24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 38
Eftir Viggó I. Jónasson
viggo@24stundir.is
„Það er bara frábært að fara aftur á
svið og kýla þetta aftur í gang,“
segir Einar Egilsson, meðlimur
hljómsveitarinnar Steed Lord, en
sveitin mun halda tónleika á Q-Bar
hinn 19. júlí. Tónleikarnir eru þeir
fyrstu sem sveitin heldur eftir að
hljómsveitarmeðlimir lentu í al-
varlegu umferðarslysi þann 9. apríl
á Reykjanesbrautinni.
Einar og Eðvarð bróðir hans
fóru einna verst út úr bílslysinu en
Einari var um tíma haldið sofandi í
öndunarvél. Hann segir þó að
hann sé á batavegi. „Heilsan er
bara ágæt. Ég er að skríða saman
en er ekki alveg orðinn heill. Þetta
er ekki alveg komið.“
Hann bætir við að hann geti al-
veg beitt sér til daglegra verka en
verði þó að passa sig að ofreyna sig
ekki. „Maður er ekkert að fara í
körfubolta og hoppa um. Bara það
eitt að fara út í göngutúr tekur á.“
Bara að harka af sér
Þrátt fyrir eymsli og sársauka
mun sveitin harka af sér og stíga á
stokk á Q-Bar til að safna fyrir
væntanlegri tónleikaferð sveit-
arinnar um Ameríku. „Þetta eru
hálfpartinn söfnunartónleikar því
við erum að fara á Ameríkutúr
þannig að við erum að safna okkur
smá-pening til að geta farið í þenn-
an túr.“
Forsala á tónleikana 19. júlí fer
fram á Q-Bar en húsið verður opn-
að kl. 20 með grilli og góðri músík.
Lífsreynsla sem breytir fólki
Aðspurður hvort bílslysið hafi
eitthvað breytt hljómsveitinni eða
meðlimum hennar segir Einar svo
vera. „Það eru bara miklu meiri til-
finningar í tónlistinni. Við erum
búin að semja fullt af nýjum lögum
og við erum að frumflytja nýtt efni
á tónleikunum.“
Einar segir að það sé vissulega
tilfinningalegur léttir að stíga aftur
á sviðið eftir að hafa lifað af svona
þolraun en sveitin hefur nú ákveð-
ið, vegna mikillar eftirspurnar, að
hefja tónleikahald á nýjan leik eftir
að hafa þurft að fresta ótal tón-
leikum. „Við ákváðum bara að
kýla á þetta í staðinn fyrir að lifa í
einhverri hræðslu og bíða og bíða.
Við hvetjum bara alla til að koma á
tónleikana og styðja okkur í því.“
Fyrstu tónleikar Steed Lord eftir alvarlegt bílslys
Við viljum ekki
lifa í hræðslu
Hljómsveitin Steed Lord
heldur tónleika á Q-Bar
þann 19. júlí. Tónleikarnir
eru þeir fyrstu sem sveit-
in heldur eftir að hljóm-
sveitarmeðlimir lentu í al-
varlegu bílslysi.
Bíta á jaxlinn Með-
limir Steed Lord eru
enn að jafna sig eftir
bílslysið en láta það
ekki stoppa sig.
Mynd/Saga Sigurðardóttir
Einar Lofar góðum tónleikum á Q-Bar.
38 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir
„Sá fyndnustu frétt ársins áðan á
mbl.is þar sem segir frá því að
bin Laden-fjölskyldan vilji kaupa
Newcastle fyrir einhverja 46
milljarða. Stuðningsmenn New-
castle eru víst æfir og er engan að
furða við því. Svo býr eigandinn í
helli þar sem meirihluti mann-
kyns vill myrða hann.“
Ómar Örn Ólafsson
omar.eyjan.is
„Ekkert er ógeðslegra en ómerki-
leg kona! Ekki veit ég hverjir búa
til svona tilvitnanir og setja í
páskaegg en þetta kom úr páska-
eggi fyrir mörgum árum.
Þetta passar einhvern veginn ekki
í páskaeggi samt, þó þetta eigi við
rök að styðjast.
Guðmundur Óli Scheving
blogg.visir.is/gudmunduroli
„Þjálfara HK var sagt upp, þar
sem árangur liðsins er undir
væntingum. Sem knattspyrnu-
áhugamaður fullyrði ég að Gunn-
ar er ekki versti þjálfari Lands-
bankadeildar, árangurinn er ekki
til að hrópa húrra fyrir en HK er
ekki stjörnum prýtt lið eins og
sum sem eru lítið eitt ofar.“
Sigurður Þórðarson
siggith.blog.is
BLOGGARINN
HEYRST HEFUR …
Mugison andar eflaust aðeins léttar eftir slæma
dóma í danska dagblaðinu Extra Bladet þar sem
hann fékk aðeins 2 stjörnur fyrir spilamennsku sína
á Hróarskeldu. Önnur blöð voru að fíla hann betur
og hæst fékk hann 5 stjörnur í Jyllandsposten en
blaðamaður hélt ekki vatni yfir ærslafullu rokkinu.
