24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 24
- kemur þér við 24 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Tókýó er ein magnaðasta stórborg heimsins og þar er ótal margt að sjá. Höfuðborgarsvæði Tókýó er það stærsta í heimi en rúmlega 33 milljónir manna eiga heima þar og af þeim eiga 12 milljónir heima í sjálfri borginni og mannmergðin er þó miklu meiri þar sem mikill fjöldi ferðast til borgarinnar vegna vinnu og ferðalaga. Tókýó er borg þar sem mögnuð sjónáreiti fylla öll skynfæri. Borg- in hefur enda þurft að endurnýja sig algerlega tvisvar sinnum á tuttugustu öldinni. Fyrst í jarð- skjálfta sem jafnaði borgina nán- ast við jörðu og síðar varð borgin fyrir miklum skaða í sprengju- árásum seinni heimsstyrjaldar ár- ið 1945, sennilega þeim mesta sem borg hefur orðið fyrir. Með eyðilegginguna og endurnýjun borgarinnar í huga er því flestum ógleymanleg upplifun að koma til borgarinnar. Einn síns liðs Ómar fór til Tókýó einn síns Litið í myndaalbúm Ómars Haukssonar Gjörsamlega dýrka Japan „Ég fór til Tókýó sumarið 2006 og eyddi þar mán- uði við að gera ekki neitt,“ segir Ómar Hauks- son sem leyfir okkur að gægjast í myndaalbúm sitt. 3.Flauelsklefinn 2.Ultraman! 1.Ronald McDonald 4.Keðjuglæpon liðs og segir það fyrirkomulag hafi hentað sér vel. „Ég á nokkra vini í Tókýó og skemmti ég mér með þeim Einnig kynntist ég fullt af fólki sem var á hostelinu sem ég gisti í.“ Ómar hefur farið tvisvar áður til Japans og þá í þeim tilgangi að spila með hljómsveitinni Quar- ashi. „Ég sá ekki mikið af borginni vegna þess að ég var alltaf á ferðinni. Ég gjörsamlega dýrka Japan og ég vona að ég komist þangað sem fyrst aftur.“ Myndaalbúm Ómars: Mynd 1: Konum í Japan finnst ég ógeðslegur.Mynd 2: Í Ultram- an-pósu með hóp af skólastúlk- um. Fyrir aftan er félagi minn, Martin Paris frá Nýja-Sjálandi. Hann er svo mikið hippster hot boy að þær voru æstar í að sitja á mynd með honum. Mynd 3: Ótrúlegasti bar sem ég hef farið á. Örugglega ekki meira en 10 fm en á tveimur hæðum. Gjörsamlega þakinn rauðu flaueli, barokkveggskrauti og marglita kristalsljósakrónum. Nafnið á honum var svo Chandelier bar: Piano lounge. Það var ekkert pláss fyrir píanó. Ég sit við hinn endan á barnum þegar ég tók þessa mynd með engum aðdrætti. Mynd 4: Skilti sem varar fólk við að kaupa miða á svartamark- aði. Dýrka að gaurinn sé með pimpkeðju um hálsinn. Það er sennilega alþjóðlega táknið fyrir miðahöstlera. Eflaust dreymir marga sem fara í minni fjallgöngur og dagsferðir að fara í alvörubakpokaferð. Íslenskir fjallaleiðsögumenn bjóða upp á nokkrar slíkar í sumar og þann 12.- 16. júlí verður gengið sunnan Vatnajökuls. „Þetta er krefjandi gönguferð í ævintýralegu landslagi,“ segir Elín Sigurðardóttir framkvæmdastjóri. „Hún er krefjandi að því leyti að í göngunni er farið yfir ár og bornar vistir fyrir þá daga sem gengið er. En annars er gönguhraða stillt í hóf, ekki er mikil hækkun á þessari gönguleið og því er hægt að njóta náttúrunnar. Gönguleiðin er frá Laka í Núpsstaðarskóg og ég held að fáar gönguleiðir bjóði upp á jafnstórbrotið landslag,“ bætir hún við. Elín segir að byrjað sé hægt og gengið styttri vegalengdir fyrstu dagana. Við förum yfir eitt af stærri jökulvötnum landsins, Hverf- isfljótið og göngum sunnan jökuls- ins og upp að svonefndum Hágöng- um, þá er gengið úr stórbrotnu og hrikalegu landslagi jökulsins niður hlýlegt umhverfi Núpsstaðarskóga. Aðspurð um hvað fólk megi ekki gleyma að taka með segir hún vað- skóna vera nauðsynlega, auk hlýrra nærfata og þægilegs bakpoka. „Í þessari göngu þarf líka húfur og vettlinga auk hefðbundins göngu- fatnaðar, bætir hún við. dista@24stundir.is Langar þig í bakpokaferð? Ósnert fegurð og ævintýralegt landslag Magnað gönguland sem fáir hafa heimsótt enda er það fjarri öllum skarkala mannanna og vegum. Núpsá Í göngunni gefst tækifæri á að njóta ein- stakrar náttúru. Í Beinadal Ægifagurt landslag. Gengið sunnan Vatnajökuls

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.