24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 29
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 29 LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Ég fer varla í golf án þess að taka afa minn með mér. Hann sá þetta því allt en hann á sjálfur eftir eftir að fara holu í höggi Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is Fáir afreka það að fara holu í höggi þrívegis á 6 mánaða tímabili. Og það sem meira er. Alex hefur ekki haft fyrir því að tilkynna afrekin til skráningar í Einherjaklúbb Íslands. „Einherja hvað?“ sagði Alex þeg- ar hann var spurður hvort hann væri ekki meðlimur í Einherja- klúbbnum. „Hvaða skjal þarf ég að fylla út?. Ég hef ekkert pælt í þessu,“ bætti hann við þegar blaða- maður útskýrði hvaða ferli tæki við þegar kylfingar fara holu í höggi. „Já, þú segir nokkuð. Ég þarf að fara að gera það. Við vorum bara að leika okkur í golfi í þessi þrjú skipti en við lékum alltaf 18 holur. Ég skilaði ekki inn skorkorti í þessi þrjú skipti en ég er ekkert að stressa mig á því að vera skrá þetta.“ Alex útskrifaðist úr Grundaskóla á Akranesi í vor. Hann er með 12,3 í forgjöf og hann er einnig lipur í badminton. Afi Alex, Hinrik Har- aldsson hárskeri á Akranesi, var með Alex í öll þrjú skiptin sem hann fór holu í höggi í fyrra. „Ég fer varla í golf án þess að taka afa minn með mér. Hann á sjálfur eftir að fara holu í höggi.“ Afi fann boltann í holunni „Fyrsta skiptið var á 8. braut á Garðavelli í lok maí en brautin er um 150 metrar. Ég sló með 7-járni og boltinn lenti fyrir framan flöt- ina og rúllaði inn á. Við sáum ekki boltann og fórum að leita fyrir aft- an flötina. Afi og Bjarni Þór Bjarnason listmálari fóru síðan að pútta því við fundum ekki boltann minn. Þegar afi var búinn að pútta þá sá hann að boltinn minn var of- an í holunni,“ sagði Alex. Hann endurtók síðan leikinn á 3. brautinni á Garðavelli sem er um 120 metrar af gulu teigunum. „Þá notaði ég 9-járn og Alexand- er Guðmundsson vinur minn var með okkur afa. Alexander var alveg í skýjunum og sagði öllum í skól- anum frá þessu en þetta högg sló ég í lok ágúst.“ Allt er þegar þrennt er og Alex gerði sér lítið fyrir og sló aftur með 7-járninu á 8. braut á Garðavelli í september á sl. ári. „Þá notaði ég aftur sjöuna.“ Hvað ann- að! Einföld íþrótt – eða hvað. Spakur Alex Hinrik Har- aldsson stendur hér á 8. flötinni á Garðavelli þar sem hann hefur slegið draumahöggið tvívegis. Alex Hinrik Haraldsson kjaftaði ekki af sér þrátt fyrir þrjú draumahögg á hálfu ári „Já, þú segir nokkuð“ Skagamaðurinn Alex Hin- rik Haraldsson er afar hógvær kylfingur. Hann öskraði ekki úr sér lung- un á síðasta ári þrátt fyrir að hafa farið þrívegis holu í höggi á Garðavelli. Það þykja stórtíðindi hjá flestum kylfingum þegar þeir „grísa“ sig í hel og fara holu í höggi. ➤ Fyrir meðalgóðan kylfing eruekki miklar líkur á því að hann slái boltann ofan í holu í upphafshöggi, samkvæmt út- reikningum sérfræðinga bandaríska golftímaritsins Golf Digest. ➤ Fyrir atvinnumann eru lík-urnar mestar eða 1 á móti 3.000. Fyrir kylfing með lága forgjöf eru líkurnar 1 á móti 5.000. ➤ Fyrir meðalkylfing eru lík-urnar 1 á móti 12.000 EKKI MIKILL SÉNS a Ég sló með 7-járni og boltinn lenti fyrir framan flötina og rúllaði inn á. Við sáum ekki bolt- ann og fórum að leita fyr- ir aftan flötina. Afi og Bjarni Þór Bjarnason list- málari fóru síðan að pútta því við fundum ekki boltann minn. Þegar afi var búinn að pútta þá sá hann að boltinn minn var ofan í holunni. Það var mjög sérstakt að upp- lifa þetta,“ 24stundir/Sigurður Elvar golf Jacqueline Gagne er ekki þekktasti kylfingur heims en afrekaði að fara 14 sinnum holu í höggi á aðeins fjögurra mánaða tímabili. Í viðtali við breska dagblaðið Times sagði bandaríski kylfingurinn að margir hefðu efast um afrek hennar. Íþróttafréttamenn á staðarblöðum í Kaliforníu voru hættir að trúa þessum sögum og lögðust þeir í mikla rannsóknarvinnu til þess að fá þetta afrek staðfest. Michael McJilton, bandarískur töl- fræðingur, reyndi að reikna út líkurnar þegar Gagne hafði slegið 14. draumahöggið. Og líkurnar eru 1 á móti 120000000000000000000000- 00. Þess má einnig geta að Gagne hóf ekki að leika golf fyrr en árið 2002 og hún er með 7 í forgjöf. Ertu ekki að grínast? Hvað hefur Tiger Woods farið oft holu í höggi? Samkvæmt líkunum ætti eitt af hverjum 3.000 upphafshöggum besta kylfings heims að rata rétta leið. Samkvæmt okkar heim- ildum hefur Tiger Woods far- ið 18 sinnum holu í höggi. Hann hefur aldrei farið holu í höggi á par 4 braut. Tiger var 6 ára gamall þegar hann fór holu í höggi í fyrsta sinn á ferlinum. Michelle Wie, ein helsta von- arstjarnan í golfi kvenna, hef- ur sex sinnum farið holu í höggi á ferlinum þrátt fyrir að hún sé aðeins 18 ára gömul. Björgvin Þorsteinsson á Ís- landsmetið en hann sló sjö- unda draumahöggið á ferl- inum á þessu ári. 18 ásar hjá Tiger Woods www.ferdalag.is 40 60 80 100 120 Fjöldi áhugaverðra staða eru rétt við veginn þegar ekið er um Vestfirði. Einn þeirra er Hrafnseyri við norðanverðan Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.