24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 40
24stundir Sumarfríið hefst í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Í verslunum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar færðu allt sem þú þarft fyrir ferðalagið: Sólarvörn, myndavél, strandtösku, sólgleraugu, stuttbuxur, i-Pod, tímarit og ekki má gleyma gjald- eyrinum. Njóttu þess að gera góð kaup í upphafi ferðarinnar og vertu klár á ströndina um leið og þú lendir á áfangastað. www.airport.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L E 40 91 7 06 .2 00 8 ? Ég var að gangi í Reykjavík í vikunniog gekk þá fram á frekar óskemmti-legan ruslahaug. Um 20 glös af kardi-mommudropum, tóm rauðsprittsflaska,nokkrar notaðar sprautur með nálumog alles. Og allt lá þetta bara á stéttinnivið hliðina á Apóteki.Fyrstu viðbrögð mín voru afneitun gagnvart því að svona lagað skyldi sjást á litla fullkomna Íslandi. En innst inni vissi ég betur. Auðvitað eru sprautufíkl- ar á Ísland – við viljum bara ekki vita af því og þannig er best að pæla ekkert í því. Baráttan gegn fíkniefnum á Íslandi snýst eingöngu um forvarnir og eflingu löggæslu. Og undanfarin ár hefur aukið magn fíkniefna verið gert upptækt og dómar yfir þeim sem flytja þau inn þyngst. Þetta sjá stjórnvöld sem sigra í baráttunni við fíkniefnavandann. En þetta er bara prump. Langt leidd- um sprautufíklum fjölgar um 100 á hverju ári þrátt fyrir þessa svokölluðu sigra. Það er kominn tími til að við- urkenna að sum vandamál verða ekki leyst og stundum er það eina skyn- samlega í stöðunni að lágmarka skað- ann eins mikið og mögulegt er. Langt leiddir sprautufíklar eru virki- lega veikt fólk sem gerir nánast hvað sem er fyrir næsta skammt með tilheyr- andi skaða fyrir þá sem í kringum þá eru. En það þarf ekki að vera svoleiðis. Sigur mun seint vinnast í þessu stríði og það þurfa yfirvöld að viðurkenna í stað þess að líta undan. Gefum þeim bara dópið. Reynum að lágmarka skaðann Ágúst Bogason vill lágmarka skaðann sem þegar er skeður YFIR STRIKIÐ Er til lausn á öllum vandamálum? 24 LÍFIÐ Plata Sigurðar Guðmundssonar, Oft spurði ég mömmu, þykir vel heppnuð og sérstaklega söluvæn. Siggi í Hjálmum fær fjórar stjörnur »32 Danski raftónlistarmaðurinn Trentemöller segir Reykjavík vera mikinn partíbæ og hlakkar til að koma. Trentemöller snýr aftur til Íslands »34 Þeir hafa kannski ekki oft fengið góða dóma hérlendis, en rokk- pressan í Bretlandi kann að meta Sign. Breska pressan elsk- ar nýja plötu Sign »34 ● Ekki að skjóta á Kerfélagið „Strandarkirkja er andleg nátt- úruperla og þang- að eru allir vel- komnir, án endurgjalds og rútur mega líka leggja á bílastæðið, segir séra Bald- ur Kristjánsson. „Ekkert kostar að koma í kirkjuna en margir nota tækifærið og heita á hana. Sumir nota tækifærið og pissa í ágætt kló- settjarðhýsi sem byggt var fyrir áheitafé, “ bloggar Baldur. Eig- endur Kersins gætu ef til vill efnt til áheita á Kerið úr því ferðaskrif- stofur neita gjaldtöku. ● Sveitaballið endurvakið? „Ég veit ekki hvort ég vil kalla þetta sveitaball því þetta eru báðar stór- borgir í okkar augum,“ segir Ágúst Bent úr XXX Rottweilerhundum er spilar á Selfossi og Akureyri ásamt Sprengjuhöllinni um næstu helgi. „Þeir sem halda að Rottweiler og Sprengjuhöllin séu ólíkar sveitir, þá vil ég benda á að þetta eru báðar sveitir með strákum með bjór og hljóðnema uppi á sviði. Djamm- arar á íslensku að tala um íslenskan raunveruleika. Við erum í raun ná- skyldir frændur.“ ● Skírði eftir Eiði „Fídel Smári heitir Fídel af því að það þýðir von en svo er seinna nafnið eftir Eiði Smára Guðjohnsen fót- boltamanni. Hann er auðvitað besti fótboltamaður Íslendinga og spil- aði með liðinu mínu, Chelsea,“ segir Paul Ramses Odour, flótta- maðurinn sem sendur var til Ítalíu í seinustu viku. Segist hann hafa kynnst mörgu góðu fólki í flótta- mannabúðunum í Róm, þar sem hann dvelst núna, en kvíða fyrir framtíðinni. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.