24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 13 Dyggir viðskiptavinir Háa-leitisútibús Landsbank-ans eru ósáttir við lokun útibúsins sem nú verður flutt í Kópa- vog. Fastakúnnar í hverfinu eru margir og sumir nokkuð við aldur og oft fullt út úr dyrum í útibúinu. Fólkið telur sig illa svikið og vill að bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson upplýsi hvort bank- anum sé sama um það og meti annað meira. Ein af hugmynd- unum sem sögð er hafa komið upp innan bankans er að leigja bankarútu til að flytja tryggu kúnnana reglulega í bankann í Kópavogi, en hugmyndin sló ekki á óánægju viðskiptavina. Sumir prestar eru illir en aðriránægðir vegna umfjöllunarum afstöðu þeirra til stað- festrar samvistar samkyn- hneigðra. Þeir hörðustu láta í sér heyra á innri vef kirkjunnar og stuðningslið þeirra telur að 77% presta hafi nú látið presta- eiðinn fjúka, yfirgefið Biblíuna – og hallað sér að þjónustu í Só- dómu og Gómorru. – „Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að fólk fái vitneskju um þetta, það getur þá valið sér prest eftir sínum smekk þurfi það á viðtali við prest að halda,“ segir Eva S. Einarsdóttir í bréfi til blaðsins. Líklegt er að Gunnar í Krossinum taki heils- hugar undir með Evu en fyrir Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, er málið heldur snúnara. Keníamaðurinn Paul Ram-ses er stærsta áhugamálþjóðarinnar þessa daga. Lærðir og leikir blogga og standa mótmælastöður við dómsmálaráðu- neytið á hverjum degi. Í gær mættu 200. Björn Bjarna- son dómsmála- ráðherra virtist í gær vera að mildast í afstöðu sinni. Hann sagðist ekki hafa vit- að um ákvörðun Útlendinga- stofnunar og það undrast blogg- arar. En í gær kvað við nýjan tón, eftir að staglast hafði verið á nauðsyn þess að fara eftir Dyfl- innarsamningnum. Leikir Björns í málinu vekja furðu, en það gerir líka sú skilgreining Geirs Haarde sem lítur svo á að ekki sé ágrein- ingur milli ríkisstjórnarflokkanna um málið. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Fáir kunna sig í góðu veðri heim- an að búa segir íslenskt máltæki. Þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Hilmar Haarde áttu ítrek- aða fundi á Þingvöllum fyrir rúmu ári áraði vel. Þau ákváðu að mynda ríkisstjórn á grundvelli hugmynda um áframhaldandi velsæld. Ákvæði stjórnarsáttmálans um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum voru því rýrar. Samt sem áður var tekið fram í stjórnarsáttmálanum að eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnar væri að tryggja stöðugleika í efnahagslíf- inu í þágu heimila og atvinnulífs. Jafnframt að markmið hagstjórnar væri að tryggja litla verðbólgu og lágt vaxtastig. Loks að tryggja að ís- lensk fyrirtæki byggju við bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ væri á. Nú, ári síðar, stendur ríkisstjórn- in frammi fyrir öðrum veruleika. Takmörkuð fyrirheit stjórnarsátt- málans í efnahags- og atvinnumál- um hafa ekki gengið eftir. Stöðug- leiki hefur ekki verið tryggður í atvinnulífinu. Raunar segir forsætis- ráðherra að mikilvægt sé að hafa ís- lensku krónuna til að geta beitt auknum sveigjanleika við efnahags- stjórn. Það þýðir raunar ekki annað en að stöðugleikanum skuli fórnað. Samfylkingin sér það ráð til að skapa stöðugleika að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Ekki er samstaða um það inn- an ríkisstjórnarinnar hvernig á að haga gjaldmiðilsmálum og með hvaða hætti á að ná því markmiði stjórnarsáttmálans að skapa stöðug- leika. Stöðugleikinn sem stjórnin stefndi að í þágu heimila og at- vinnulífs er því ekki fyrir hendi og sú takmarkaða efnahagsstjórn sem er í landinu á vegum ríkisstjórnar- innar miðar ekki við að skapa stöð- ugleika. Markmið ríkisstjórnarinnar um að tryggja litla verðbólgu og lágt vaxtastig hefur ekki gengið eftir. Verðbólgumet hafa verið slegin hvert af öðru á vor- og sumarmán- uðum þessa árs. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn tala um að verðbólga muni ganga niður. Engin markviss efnahagsstjórn er þó fyrir hendi af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórn- in er ekki samstiga um aðgerðir og veit raunar ekki sitt rjúkandi ráð. Seðlabankastjóri þjóðarinnar, Davíð Oddsson, hefur þó það vopn að halda stýrivöxtum Seðlabankans í Evrópumeti til þess að freista þess að halda við hágenginu og jafnvel hækka gengi íslensku krónunnar sem gæti orðið til þess tímabundið að draga úr verðhækkunum vegna gengisfalls krónunnar. Vegna hárra stýrivaxta búa fyrir- tækin við vond samkeppnisskilyrði. Markmið stjórnarsáttmálans um að skapa íslenskum fyrirtækjum bestu samkeppnis- og rekstrarskilyrði sem völ væri á hafa því ekki gengið eftir. Íslensk fyrirtæki búa nú við slæm samkeppnis- og rekstrarskilyrði. Þessi fyrirheit stjórnarsáttmálans eru fokin út í veður og vind. Það sem vantaði í stjórnarsátt- málann var að gera ráð fyrir því að jólin stæðu ekki allt kjörtímabilið. Ekki er fjallað um raunhæfa efna- hagsstjórn vegna breyttra aðstæðna jafnvel þótt þær aðstæður hefði mátt sjá fyrir. Nú, ári frá stjórnarmyndun, er ekki samstaða um annað í efnahags- málum innan ríkisstjórnarinnar en að taka stórt erlent lán einhvern tímann til einhvers. Þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarinnar deila í dagblöðum. Ríkisstjórnin veit ekki hvert hún á að stefna í efnahags- málum. Úrræðaleysið er bagalegt og það sem meira er ríkisstjórnin er ósamstæð. Innan ríkisstjórnarinnar er ekki samstaða um nauðsynlegar úrbætur í efnahagsmálum. Þegar svo er komið getur ríkisstjórn gert borgurum sínum þann bestan greiða að hætta og gefa svigrúm til að mynduð verði ríkisstjórn flokka og fólks sem getur átt samstöðu um skynsamlegar aðgerðir í efnahags- málum fyrir fólk og fyrirtæki. Það er ekki hægt að horfa upp á að eignir fólks haldi áfram að brenna upp vegna ráðlausrar og sundurlyndrar ríkisstjórnar. Höfundur er alþingismaður. Innan ríkisstjórnarinnar er samstaða um? VIÐHORF aJón Magnússon Nú, ári frá stjórnarmynd- un, er ekki samstaða um annað í efna- hagsmálum innan rík- isstjórn- arinnar en að taka stórt erlent lán einhvern tím- ann til einhvers. Verið velkomin í Nettó Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík 79kr/stk TILBOÐIN GILDA 9. - 13. JÚLÍ CHICAGO TOWN XL M/SKINKU SUNKIST ORANGE w w w .m ar kh on nu n. is Betri tilboð XL SPECIALE PIZZUR 499 kr OSTAFYLLTUR KANTUR! ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.