heimildum 24 stunda er stefnt að því að stúlk- urnar komi heim fljótlega. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfu ríkissaksóknara um áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir manninum fyrir helgi en Hæstiréttur sneri þeirri ákvörðun við á mánudaginn var. Maðurinn hefur verið kærður fyrir kynferðisafbrot gegn sjö börnum, þar á meðal gegn dætr- um sínum og fósturdóttur. Ríkissaksóknari fór fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum vegna almannahagsmuna en maðurinn er talinn hættulegur börnum. Kæran gegn manninum er í 22 liðum og eru brotin allt frá blygðunarsemisbrotum til grófs ofbeldis. fr Stúlkurnar sendar í sveit Bíllinn á myndinni sér ljósaskilti á Miklubraut fyrir rafmagni. Hefur hann verið hafður í gangi und- anfarna daga í þeim tilgangi. Sam- kvæmt upplýsingum frá fram- kvæmdasviði Reykjavíkurborgar er verið að búa m.a. til sérakrein fyrir strætisvagna. Bíllinn mun vera á ábyrgð verktaka. hos Spýr reyk og knýr ljósaskilti Fyrir helgi var haft eftir Árna M. Mathiesen í Fréttablaðinu að aukning hámarkslána og breyting á veðrými hjá Íbúðalánasjóði væri „ekki nema brot af þeim að- gerðum“ sem fyrirhugaðar væru gagnvart sjóðnum. Þetta vakti þá spurningu hvort ekki hefðu allar væntanlegar breytingar á sjóðn- um verið kynntar. Félagsmálaráð- herra segist „ekkert vita hvað hann er að hugsa“ en ekki verði gerðar aðrar breytingar en þær sem nauðsynlegar eru vegna nið- urstaðna ESA, þ.e. að skipta sjóðnum upp í félagsleg og al- menn lán. þkþ Engar ókynntar breytingar á ÍLS Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Okkur hefur borist erindi frá Hjartamiðstöðinni þar sem þeir kynna áhuga sinn á þessari starf- semi,“ segir Kristján Oddsson yf- irlæknir hjá Landlæknisembætt- inu um áform Hjartamiðstöðvar Íslands að bjóða upp á hjarta- þræðingar eins og fram kom í 24 stundum í gær. Gestur Þorgeirsson yfirlæknir á hjartadeild Landspítalans segir þau geta stytt biðlista eftir hjartaþræðingum. „Það er bara spurning um aðstöðu og pen- inga. Ekkert annað,“ segir hann. Til faglegrar athugunar Kristján segir að næsta skref embættisins sé að taka út þá starfsemi sem Hjartamiðstöðin lýsir í erindi sínu. „Þetta er spurning um það hverjir standa að þessu og hvort þeir hafa rétt- indi til þess. Svo verður húsnæði og tæki tekin út,“ segir Kristján og bætir við að mögulega gæti embættið sett sem skilyrði fyrir starfsleyfi að aðgangur að spítala í neyðartilvikum yrði tryggður með samningum. Kristján bendir á að það sé þó á endanum Heil- brigðisráðuneytið sem ákveði hvort rekstur af þessu tagi sé heimilaður. Gestur segir að hjartadeildin hafi ekkert komið að málinu. Biðlistinn að styttast Gestur segir að auknu fjár- magni hafi verið veitt til þeirra á árinu og að biðlistinn eftir hjartaþræðingum hafi styst tölu- vert. „Svo eigum við von á nýjum tækjum þannig að ég hef góða von um að biðlistinn verði ásætt- anlegur þegar líður á árið, en það má ekkert slá af.“ segir hann. Eðlilegt að skoða Ásta Möller formaður heil- brigðisnefndar Alþingis segir að ef þetta verkefni er þess eðlis að það er í lagi að setja það út fyrir spítalann og verði hag- kvæmara þá sé eðlilegt að skoða það. „En að sjálfsögðu verður að fara fram útboð,“ segir hún. Ekki náðist í heilbrigðisráð- herra við vinnslu fréttarinnar. Til umfjöllunar hjá Landlækni  Hjartaþræðingar utan spítala til umfjöllunar hjá Landlækni  Ásta Möller segir eðlilegt að skoða áform Hjartamiðstöðvarinnar Hjartaþræðing Land- læknir skoðar nú hvort leyft verði að framkvæma slíkar aðgerðir utan spít- ala. 24stundir/ÞÖK ➤ Hjartaþræðingar hafa hingaðtil einungis verið fram- kvæmdar á Landspítalanum ➤ Mismikil áhætta getur fylgthjartaþræðingum. Þær eru allt frá því að vera einungis myndataka til þess að vera gerðar til að víkka út æðar. HJARTAÞRÆÐING Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Rússar fögnuðu degi fjöl- skyldu, ástar og tryggðar í fyrsta sinn í gær. Er deginum ætlað að vera mótsvar við Val- entínusardeginum. Forvíg- ismenn rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar stofnuðu til þessarar nýju hátíðar vegna þess að þeim þótti lostafull, vestræn gildi einkenna Valent- ínusardaginn um of. aij Mótsvar við Valentínusi Rússaástir SKONDIÐ STUTT ● Skipulagsmál í Kópavogi Bæjaryfirvöld í Kópavogi boð- uðu kynningarfund í gær um skipulag á Kársnesi, m.a. göngubrú úr Kársnesi yfir í Nauthólsvík en skipulags- tillögurnar eru umdeildar. Boð- ið var upp á fylgd um svæðið með leiðsögumönnum. ● Íbúar eða bæjarstjórn ráði Bæjarfulltrúar H-listans í Vogum vilja að fram fari íbúa- kosning um nýjar raflínur í landi sveitarfélagsins. Meiri- hluti bæjarstjórnar telur hins vegar að þetta sé mál sem bæj- arstjórn beri að taka ákvörðun um en ekki bæjarbúar í Vog- um.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.