24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 15 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 3 1 8 Eignarhaldsfélagið Stoðir er öflugur kjölfestufjárfestir með skýra fjárfestingarstefnu sem styður og eflir kjarnafjárfestingar sínar í Glitni, Baugi Group, Landic Property og TM. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ STOÐIR www.stodir.is GLITNIR Glitnir er norrænn banki með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi í 10 löndum.Glitnir veitir víðtæka fjármálaþjónustu á borð við fyrirtækjalánastarfsemi og ráðgjöf, markaðsviðskipti, eignastýringu og viðskipta- bankaþjónustu á helstu mörkuðum sínum. LANDIC PROPERTY Landic Property er eitt stærsta fasteignafélag Norðurlanda. Félagið á um 500 fasteignir í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og á Íslandi og leigir út um 2,6 milljónir fermetra til yfir 3.400 leigutaka. TM TM er eitt stærsta tryggingafélag á Íslandi og býður alhliða vátryggingaþjónustu og víðtæka fjármögnunarþjónustu. Dótturfélag TM í Noregi er Nemi Forsikring. BAUGUR GROUP Baugur á eignarhluti í fjölmörgum fyrirtækjum í smásöluverslun í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Meðal helstu fjárfestinga Baugs eru Iceland, House of Fraser, Mosaic Fashions, Hamley´s, Magasin du Nord, Illum og Saks. Varla hefur það farið framhjá mörgum hve Össur Skarphéðins- son orkumálaráðherra er veitull á aðstoð frá Íslandi til fjölda þjóða mjög víða. Hann lagði leið sína (og kannski fleiri, sem þagað er um) til Kól- umbíu fyrstu daga júnímánaðar. Í frétt frá honum sjálfum kemur fram að hann hafi hitt fulltrúa margra þjóða í S-Ameríku og boð- ist til að kenna þeim á nýtingu heita vatnsins og rafmagnsframleiðslu. Í Suður-Ameríku eru 12 þjóðir og mannfjöldi vel yfir 400 milljónir. Efnahagur mjög svo misskiptur milli héraða og einstaklinga. Því er koma „bjargvætts“ frá Íslandi vel í frásögu færandi. En Suður-Amer- íka var ekki nægilegt svið fyrir snill- inginn. Hann segir að allt að 20 þjóðir í AMERÍKU vilji njóta hjálpar frá Íslandi á þessu sviði. Ég bað tvisvar um nánari skýr- ingar – hvaða þjóðir vildu fjárfesta með Íslendingum (nöfnin) og hve mikið? En ráðherra þarf bara ekki að svara svona fáránlegri spurningu. Borgið þið bara ferðirnar fyrir mig og þegið. Íslenska þjóðin mun stór- græða á brölti mínu þegar fram líða stundir. Nú þegar þetta er sett á blað eru „stórfurstar að austan“ að leita ráða hjá Össuri Skarphéðins- syni. Ég tel hreinlega skyldu ráðherra að greina samviskusamlega frá ferðum og erindi, án útúrsnún- inga. Auðvitað er öllum frjálst að gaspra eins og þeir eru vanir en sómi væri að því að gera sér grein fyrir að í hinni mestu upphefð leyf- ist minnst. Góð stjórnunarvenja er að vera ábyrgur orða sinna. Höfundur er eldri borgari og skattgreiðandi. Össur á ferðinni UMRÆÐAN aJón Ármann Héðinsson Íslenska þjóðin mun stórgræða á brölti mínu þegar fram líða stundir. Nú þegar þetta er sett á blað eru „stór- furstar að austan“ að leita ráða hjá Össuri Skarphéðinssyni. Náttúru- hamfarir Það kemur alltaf betur og betur í ljós hvað heimurinn er í raun og veru lítill. Náttúruhamfarir sem gerast í Búrma, Indónesíu, Kína, BNA, og hvar sem er úti í hinum stóra heimi eru komnir inn á stofu- gólf hjá okkur áður en hendi er veifað. Örfáum mínútum eftir að eitthvað markvert gerist, í lífi og starfi fólks í mikilli fjarlægð, eru myndir og frásagnir komnar til okkar, svo er fjölmiðlum okkar fyrir að þakka. Samúð okkar og velvilji er samofinn öllu því sem við erum alin upp við. Við tökum þátt í áföll- um og hörmungum sem við lesum um, þrátt fyrir að þetta sé í raun og veru að gerast víðs fjarri. Okkur skiptir í rauninni engu, litarháttur, trú, menning eða tungumál þeirra sem í lenda. Svo gerist það, sem við megum alltaf eiga von á, að það gerast viðlíka atburðir hérna hjá okkur. Samstundis verðum við áþreifanlega vör við hlýhug og styrk okkur gersamlega óþekktra aðila, víðs vegar. Þessi velvild og þessi kærleikur þarf að snúa í báðar áttir. Kærleikurinn vex, eftir því sem við gefum meira af honum. Afleiðingar hörmunga, náttúruhamfara, styrj- alda og átaka, valda mörgum eft- irköstum. Við þekkjum það, að eft- ir harða jarðskjálfta, koma oft margir eftirskjálftar. Valda máski ekki eins miklum fjárhagslegum vandræðum. Skemma ekki eins mikið af veraldlegum, bætanlegum hlutum. Valda hins vegar miklum tilfinningalegum og andlegum skaða. Það líður mörgum mjög illa, eftir náttúruhamfarir, eins og eld- gos og jarðskjálfta. Vanlíðan sem veldur kvíða og sárindum. Þó að við búum við aðstæður og upp- byggt samfélag, sem veitir okkur samfélagslegan styrk, og fjárhags- legar bætur. Því er hins vegar ekki allstaðar svo að dreifa. Það sjáum við í flóttamannabúðum víða um heim. Fólk hrakið frá bæjum og landssvæðum án miskunnar. Heimili þeirra eyðilögð, fjölskyldu- meðlimum misþyrmt, fólk er hrak- ið og jafnvel drepið, án þess að það hafi nokkuð til þess unnið. Víða eru að alast upp þriðja, jafnvel fjórða, kynslóð fólks sem hefur engu að halla. Á ekkert land til, sem það getur kallað föðurland, glatar oft móðurmálinu, í ókunnu landi, sem flóttamenn. Er eitthvað til sem sýnir meiri mannvonsku, tillitsleysi, vöntun á skilningi? Hvar er kær- leikur okkar, gagnvart þessum hóp- um manna. Eru þetta ekki í huga okkar, flestra, systkini okkar? Eig- um við engar skyldur gagnvart þessu fólki? Hver eru viðhorf okkar þegar þau knýja dyra? Kannski er vilji allt sem þarf þegar við viljum hleypa einhverjum utanaðkomandi inn á heimili okkar, viljum láta við- komandi finna að hann eða hún er velkominn. Höfundur er fyrrverandi verslunarmaður UMRÆÐAN aSigurjón Ari Sigurjónsson Víða eru að alast upp þriðja, jafn- vel fjórða, kynslóð fólks sem hefur engu að halla. Á ekk- ert land til, sem það get- ur kallað föðurland, glat- ar oft móðurmálinu, í ókunnu landi, sem flótta- menn.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.