24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir
Það er von fyrir fólk með dys-
lexíu, skrifar suður-afríski kennslu-
ráðgjafinn, René Engelbrecht. Hér
segir frá lesblindum tvíburum frá
Vestur-Somerset, sem tóku próf
upp úr 7. bekk með láði þrátt fyrir
lestrargetu átta ára nemenda.
Hvað eiga tvíburarnir May og
Katie de Clercq, sem grein birtist
um í Die Burger 22. janúar sl., sam-
eiginlegt með Pablo Picasso?
Svarið sem blasir við væru list-
rænir hæfileikar. En það er svolítið
annað – dyslexían þeirra. Tvíbur-
arnir eiga hana sameiginlega með
Alberti Einstein, Leonardo da
Vinci, Walt Disney, Tom Cruise,
Keiru Knightley, Sir Richard Bran-
son, og Agöthu Christie, bara til að
nefna fáeina sem skarað hafa fram
úr samferðamönnum sínum.
Dyslexía felur ekki í sér skort á
hæfileikum né greind. Aðeins tak-
markanir á lestrargetu. Samt lifum
við á tímum sem reiða sig að
stórum hluta á hið skrifaða orð.
Uppgötvaði vonina
Þrátt fyrir að ýmsar leiðir séu
notaðar til hjálpar, koma þær ekki
öllum að notum. Ég upplifði þetta
sem sérkennari. Að endingu fór ég
á netið til að reyna að finna út úr
því hvort einhvers staðar í heim-
inum fyndist eitthvað sem virkaði,
og á þann hátt datt ég inn á heima-
síðu Ronalds Davis – og uppgötv-
aði vonina!
Ég varð strax heilluð af sjónar-
hóli Ronalds Dell Davis. Hann lítur
á dyslexíu sem meðfædda náðar-
gáfu sem verður dragbítur í tvívíðri
veröld hins ritaða orðs. Þessi náð-
argáfa gengur hönd í hönd með
ímyndunaraflinu og sköpunargáf-
unni, að leysa úr vanda með því að
sjá heildarmyndina, frekar en að
vinna úr honum skref fyrir skref.
Samkvæmt Ron Davis, hugsa þeir
sem hafa dyslexíu aðallega í mynd-
um og ekki í orðum. Svipað og De
Clercq-tvíburarnir sem hugsa í
„formum“ eða „útlínum.“
Það er hvernig hann hugsaði,
sem kom Einstein í vandræði í
skóla, en gerði hann jafnframt að
öndvegisstærðfræðingi.
Ron Davis segir að vegna þess að
hann er með dyslexíu sjálfur, hafi
hann dag einn í örvæntingu sest
niður til að reyna að finna út hvers
vegna hann ætti svona erfitt með
að lesa og skrifa, samt væri hann
vélaverkfræðingur og leikmaður í
myndhöggvaralistinni. Þannig
hófst hugmyndin að því að finna
lausnina á dyslexíunni.
Bækur sem virka
Árið 1981 hófst Ron Davis
handa í samvinnu við dr. Fatimu
Ali, Ph.D. uppeldisfræðingi/sál-
fræðingi, við að þróa námskeið fyr-
ir börn og fullorðna með dyslexíu.
Í apríl 1982 opnuðu þau síðan
Davis Dyslexíu lestrarrannsóknar-
miðstöð í Kaliforníu og buðu al-
menningi þjónustu sína – með frá-
bærum árangri.
Nú þýðir dyslexía ekki lengur
baráttu mánaða eða jafnvel ára.
Bók Rons Davis, Náðargáfan les-
blinda (The Gift of Dyslexia), kom
út árið 1994 og 1995 stofnaði hann
samtökin Davis Dyslexia Associa-
tion International (DDAI ) með
það fyrir augum að koma á fram-
færi upplýsingum um Davis-að-
ferðina, setja fram vinnustaðla
Davis-aðferðafræðinnar og þjálfa
leiðbeinendur. Næsta bók hans,
The gift of Learning, kom út 2003,
hún fjallar um aðferðir við að
vinna með athyglisbrest, reikni-
blindu og skriftarblindu.
Aðferð Rons Davis fela ekki í sér
kennslu byggðri á hljóðfræði, notar
ekki síendurteknar æfingar, reiðir
sig ekki á gögn svo sem bækur með
risastóru letri, né byggir hún á
lyfjagjöf.
Aftur á móti notar hann ímynd-
unarafl einstaklingsins, staðreynd-
ina að heilann er hægt að þjálfa að
nýju, á skynfærni og sköpun.
Ron Davis lítur á mikilvægi þess
að einstaklingur með dyslexíu nái
stjórn á eigin námsframvindu.
