24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 8
LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík 8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir „Þetta fór betur en við þorðum að vona. Við erum ánægðir með hvernig tiltókst,“ segir Jón S. Óla- son yfirlögregluþjónn á Akranesi. Lögreglan þar er ánægð með hvernig skemmtidagskrá Írskra daga fór fram. Tólf voru hand- teknir með fíkniefni og tveir voru staðnir að því að keyra bíl undir áhrifum áfengis. Að sögn Jóns var viðbúnaður lögreglu mikill og voru með staðráðnir í því að láta hlutina ganga vel fyrir sig. Síðustu ár hefur unglingadrykkja verið mikil á Írskum dögum og hefur stundum farið illa. Slagsmál verið algeng og talsvert um skemmdar- verk. Jón segir lögregluna hafa tekið á öllum málum sem komu upp af festu. „Það þýddi ekkert annað sem leiddi til þess að allt gekk vel,“ segir Jón. Aldurstakmark á tjaldstæði á Akranesi var takmarkað við 23 ára aldurinn. mh Tólf voru teknir með fíkniefni á Akranesi Ánægðir með hátíð Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og aðstoðar- forstjóri Time Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, tók við hlutverki stjórnarformanns Geysis Green Energy (GGE) á hluthafafundi í gær. Á fundinum tók Adam Wolfensohn, framkvæmdastjóri Wolfensohn & Comp- any, einnig sæti í stjórn GGE. Ólafur Jóhann og bandaríska fjárfestingarfélagið Wolfensohn & Company eru nýir hluthafar í GGE, en Ólafur Jóhann á 2,6% í félaginu en bandaríska fjárfest- ingarfélagið 3,9%. Félag þetta er m.a. í eigu James Wol- fensohn, fyrrverandi bankastjóra Alþjóðabankans og föður Adams Wolfensohn. Í tilkynningu frá GGE segir að með innkomu nýrra hluthafa eflist fjárhagur félagsins. „Á síðustu vikum hefur eigið fé Geysis verið aukið um rúma fimm millj- arða íslenskra króna, en þar af eru um tveir milljarðar frá Ólafi Jóhanni og Wolfensohn. Á hluthafafundinum kom fram að hlutafé félagsins hefur verið aukið um sem svarar til 55 milljónum bandaríkjadala, auk þess að við yfirtöku á dótturfélag- inu Exorku International í Þýskalandi, var minni- hlutaeigendum þar greitt með hlutabréfum í Geysi að andvirði um 1.200 milljónir króna. Í undirbúningi er enn frekari fjármögnum félagsins og sér fyrirtækjaráð- gjöf Glitnis um þann þátt,“ segir í tilkynningunni. hlynur@24stundir.is Ólafur Jóhann og Wolfensohn & Company nýir hluthafar í GGE Nýir stjórnarmenn í GGE Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Ég varð vör við mikið þekking- arleysi í samfélaginu varðandi hvað það þýðir að vera heyrnar- laus, en þekkingarleysi leiðir iðu- lega til fordóma,“ segir Sigurlaug Hauksdóttir félagsráðgjafi. Hún telur að þetta geti átt við um marga hópa sjúkra og fatlaðra og að fordómarnir verði ákveðið viðbótarálag í lífi þeirra. „Til að takast á við fordóma þarf hver og einn að reyna að setja sig í spor annarra einstaklinga,“ segir hún. Samfélag heyrnarlausra „Fólki hættir oft til að dæma aðra eftir því hversu góð tök þeir hafi á tungumálinu,“ segir Sigur- laug og bætir við að þetta geti haft áhrif á sjálfsmynd heyrnarlausra sem geta átt erfitt með að tileinka sér íslensku. „Þau skynja þessi viðhorf og geta óttast að vera talin heimsk eigi þau í erfiðleikum með að skilja talað mál eða að tjá sig eins og heyrandi fólk gerir. ,,Táknmál er móðurmál heyrn- arlausra og þar sem táknmálið er lítið notað hversdagslega í okkar samfélagi er gríðarlega mikilvægt að þeim standi til boða vel útbyggð túlkaþjónusta,“ segir Sigurlaug og bætir við að þannig sé hægt að bæta aðgengi heyrnarlausra veru- lega að þjónustu, menningu og menntun sem samfélagið býður öðrum þegnum sínum upp á. HIV-jákvæðir einstaklingar „Þeir sem greinast með HIV eiga það á hættu að geta þróað þunglyndi og framið sjálfsvíg,“ segir Sigurlaug og bætir við að oft sé mikilvægt að þeir fái ríkulegar upplýsingar og stuðning strax í upphafi. Hún nefnir að HIV-já- kvæðir mæti gjarnan skilningsleysi umhverfisins, sérstaklega þegar þeir mæti viðhorfum sem segja að ,,þeir geti nú bara sjálfum sér um kennt hvernig komið sé fyrir þeim. Þetta er viðbótarálag sem einstak- lingar þurfa oft að kljást við, á sama tíma og þeir reyna að aðlag- ast sjúkdómnum. Slíkt viðbótará- lag ætti að vera óþarft.