24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundirI I . Í
! "##
!
" #
$
%
&'()*
& + ,- ./-
01
2
345
61
'
'7.
.8
1
*9
/
01,,
: ,
; 1 ;
,/
!
"
:,
0
, <
" & >4?5@AB@
B>3C?DD3
>3AAA@DC
B??A3@DB@
>>@5@?3?>
3BA4B@D
B@A4DDD
>C>>4CD>@
>A@C3D@BD
3B3ACAA
5DD?>
B5C@BA?D5
?CB@?D
>55C>5DD
+
D
A5?A5
B3@A445
?C3B5C?
+
+
+
?@AA3?BDD
+
+
AED?
4ED4
?5E4D
4E@@
B5E?5
B>E3D
B4E55
A3DEDD
??ECD
@AE5D
3EB3
CEA3
BECA
@@EDD
BEB4
BCDEDD
B5>4EDD
?>5EDD
B>3E5D
+
+
+
>D@DEDD
+
+
AEDA
4EB?
?5ECD
4EC>
B5E35
B>E>B
B4E45
A35EDD
?3EBD
@@E>D
3E?C
CE@B
BEC@
@@E3D
BE?D
?DDEDD
B54DEDD
?5>EDD
B>4EDD
??EDD
+
@E5D
>B>DEDD
BDEDD
4EDD
./
,
A
4
BA
3?
>>
@
?
5>
>>
>
?
?3
3
A
+
+
B
?
?D
+
+
+
?>
+
+
F
, ,
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
>A?DD@
>A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
@A?DD@
3D4?DD@
4B??DDA
34?DD@
@A?DD@
AA?DD@
A3?DD@
MARKAÐURINN Í GÆR
● Mestu viðskipti í Kauphöll
OMX á Íslandi í gær voru með bréf
í Kaupþingi fyrir tæpa 500 millj-
ónir króna. Heildarvelta með
hlutabréf var um 2,2 milljarðar.
● Mesta hækkun var á bréfum
Icelandair um 0,3%. Marel hækk-
aði um 0,11%. Önnur félög hækk-
uðu ekki.
● Bréf í Exista lækkuðu mest um
3,37%, Eik banki um 3,19% og
Bakkavör um 2,82%
● Úrvalsvísitalan lækkaði um 2%
og stóð í 4.239 stigum. Krónan
veiktist um 0,79% og stóð geng-
isvísitalan í 154.
● Samnorræna OMX-40 vísitalan
lækkaði um 2,26% í gær. Breska
FTSE-vísitalan lækkaði um 1,31%
og þýsa Dax-vísitalan um 1,43%.
Eftir Halldóru Þórsdóttur
halldorath@24stundir.is
Nokkuð hefur borið á því að ferða-
skrifstofur hafi sent bréf til við-
skiptavina sinna, þar sem þeim er
tilkynnt að ferðin þeirra hafi hækk-
að í verði. Að sögn Halldórs Odds-
sonar, starfsmanns Neytendasam-
takanna, er ferðaskrifstofum
heimilt að breyta verði að vissum
skilyrðum uppfylltum. Fjölmargar
kvartanir og fyrirspurnir hafa bor-
ist samtökunum vegna þessa. Um
nokkrar ferðaskrifstofur sé að
ræða, en þó hafi ekki allar sent slíkt
bréf. Hækkanirnar séu margar um
og yfir 10%, og er gengi krónunnar
nefnt sem helsta skýringin.
Fullnægjandi upplýsingar?
„Fólk telur sig fyrst og fremst
ekki hafa fengið nægilegar upplýs-
ingar um það í byrjun að verð-
hækkanir sem þessar væru mögu-
legar,“ segir Halldór. „Í öllum
bæklingum frá ferðaskrifstofum
sem við höfum séð koma fram skil-
málar þessa efnis. Það er hins vegar
túlkunaratriði hvort þær upplýs-
ingar séu fullnægjandi, og við er-
um raunar efins um að svo sé í
sumum tilfellum.“
Neytendasamtökin beina því til
neytenda að hafa samband við selj-
anda ferðar og fá nákvæman út-
reikning og forsendur fyrir hækk-
un. Nánari upplýsingar eru einnig
á vef samtakanna.