Samkvæmt kenningum hans er
fólk með dyslexíu öðruvísi, í þeim
skilningi að það sér hlutina frá
öðru sjónarhorni en aðrir. Þessi
einkenni koma þeim að góðum
notum í heimi áþreifanlegra hluta,
en svíkur þá þegar þeir þurfa að
greina hluti sem eru í tvívídd, svo
sem hið skrifaða orð. Þá „ringlast“
þeir.
Finnur einbeitinguna
Það sem gerir aðferð Rons Davis
svo ólíka öðrum, er að hann hjálp-
ar einstaklingnum að finna athygl-
ispunkt sem þeir nota til að stilla
sig, finna einbeitinguna. Þetta, og
algerlega breytt lestraraðferð, eru
megininntök vinnu hans.
Að auki er stór og mikilvægur
þáttur í Davis-námskeiðinu að það
hjálpar fólki að laga sjálfsmat og
sjálfstraust.
Ég uppgötvaði þetta námskeið
árið 1999 og pantaði mér strax
bókina hans, Náðargáfuna les-
blindu, þar sem aðferðin er útskýrð
í smáatriðum. Þrátt fyrir að ég væri
ekki viss um að þetta námskeið
væri vísindalega réttlætanlegt eða
hvort ég gæti unnið það sjálf, varð
ég alveg heilluð af því. Ég fór ofan í
kjölinn á því. Með hjálp vefmeist-
ara Davis, Abigail Marshall, fékk ég
leyfi til að nota Davis-aðferðina
(aðeins í rannsóknarskyni) með
nemendum mínum, þó svo að ég
væri ekki útlærður Davis-leiðbein-
andi.
Breytingar til góðs
Fyrsta tilraunaverkefni mitt var
nemandi með dyslexíu í 4. bekk.
Sérkennari hennar hafði sagt for-
eldrunum að eftir árs sérkennslu
gæti hann ekki gert meira fyrir
hana og hún myndi áreiðanlega
ekki ná tilskilinni einkunn upp úr
3. bekk. Hún fékk samt sem áður
að fara í 4. bekk og í byrjun skóla-
ársins komu foreldrar hennar til
mín til að biðja um hjálp.
Ég sagði þeim frá Davis-aðferð-
inni, að ég hefði ekki reynt hana
áður, en að ég skyldi meðhöndla
dóttur þeirra ókeypis ef þau vildu
leyfa mér að prófa aðferðina á
henni. Á þeim tíma voru þau orðin
svo örvingluð að þau sögðu mér að
gera þetta. Á mjög stuttum tíma
komu mjög augljósar breytingar til
góðs í ljós.
Innan nokkurra vikna gat þessi
stúlka lesið betur og skilið það sem
hún var að lesa. Sjálfsmatið jókst
einnig. Og það sem best var, að
henni hafði farið fram um 70% í
lok skólaárs.
Sannaði Davis-aðferðina
Um heim allan hafa Davis-leið-
beinendur unnið samkvæmt Dav-
is-aðferðinni með frábærum ár-
angri, en þar til fyrir örfáum árum
höfðu engar vísindalegar rann-
sóknir komið fram um ágæti að-
ferðarinnar, sem varð til þess að þó
nokkrir í menntageiranum litu
ekki á þennan möguleika til hjálpar
lesblindum. Vegna þess hve vel
mínum nemendum gekk með
hjálp Davis-aðferðarinnar, ákvað
ég að setja Davis-aðferðina undir
vísindalega mælistiku sjálf.
Hugmynd mín var að sanna að
Davis-aðferðin hjálpaði einstak-
lingum með dyslexíu og að hún
væri marktæk og viðurkennd við-
bót og annars konar aðferð.
Ég fékk tilskilin leyfi frá Davis-
lestrarmiðstöðinni (DDA) til að
setja af stað rannsókn sem var
byggð á upplýsingum sem ég fékk
úr bókunum, Náðargáfunni les-
blindu, og The Gift of Learning. Ég
varð einungis að setja skýrt fram að
ég væri aðeins að rannsaka aðferð-
ina sjálfa en ekki víðtækar aðferðir
útlærðra Davis-leiðbeinenda.
Árið 2004 hófst rannsókn mín
fyrir meistaragráðu í sálfræði frá
Stellenbosch-háskólanum í Suður-
Afríku, um áhrif Davis-aðferðar-
innar á lestrargetu og sálrænt
ástand nemenda. Niðurstöður
voru vísindalega áreiðanlegar og
sýndu einnig árangur yfir 80%.
Þetta var aðeins eftir 14 klukku-
stunda leiðsögn (venjulegt Davis-
námskeið/leiðrétting stendur í 30
klukkustundir).
Listrænir hæfileikar
Á síðasta ári komst ég í samband
við dr. Lindu Silverman á netinu.
