24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 34
Hættulegasta rokksveit landsins, Sign, fær algjöra óskabyrjun á út- gáfu plötu sinnar The Hope í Bret- landi. Platan fær frábæra dóma í tveimur stærstu tónlistarblöð- unum þar, Q Magazine og Kerr- ang! Það er því ástæða til þess að leyfa sér vonir um bjarta framtíð. Q gefur plötunni fjórar, en Kerr- ang! fimm stjörnur. Platan kom út í vikunni. „Ég hugsa að við höfum aldrei fengið svona góða dóma áður, enda höfum við ekki gert svona góða plötu áður,“ segir Ragnar Zolberg söngvari. „Það er góð til- finning að fá viðurkenningu frá svona tímaritum sem maður ber svona mikla virðingu fyrir.“ Gagnrýni á Íslandi Fram til þessa hefur Sign aldrei fengið glimrandi dóma í íslenskum fjölmiðlum og segir Ragnar að það sé sín tilfinning að sveitin hafi komið íslensku tónlistaráhugafólki á óvart með nýju plötunni. „Hingað til hafa dómarnir hér sagt að við séum efnilegir og það verði gaman að fylgjast með okkur í framtíðinni. Það hefur alltaf loð- að við okkur, enda vorum svo ung- ir þegar við byrjuðum. Fólk hefur haldið áfram að sjá okkur þannig.“ Ragnar segist alltaf lesa dóma, en að þeir hafi sjaldnast mikil áhrif á sig. „Ég lærði það mjög snemma að vera ekkert að láta gagnrýni hafa of mikil áhrif á mig. Maður veit aldrei hver er að dæma plöturnar hér. Það getur vel verið einhver sem hlustar ekki einu sinni á rokk. Ég veit það inni í hjarta mínu að ég er stoltur af því sem ég er að gera, og það er nóg til þess að halda manni gangandi. Nú held ég að það sé að fara almennilega af stað.“ biggi@24stundir.is Sign fær frábæra gagnrýni í stærstu tónlistarblöðum Bretlands Q segir Sign vera efni í stórstjörnur 24stundir/Frikki Sign Í fríi á meðan Egill trommar með Mugison. 34 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Lífverðir bresku stjörnunnar Cheryl Cole þurftu að hafa sig alla við til að vernda stúlkuna fyr- ir æstum aðdáanda er læddist aft- an að henni og læsti höndum sín- um utan um hana. Einn lífvarðanna henti sér á manninn og reif hann frá henni. Cole var mikið brugðið enda hef- ur hún aldrei lent í þráhyggju- fullum aðdáanda áður. Cheryl Cole í hættu stödd Glaumgosinn Matthew McCo- naughey og kærasta hans, Ca- milla Alves, eignuðust sitt fyrsta barn á mánudagskvöldið. Frum- burðurinn var hraustur drengur og heilsast bæði móður og barni vel að sögn netmiðla. Matthew er líklega ánægður með að vera orð- inn faðir en heimildir herma ekki hvort að hann hafi farið úr að of- an í tilefni dagsins. vij Glaumgosinn orðinn pabbi Madonna og Britney Spears virð- ast hafa grafið stríðsöxina því að sögn útgáfustjóra Madonnu verð- ur Britney þátttakandi í nýju tón- leikaferðalagi Madonnu. Þátt- takan verður í formi myndbandsupptöku en ekki mun vera um nýtt tónlistarmyndband Britney að ræða. Þær stöllur komust aldeilis í fréttirnar árið 2003 með frægum kossi, en ólík- legt er að það muni endurtaka sig þrátt fyrir að Madonna sé að skilja. Madonna og Britney saman Leikarinn Michael J. Fox á nú í samningaviðræðum við Fox- kvikmyndaverið um að leikarinn smávaxni snúi aftur á sjónvarps- skjáinn. Talsmenn Fox hafa stað- fest að þessar samningaviðræður eigi sér stað en segja þó að enginn samningur sé kominn í höfn. Ef samningar nást þá mun Fox taka að sér gesta hlutverk í Rescue Me-þáttunum en stjarna þeirra þátta, Denis Leary, er ein- mitt góðvinur Fox til margra ára. Michael J. Fox greindist með Parkinsons-sjúkdóminn árið 1991 og hefur hann lítið leikið frá árinu 2000. vij Michael J. Fox aftur á skjáinn? Nú er svo komið að hæfileikaríkir tölvuleikjaspilarar í Víetnam geta þénað meira á því að spila tölvu- leiki heldur en að sinna hefð- bundinni vinnu. Samkvæmt fregnum Viet Nam News hafa fyrirtæki sem ráða hæfa leikmenn í vinnu sprottið upp í landinu en hlutverk fyr- irtækjanna er meðal annars að spila leiki fyrir aðra leikmenn, til