24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Fjöldi dýra er svæfður eða lógað á ári hverju vegna þess að enginn fæst til að taka þau að sér. Dýra- hjálp Íslands eru nýstofnuð samtök sem koma dýrum í neyð í fóstur eða finna þeim varanleg heimili. Framtíðarmarkmið samtakanna er að stofna dýraathvarf þar sem tekið verður við öllum dýrum sem þarfnast nýs heimilis. „Við erum að gera viðskiptaáætlun um hvað það kostar að reka alvörudýraathvarf á Íslandi. Við viljum kanna hvað það er mikil þörf fyrir það hér á landi og hversu mörg heilbrigð dýr eru svæfð á hverju ári,“ segir Sandra Lyngdorf, formaður Dýrahjálpar Íslands. Þangað til hægt verður að stofna slíkt athvarf nýta samtökin heima- síðu sína til að koma dýrum í tíma- bundið fóstur eða á varanlegt heimili. Fósturheimili á skrá „Ef það er alger neyð þá erum við með fósturheimili sem geta tekið við dýrum. Það eru mjög margir sem hafa haft samband við okkur og eru tilbúnir að taka dýr í fóstur tímabundið,“ segir Sandra og bætir við að fósturheimilin séu um land allt. „Við erum líka með mikið af fólki á skrá sem er tilbúið að ætt- leiða hund. Það bíður jafnvel eftir hundi af sérstakri tegund eða stærð. Svo þegar ég fæ hund inn sendi ég upplýsingarnar á þennan lista,“ segir hún. Dýrin tekin úr sambandi Samtökin hyggjast einnig fræða fólk almennt um meðferð dýra og dýravernd. „Við viljum fara í her- ferð fyrir því að fólk láti gelda dýr og fá dýralækna til að tala um hve mikilvægt það er,“ segir Sandra og bætir við að það sé miklu betra fyr- ir dýrið. „Ég er með kanínur sjálf og þær verða miklu heilbrigðari. Margar kvenkanínur fá krabba- mein sem hægt er að koma í veg fyrir með því að taka þær úr sam- bandi. Það kostar svolítið en mað- ur fær miklu betra og hamingju- samara dýr,“ segir hún. Fólk beið eftir þessu Félagar í Dýrahjálp Íslands eru um 70 og kostar ekki neitt að ganga í þau. Sandra segir að mikil þörf virðist vera á samtökum sem þess- um af viðbrögðunum að dæma. „Ég er búin að fá mikið af tölvu- pósti frá fólki sem segist hafa verið að bíða eftir þessu,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Dýra- hjálp Íslands má finna á heimasíðu samtakanna, www.dyrahjalp.org. Bjargvættur dýranna Sandra Lyngdorf og félagar í Dýrahjálp Íslands koma dýrum í neyð til hjálpar. Dýrahjálp Íslands stefnir á að byggja dýraathvarf Koma dýrunum til hjálpar Dýrahjálp Íslands vinnur að því að koma dýrum í fóstur eða finna þeim varanlegt heimili. Jafn- framt hyggjast samtökin fræða fólk um meðferð á dýrum og dýravernd. ➤ Sandra Lyngdorf, formaðursamtakanna, kemur frá Sví- þjóð og á fimm kanínur og tvo hesta. ➤ Meðal þeirra dýra sem leitaað heimili eru hundar, kettir, fuglar, kanínur og hamstrar. ➤ Á síðu samtakanna er aðfinna upplýsingar um ýmsar dýrategundir, allt frá skordýr- um upp í hesta. DÝRAHJÁLP ÍSLANDS Nú þegar verð hækkar á flestum vörum getur borgað sig að kaupa notaða hluti í stað nýrra. Góð bók verður ekki verri við það að einhver hafi lesið hana áður og oft má fá gömul og sterkbyggð húsgögn á góðu verði í forn- munaverslunum. Það borgar sig þó einnig að skoða vel ástand hlutarins áður en veskið er dregið upp til að maður kaupi ekki kött- inn í sekknum. Það á ekki síst við um raftæki, bíla og önnur tæki sem eru gjörn á að bila af minnsta tilefni. Notaðir hlutir í stað nýrra Það borgar sig einnig að fylgjast vel með útsölum og tilboðum í verslunum og nýta sér þau. Gangið þó úr skugga um að fyrra verð á vöru eða þjónustu komi fram áður en þið gangið frá kaupunum. Tilboð á vöru eða þjónustu Vörur í verslunum eiga að vera verðmerktar. Full ástæða er fyrir viðskiptavini að gera athuga- semdir við starfsfólk ef mis- brestur er á því. Einnig ætti fólk að fara yfir innkaupastrimilinn og bera saman kassaverð og hillu- verð að innkaupum loknum. Verðmerkingar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ef það er alger neyð þá erum við með fóstur- heimili sem geta tekið við dýrum. Það eru mjög margir sem hafa haft samband við okkur og eru tilbúnir að taka dýr í fóstur tímabundið. neytendur 24 stundir/G. Rúnar Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Mörgum hættir við að bruna framhjá markverðum stöðum og aldrei að vita hverju þú missir af ef farið er um í óðagoti. Ferðumst um landið – en förum okkur hægt og komum heil heim. Ekki geysast í gegn! TB W A \R EY KJ A VÍ K\ SÍ A 90 80 33 9 40 60 80 100 120 30 Hrafnseyri i flýta þér framhjá!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.