Næst fékk hann 4 stjörnur í Fyens-blaðinu og svo 3
stjörnur í Politiken. bös
Nýjasta mynd Baltasars Kormáks, Run for her life,
sem verið er að taka upp í Nýju-Mexíkó, fær stóran
sess í Kastljósinu í vikunni, en Þórhallur Gunn-
arsson sendi Ragnhildi Steinunni út af örkinni, til
að tala við þotuliðið og skyggnast bakvið tjöldin, á
þessari stærstu íslensk-amerísku Hollywood-mynd
sem gerð hefur verið. Ragnhildur er vel til verksins
fallin, enda ekki ókunn hvíta tjaldinu sjálf. tsk
Dr. Gunni hefur tvístrað Eurobandinu í tvennt og
leitt Friðrik Ómar og Regínu í blóðuga baráttu
gegn hvort öðru. Í Popppunkti hans á Rás 2 í dag
fæst nefnilega úr því skorið hvor Eurovision-farinn
er betri að sér í poppfræðum. Þar keppa Euro-
drengir við Euro-stelpur og eru því Regína og Frið-
rik hvort í sínu liðinu. Með Regínu keppir Sigga
Beinteins en Eyfi keppir með Friðriki. bös
„Það eru þrjár sjónvarpsstöðvar
á landinu, ein þeirra hefur afsalað
sér áhuganum og hent sviðsmynd-
inni, þannig að það eru tvær eftir,
sem báðar hafa sýnt þættinum
áhuga,“ segir Dr. Gunni aðspurður
hvort hinn sívinsæli popppunktur
sé ekkert á leiðinni á skjáinn, eftir
þriggja ára hvíld.
Hver býður betur?
„Eftir fjögur tímabil hjá Skjá-
Einum voru fáar hljómsveitir eftir
til að fá í þáttinn. En síðan 2005
hefur orðið mikil endurnýjun í
tónlistarlífinu og ekkert mál að
byrja aftur,“ segir doktorinn og
gerist diplómatískur aðspurður
hvort þetta sé ekki spurning um
hver býður betur. „Ja, þetta er bara
spurning um hver sýnir meiri
áhuga.“
Áhuginn fyrir hendi
„Við höfum rætt saman, en það
er ekkert fast í hendi ennþá. En
áhuginn er til staðar,“ segir Þór-
hallur Gunnarsson, dagskrárstjóri
RÚV. Svipaða sögu er að segja af
kollega hans hjá Stöð 2, Pálma
Guðmundssyni, sem segir vel
mögulegt að breyta sniði þáttarins.
„Við Gunni töluðum saman og
þetta er ein af mörgum góðum
hugmyndum sem við erum að
skoða. Hugmyndin er að vera með
þátt í anda Popppunkts, þátt sem
byggir á hans grunni.“
Aðspurður hvort Stöð 2 noti
ekki bara amerískar fyrirmyndir að
þáttum sínum, sagði Dr. Gunni:
„Er ekki batnandi mönnum best
að lifa?“
traustis@24stundir.is
Stöð 2 og RÚV keppast um Dr. Gunna
Kapphlaupið hafið
um Popppunkt
Vinsæll og veit af því Dr. Gunni er
væntanlegur á skjáinn aftur.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
6 2 1 7 3 5 4 8 9
5 3 9 4 6 8 1 7 2
4 7 8 9 1 2 3 5 6
7 6 5 3 4 1 2 9 8
9 1 2 8 7 6 5 4 3
3 8 4 5 2 9 6 1 7
8 5 3 6 9 4 7 2 1
2 9 7 1 5 3 8 6 4
1 4 6 2 8 7 9 3 5
Veistu að það eru tólf á síðan við sluppum
í gegn hjá hraðkassanum.
a
Ekki fokk’í Sæma rokk!
Sæmi, þú hefur engu gleymt?
Lögregluþjónninn fyrrverandi, Sæmundur
Pálsson, betur þekktur sem Sæmi rokk,
yfirbugaði árásarmann sem réðst að hon-
um með hníf á lofti. Árásarmaðurinn er 26
ára en Sæmi er 72 ára.
FÓLK
24@24stundir.is fréttir
www.ynja.is
Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Smart Vestmannaeyjum,
Pex Reyðarfirði, Efnalaug Vopnafjarðar, Heimahornið Stykkishólmi
Opnunartími
Mán.-fös. 11-18, lau. 11-14
Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088
Ný sending
frá Vanity Fair
Fæst í hvítu,
svörtu,
gylltu og
dökk rauðu
Verð 5.490
Frábær verð og gæði – Persónuleg þjónusta