24 stundir - 27.08.2008, Side 2

24 stundir - 27.08.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 27 Amsterdam 18 Alicante 28 Barcelona 27 Berlín 23 Las Palmas 25 Dublin 18 Frankfurt 21 Glasgow 15 Brussel 19 Hamborg 19 Helsinki 16 Kaupmannahöfn 19 London 19 Madrid 31 Mílanó 24 Montreal 13 Lúxemborg 20 New York 18 Nuuk 5 Orlando 24 Osló 16 Genf 23 París 21 Mallorca 29 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 14 Suðvestan og sunnan 5-10 metrar á sekúndu og skúrir, einkum sunnanlands, en rigning með köflum norðvestantil. Hiti verður 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐRIÐ Í DAG 11 11 15 11 13 Allt að 16 stiga hiti Þá er spáð austan og suðaustan 3-8 m/s og dálítilli rigningu vestantil. Hvessir síðdegis með rigningu sunnantil. Hiti verður 8 til 13 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 12 13 11 14 12 Haustar heldur Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Makaskipti á fasteignum eru orðin algengari en áður vegna þrenginga á fasteignamarkaðnum nú, að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, fast- eignasala hjá fasteignasölunni Gimli. „Ef fólk setur einbýlishús á sölu spyrjum við strax hvort það ætli sér að byggja eða fara í minna. Ef það ætlar að minnka við sig bendum við fólki hikstalaust á að óska eftir skiptum.“ Í fasteignaauglýsingu nú um helgina kveðst seljandinn ekki bara reiðubúinn að taka ódýrari eign í skiptum, heldur býðst hann einnig til að lána hluta kaupverðsins. Fasteignasalinn kveðst hafa átt hugmyndina en það sé þó ekki algengt að slíkt sé í boði. ,,Við höfum stungið þessu að seljendum því að við finnum að kaupendur eru ekki tilbúnir til þess að fara í banka til að taka lán. Ungt fólk virðist ekki vera með þann pening sem þarf til að greiða á milli kaupverðsins og 80% láns- fjárhæðar. Fólk þarf að sækja 20% út á mark- aðinn og það er dýrt. Við höfum heyrt að skammtímalán banka séu með allt að 21% vöxt- um en það fer auðvitað eftir viðskiptavinum og lánamöguleikum,“ segir Sveinbjörn. Seljandinn sem býðst til þess að lána hluta kaupverðsins er búinn að byggja annað hús. „Ætlunin er að eyða óvissu og leysa lausafjár- kreppu geti fólk ekki fengið lán í banka. Það yrði um tímabundið lán að ræða, kannski til tveggja eða þriggja ára þar til aðstæður breytast.“ Sveinbjörn bendir á að nú sé erfiðara að fá gott verð fyrir eignir sínar, heldur en þegar bankarnir fóru að lána 90% af verði fasteigna. „Þá voru fasteignir nánast greiddar út. En um leið og forsendur bresta verður fólk að lækka verðið til þess að geta selt. Fólk fær ekki uppsett verð lengur.“ Seljendur fasteigna bregðast við þrengingum á markaðnum Leggja til makaskipti og bjóða lán „Ég á vart orð til þess að lýsa þakk- læti mínu og gleði yfir því að fjöl- skyldan sé nú sameinuð á þriggja mánaða afmæli sonar okkar, Fídels Smára. Ég er mjög þakklátur öllum þeim hér á Íslandi sem hafa stutt mig,“ segir Paul Ramses sem kom til Íslands í gærmorgun eftir eins og hálfs mánaðar dvöl á Ítalíu. Paul segir að dvöl sinni á Ítalíu hafi verið erfið og hafi reynt mög á sig. „Ég dvaldi á gistiheimili með fólki frá Mið-Austurlöndum sem telur fólk frá Afríku ekki vera mann- verur,“ segir Paul. Hann segir einnig að sú framkoma og meðferð sem hann upplifði hafi farið langt með að svipta hann öllu sjálfstrausti. „Mér fannst ekki komið fram við mig eins og mannveru.“ Paul segir að með ákvörðun sinni um að taka mál sitt aftur upp auk þess að leyfa honum að komast aftur til Íslands og hitta fjölskyldu sína hafi dóms- málaráðherra sýnt að íslenska dómskerfið sé mannvænt. ejg Sameinuð á afmæli Fídels Formaður menntamálanefndar Alþingis telur að nú eigi að einka- væða ríkisfyrirtæki. Sigurður Kári Kristjánsson bendir á að ekkert hafi verið einkavætt í tíð núverandi ríkisstjórnar og hvetur m.a. til einkavæðingar RÚV. Staða RÚV á auglýsingamarkaði verður endurskoðuð. bee Nú er lag að einkavæða „Mér finnst það ekki góð tillaga að láta reyna á þetta. Ég hef fullan skilning á sjónarmiðum foreldr- anna sem vita að eitt slys eru einu