24 stundir - 09.07.2008, Page 22

24 stundir - 09.07.2008, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Rokk í Búdapest Þangað fara þeir hörðustu. Munið eftir gúmmístígvélunum. Úrval af tónlistarhátíðum þetta sumarið er feykinóg fyrir þá sem elska að leggjast í svaðaleg og oft- ar en ekki sóðaleg ferðalög. Festival Internacional de Beni- cassim er haldin í Benicassim, Valencia, Spáni 17.–20. júlí næst- komandi. Hátíðin er stundum uppnefnd: Glastonbury í sólskini, og af mörgum talin ein sú besta sem völ er á í Evrópu sökum veð- ursældar og þess hve vel er valið á hátíðina. Í ár spila Sigur Rós, My Bloody Valentine, Gnarls Barkley, Justice, Death Cab For Cutie, Richard Hawley, Spiritulized og gamla kempan Leonard Cohen! Hápunktur hátíðarinnar er í lok hennar en þá er haldin risavaxin veisla á ströndinni. Þeir sem halda sig geta fengið baksviðspassa ættu endilega að reyna það því getir þú flaggað slíkum færðu aðgang að sundlaug sem hljómsveitar- meðlimir og listamenn nota. Miðakaup, til dæmis: fiberfib.- com og lastminute.com, miðinn kostar 155 evrur. Danstónlist í Belgíu Á Dourhátíðinni sem haldin er í Dour, Belgíu, 17.–20. júlí spila listamenn eins og Goldfrapp, Ice Cube, Gogoll Bordello, Bonde Do Role, The Fall og The New Por- nographers. Miðakaup: 85 evrur fyrir fjóra daga, sjá á: dourfest- ival.be/en Brjálæði í Búdapest Í ágúst er haldin svaðaleg rokk- pönk-hátíð í Óbudai-eyju, Búda- pest í Ungverjalandi. Íbúar stað- arins ærast úr hávaða og meðan hátíðin er haldin flæmast þeir af heimilum sínum í ferðalög annað. Við hljómleikasvæðið hafa verið byggðir hljóðeinangrandi veggir sem dempar hávaðann fyrir þá fáu heimamenn sem eftir eru. Aðdáendur Sex Pistols, Iron Mai- den og Babyshambles geta þá átt staðinn fyrir sig og misst sig í rokkinu. 32 evrur á dag, nánar á sziget.hu. dista@24stundir.is Svaðaleg og sóðaleg ferðalög Sigur Rós á Spáni og Sex Pistols í Búdapest Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Maðurinn minn starfaði lengi sem flugstjóri hjá Flugleiðum og höfum við því ferðast talsvert og meðal annars farið til Afríku. Þar sáum við ýmiss konar hjálparstarf af mismunandi toga en oftast er slíkt starfrækt af trúboðum og að okkur fannst dálítið verið að þröngva upp á Afríkubúana hvítri menningu sem við vorum ekki mjög hrifin af. Í einu barnaþorpa SOS sem við heimsóttum í Ghana kvað hins vegar við nýjan tón en þar var samankomið allra þjóða fólk til að byggja upp þorp þar sem áhersla var lögð á menntun sem myndi nýtast í landinu en það finnst okkur svo mikilvægt,“ segir Halldóra. Styrktarbarn í 19 ár Eftir að heim kom úr þessari ferð ákváðu hjónin að styrkja lítinn dreng frá barnaþorpinu og leituðu til Danmerkur því þá var söfnunin ekki hafin hér á Íslandi. Síðan eru liðin 19 ár og drengurinn nú flutt- ur úr þorpinu til að læra tölv- unarfræði en Halldóra og Páll styrkja hann enn í dag. „Skömmu eftir að við komum frá Ghana byrj- aði að vinna með mér kona sem heitir Ulla Magnusson en hún hafði tekið að sér umboð fyrir SOS á Íslandi og höfum við alla tíð síð- an styrkt í gegnum SOS á Íslandi. Á einum stað í Ghana eigum við líka orðið Íslandshús en við ákváðum nokkrar vinkonur í félagsskap sem heitir Pilsaþytur að leggja fyrir á mánuði ákveðna upphæð þar til við ættum fyrir öllu innbúi í svona hús. Við vissum af húsi sem búið var að byggja en vantaði allt í til að hægt væri að hýsa móður og átta munaðarlaus börn. Allt sem til þurfti kostaði u.