Lögum samkvæmt er skylt að
verð, sem sett er fram í samning-
um, skuli haldast óbreytt nema
skýrt sé tekið fram að það geti
hækkað og nákvæmlega sé tilgreint
hvernig breytt verð skuli reiknað
út. Ekki er leyfilegt að hækka verð-
ið eftir að ferð hefur verið greidd
að fullu, né heldur ef innan við
tuttugu dagar eru til brottfarar.
Staðgreiðsla gengistryggir
„Verðið hækkaði um 8,5% á
þeim ferðum, sem ekki höfðu verið
fullgreiddar í mars vegna gengis-
breytingar, og aftur um 9,3% frá
14. júlí,“ segir Andri Ingólfsson,
eigandi Heimsferða. „Því fer fjarri
að við bætum allri gengishækkun-
inni [þ.e. hækkun erlendra gjald-
miðla] inn í okkar verð, þá hefðum
við þurft að hækka allar ferðir um
30% eða meira. Við erum að taka á
okkur meira en helming af allri
gengishækkuninni sem hefur verið
á árinu. Viðskiptavinum okkar hef-
ur ávallt staðið til boða að geng-
istryggja sig með því að fullgreiða
ferðina, sem velflestir gera.“
Að sögn Andra koma skilmálar
varðandi mögulegar verðbreyting-
ar fram í öllum staðfestingum til
viðskiptavina, bæði tölvupóstum
og reikningum.
„Á staðfestingablöðin er ekki
mikið skrifað, aðallega ferðatilhög-
un, verð og annað, en þar kemur
þetta fram. Það verður svo að vera
á ábyrgð viðskiptavina að lesa skil-
mála þess sem þeir kaupa á hverj-
um tíma.“
Ógreiddar
ferðir hækka
Neytendur telja sig illa upplýsta um að hækkanir séu mögulegar
Allt að tíu prósenta hækkun vegna gengisþróunar
Ferðir Ef verð hækkar
þarf seljandi að útlista
nákvæmlega af hverju.
Unnið er að því að byggja upp athafnasvæði fyrir fyrirtæki við höfnina
á Grundartanga. Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit,
segir í grein í Hafnarblaðinu að unnið sé að skipulagi fyrir svæðið. Þar
eigi að rísa svokölluð hafnsækin starfsemi fjarri íbúðabyggð en þó við
helstu umferðaræðar að mestu þéttbýlisstöðunum.
„Þarna er tækifæri til að auðvelda vörudreifingu,“ segir Laufey. bg
Athafnasvæði við höfn
Greining Glitnis spáir því að vísi-
tala neysluverðs, sem mælir
breytingu á verðlagi, hækki um
1,6% milli júní og júlí. Þá muni
vísitalan hækka einnig töluvert í
ágúst og september. Gangi þessi
spá eftir mun ársverðbólga mæl-
ast 14,3% í júlí og ná hámarki í
15,6% í ágúst.
„Helsta orsök er gengislækkun
krónunnar en verð á erlendri
mynt hefur hækkað um nálægt
7%,“ segir í morgunkorni. Aðrir
þættir hafi einnig áhrif eins og
hækkun eldsneytis erlendis. Út-
sölur vega hins vegar á móti. bg
Enn spáð hækk-
andi verðlagi
Í undirbúningi er að selja hlut í
frönsku póstþjónustunni fyrir 2
til 3 milljarða evra samkvæmt
frétt Reuters. Er það liður í að
einkavæða stofnunina áður en
samkeppni í póstþjónustu kemst
á fullt skrið í ESB 2011. bg
Franski póst-
urinn seldur
Hagnaður Faxaflóahafna sf. á síð-
asta ári var 728,5 milljónir króna.
