24 stundir - 09.07.2008, Blaðsíða 32
hann. Til að svo flókið reikn-
ingsdæmi gangi upp þarf auðvit-
að vel valið lið úr tónlist-
arbransnum og eru meðlimir
Memfismafíunnar engir nýgræð-
ingar þegar það kemur að hljóð-
færaleik.
Allt er því til fyrirmyndar á
þessari plötu og er nánast hægt
að fullyrða að hún á eftir að selj-
ast eins og heitar lummur næst-
komandi jól og jólin þar á eftir
líka.
Eftir Björn Stefánsson
bjornstef@24stundir.is
Á fjórða áratug síðustu aldar var
ekki auðvelt fyrir íslenskt tónlist-
arfólk að komast í hljóðver. Það
þótti heldur dýrt og lítið fram-
boð var á góðri upptökuaðstöðu
hér á landi. Hægt er að segja að
þessi tími hafi verið mikill um-
brotatími fyrir stórsöngvarann
Hauk Morthens sem valdi oftast
þann kost að fljúga til Danmerk-
ur til að hljóðrita tónlist sína.
Með nútímatækni er hægt að
hljóðrita plötu nánast hvar sem
er og jafnvel gefa hana út sam-
dægurs á netinu. Þegar Sigurður
Guðmundsson og Memfismafían
voru við upptökur var allri staf-
rænni upptökutækni ýtt til hlið-
ar. Einblínt var á að skapa upp-
tökuandrúmsloft líkt því sem
skapaðist í hljóðverum fyrir um
hálfri öld síðan.
Við upptökurnar mættu allir
gallvaskir til vinnu klæddir í sitt
finasta púss og voru t.d. upp-
tökustjórarnir klæddir í hvíta
sloppa. Við þetta skapast mikil
virðing gagnvart tónlistinni sem
greinist vel er hlýtt er á gripinn.
Á plötunni er að finna alls
kyns frægar dægurlagaperlur,
bæði íslenskar og erlendar, og
því gott að skella gripnum í við
öll tækifæri.
Það sem þarf að hafa í huga
þegar hlustað er á Oft spurði ég
mömmu er að lögin eru hljóð-
rituð í einni töku. Einn míkró-
fónn var staðsettur í miðjum
upptökusalnum og sveitinni síð-
an raðað vandlega í kringum
24stundir/Halldór
Siggi Guðmunds Siggi í Hjálmum hlóð utan um sig mafíu íslenskra tónlistarmanna og
hljóðritaði á gamla mátann, allt spilað beint inn í einn míkrafón.
Siggi í Hjálmum fer slóðir Hauks Morthens
Sigurður
Guðmundsson
og Memfismafían
Oft spurði ég mömmu
„Allt til fyrirmyndar”
32 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 2008 24stundir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Viðburðafirmað Live Nation hef-
ur gert samning við kanadísku
hljómsveitina Nickelback um að
gefa út næstu þrjár plötur sveit-
arinnar og standa að þremur tón-
leikaferðum þeirra.
Samningurinn er talinn gefa
hljómsveitinni rúmlega 50 millj-
ónir Bandaríkjadala í aðra hönd-
ina, en sveitin hefur selt um 26
milljónir eintaka af plötum sín-
um og hafa lögin Rock Star og
Photograph notið sérstakra vin-
sælda.
Fyrir hjá Live Nation eru stór
nöfn: Madonna, Jay-Z, U2 og
Shakira, en Live Nation er þegar
orðið eitt stærsta viðburðarfyr-
irtæki heims, stofnað árið 2005.
Firmað teygir anga sína víða og á
til dæmis hlut í Glastonbury há-
tíðinni í Englandi.
Nickelback til Live Nation
Grínistinn Sacha Baron Cohen, í
gervi austuríska hommans
Bruno, lagði sitt af mörkum til að
stilla til friðar í Miðaust-
urlöndum á dögunum. Cohen
náði að bóka fyrrverandi ísr-
aelskan njósnara og fræðimann
frá Palestínu í viðtal þar sem um-
ræðuefnið var átökin á milli
þjóðanna. Eftir flóð af heimsku-
legum spurningum áttuðu við-
mælendurnir sig loksins á því að
eitthvað væri bogið við viðtalið
þegar Bruno fékk þá til að haldast
í hendur og syngja saman um
stríðsátökin. vij
Samkynhneigði
sáttasemjarinn
Fyrrum aðalsöngvari hljómsveit-
arinnar Village People, hvers
frægðarsól reis hæst á áttunda ára-
tugnum, er óðum að ná sér eftir
aðgerð á raddböndum.
Victor Willis, sem er 57 ára,
neyddist til að fresta nokkrum
tónleikum, en hann sneri aftur á
svið í fyrra, eftir 27 ára hlé, með
Victor Willis Dance Tour tónleika-
ferðina. Hann hefur aðeins nýlega
viljað taka gömlu slagarana
YMCA og Macho Man á tón-
leikum, sem hann samdi textana
að. Geta því gagnkynhneigðir, sem
samkynhneigðir, já og tvíkyn-
hneigðir, tekið gleði sína á ný.
Victor úr Village
People batnað
Ólympíuleikarnir í Peking verða
notaðir sem risastórt fjölmiðla-
rannsóknarverkefni fyrir NBC-
sjónvarpsstöðina, sem á sýning-
arréttinn af leikunum, sem byrja
þann 8. ágúst.
NBC mun sýna um 3600
klukkutíma af leikunum í sjón-
varpi, en um 2200 klukkutímar
verða gerðir aðgengilegir gsm-
símum og lófatölvum, þar sem fólk
getur niðurhalað efninu.
„Þetta er einsog að fá aðgang að
billjón dollara rannsóknarsetri.
Þarna fáum við aðgang að fjöl-
mörgum notendum tækninnar á
einu bretti og getum rannskað
hegðun þeirra, sem nýtist bæði
auglýsendum, hugbúnaðarfyrir-
tækjum, og fjölmiðlum,“ segir Al-
an Wurtzel, sérfræðingur hjá NBC.
Dreift verður þúsundum sér-
stakra gsm-síma til áhorfenda leik-
anna og mæld notkun þeirra á hin-
um ýmsu þjónustum.
Sjö milljónir miða hafa þegar
verið seldir á leikana sem verða
þeir stærstu hingað til.
„Aldrei fyrr hefur gefist slíkt
tækifæri fyrir fjölmiðil að prófa
þjónustu sína með beinum hætti á
kúnnanum. Þessi tækni er ný af
nálinni og nú gefst okkur tækifæri
á að þróa hana enn frekar. Við
stefnum á að ná sama árangri á
einum mánuði og tekur venjulega
um eitt ár að þróa.“
Ólympíutilraunastarfsemi
MYNADSÖGUR
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
ÉG GET ÞETTA EKKI LENGUR! SMYGLAÐU
MÉR HÉÐAN ÚT Í SKJALASKÁP!
„VILJIÐ ÞIÐ EKKI VERA ÖRLÍTIÐ
SJÁLFSTÆÐARI?“
Bizzaró
Þetta er
miklu
skemmti-
legra
en að
mála
útvarp
ÚTSALA
ÁSTAR-
HREIÐUR
SKIPULAGÐIR GLÆPAFORINGJAR
Málaðu
afruglara
næst
FÓLK
24@24stundir.is a
Við upptökurnar mættu allir
gallvaskir til vinnu klæddir í sitt
finasta púss og voru t.d. upptöku-
stjórarnir klæddir í hvíta sloppa. poppmenning