24 stundir - 27.08.2008, Qupperneq 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir
Eftir Ásu Baldursdóttur
asab@24stundir.is
Thorvaldsensfélagið færði rannsóknarteymi á
Barnaspítala Hringsins 2,5 milljónir að við-
stöddum heilbrigðisráðherra í gær til þess að
gera nýtt meðferðarefni fyrir of feit börn og
fjölskyldur þeirra.
„Síðastliðin þrjú ár höfum við verið að
prófa efni sem við fengum frá Bandaríkj-
unum, sem er ætlað of feitum börnum og
fjölskyldum þeirra en meðferðin byggist á at-
ferlismeðferð,“ segir Ragnar Bjarnason, sér-
fræðingur í innkirtla- og efnaskiptsjúkdóm-
um barna og unglinga.
„Við munum laga kerfið að íslenskum að-
stæðum, sérstaklega af því að við hugsum
hlutina öðruvísi en Bandaríkjamenn,“ segir
Ragnar og bætir við að boðið verði upp á
prógrammið sem meðferðarúrræði í kjölfarið.
„Við reiknum með að gera meðferðarúr-
ræðið klárt í haust og að það verði staðprófað
á börnum í vor,“ segir Ragnar og tekur fram
að langir biðlistar fjölskyldna sem vilja taka
þátt í meðferðinni hafi myndast.
Breytingar á meðferðarprógramminu
„Við munum aðallega breyta næringar- og
sálfræðiþáttum prógrammsins,“ segir Ragnar
og bætir við að næringarfræðingur muni ráð-
leggja teyminu varðandi breytingarnar.
„Umbunarkerfið er mjög flókið í banda-
ríska kerfinu, okkur fannst mjög erfitt að
reikna út hvort umbun væri verðskulduð eða
ekki,“ segir Ragnar.
Rannsóknarteymið stefnir að því að gera
prógrammið skilvirkara með því að barnið
viti hvenær það eigi á von á umbun.
„Við leggjum áherslu á jákvæða umbun því
við teljum refsingar og neikvæðni skila sára-
litlum árangri,“ segir Ragnar og bætir við að
með styrkveitingunni verði meðferðarformið
loks að veruleika.
Teymi Barnaspítala Hringsins lagar amerískt meðferðarprógramm að íslenskum aðstæðum
Styrkveiting Fulltrúar Thorvald-
sensfélagsins afhenda 2,5 milljónir.
Nýtt meðferðarform fyrir of feit börn
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Með fimm nálum í hvort eyra,
sem sitja í 30 til 45 mínútur, á að
vera hægt að draga úr löngun í
áfengi og fíkniefni. Fráhvarfsein-
kenni eru einnig sögð minnka auk
þess sem líklegra er að þeir sem
gangast undir þessa nálastungu-
meðferð, sem kölluð er NADA-
meðferðin, taki frekar þátt í lang-
tímameðferð.
Þetta segir Ríkarður Jósafatsson
sem lærði austurlenskar lækningar
í Bandaríkjunum og stundaði þær
þar um 10 ára skeið.
Á fjölda sjúkrahúsa erlendis
Nálastungumeðferðinni gegn
neyslu vímuefna er beitt á fjölda
sjúkrahúsa og annarra stofnana í
Bandaríkjunum og Evrópu, þar á
meðal á Norðurlöndum.
„Þessari meðferð hefur ekki ver-
ið beitt nægilega mikið hér. Sjálfur
vann ég við þetta á sjúkrahúsi í
Albuquerque í Nýju-Mexíkó í
Bandaríkjunum og greiddu yfir-
völd fyrir meðferðina. Fólk talaði
um árangur strax eftir nokkur
skipti. Því leið betur og það virtist
geta haldið sér lengur frá neysl-
unni. Þess voru einnig dæmi að
fólk hætti henni alveg,“ segir Rík-
arður sem starfað hefur á Íslandi
frá 2003.
Hann getur þess að dómstólar í
Albuquerque hafi boðið þeim sem
teknir voru fyrir fyrsta brot gegn
áfengis- eða fíkniefnalögum að
velja á milli þess að fara í nálast-
ungumeðferð daglega í þrjá mán-
uði eða fara í fangelsi. Það sé einnig
gert víðar í Bandaríkjunum.
Ásamt öðrum nálastungulækni
og áfengisráðgjöfum undirbýr Rík-
arður nú NADA-meðferð á stofu
sinni í Heilsuverndarstöðinni.
„Þetta er á byrjunarstigi en ég
myndi frekar vilja fara inn á sjúkra-
hús og meðferðarstofnanir. Að-
gengi sjúklinga að meðferðinni
yrði þá þægilegri auk þess sem þá
fengju þeir meðferðina fría.“
Jákvæðir á Vogi
Meðferðinni var beitt um skeið á
Vogi fyrir þremur til fjórum árum,
að sögn Þórarins Tyrfingssonar yf-
irlæknis. „Ég var afskaplega já-
kvæður gagnvart þessu og vildi
prófa þetta gagnvart sjúklingum
sem voru hér í fráhvörfum og leið
mjög illa. Við prófuðum þetta um
tíma og fengum fólk erlendis frá til
að fara yfir þetta. Okkar fólk lærði
hjá lækni hér sem hafði lært þetta.