þ.b. 300.000 ís- lenskar krónur og húsið var svo vígt með veglegri athöfn í nóv- ember 1993. Það er ótrúlega gam- an að koma í þessi þorp og sjá það merkilega starf sem þar er unnið. Þangað kemur menntafólk alls staðar að frá Evrópu og Bandaríkj- unum og kennir í nokkra mánuði upp í heilt ár í sínu fagi og miðlar þeirri reynslu launalaust. Kennslan í þorpunum þykir svo góð að menntafólk í Ghana telur það mjög gott að geta komið börnunum sín- um í skóla SOS-þorpanna,“ segir Halldóra. Hiti og mintulykt Aðspurð hvað helst hafi heillað við Afríku nefnir Halldóra fyrst og fremst mannlífið sem sé yndislegt auk þess sem menning og listalíf sé afar fjölbreytt. Afrísk kvöld í heitu myrkri með angan af þungri mintulykt og hljóðið í vængjum bjallanna allt í kring er eitthvað sem aldrei gleymist. Þá segir hún að oft gleymist að Afríka sé heims- álfa og löndin í henni jafn-ólík og löndin í Evrópu innbyrðis en þau hjónin hafa mest verið í Vestur- Afríku. Halldóra segir að margt hafi komið þeim hjónunum á óvart á ferðum sínum, til að mynda að Danir hefðu verið afkastamiklir þrælasalar í Ghana en þar má finna Kristansborg, Fredriksberg og fleiri staði með dönskum nöfnum. Fiskur eldaður í sjó „Víðast hvar í Afríku eru góð hótel og þægilegt að ferðast en auðvitað höfum við líka upplifað ferðir inn í frumskóga og í fram- andi þorp og gist í strákofum og kynnst gestrisni heimamanna og þeirra venjum. Það er líka hluti af því hvað Afríka er dásamleg hvað það er margt nýtt að sjá og reyna. Ég brosi oft þegar ég fæ mér app- elsínu og minnist þess hvað börnin í Gambíu hlógu mikið þegar þau sáu okkur flysja appelsínur og borða hvert einasta rif. Þau höfðu aldrei séð slíkan ávöxt borðaðan þannig því þau stinga bara gat á appelsínuna og sjúga úr henni saf- ann og henda svo!“ segir Halldóra. Engar afmælisgjafir Í óvæntu sextugsafmælisboði Halldóru á dögunum söfnuðust alls 157.600 krónur sem sendar voru til Ghana en einnig gaf fjöl- skyldan Halldóru litla stúlku til að styrkja og styða. „Þetta gefur okkur mikið og eins var gott fyrir börnin og nú barnabörnin að sjá hvernig börn í annarri álfu hafa það og hversu mikið 1000 krónur á mán- uði gera fyrir þau. Fótboltaáhugi er áberandi þar sem við höfum kom- ið í Afríku og yfirleitt mikið stöðu- tákn að eiga fótbolta svo ég tali nú ekki um fótboltabúninga. Við eig- um barnabarn sem er ákafur stuðningsmaður KR og æfir þar svo við sendum auðvitað syni okk- ar í Ghana KR-búning,“ segir Hall- dóra. Föngulegur hópur Mömmurnar í Íslandshúsinu með barnaskarann spari- klæddan og íslenski fáninn í bakgrunni. Gaman að sjá það merkilega starf sem unnið er í barnaþorpunum Heilluð af Afríku og leggja þar hönd á plóg Hjónin Halldóra Viktors- dóttir og Páll Stefánsson heilluðust af Afríku þegar þau komu þangað fyrst og hafa ferðast talsvert um vesturströnd álf- unnar. Þau leggja einnig hönd á plóg og styrkja starf SOS í Ghana. Heimsókn Höfð- ingjar héraðsins í Íslandshúsinu. KR-ingur Víða í Afríku er stöðutákn að eiga fótbolta. Sumir eiga afar erfitt með að vinda ofan af sér, slökkva á tölv- unni og fara í frí. Ekki geta allir verið algjörlega án vinnunnar í fríinu eða vilja í það minnsta geta skoðað vinnupóstinnn. Þá þarf að taka með sér auka farangur eins og tölvutösku en ferðamúsin The Jelly Click ætti þó að geta sparað nokkuð pláss í henni. Þó músin sé enn ekki komin í verslanir má þó búast við að tækniáhugamenn myndu fúslega greiða fyrir slíkt tækniundur sem um leið er skemmtilega hannað. Öllu rafkerfi músarinnar er komið fyrir í lítilli plötu en sjálf er músin úr plasti og meira að segja vatnsheld. Hægt er að hafa músina í vasanum og svo blæs maður hana bara upp þegar þarf og tengir við tölvu með USB snúru. Músin er sam- starfsverkefni hönnuða sem kalla sig Designodoubt. Ýmiskonar hlutir eru til í handhægum ferða- stærðum og mun sjálfsagt bætast enn við flóruna eftir því sem tækninni heldur áfram að fleygja fram. maria@24stundir.is Tækniáhugamenn gleðjast Uppblásin mús til að hafa í vasanum á ferðalagi

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.