24 stundir - 27.08.2008, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 2008 24stundir
25% AFSLÁTTUR
SUMARTILBOÐ
®
- Lifið heil
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Vilji er til þess innan þingflokks Framsóknarflokksins, samkvæmt Bjarna
Harðarsyni þingmanni flokksins, að opinber rannsókn fari fram á starfsemi
fjármálafyrirtækja og félaga hér á landi. Í viðtali við fréttavefinn Vísi.is 25. júlí
sagði Bjarni: „Ég tala fyrir því að þetta [starfsemi fjármálafyrirtækja og félaga,
innsk. blm.] verði rannsakað og öllum steinum lyft í þessum efnum því það
er brýnt að engum verði hlíft. Í þessum umskiptum er margt eðlilegt en þarna
hafa einnig átt sér stað hlutir sem ég hef efasemdir um að standist bæði út frá
viðskiptasiðferði og jafnvel út frá lögum.“
Ef af þessari hugmynd Bjarna verður er ekki útilokað að óþægileg staða
geti komið upp innan Framsóknarflokksins. Tengsl flokksins við Gift fjárfest-
ingarfélag ehf. eru augljós og mikil. Rannsóknin sem Bjarni kallar eftir myndi
ná til starfsemi þess félags ef fyllsta jafnræðis á að gæta. Gift var stofnað utan
um eignir og skuldir Samvinnutrygginga. Eigið fé félagsins var um þrjátíu
milljarðar króna í fyrra.
Ólíkt flestum – ef ekki öllum – öðrum íslenskum fjárfestingarfélögum þá
sitja stjórnamenn Giftar ekki í umboði eigenda sinna. Vafi leikur á því hvort
það stenst lög, eins og Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður hefur
bent á. Undarlegt er að Fjármálaeftirlitið hafi ekki eytt öllum vafa um hvort
sýsl framsóknarmannanna í stjórn Giftar með tugi milljarða sem þeir eiga
ekki standist lög. Þau gera ráð fyrir því að stjórnir fyrirtækja og félaga séu
skipaðar fulltrúum eigenda þeirra. Enginn eigendafundur hefur verið hald-
inn hjá Samvinnutryggingum og eigendur félagsins hafa engu ráðið um
hvernig fé þeirra hefur verið varið. Ekki verður annað séð en að framsóknar-
og samvinnumenn hafa yfirtekið fjármuni og nýtt þá í viðskiptum.
Eigendur þeirra fjármuna sem Gift hefur notað í viðskiptum á und-
anförnum árum eru fyrrverandi tryggingartakar hjá Samvinnutryggingum.
Þó ákvörðun hafi verið tekin um að slíta Gift og greiða
eigendum fé sitt, þá verður ekki annað sagt en að um-
sýsla framsóknar- og samvinnumannanna með fé sem
þeir eiga ekki – og hafa ekki umboð til að fara með – sé
góð og gild ástæða til rannsóknar. Hugmynd Bjarna um
rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja og félaga er lík-
leg til þess að vera naflaskoðun Framsóknarflokksins, að
minnsta kosti að einhverju leyti. Ef sú stefna verður tek-
in að hlífa engum í opinberri rannsókn, þá getur það
reynst flokknum erfitt. Út frá þessu er ekki hægt að úti-
loka að innan Samvinnutrygginga og Giftar hafi átt sér
stað hlutir sem full ástæða er til að hafa „efasemdir um
að standist […] út frá viðskiptasiðferði og jafnvel út frá
lögum“, eins og Bjarni nefnir sjálfur.
Naflaskoðun?
Það kemur ekki á óvart að 63%
kjósenda séu á móti núverandi
meirihluta. Eða að aðeins 70%
kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins
og 62% kjósenda
Framsókn-
arflokksins styðji
hann..... Óskar og
Hanna Birna
halda því fram að
Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi haft
frumkvæði að myndun meiri-
hluta með Framsókn. Ýmislegt
bendir til að það hafi verið á hinn
veginn. Fram hefur komið að for-
menn flokkanna, Guðni og Geir,
léku lykilhlutverk við að koma
þessum ráðahag á. Hver sem at-
burðarásin var er niðurstaðan er
sú sama.