En þegar á heildina var litið var
ekki grundvöllur til að halda
áfram. Það er viðamikið að halda
þessu úti og þetta hefur lagst af.
Það kann vel að vera að við tökum
þetta upp á ný,“ segir Þórarinn.
Hann bætir því hins vegar við að
þótt ekkert vísindalegt styðji árang-
urinn sé ekki þar með sagt að með-
ferðin virki ekki. „Þetta hefur verið
mikið til umræðu því að þarna
mætist vestræn læknisfræði og hin
austræna.“
Nálastungur draga
úr löngun í vímuefni
Nálastungulæknar og áfengisráðgjafar undirbúa meðferðina hér á landi Nálastung-
um beitt á Vogi fyrir nokkrum árum Val á milli nálastungna og fangelsis erlendis
Nálastungulæknirinn
Ríkarður Jósafatsson
læknar með nálum.➤
Einstaklingar sem eru fag-
menntaðir í austurlenskum
lækningum eru um 10 á Ís-
landi.
➤ Þótt þeir hafi stundað námsitt í háskóla og fengið til
þess námslán fá þeir ekki
starf sitt lögverndað, að sögn
Ríkarðs.
NÁLASTUNGULÆKNAR
Heilbrigðisnefnd Alþingis er
nú í Stokkhólmi í Svíþjóð
ásamt fulltrúum ráðgjafarfyr-
irtækisins In Development.
Tilgangur ferðarinnar er að
kynna sér hið svokallaða
„Stokkhólmsmódel“ sem
meðal annars er tekið mið af
við breytingar á frumvarpi
heilbrigðisráðherra um
Sjúkratryggingastofnun, verði
það samþykkt.
Heilbrigðisráðherra lagði
fram frumvarp um Sjúkra-
tryggingastofnun á síðasta
þingi en afgreiðslu þess var
frestað. Málið verður tekið
fyrir á haustþingi sem hefst 2.
september. Frumvarpið felur í
sér stofnun Sjúkratrygg-
ingastofnunar sem mun sjá
um kaup ríkisins á heilbrigð-
isþjónustu. ejg
Heilbrigðisnefnd
Heimsækja
Stokkhólm
Ólympíufararnir í íslenska karla-
landsliðinu í handbolta koma heim
í dag og hefur verið ákveðið að
halda hátíð fyrir handboltlandsliðið
sem mun aka í opnum vagni frá
Skólavörðuholti, niður Skólavörðu-
stíg og Bankastræti að Arnarhóli.
Athöfnin hefst klukkan 18:00. Á
Arnarhóli verður haldinn fagn-
aðarfundur og er íslenska þjóðin
hvött til að fjölmenna og hylla
íþróttafólk sitt.
Er fólk hvatt til að mæta tím-
anlega og nota almennings-
samgöngur eða leggja bílum sínum
fjarri og ganga á staðinn. Rík-
isstjórnin ákvað á fundi sínum í gær
að styrkja Handknattleikssamband
Íslands um 50 milljónir króna. Er
það gert að tillögu mennta-
málaráðherra. Eins og kunnugt er
hreppti íslenska karlalandsliðið í
handbolta silfurverðlaun á leik-
unum og er styrkurinn veittur
vegna þess einstæða afreks. fr
Hylla hand-
boltahetjur
HSÍ fær 50 milljónir
frá ríkisstjórninni
STUTT
● Fyrstu fjárréttir haustsins
Réttir hefjast næsta sunnudag
í Hlíðarrétt í Mývatnssveit. Það
verða fyrstu fjárréttir haustsins
er Mývetningar rétta í Bald-
ursheimsrétt og Hlíðarrétt.
Fyrstu stóðréttirnar verða síðan
í Skagafirðinum 13. september
í Skarðarétt í Gönguskörðum
og Staðarrétt.
● Handknattleiksdeild
Áhugamenn í Reykjanesbæ
stofnuðu handknattleiksdeild,
vegna stóraukins áhuga eftir
árangur íslenska liðsins í Pek-
ing. Um 50 mættu á stofn-
fundinn og kom það forsvars-
mönnum í opna skjöldu.
● Björn í Berlín Björn Bjarna-
son dómsmálaráðherra ræddi
um Schengen-samstarfið við
við innanríkisráðherra Þýska-
lands í gær.
Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau
verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda.
Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is
Neytendasamtökin könnuðu verð á 465 g pakka af Co-
coa Puffs. Lægsta verðið var í Bónus og það hæsta í
Olís og er verðmunur 82,9%. Athugið að könnunin er
ekki tæmandi.
Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum.
Cocoa Puffs lægst í Bónus
Ásta
Bjarnadóttir
NEYTENDAVAKTIN
Cocoa Puffs, 465 g
Verslun Verð Verðmunur
Bónus 287
Spar Bæjarlind 338 17,8%
N1 485 69%
Select 485 69%
11-11 495 72,5%
Olís 525 82,9%
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Stærðir 42-56
Nýjar
haustvörur
frá