24 stundir - 09.07.2008, Page 20

24 stundir - 09.07.2008, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@24stundir.is „Við erum búin að hertaka alla gististaði fyrir löngu. Hótelið, far- fuglaheimili, báða skólana og hvert skúmaskot sem við höfum fundið til að troða fólki í. Svo er- um við náttúrlega með tjald- svæði,“ segir Aðalbjörg Lóa Borg- þórsdóttir, ein af framkvæmdaaðilum LungA- listahátíðarinnar, sem haldin verð- ur á Seyðisfirði í næstu viku. Hópurinn er í óðaönn að leggja lokahönd á undirbúning hátíð- arinnar, en LungA hefst mánudag- inn 14. júlí með listasmiðjum og uppákomum af ýmsum toga og lýkur svo með heljarinnar tón- leikahelgi. Á meðal þeirra sem troða upp eru Trentemoller, Kasper Bjørke, Bang Gang, Dísa, FM Belfast og Bloodgroup. Mikill áhugi listamanna Margir góðir listamenn verða með smiðjur í ár. Má nefna Hug- leik Dagsson sem verður með teiknimyndasögusmiðju, Björn Stefánsson úr hljómsveitinni Mín- us verður með Stomp-námskeið, Gísli Galdur og Curver Thorodd- sen munu kenna fólki að þeyta skífum og vinna með hljóð og óvenjuleg hljóðfæri og Sara María Eyþórsdóttir, fatahönnuður úr Nakta apanum, verður með nám- skeið í fatahönnun og tísku. Aðalheiður segir að margir hafi lýst yfir áhuga á því að taka þátt í hátíðinni og sýna listir sínar, en færri komist að en vildu. „Fólk er mjög spennt fyrir þessu og það er alltaf að aukast aðsókn listamanna í að fá að komast að með sýna list,“ segir hún. Vantaði eitthvað að gera LungA var haldið í fyrsta skipti árið 2000 og er þetta því níunda hátíðin sem haldin er. Aðalheiður segir að fyrirkomulag hátíðarinnar hafi verið nokkurn veginn það sama frá upphafi, en hugmyndin kviknaði upphaflega við eldhús- borðið heima hjá henni. „Hugmyndin kom upp við eld- húsborðið heima hjá mér þegar dóttir mín var að kvarta yfir því að það væri ekkert um að vera hérna. Henni leiddist eitthvað og við ákváðum að gera eitthvað í því,“ segir Aðalheiður og hlær. „Við fór- um af stað með þetta með nokkr- um ungum krökkum. Okkur lang- aði að gera eitthvað fyrir unga fólkið sem tengist menningu og listum.“ Það er óhætt að fullyrða að hug- myndin hafi verið góð því aðsókn- in hefur aukist stöðugt með hverju árinu. „Það er yfirleitt fjölmennast á laugardeginum en við eigum von á um 3-4 þúsund manns í vik- unni,“ segir Aðalheiður. 24stundir/Pétur Kristjánsson Ungir listamenn Myndin er frá fyrstu LungA-hátíðinni, sem haldin var árið 2000. Listahátíðin ungs fólks á Austurlandi fer fram í næstu viku Hugmyndin kviknaði við eldhúsborðið ➤ Föstudagstónleikar hátíð-arinnar hafa alltaf verið sér- staklega vinsælir. Að þessu sinni koma fram á þeim Benni Hemm Hemm, Borgó, Morð- ingjarnir og Reykjavík! ➤ Nánari upplýsingar má nálg-ast á heimasíðu hátíðarinnar, www.lunga.is. ➤ Aðstandendur halda einnigúti MySpace-síðu, sem má nálgast á www.myspace.com/ lungafest. LUNGALungA er stytting á Listahátíð ungs fólks á Austurlandi. Hátíðin fer fram á Seyðisfirði