Dofri Hermannsson
dofri.blog.is
BLOGGARINN
Ekki á óvart
Sú var tíðin að fjölmiðlar voru
ófeimnir að fjalla um mannrétt-
indabrot innan Kínverska alþýðu-
lýðveldisins. Hvað
hefur breyst?…
Vesturlönd, þar á
meðal Íslend-
ingar, hafa gert
sér grein fyrir því
að hægt er að
græða vel á Kín-
verjum. Um að
gera að hafast
ekkert að sem truflað getur útrás-
arvíkinga með gróðaglampa í
auga! Þetta hygg ég að sé skýringin
á þögninni. Gæti það líka verið
ástæðan fyrir því að tíbeskur mað-
ur sem sendi grein til íslenskra
fjölmiðla til birtingar meðan á Ól-
ympíuleikunum stóð, fékk hana
hvergi birta?
Ögmundur Jónasson
ogmundur.is
Gróðaglampi
Við erum í pattstöðu, ekki bara
heimilin heldur ekki síður rík-
isstjórnin. Ef hún vill koma til
bjargar heim-
ilunum og fyr-
irtækjunum
verður að lækka
vexti. En það
mun leiða til
þess að líkurnar
á að þeir sem
eiga krónubréfin
selji þau og fall
krónunnar verður enn meira, og
Seðlabankinn segir nei. Söku-
dólginn er að finna í kolvitlausri
efnahagsstefnu sem núverandi
stjórnarmenn Seðlabankans
sköpuðu þegar þeir leiddu rík-
isstjórnina.
Guðmundur Gunnarsson
gudmundur.eyjan.is
Sökudólgurinn
Magnús
Halldórsson
magnush@24stundir.is
Í forsíðufrétt 24 stunda í gær kom fram
að dráttarvextir vegna meintra vanefnda
Orkuveitu Reykjavíkur á kaupum á hlut Hafnarfjarð-
arbæjar í Hitaveitu Suðurnesja nemi hátt í milljarði
króna. Fyrir rúmi ári gerði OR tilboð í 15 prósenta
hlut Hafnarfjarðar í HS fyrir 7,7 milljarða en fyrir átti
OR 16 prósenta hlut í félaginu. Enginn fyrirvari var í
tilboðinu um samþykki samkeppnisyfirvalda og hafði
Hafnarfjörður sex mánaða umhugsunarfrest. Örfáum
dögum síðar gerðu eigendur HS með sér samkomulag
með fyrirvara um lögmæti kaupsamninga OR. Þá til-
kynnti Samkeppniseftirlitið að kaupin væru til skoð-
unar og komst í kjölfarið að þeirri niðurstöðu að
samningurinn bryti í bága við lög og það var staðfest
af áfrýjunarnefnd samkeppnismála: OR má aðeins
eiga 10 prósenta hlut í HS. Kaupandi telur sig ekki
geta efnt samninginn þar eð hann brjóti í bága við lög
en seljandi krefst efnda og reiknar sér dráttarvexti frá
gjalddaga. Hér er stál í stál og málið komið til dóm-
stóla. Verði OR knúin til að efna samninginn við
Hafnarfjörð á OR rúm 30 prósent og neyðist þá til að
losa 2/ 3 af eignarhlut sínum úr félaginu. Þá eru tveir
möguleikar í stöðunni. Samkvæmt nýju orkulögunum
þarf að skipta HS upp í framleiðsluhluta og dreifi-
hluta, en OR skal flytja eign sína í dreifihlutann. Hinn
kosturinn er fýsilegri fyrir OR, að selja hæstbjóðanda
hlut sinn í HS en nokkrir aðilar munu hafa lýst yfir
áhuga á að kaupa hlutinn. Með slíkri sölu væri HS
komin í meirihlutaeigu einkaaðila.Verði niðurstaða
dómstóls hins vegar sú að samningurinn sé ógildur er
Hafnarfjörður frjáls að því að eiga hlut sinn áfram eða
bjóða öðrum áhugasömum til sölu.
Hvernig sem fer hljóta borgarbúar að
velta því fyrir sér hvað vakti fyrir
stjórn OR þegar ákveðið var að kaupa
hluti í HS fyrir 15 milljarða. Hlutverk
OR er fyrst og fremst að veita vatni,
birtu og yl inn á heimili og fyrirtæki.
Menn hafa spurt sig nýverið, í öðru
samhengi, hvort Orkuveitan sé ekki
komin langt út fyrir sitt hlutverk með
fjárfestingarstarfsemi af þessu tagi.
Höfundur er fyrrverandi
varaformaður stjórnar OR
Fjárfestingarstarfsemi OR
ÁLIT
Ásta
Þorleifsdóttir
astathor@mi.is