Hún er forstöðumaður The Insti-
tute for the Study of Advanced
Development, en einnig The Gifted
Development Center (miðstöð
bráðgefinna) í Denver, Colorado,
og hefur sama sjónarmið og Ron
Davis og styður vinnu hans.
Hennar vinna snýst um bráðgef-
in börn og hún kom fram með
kenninguna um Visual-Spatial Le-
arner (sjónrænt-áttaði nemandinn,
(mikilvægur þáttur í þroskaferli
ungra barna)/þýð.).
Líkt og Davis, trúir hún að
margir nemendur sem eiga í náms-
erfiðleikum séu í raun bráðgefnir
einstaklingar, heilastarfsemi þeirra
sé aðeins með öðrum hætti en ann-
arra. Hún tók eftir að listrænir
hæfileikar nemendanna voru til
staðar: dansarar, leikarar, tónlistar-
menn, rithöfundar voru meðal
þeirra. Einnig stærðfræðingar, vís-
indamenn, tölvusérfræðingar og
framkvæmdamenn. Þetta fólk leiti
í ákafa og finni lífsmynstur og sé
mjög nýjungagjarnt og uppfinn-
ingasamt á ferli sínum. Sumt fólkið
finni mjög til samkenndar með
öðrum og sé tilfinningasamt með
mjög mikla næmni á andlega svið-
inu.
Hægt að fá aðstoð
Í bók hennar‚ Upside-down
Brilliance, segir hún frá ýmsum
leiðum til að hjálpa þessum „vi-
sual-spatial“ einstaklingum á leið
sinni um heim lestrar og ritunar.
Þrátt fyrir að Davis-aðferðin sé
ekki vel þekkt í Suður-Afríku, gætu
foreldrar aðstoðað börnin sín með
hjálp bókanna tveggja eftir Ronald
Davis, Náðargáfunni lesblindu og
The Gift of Learning. Heimasíðan
hans er www.dyslexia.com.
Ég mæli einnig eindregið með
bók dr. Lindu Silverman, Upside-
down Brilliance. Og það eru þó
nokkrar vísbendingar um bækur á
heimasíðu dr. Lindu og aðstoðar-
konu hennar, Allie Golon á
www.gifteddevelopment.com og
www.visualspatial.org.
Heimildir:
Davis, R.D. (1997). The Gift of
Dyslexia.
New York: The Berkley Publis-
hing Group.
Davis, R.D. (2003). The Gift of
Learning.
New Your: The Berkley Publis-
hing Group.
Silverman, L.K. (2002). Upside-
down Brilliance. The visual-Spatial
Learner. D
Denver, Colorado: DeLeon Pu-
blishing.
Um höfundinn:
René Engelbrecht kenndi tungu-
mál í yfir 20 ár, síðan ákvað hún að
vinna með nemendum með náms-
erfiðleika. Hún kom á fót eigin
skrifstofu árið 1999 til að hjálpa
nemendum með mikla lestrar- og
skriftarerfiðleika. Hún uppgötvaði
að aðferðir hennar dugðu ekki að
neinu leyti stórum hluta nemenda.
Þetta varð til þess að hún ákvað að
rannsaka Davis-dyslexíuaðferð
sem hluta af meistaragráðu sinni,
þar sem hún hafði séð sérlega góð-
an árangur af henni. Hún með-
höndlar nú einstaklinga með sál-
ræn vandamál. Hún býður einnig
námskeið í námstækni fyrir þá sem
hafa enga námserfiðleika, en vilja
gjarna bæta námshæfileika sína,
gera rannsóknir, undirbúa sig fyrir
próf og kannanir. Hennar heima-
síða er http://english.reneengelb-
recht.co.za/home/.
Þessi blaðagrein birtist fyrst á af-
rikaans í dagblaðinu Die Burger,
16. janúar 2008. Seinna snaraði
höfundur henni yfir á ensku.
Áslaug Kirstín Ásgeirsdóttir, Dav-
is-leiðbeinandi, snaraði yfir á ís-
lensku, aslaug@lesblindulist.is,
www.lesblindulist.is.
Þýðandi vill koma á framfæri að
auk 16 Íslendinga sem eru leyfis-
hafar Davis-aðferðafræðarinnar
(25. júní 2008) hefur fjöldi ís-
lenskra kennara setið tveggja daga
námskeið í grunnaðferð Davis-að-
ferðarinnar, svokallaðri Davis-
námstækni, með það fyrir augum
að nota í heilum hópum/bekkjum
5 til 9 ára barna. Þeir hafa ekki leyfi
til að taka að sér Davis-námskeið í
nafni Davis. Davis-leiðbeinendur
hafa sérhæft nám að baki og verða
að endurnýja leyfi til starfa árlega.
(Greinin er þýdd)
Hvað eiga þau
sameiginlegt?