dæmis við að grafa eftir gulli í World of Warcraft. Í þessari vinnu geta menn þénað sem sam- svarar 12.300 krónum á mánuði en til samanburðar má nefna að kennaralaun í Víetnam eru í kringum 7.700 krónur. vij Betur borgað við að spila leiki Það er ekki bara hægt að njósna um venjulega fólkið á Facebook vefnum því stundum koma stjörn- urnar upp um einkalíf sitt þar líka. Samkvæmt samtengsla vefsíðunni Facebook eru Lily Allen og Ed Simons úr Chemical Brothers nú aftur orðin par, en þau breyttu bæði hjúskaparstöðu sinni á einka- svæðum sínum í fyrradag. Samband þeirra komst í heims- pressuna, enda bæði stórstjörnur í Bretland. Svo þegar Allen varð ófrísk eftir aðeins nokkra mánaða samband fengu þau lítinn sem engan frið. Það hefur því verið töluvert áfall fyrir parið þegar þau misstu fóstrið, og allir vissu af því. Stuttu síðar hættu þau saman og Lily skellti sér á djammið eftir að hafa litað á sér hárið bleikt. Bæði voru þau að spila á Gla- stonbury tónleikahátíðinni og hafa greinilega hist þar baksviðs og kveikt aftur ástarbálið. Þau eru greinilega staðráðin í því að fela ekki tilfinningar sínar fyrir heiminum. bös Lily tjáir ást sína á Facebook Lily Allen Er komin aftur í arma Ed úr Chemical Brothers. Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Þetta verður í fimmta skipti sem þessi vinsæli danski raftónlist- armaður kemur til landsins að spila. Það fór þó ekki mikið fyrir honum í fyrstu þrjú skiptin. „Ég kom fyrst fyrir fjórum árum og spilaði á skrýtnu giggi á Nasa. Það voru ekki margir á staðnum,“ segir Anders Trentemöller er heim- sækir okkur aftur í næstu viku, nú á vegum Jóns Jónssonar ehf. „En eitt skemmtileg gigg sem ég hef spilað var í fyrra á Iceland Airwa- ves. Það var líka bara gaman að skemmta sér í Reykjavík, þetta er svo sannarlega partíbær.“ Indí-krakki verður teknóhaus Trentemöller kemur upphaflega úr heimi indí-rokksins og heyrist það glögglega á tónlist hans, sem er oft draumkennd blanda af myrkra- hliðum beggja heima. Hann segist leggja áherslu á að halda fólki á iði þegar hann spilar sem plötusnúð- ur, sem hann gerir einmitt í þessari ferð, og að um 80% af því efni sem hann spilar sé úr hans eigin smiðju. Hvort sem það eru hans eigin lög í nýjum búningum, eða útsetningar á þekktum lögum er hann hefur fiktað við. „Ef ég spila til dæmis Joy Divi- sion, þá verður það útgáfa sem ég hef kannski bætt nýjum trommum við, eða eitthvað álíka.“ Trentemöller byrjaði að vinna að annarri plötu sinni fyrir þremur vikum og segist vera búinn með þrjú lög. Hann hefur svo greinilega fengið nóg af því stússi sem fylgir því að ferðast á milli landa með rokksveit. „Ég er búinn að ákveða að ein- beita mér meira að því að búa til tónlist, í stað þess að spila mikið á tónleikum með hljómsveitinni eða plötusnúðast. Það tekur á að ferðast mikið, því það er lítið um kyrrð. Það er erfitt að vera skap- andi þegar maður er stöðugt á far- aldsfæti, bíðandi á flugvöllum,“ segir Trentemöller að lokum. Danski raftónlistarmaðurinn Trentemöller snýr aftur í næstu viku „Reykjavík er partíbær!“ Trentemöller Heitir eftir vindmyllu í Danmörku. ➤ Hóf ferilinn árið 1997 semhluti af dúettnum Tribag. ➤ Sló fyrst í gegn með frábærriendurgerð af Röyksopp lag- inu What Else is There? ➤ Gaf út frumraun sína The LastResort fyrir 2 árum og þótti með betri atriðum á síðustu Iceland Airwaves. TRENTEMÖLLER Danski raftónlistarmað- urinn Trentemöller er á leið aftur til landsins. Hann spilar á Tunglinu á föstudaginn í næstu viku, og svo á LungA á Seyð- isfirði daginn eftir. FÓLK 24@24stundir.is a „Hingað til hafa dómarnir hér sagt að við séum efnilegir og það verði gaman að fylgjast með okkur í framtíðinni. Það hefur alltaf loðað við okkur, enda vorum svo ungir þegar við byrjuðum. Fólk hefur haldið áfram að sjá okkur þannig.“ poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.