24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Kjöt af salmonellusmituðum dýrum sem flutt er inn til Dan- merkur ratar í tonnavís á matar- diska, þrátt fyrir hert eftirlit stjórn- valda. Þetta kemur fram í könnun Politiken á 62 málum sem komu til kasta matvælaeftirlitsins árin 2007 og 2008. Í 43 tilfellum, eða um 70% til- fella, greindi eftirlitið salmonellu í kjötsendingum eftir að síðasti sölu- dagur vörunnar var runninn út – þannig að megnið af kjötinu hafði ratað til neytenda. „Það tekur nokkra daga að kanna hvort bakteríur séu í kjöt- inu, slá því föstu um hvaða bakt- eríu er að ræða og meta áhættuna við neyslu kjötsins,“ segir Kim Vandrup, framkvæmdastjóri mat- vælaeftirlitsins. „Þess vegna gerist það því miður að kjötið er komið yfir síðasta söludag þegar við höf- um komist að niðurstöðu. Þá er búið að borða það.“ Undanfarin fimm ár hefur inn- flutningur á kjöti til Danmerkur aukist um 70%. Samhliða þeirri aukningu hefur tilfellum mat- areitrunar fjölgað ár frá ári. aij Matvælaeftirliti ábótavant Salmonella flæðir inn í Danmörku Prestastefna ensku biskupakirkj- unnar hefur samþykkt að vinna að reglum sem leyfa konum að vígjast til biskups. Sátt náðist um þetta þrátt fyrir að fjöldi klerka sem fast- heldnari eru á hefðir varaði við að málið gæti klofið kirkjuna. Tillagan hlaut stuðning 28 bisk- upa prestastefnunnar á móti 12, 124 klerka á móti 44 og 111 leik- manna á móti 68. Verður nú unnið að lagafrumvarpi, sem lagt verður fyrir prestastefnu í febrúar á næsta ári. Að því loknu þarf samþykki biskupsdæma að liggja fyrir. Samhliða þessu verður komið á ráðstöfunum fyrir þá sem vegna trúarsannfæringar sinnar geta ekki nýtt sér þjónustu kvenprests eða -biskups. andresingi@24stundir.is Jafnrétti í ensku biskupakirkjunni Konum hleypt að STUTT ● Færeysk lamadýr Tvö lama- dýr voru meðal farþega í Nor- rænu þegar hún lagði að í Þórs- höfn á mánudag. Dýrin hyggst Torkil Sandá nota sem burð- ardýr í gönguferðum sem hann skipuleggur. ● Obama nauðlendir Flugvél bandaríska forsetaframbjóð- andans Baracks Obama var neydd til lendingar á mánu- dag, þegar rennibraut blés upp í stéli vélarinnar. Við það misstu flugmennirnir nokkra stjórn, en náðu að lenda án þess að nokkurn sakaði. ● Atkvæði falboðið Há- skólanemi í Minnesota í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna að selja at- kvæði sitt í forsetakosning- unum í haust á uppboðs- vefnum eBay. Andrés Ingi Jónsson andresingi@24stundir.is Nítján táningar hafa verið myrtir í Lundúnum það sem af er þessu ári. Síðasta fórnarlambið er hinn 14 ára David Idowu, sem var stunginn í kjölfar rifrildis fyrir þremur vik- um. Hann er yngstur þeirra sem hafa látist í yfirstandandi glæpa- öldu. Á síðasta ári voru 26 ungmenni myrt í borginni. Forgangsverkefni lögreglu Paul Stephenson, aðstoðarlög- reglustjóri Lundúna, sagði fyrir helgi að viðbrögð við öldu hnífag- læpa væru orðin mikilvægasta verkefni Lundúnalögreglunnar. Í því skyni sagði Stephenson lög- regluna munu setja á laggirnar sveit 75 lögreglumanna sem hefði það verk með höndum að berjast gegn hnífanotkun. Á sveitin að beina sjónum sínum sérstaklega að meðlimum glæpaflokka. Lýsti hann þessu yfir eftir að átjándi táningurinn lést. Það var sextán ára drengur, Ben Kinsella, sem var stunginn til bana. Brostin þjóð? Gordon Brown forsætisráðherra lýsti því yfir í síðasta mánuði að 16 og 17 ára unglingar sem gripnir eru með hníf innanklæða megi eiga von á því að vera sóttir til saka. David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins, vill ganga lengra en Brown. „Við verðum að senda eins skýr skilaboð og mögulegt er, til að ljóst sé að á Bretlandi líðist ekki að ganga með hníf,“ segir Cameron. „Ríkisstjórnin á ekki bara að segja að séu líkur á því að þú verðir sótt- ur til saka ef þú gengur með hníf, heldur að sé líklegt að þú endir í steininum.“ Segir Cameron aukinn vopna- burð unglinga vera birtingarmynd þess að Bretland sé „brostið þjóð- félag“. Lög og refsing til skoðunar Jack Straw dómsmálaráðherra hefur brugðist við ótta almennings vegna stóraukins vopnaburðar. Hefur hann fyrirskipað að refsi- ramminn sé tekinn til endurskoð- unar. „Miðað við ástandið og þeim áhyggjum sem fólk hefur af hnífag- læpum, þá er það vilji ráðherra að kanna allar hliðar dómskerfisins, til að tryggja að kerfið sé skýrt, réttlátt og að það virki vel. Við munum íhuga hvort breytinga sé þörf þegar niðurstöður athugunarinnar liggja fyrir,“ segir talsmaður ráðuneytis- ins. „Það verður farið yfir dóma og regluverkið. Við þurfum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé beitt,“ bætir hann við. Nítján ung- lingar látnir  Það sem af er árinu hefur nítján unglingum verið ráðinn bani í Lundúnum  Síðasta fórnarlambið er fjórtán ára drengur ➤ Lundúnalögreglan hóf í maíséraðgerð gegn hnífaburði. ➤ Síðan þá hefur verið leitað á27.000 manns. ➤ 1.200 þeirra hafa verið hand-teknir og 500 hnífar gerðir upptækir. ➤ 95% þeirra sem handteknirhafa verið hafa verið ákærðir fyrir vopnaburð. ➤ Óttast er að vopnaburður sékominn í tísku hjá unglingum víða um borgina. VIÐBRÖGÐ Í LUNDÚNUM Minnast félaga Blóm lögð að staðnum þar sem Ben Kinsella var stunginn til bana. Hann var átjánda fórnarlamb ársins NordicPhotos/AFP Ráðherrar Evrópusam- bandsins hafa sammælst um að stefna að sameig- inlegum reglum í innflytj- endamálum í öllum ríkj- um sambandsins. Frakkar áttu frumkvæðið að við- ræðunum, en hugmyndin náði ekki stuðningi fyrr en þeir féllu frá kröfu um að innflytjendur þyrftu að standast próf í tungumáli og menningu landsins sem þeir flyttu til. Reglunum er ætlað að stemma stigu við ólöglegum innflutningi, en tryggja aðgengi farandverkamanna að sambandinu. „Við erum að tala um markvissan og samstilltan innflutning fólks, sem tekur mið af þörfum landanna og getu þeirra til að taka við fólki, í samvinnu við upprunalönd fólksins,“ segir Brice Hortefeux, ráðherra innflytjenda- mála í Frakkalandi. andresingi@24stundir.is Sátt um innflytjendareglur Nýr lífrænn barnamatur frá Nestlé www.barnamatur.is Gott veganesti fyrir lífið Ósalta ð og ósykra ð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.