UMRÆÐAN aÁslaug Kirstín Ásgeirsdóttir
Hann lítur á
dyslexíu sem
meðfædda
náðargáfu
sem verður
dragbítur í
tvívíðri ver-
öld hins rit-
aða orðs. Þessi náðargáfa
gengur hönd í hönd með
ímyndunaraflinu og
sköpunargáfunni, að
leysa úr vanda með því
að sjá heildarmyndina,
frekar en að vinna úr
honum skref fyrir skref.
Ron Davis
Stundum heyrist að orkuvinnsla
og ferðaþjónusta geti ekki átt sam-
leið. Það er ekki rétt, eins og dæmin
sanna. Uppbygging í orkumálum
hefur orðið til þess að opna óbyggð-
irnar fyrir ferðamenn og gera þær
aðgengilegar. Þá hafa orkufyrirtæk-
in í samvinnu við ferðaþjónustuna
og aðra bætt skilyrði fyrir skoðun-
arferðir um landið og aðgengi að
áhugaverðum stöðum, sem áður
voru lítt sóttir. Þetta hefur ferða-
þjónustan kunnað að meta.
Bláa lónið, sem er fjölsóttasti við-
komustaður erlendra ferðamanna á
Íslandi, varð til þegar Hitaveita
Suðurnesja nýtti jarðvarmann við
Svartsengi. Jarðböðin við Mývatn
nýta á sama hátt vatn frá borholu
Landsvirkjunar í Bjarnarflagi.
Virkjanir Landsvirkjunar á Þjórsár-
Tungnaársvæðinu hafa opnað
ferðamönnum nýja sýn og fjölgað
ferðum yfir Sprengisand. Tugir þús-
unda lögðu leið sína að Kára-
hnjúkavirkjun þegar hún var í
byggingu og virkjunin er nú einn af
föstum áfangastöðum innlendra og
erlendra ferðaskrifstofa.
Vegalagning Landsvirkjunar úr
Fljótsdal að Jökulsá á Brú skapar
ferðaþjónustunni ný tækifæri.
Svona mætti áfram telja.
Á undanförnum árum hefur
Landsvirkjun staðið fyrir listsýning-
um í aflstöðvum fyrirtækisins og
hefur fyrirtækið átt gott samstarf
við ýmsa listamenn í því skyni.
Nefna má nokkur dæmi.
Í Laxárstöð er sýningin „Hvað er
með ásum?“ þar sem sýndar eru
höggmyndir Hallsteins Sigurðsson-
ar við texta Árna Björnssonar þjóð-
háttafræðings. Þar er einnig til sýnis
verðlaunaverk Sjónlistaverðlaun-
anna 2007. Í Ljósafossstöð er hluti
úr Feneyjasýningu Steingríms Ey-
fjörðs, „Lóan er komin“, til sýnis. Í
Búrfellsstöð er sýning á nokkrum
verkum Sigurjóns Ólafssonar
myndhöggvara, en öld er liðin frá
fæðingu listamannsins. Sýningin
nefnist „Fljúgandi steinsteypa“ og
er þá vísað til hinnar þekktu lág-
myndar sem prýðir framhlið stöðv-
arhússins. Í Blöndustöð er hluti
sýningarinnar „Ár og kýr“ eftir
bóndann og listamanninn Jón Ei-
ríksson og sýning á myndum úr
Grettissögu eftir Halldór Pétursson
listmálara. Jón á Búrfelli og Grettir
Ásmundarson frá Bjargi eru báðir
Húnvetningar. Þá er kynning á jarð-
varma og orkuvinnslu í Gestastofu
við Kröflustöð og framkvæmdun-
um við Kárahnjúka eru gerð skil í
Végarði í Fljótsdal. Önnur orkufyr-
irtæki hafa með sama hætti staðið
fyrir ýmiss konar sýningum fyrir
ferðamenn.
Fjölmargir ferðamenn heim-
sækja aflstöðvarnar til að skoða verk
listamannanna og kynnast endur-
nýjanlegri orkuvinnslu, þar sem
menning og náttúra mætast. Þetta
er ekki séríslenskt fyrirbrigði, því að
í Austurríki, Sviss og Noregi þar
sem vatnsafl hefur verið virkjað í
meiri mæli en hér á landi hafa virkj-
anir ekki truflað ferðaþjónustuna.
Þvert á móti eiga orkuvinnslan og
ferðaþjónustan samleið.
Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar
Orkuvinnsla og ferða-
þjónusta eiga samleið
UMRÆÐAN aFriðrik Sophusson
Tugir þús-
unda lögðu
leið sína að
Kárahnjúka-
virkjun þegar
hún var í
byggingu og
virkjunin er
nú einn af föstum
áfangastöðum innlendra
og erlendra ferðaskrif-
stofa.