og hefst á mánudaginn. Bú- ist er við að um fjögur þúsund manns leggi leið sína á Seyðisfjörð í vik- unni. Sunnudagur 13. júlí Leiðbeinendur koma á staðinn og lokahönd lögð á opnunar athöfn. Kvöldverður og hóp urinn hristur saman. Mánudagur 14. júlí 16.00 - 18.00: Innritun 20.30: Opnunarathöfn - leiðbeinendur kynna sig. Þriðjudagur 15. júlí 07.30 - 09.00: Morgunmatur 09.00 - 12.00: Listasmiðjur 12.00 - 13.00: Hádegismatur 13.00 - 16.00: Listasmiðjur Miðvikudagur 16. júlí 07.30 - 09.00: Morgunmatur 09.00 - 12.00: Listasmiðjur 12.00 - 13.00: Hádegismatur 13.00 - 16.00: Listasmiðjur 20.00 – 22:00: Kvikmyndasýning Fimmtudagur 17. júlí 07.30 - 09.00: Morgunmatur 09.00 - 12.00: Listasmiðjur 12.00 - 13.00: Hádegismatur 13.00 - 16.00: Listasmiðjur 17.00 – 20:00: Bókbindi námskeið 21.00: Hönnunarsýning LungA 2008 Föstudagur 18. júlí 07.30 - 09.00: Morgunmatur 09.00 - 12.00: Listasmiðjur 12.00 - 13.00: Hádegismatur 13.00 - 16.00: Listasmiðjur 20.00 – 00:00: Kimi records – Benni Hemm Hemm, Morð ingjarnir, Borkó og Reykjavík! 00.30 - 04.00: Rokkabillí, 90́s og 80́s. Laugardagur 19. júlí Mæting mismunandi eftir smiðjum. 14.00 - 16.00: Uppskeruhátíð 16.00 - 18.00: Carnivalstemning og Loppumarkaður LungA + partí hjá Jökli 18:00 - 23.30: Tónlistarveisla LungA 00.30 - 04.00: Eftirpartí LungA Sunnudagur 20. júlí: 12.30 - 13.30: Messa eftir Hjalta Jón í Seyðisfjarðarkirkju 13.30 - 14.00: Opnun ljós myndasýningar, samstarf LungA og Viktors Péturs 14.00 - 15.00: Pylsupartí, knús, kossar og kveðjustund. Mikil fjölbreytni og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi Fjölbreytt dagskrá LungA 2008 Ef barnið þitt er á leið eitt í flug- ferð er mikilvægt að merkja bæði barnið og farangur þess í bak og fyrir. Hafir þú áhyggjur af því að senda barnið eitt skaltu reyna að halda þeim niðri því barnið getur skynjað slíkt og sjálft orðið stressað. Pakkaðu niður bók eða afþreyingu fyrir barnið og kannski smá súkkulaði eða ávöxt- um líka sem það getur nartað í. Uppáhaldsleikfangið getur líka róað barnið og hjálpað við svefn. Bók, súkkulaði og bangsi Þeir sem geta ekki lifað af daginn án þess að fá sér rjúkandi heitt og gott te og fyllast áhyggj- um þegar hugsað er um te í vegasjoppum ættu að vera ánægðir með þennan fallega ferðapoka. Hann kemur frá bresku fyrirtæki og eru í hon- um sex litlar dósir sem hver um sig inniheldur telauf í mismunandi bragðtegundum en einnig fylgir filter með í pokanum og má síðan fylla á hann eftir þörfum. Með þessu má slá upp te- boði úti í móa með prímus og ketil við höndina. Pokinn var hannaður af franska hönnunarfyrirtækinu Les Petites Emplettes og má kaupa á www.leafshop.co.uk maria@24stundir.is Góð lausn fyrir teþyrsta ferðalanga Teboð úti í móa eða á ferð og flugi LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA ATVINNUBLAÐIÐ Nýkomin sending af púslum og myndum til að mála eftir númerum. Tómstundahúsið. Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.