Það er mun betri afkoma en árið
2006 þegar hagnaðurinn nam 419
milljónum króna.
Í Hafnarblaðinu kemur fram að
rekstur hafna félagsins hafi verið
góður á flestum sviðum. Alls hafi
verið fluttar rúmlega þjár millj-
ónir tonna um athafnasvæðið og
meira landað af sjávarfangi en ár-
ið áður.
Alls komu 1.709 skip í hafnirnar.
Flest komu til Reykjavíkur eða
1.407 skip. bg
Faxaflóahafnir
bæta afkomuna
Álfyrirtækið Century Aluminum
segir í tilkynningu að álver félags-
ins á Íslandi og í Bandaríkjunum
standi svo sterkt að félagið sjái
hag sínum betur borgið með því
að selja ál á opnum markaði í
stað þess að binda framleiðsluna
í framvirka samninga þar sem
verð er niðurneglt til lengri tíma.
Því hefur félagið leyst upp alla
framvirka samninga um sölu á
áli. Kostnaðurinn við það er um
130 milljarðar króna. Verður
kostnaðinum mætt með útgáfu
nýs hlutafjár. Helsta ástæða þessa
er hækkandi álverð. bg
Greiða milljarða í
samningsbætur
Að meðtöldum gjaldmiðlaskipta-
samningum Seðlabanka Íslands
við þrjá norræna seðlabanka er
gjaldeyrisforði Seðlabankans í dag
um 3,5 milljarðar evra. Það jafn-
gildir um 400 milljörðum ís-
lenskra króna.
Geir Haarde forsætisráðherra
sagði í viðtali við fréttastofu Út-
varps í gær að hann treysti Seðla-
bankanum til að meta hvenær best
væri að taka lán til að efla gjald-
eyrisvaraforðann enn frekar. Í við-
skiptalífinu eru háværar raddir
um að erlend lánttaka ríkissjóðs verði að ganga í gegn sem fyrst.
„Þar sem erlendar skuldir Seðlabankans eru engar um þessar mundir
hefur gjaldeyrisstaða hans eflst úr um 7 milljörðum króna á miðju ári
2001 í um 400 milljarða króna. Vilji stjórnvalda stendur til þess að efla
gjaldeyrisforðann enn frekar og er unnið að því,“ segir í nýútkomnum
Peningamálum Seðlabankans. bg
Gjaldeyrisforðinn 400 milljarðar kr.
FÉ OG FRAMI
frettir24stundir.is a
Því fer fjarri að við bætum
allri gengishækkuninni
inn í okkar verð.
SALA
JPY 0,7157 0,39%
EUR 120,34 0,26%
GVT 154,25 0,20%
SALA
USD 76,74 0,17%
GBP 151,27 0,25%
DKK 16,136 0,26%
Sem dæmi má taka þriggja manna fjölskyldu sem kaupir pakka-
ferð til Kanaríeyja í ágúst á auglýstu verði 300.000 krónur. Hún kýs
að greiða ekki ferðina að fullu heldur láta um sinn nægja að greiða
30.000 króna staðfestingargjald. 10% verðhækkun „vegna geng-
isþróunar“ leiðir til þess að ferðin kostar nú 330.000 krónur.
Frá 14. mars hefur gengi krónunnar veikst um 10%, svo hafi ferð-
in verið keypt fyrir þann tíma er verðhækkunin í prósentum minni
en sem nemur veikingu krónunnar.
Í júnímánuði tók krónan töluverða dýfu en nú hefur sú lækkun
að mestu leyti gengið til baka. Frá 2. júní hefur gengið „aðeins“
veikst um 2,6%. Hafi ferð verið keypt í júní ætti hún ekki að hækka
meira en sem því nemur.
Hafa ber í huga að milli þessara tímapunkta sveiflaðist gengi
krónunnar umtalsvert og tæplega raunhæft að ætlast til þess að
verðskrá sé breytt dag frá degi í takt við það.
Er hækkunin í takt við gengið?