24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 26
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Tvær kaþólskar vinkonur frá Þýskalandi reka litla verslun við Garðastræti í Reykjavík. Verslunin heitir Klausturvörur og ber nafn með rentu, enda allar vörurnar keyptar úr munka- og nunnu- klaustrum víða í Evrópu og í Egyptalandi. Marianne Guckels- berger er önnur kvennanna tveggja. „Hugmyndina að því að opna þessa verslun fékk ég á ferða- lagi í Frakklandi í fyrra þegar ég heimsótti klaustur og skoðaði vörur sem þar voru til sölu. Ég hugsaði með mér að ef til vill væri markaður fyrir svona vörur á Ís- landi og fékk því vinkonu mína, Danielu Gross, í lið með mér. Við stóðum báðar á tímamótum í okk- ar lífi og vorum tilbúnar til þess að takast á við ný verkefni. Við fórum á brautargengisnámskeið hjá Impru og opnuðum svo verslunina í desember,“ segir hún. Og viðtök- urnar voru í samræmi við vænt- ingar hennar. „Ég var búin að sjá að Íslendingar hefðu vaxandi áhuga á lífrænt ræktuðum mat og snyrtivörum og væru margir hverj- ir mjög andlega þenkjandi. Það eru náttúrlega ekki margir kaþólikkar hér en maður þarf ekkert að vera slíkur til þess að hrífast af listmun- um og annarri framleiðslu úr kaþólskum klaustrum.“ Koptískir íkonar Meðal listmuna sem þær Mari- anne og Daniela bjóða upp á í versluninni eru geisladiskar með trúarlegri tónlist, kerti, styttur og íkonar. „Þessir íkonar eru frá nunnuklaustri í Egyptalandi og eru í koptískum stíl ólíkt flestum íkon- um sem við eigum að venjast, sem eru yfirleitt í býsönskum stíl. Ég er afar hrifin af þessum íkonum og ekki skemmir fyrir að ágóðinn af sölu á þeim fer í rekstur velferð- arþjónustu, til dæmis fyrir börn og gamalmenni. Það er alltaf gott að vita til þess að með því að kaupa ákveðnar vörur er maður að styrkja gott málefni,“ segir Marianne að lokum. Marianne Guckels- berger „Höfum feng- ið góðar viðtökur“ Verslunin Klausturvörur við Garðastræti Koptískir íkonar og aðrir listmunir Tvær þýskar konur reka verslunina Klausturvörur við Garðastræti í Reykja- vík. Þar bjóða þær upp á listmuni og fleiri vörur sem framleiddar hafa verið í kaþólskum klaustrum víða í Evrópu. ➤ Er frá Þýskalandi og hefur bú-ið á Íslandi í 21 ár. ➤ Kynntist vinkonu sinni, Dani-elu Gross, í kaþólska söfn- uðinum í Landakotskirkju. ➤ Er sjúkranuddari að mennt ogstarfar sem slíkur meðfram rekstri verslunarinnar. MARIANNE 24stundir/Brynjar Gauti 26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Bókin Þjóðsögur við þjóðveginn eftir Jón R. Hjálm- arsson hefur verið uppseld í bókabúðum landsins um hríð. Nú hefur Forlagið gefið hana út að nýju en að þessu sinni í kilju. Um er að ræða nýstárlega vegahandbók með 60 þjóðsögum sem safnað hefur verið saman og raðað eftir vegakerfi landsins. Í upphafi hverrar sögu er gerð grein fyrir sögusviðinu, helstu kennileitum er lýst og fjallað er um ýmsa markverða staði og fyrirbæri í ná- grenninu. Þá er viðkomandi þjóðsaga rakin í end- ursögn Jóns. Tröll, álfar, draugar, marbendlar og ýmsar fleiri þjóðsagnaverur koma við sögu í bókinni sem fæst bæði á íslensku og ensku. Enska útgáfa hennar gengur undir heitinu A Traveller’s Guide to Icelandic Folk Ta- les. Þetta er ekki fyrsta bók Jóns R. Hjálmarssonar um það sem fyrir augu ber við þjóðveginn. Hann hefur meðal annars skrifað bækurnar Skessur, skrímsli og furðuverur við þjóðveginn, Með þjóðskáldum við þjóðveginn, Íslendingasögur við þjóðveginn og fleiri. Þjóðsögur við þjóðveginn komin út í kilju Álfar, draugar og marbendlar Þjóðsögur við þjóðveginn Komin út í kilju á íslensku og ensku. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þessir íkonar eru frá nunnuklaustri í Egypta- landi og eru í koptískum stíl ólíkt flestum íkonum sem við eigum að venjast, sem eru yfirleitt í býsönskum stíl. menning Duo Harpverk heldur tónleika í Sólheimakirkju næstkom- andi laugardag, þann 12. júlí klukkan 12. Meðlimir þess eru Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarn- ink slagverksleikari. Á efnis- skránni verða ýmis ný íslensk verk, meðal annars eftir Daní- el Bjarnason, Báru Gríms- dóttur og fleiri. Katie og Frank kynntust í Sin- fóníuhljómsveit Íslands og hafa spilað saman sem dúett frá því á síðasta ári. Tónleik- arnir í Sólheimakirkju eru lið- ur í menningarveislu Sól- heima og er aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Duo Harpverk á Sólheimum Ferðaskrifstofa Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is 10.,17. og 24. júlí. Verðfrá: 49.900kr. Portúgal Netverð á mann í viku miðað við 2, 3 eða 4 í s túdíó, íbúð eða hótelh erbergi. Enginn barnaafsláttur. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur, flugvallaskat tar og íslensk fararstjórn. Sjóðheitt sólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Þú velur áfangastaðinn og brottfarardaginn. Viku fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú dvelur í sumarfríinu. Gildir fyrir júlí ein vika eða tvær. Menningarhátíðin Húnavaka verður haldin helgina 11. til 13. júlí næstkomandi á Blöndu- ósi. Í tilefni af henni verður sérstök hátíð- ardagskrá í Hafíssetrinu sunnudaginn 13. júlí. Klukkan 14 verða lesnar sögur af ísbjörnum fyrir börnin og klukkan 15 verður Þór Jakobsson veðurfræðingur með leiðsögn um setrið. Á Hafíssetrinu er fjallað um hafís á fjölbreytilegan og fræðandi hátt. Veðurathugunartæki Gríms Gíslasonar heitins eru á setrinu og eru framkvæmdar veðurathuganir á hverjum degi. Þetta er þriðja sumarið sem sýningin er opin en Hafíssetrið er opið alla daga í sumar milli klukkan 11 og 17. Hátíð í Hafíssetri

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.