24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 27
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 9. júlí 2008
Á górillu-, ljóna- og fyrri
heimaslóðum foreldranna
» Meira í Morgunblaðinu
Ein á ferð í Afríku
Er hægt koma sér til að
brosa, jafnvel í kreppu?
» Meira í Morgunblaðinu
Brosað út í annað
Góður vilji gerir litla
stoð, heldur framkvæmdin
» Meira í Morgunblaðinu
Verndum hellana
Pakkaferðir innanlands
hafa hækkað um 37%
» Meira í Morgunblaðinu
Dýrt að ferðast
Verður kræklingarækt
að alvöruatvinnuvegi?
» Meira í Morgunblaðinu
Ljúffengt lostæti
Guli liturinn skapar visst hugar-
ástand. Hann er hamingjuríkur og
táknar hlýju og birtu en einnig
vitfirringu. Hann tekur okkur
stundum yfir ákveðin mörk sem
við reynum oft að troða okkur yf-
ir í spunanum. Við höfum viðað
að okkur alls kyns gulum hlutum
sem við notum mikið, og þá sér-
staklega gulu regnslárnar. Við vilj-
um nefnilega ekki vera alveg nakt-
ar á myndunum og í vídeóunum
þó svo að við séum alveg ber-
skjaldaðar.“
Styttur frekar en skúlptúrar
Á sýningunni verða nokkrar
ljósmyndir, eitt vídeóverk og
nokkrir skúlptúrar sem Þóra seg-
ist frekar vilja kalla styttur. „Við
erum eiginlega að hugsa um þá
sem
stofuprýði og velta fyrir okkur
hvernig spuni getur tengst þessari
hefðbundnu fagurfræði sem mað-
ur kemur auga á á hverjum degi,
til dæmis í verslunum. Þetta er
samt engin sérstök ádeila heldur
frekar tilraun til þess að tengja
saman tvo heima.“
Ekkert of fyndið
Léttleikinn er allsráðandi í list-
sköpun þeirra Sally og Mo að
sögn Þóru. „Okkur finnst ekkert
vera of fyndið eða of mikið grín
fyrir okkar smekk. Mikil léttúð og
einfaldleiki einkenna verk okkar
og stundum eru þau kannski dá-
lítið naíf sem er reyndar allt í lagi
líka. En þrátt fyrir það er eitthvað
annað að baki líka. Allir vita
hvernig tilfinning það er að sjá
eitthvað sjokkerandi og langa fyrst
til að hlæja, en svo gerir maður
sér strax grein fyrir því að málið
er í raun alvarlegt. Vonandi getur
fólk horft á verkin okkar og farið
að skella upp úr en sjá jafnframt
að það er eitthvað meira að baki
þeim. En það er í góðu lagi að
hlæja að okkur og það myndi
gleðja okkur mjög ef fólk gerði
það.“
Tvíeykið Sally og Mo opnar sýningu á laugardaginn
Fólk má endilega
hlæja að vild
Þær Þóra Gunnarsdóttir
og Elín Anna Þórisdóttir
mynda tvíeykið Sally og
Mo sem sýna í Gallerí
Auga fyrir auga frá og
með næsta laugardegi.
Trúðsnef, gulir regn-
stakkar og mikill léttleiki
verður áberandi á sýn-
ingunni.
Guli liturinn allsráð-
andi Þóra Gunnarsdóttir í
Sally og Mo tvíeykinu.
➤ Samstarf þeirra hófst í lista-hópnum Skúla í Túni sem
starfræktur var á vinnustofu
nokkurra listamanna á ár-
unum 2005 til 2007.
➤ Þær Þóra og Elín Anna hafatekið þátt í fjölda samsýninga
og haldið einkasýningar, Elín
Anna nú síðast í Anima Gall-
eríi í febrúar og Þóra í Gallerí
Cosmopolitan í Gautaborg í
fyrra.
SALLY OG MO
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Tvíeykið Sally og Mo opna sýn-
ingu í Gallerí Auga fyrir auga
næstkomandi laugardag klukkan
15. Sally og Mo eru hugarfóstur
myndlistarkvennanna Þóru Gunn-
arsdóttur og Elínar Önnu Þór-
isdóttur sem hafa verið vinkonur
frá árinu 2004. „En Sally og Mo
hafa þekkst í mörg hundruð ár og
skilja alltaf hvor aðra,“ segir Þóra.
„Við viljum ekki kalla þær alte-
regó enda er það gildishlaðið orð.
Egó er eitthvað svo sérhlífið hug-
tak en Sally og Mo eru ekki svo-
leiðis. Frekar myndi ég segja að
þær væru hugarástand. Og þegar
við vinnum saman notumst við
mikið við gula litinn og trúðanef.
Á næstu dögum mun Einar Jó-
hannesson, klarínettuleikari og
einn þekktasti einleikari Íslands,
koma fram á tvennum hádegistón-
leikum ásamt Douglas A. Brothcie,
organista Háteigskirkju.
Á fyrri tónleikunum, í Dóm-
kirkjunni, fimmtudaginn 10. júlí
kl. 12:15, munu þeir félagar leika
fjórar Kirkjusónötur eftir Mozart,
útsettar fyrir klarínett og orgel af
Yonu Ettlinger. Þá leika þeir Ex-
ultavit Maria sem Jónas Tómasson
hefur samið fyrir þá en í lokin leik-
ur Douglas einnig tvo kafla úr org-
elverki Jónasar, Dýrð Krists.
Laugardaginn 12. júlí koma Ein-
ar og Douglas aftur saman á hádeg-
istónleikum í Hallgrímskirkju sem
hefjast kl 12 og eru liður í nor-
rænni orgelhátíð á vegum Alþjóð-
legs orgelsumars. Þar flytja þeir
fyrst Concertino eftir ítalska bar-
okktónskáldið Guiseppe Tartini í
útsetningu Gordons Jacobs en svo
Music when soft voices die sem
samið var af John Speight sérstak-
lega fyrir Einar og Douglas. Tón-
leikunum lýkur svo með Hugleið-
ingu um ummyndun Krists á
fjallinu eftir Hafliða Hallgrímsson
sem Douglas leikur á Klais-orgelið.
Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Douglas Brotchie orgelleikari
Koma fram á tvennum tónleikum