“ segir hún. „Því sýnilegri sem HIV-jákvæðir eru því árangursríkari verður vinnan gegn fordómum,“ segir hún og bætir við að því miður sé eins og fordómarnir séu ein helsta ástæða einangrunar þeirra. „Í raun hafa flest okkar ef ekki öll tekið einhvern tímann áhættu í kynlífi sem er meginsmitleið HIV,“ segir hún og bætir við að fólki hætti oft á tíðum til að einfalda heiminn svo mikið fyrir sjálfu sér að það geti valdið öðrum miklum óþægindum. „Í dag er t.d. meg- inreglan sú að þeir stunda vinnu eða eru við nám og margir eru komnir í sambúð og eignast börn. Lífslíkur fólks á HIV-lyfjum hafa aukist mjög,“ segir hún og tekur fram að í umgengni við fólk með t.d. einhverja fötlun eða sjúkdóma sé mikilvægt að við gleymum okkur ekki bara við að hugsa um þessa ákveðnu þætti í lífi þeirra heldur tökum líka eftir öðru mikilvægu eins og hvers konar manneskju þau hafi að geyma. Þekkingarleysi og fordómar auka álag  Sigurlaug telur þekkingarleysi ríkja gagnvart HIV-jákvæðum og heyrnarlausum sem og ýmsum öðrum minnihlutahópum  Fordómar auka álag á sjúkdóma og fatlanir fólks Sigurlaug Telur að fordómar séu við- bótarálag í lífi fólks➤ Sigurlaug vann með heyrn-arlausum á árunum 1989- 1997. Hún vinnur nú með al- næmissmituðum og hefur gert frá árinu 1997. ➤ Sigurlaug telur að HIV-jákvæðir sjálfir, aðstand- endur, félög, hópavinna og fólk með sérfræðiþekkingu séu mikilvæg til að styrkja einstaklinga til að byggja upp jákvæða og sterka sjálfsmynd. FÉLAGSRÁÐGJÖF 24stundir/Árni Sæberg „Markmiðið er að auka aðgengi almennings að grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins,“ Steingrímur Ari Arason, formaður samninga- nefndar heilbrigðisráðherra, um rammasamning sem gerður hefur verið við Læknafélag Íslands um þjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva. Einkareknar heilsugæslustöðvar Samningurinn miðast við að þrír eða fleiri heimilislæknar vinni saman að rekstri heilsugæslu- og læknastöðva og verða gerðar sam- bærilegar kröfur til þeirra og eru í heilsugæslukerfi hins opinbera. „Það er gert ráð fyrir að rekstur einnar heilsugæslustöðvar verði boðinn út í haust,“ segir Stein- grímur Ari og bætir við: „. Reynsl- an af því verður síðan metin áður en lengra verður haldið.“ Stein- grímur Ari segir að ekki sé ljóst hvaða stöð það verður sem boðin verður út. Aukin sérhæfing Steingrímur Ari segir að hver heilsugæslustöð muni geta boðið upp á sérhæfða þjónustu samhliða grunnþjónustu. „Sérhæfð þjónusta hefur verið byggð upp miðlægt og hverri og einni stöð síðan uppálagt að sækja hana tþangað,“ segir hann. „Þarna er gert ráð fyrir að ákveðin sérhæfing muni eiga sér stað á hverri stöð og síðan yrði ákveðin samvinna á milli stöðva.“ Steingrímur segir að dæmi um sér- hæfða þjónustu sé skólaþjónusta, öldrunarþjónusta og þjónusta tengd ákveðnu sjúkdómum. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar. elias@24stundir.is Rammasamningur um þjónustu heimilislækna Breytingar í grunnþjónustu Á heimasíðu söngkonunnar Bjarkar kemur fram að hún hefur neyðst til að aflýsa næstu tónleikum sínum sem áttu að vera í Helsinki í Finn- landi. Ástæðan er sögð vera „læknisfræðileg vandræði" með rödd hennar. Tónleikagestir fá endurgreitt og þakkar Björk aðdáendum sínum skilning þeirra og stuðning. Í fréttatilkynningu kemur fram að ekki sé reiknað með að aðrir tónleikar falli niður. Tónleikarnir áttu að vera und- ir berum himni í Finlandia Park á fimmtudaginn. mbl Missti röddina Björk aflýsir í Finnlandi Þrír klerkar frá Póllandi veltu bíl skammt frá bænum Sveins- stöðum í Vatnsdal eftir há- degi gær en þeir sluppu lít- ið meiddir. Lögreglan á Blöndu- ósi og sjúkrabíll þaðan komu á staðinn og voru mennirnir fluttir til aðhlynningar á Blönduós. Eldur kviknaði í bílnum eftir að hann valt en hann var slökktur. mh Bílvelta í Vatnsdal Klerkar veltu bíl í Vatnsdal

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.