slysi of mikið,“ segir Rósa Guð- bjartsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Foreldrar barna í Hvaleyrarskóla og stjórnendur skólans hafa gert athugasemdir við deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að opnað verði fyrir umferð af Reykjanesbraut fram hjá skólanum. Foreldraráð skólans hafnar tillögu bæjarstjóra um að láta „reyna á þetta“ en fagnar tillögu hans um samstarfs- hóp til þess að vinna að sátt. ibs Vita að eitt slys er einu of mikið Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Fjölskylduhjálpin skuldar Reykja- víkurborg 2,5 milljónir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, talsmaður líknar- félagsins, lætur illa af samskiptum við borgina í fimm ára sögu félags- ins. Hún gaf það út í viðtali við DV að Fjölskylduhjálpinni yrði lokað. Borgin vill leysa málið. Þurfum fastan styrk „Við þurfum 88 þúsund krónur á mánuði í styrk frá borginni,“ seg- ir Ásgerður Jóna. „Við erum 20 konur sem getum fætt 14 hundruð fjölskyldur, ef við fáum frið og stuðning. Ég hef hins vegar á til- finningunni að okkar samtök þyki ekki nógu fín miðað við aðrar líkn- arstofnanir,“ segir Ásgerður Jóna. Samtökin hafi leitað eftir stuðningi þrisvar en aldrei fengið. „Við fáum ekki einu sinni að hitta fulltrúana. Ég beið í ár eftir viðtali við Björk Vilhelmsdóttur og fékk aldrei. Ég beið í mánuð eftir viðtali við Jór- unni Frímannsdóttur, sem þá vís- aði mér á embættismann og vill ekki hitta mig. Ég tel að kjörnir fulltrúar í Reykjavík líti niður á fátækt fólk í borginni og okkur sem erum hrein sjálfboðaliðasamtök með engan á launum,“ segir Ásgerður. Mæðra- styrksnefnd útdeilir líka mat, en Ásgerður segir markhópana ólíka. „Við sáum brýna þörf meðal ein- stæðra, heimilislausra karla og fólks úr nágrannasveitarfélögun- um. 1400 fjölskyldur eru á skrá og það er þversögn í því að við fá beiðnir fá velferðarsviði Reykjavík- ur á sama tíma og okkur er synjað um styrk. Í fyrra fengum við 1,5 milljónir af fjárlögum. Við eigum fyrir skuldum við borgina og mun- um standa í skilum,“ segir Ásgerð- ur Jóna. Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur velferðarráðs, segir vilja til að leysa málið í samvinnu við Fjöl- skylduhjálpina og kannast ekki við að hafa látið ógert að svara Ásgerði. Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri vel- ferðarsviðs, tekur undir. „Ég hef boðað Ásgerði á fund í vikunni. Fjölskylduhjálpin hefur verið að gera góða hluti eins og mörg önnur líknarsamtök.“ Sýnt tómlæti allt frá fyrstu tíð  Talsmaður Fjölskylduhjálpar segir kjörna fulltrúa í Reykjavík líta niður á fátækt fólk  Velferðarsvið vill vinna með samtökunum Ásgerður Jóna Flosadóttir með þátt á Útvarpi Sögu. ➤ Fjölskylduhjálpin í Reykjavíkvar stofnuð fyrir fimm árum. ➤ Þetta gerðist eftir að kast-aðist í kekki innan Mæðra- styrksnefndar og hópur kvenna klauf sig út. HJÁLPIN ER FIMM ÁRA STUTT ● Ókeypis bílastæði Frítt verð- ur í bílastæðahús Reykjavíkur frá 17 til 21 í dag þegar íslenska landsliðinu í handbolta verður fagnað. Bílastæðahúsin eru Vitatorg við Lindagötu, Trað- arkot við Hverfisgötu, bílakjall- arinn Ráðhúsi Reykjavíkur, Kolaportið undir Seðlabank- anum, Stjörnuport við Lauga- veg og við Vesturgötu 7. ● Íslendingum fjölgar Íbúar landsins voru 319.355 fyrsta júlí samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Það þýðir að Íslendingum hefur fjölgað um1,9% eða 5.975 frá 1. janúar þegar þeir voru 313.376. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Kýr snúa sjálfkrafa í norður þegar þær eru á beit í haga vegna innbyggðs áttavita sem lætur þær snúa samkvæmt lög- málum segulsviðs jarðar. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra vísindamanna við Duis- burg-háskóla. Segir þar að kýrnar hafi gott áttaskyn og snúi flestar í norður. Vís- indamenn fylgdust með hegð- un kúa víðs vegar um heiminn við gerð rannsóknarinnar. aí Innbyggður áttaviti kúa Snúa í norður SKONDIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 42 04 0 04 .2 00 8

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.