24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 19
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 19 Ólafía Hrönn Jónsdóttir leik- kona reynir oftast að vera í fríi á sumrin og eyða tíma með fjöl- skyldunni. Það sem af er sumri hefur hún náð að ferðast svolítið innanlands en hún fór t.d. í ansi sérstaka útilegu um síðustu helgi. Fór hún, ásamt fjölskyldu sinni, á Hjörseyjarsand við Hjörsey, en þangað er einungis fært á fjöru. „Þetta er eyja út frá Mýrunum en maður keyrir út í hana á fjöru. Maður þarf því að plana ferðina út frá því og maður getur ekki farið til baka fyrr en eftir flóð. Þetta eru um fjórar klukkustundir sem mað- ur hefur til þess að fara þarna á milli í hvert skipti.“ Þessa helgi stóð yfir ættarmót í eynni, sem er í eigu Hjöreyjarfjöl- skyldunnar, afkomendum Matt- hildar. „Þar var ættarmót hjá Hjörseyjarfjölskyldunni, afkom- endum Matthildar, og það var rosalega gaman enda er þetta ynd- isleg fjölskylda. Við vorum eina fólkið sem er ekki blóðtengt fjöl- skyldunni og það var heiður að fá að vera þarna með þeim en ég hef þekkt þau meginpart ævinnar.“ Ólafía, eða Lolla eins og hún er jafnan kölluð, mun svo allavega fara í eitt ferðalag í viðbót. „Ég kem fram á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum með Heimilistónum, hljómsveitinni minni, en við spil- um á föstudeginum. Svo vill nú svo skemmtilega til að ég á tengda- dóttur úr Vestmannaeyjum, hana Berglindi litlu, og við ætlum þess vegna að fara öll fjölskyldan sam- an.“ Þeir sem ekki sjá sér fært að elta Heimilistóna í dalinn þurfa þó ekki að örvænta. „30. ágúst næst- komandi verður líklega hið árlega haustball, eða síðsumarsball, í Iðnó, þar sem alltaf allt er brjálað. Og hver veit hver leynigesturinn verður í ár. Í fyrra var Stefán Hilm- arsson og það var þreföld gæsa- húð.“ hj Ólafía Hrönn eyddi helginni í Hjörsey með fjölskyldu og vinum Útilega milli flóðs og fjöru Í blíðunni Lolla ásamt Skarphéðni syni sínum um síðustu helgi. Flugvélamatur hefur orð á sér fyrir að vera vondur en þeir sem standa að Airline-Meals.net eru líklega ósammála þeirri staðhæfingu. Á síðunni, sem er tileinkuð flug- vélamat, má sjá ljósmyndir af þús- undum matarbakka, teknar af far- þegum flugvéla og er ekki annað að sjá en að þeir séu eins misjafnir og þeir eru margir. Má meðal ann- ars finna myndir af matarbökkum Icelandair á síðunni. hj Vefsíða tileinkuð flugvélamat Einu bresku bókaverðlaunin til- einkuð ferðabókum voru afhent í vikunni. Nefnast þau The Dolman Best Travel Book Awards og í ár var það bókin 92 Acharnon Street eftir rithöfundinn John Lucas sem hreppti hnossið en hún gefur góða mynd af Grikklandi 9. áratugarins þegar ringulreið, óhreinindi og verkföll voru áberandi. En örlæti og vinaleg framkoma Grikkjanna er jafnframt sögð skína í gegn.. Besta breska ferðabók ársins Þeir sem fara til New York vilja ósjaldan fá að berja Frelsisstyttuna augum, en það getur þó verið afar tímafrekt. Í stað þess að taka sér- staka ferðamannaferju er því kjör- ið að taka almenningsferjuna sem siglir á milli Manhattan og Staten Island en hún fer á 30 mínútna fresti og tekur hver ferð 25 mín- útur og er ókeypis. Hún siglir ná- lægt styttunni og ætti að fullnægja skoðunarþörf flestra. hj Ókeypis skoð- unarferð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.