Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 49

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 49
einfaldur, stílhreinn og árangursríkur fótbolti - tótalfótbolti heitir það á útlensku og er helst kenndur við hollensk landslið sem eru heill kapítúli í knattspyrnusögunni. Önnur íslensk fót- boltalið standast ekki samjöfnuð við þetta frá- bæra Skagalið, ekki einu sinni helstu meistaralið eins og KR-liðið upp úr 1960, Valur 1978, Fram í kringum 1985 né önnur og eldri gullaldarlið Akurnesinga. Það var einfaldlega eins og hefði opnast ný vídd í íslenskum fótbolta. Guðjón er samt harður á því að hér hafi ekki gerst neitt kraftaverk. Hann sé enginn galdra- maður, heldur hafi hann, stjórn liðsins og leik- menn uppskorið eftir mikið erfiði og markvisst starf: „Það er grunnurinn. Við fundum engar töfra- lausnir, heldur unnum jafnt og þétt, æfðum vel og spiluðum marga æfingaleiki. Við vorum í góðu líkamlegu ástandi þannig að þegar þurfti á að halda og róðurinn varð erfiðari gátum við bætt í. Þetta er spurning um að púsla saman mörgum smáatriðum, en engin kraftaverka- vinna.“ Guðjón kannast heldur ekki við að neinar töfraformúlur dugi við þjálfun knattspyrnuliðs. Hann segist ekki beita flóknum aðferðum, heldur álíti hann mikilvægt að láta æfingar ganga greið- lega, en eyða ekki of miklum tíma í útskýringar. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hann breyst mikið sem þjálfari, enda hiki hann ekki við að nýta sér það markverðasta sem er að gerast í út- löndum. Auk þess reyni hann að beita sjálfan sig ákveðinni sjálfsgagnrýni í starfi. Einna mikil- vægast sé þó að gleyma því ekki að þótt liðið sé heild samanstandi það af ellefu einstaklingum, að ógleymdum þeim sem sitja á bekknum. Því gæti hann þess að leggja mikla rækt við einstaka leik- menn. „Með reynslunni hefur þetta verið að þróast hjá mér. Það getur gert gæfumuninn að höfða til manna öðruvísi en á hefðbundinn hátt framan við skólatöflu. Ég sit ekki bara og messa yfir hópnum, heldur tala ég við hvern leikmann fyrir sig og reyni að benda þeim á það sem þeir geta gert betur. Sumir þurfa á aukaaðstoð að halda og þeim reynir maður að hjálpa sérstaklega. Þannig reynir maður að ná öllum á svipað plan, bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt ásigkomulag. Þaðan getur maður svo reynt að taka af stað." Þeir sem þekkja til Guðjóns og starfsaðferða hans segja að hann hafi einstakt lag á að telja í leikmenn kjark og dug, „mótívera“ þá, eins og það heitir. Honum sé gefinn hæfíleiki til að ná til fólks, með nokkrum vel völdum orðum í bún- ingsklefanum fái hann liðsmenn til að gleyma öllu mótlæti. Einn stuðningsmaður Akranesliðs- ins sagði að á töflufundunum hjá Guðjóni hækk- uðu allir leikmennirnir í loftinu - og það ekki bara um örfáa sentímetra. Ástæðan sé ekki endi- lega hvað hann segir, kannski kunni hann engin töfraorð, heldur hvernig hann segi það. Hann sé mjög sterkur karakter, hafi mikið egó, og honum takist að miðla því til leikmanna. Sjálfur segir Guðjón að hann hafi misjafnar minningar frá töflufundum áranna þegar hann var leikmaður. Hjá sumum þjálfurum hafi þeir jafnvel verið afar leiðinlegir og það reyni hann að varast: „Annars fer þetta allt eftir andstæðingunum og andrúmsloftinu í liðinu,“ segir hann. „Stund- um fmnur maður að það þarf að keyra stákana upp og þá reynir maður að ýta undir sjálfstraust- ið, en stundum eru þeir hátt stemmdir og þá þarf að reyna að ná þeim niður. Hins vegar held ég að sé farsælast að vera ekki sífellt að prédíka eða tuða og röfla yfir einhverjum smáatriðum, heldur að hjálpa strákunum að standa saman og einbeita sér og höfða til þeirra þannig að þeir skilji að þetta er allt í þeirra þágu. Þá líður þeim vel og þá er von til þess að ná því út úr hverjum leikmanni sem kostur er.“ En er óhætt fyrir þjálfara að tengjast leik- mönnum vináttuböndum eða er nauðsynlegt fyrir hann að halda ákveðinni fjarlægð til að tekið sé almennilegt mark á honum? Er hæfileg harð- stjórn nauðsynleg til að viðhalda aga? „Það verður náttúrlega að vera skikkan og skipan á vinnulaginu, en bestur er þó aginn sem kemur að innan. Ég hef tengst leikmönnum ágætlega og held að flestir sem hafa unnið með mér séu ágætir félagar mínir. Maður kemst í mik- ið návígi við þessa stráka og mér þykir afskaplega vænt um þá marga. Maður reynir eftir megni að vera félagi þeirra og fóstri um leið. Þetta er vand- rataður vegur og oft erfitt að feta hann. En þótt manni þyki vænt um þá og vilji þeim allt hið besta má maður má aldrei tengjast þeim þannig að maður hætti að hugsa faglega. Það eru bara ellefu sem komast í liðið." Einu sinni var sú tíð að KR-ingar og Skaga- menn skiptu réttlátlega með sér heiminum. „Viö liföum þaö saman við Þórður að ég var löggiltur einstæður faðir. Hann bjó hjá mér eftir að ég skildi við móður hans fyrir allmörgum árum. Á þeim tíma voru ekki margir sem héldu að það væri mannvænlegt fyrir Dodda greyið..." Þetta voru erkifjendur, en þó var á milli gagn- kvæm virðing, eins og oft er meðal verðugra and- stæðinga. Liðin unnu Islandsmeistarabikarinn á víxl, önnur lið fengu eiginlega ekki að komast að. En svo tók þessi einfalda og góða heimsmynd að riðlast; tímamótaatburðurinn var þegar Eyleifur Hafsteinsson, geysisnjall leikmaður, flutti ofan af Skaga í bæinn um miðjan sjöunda áratuginn. Hann gekk í KR. Svona atburður hafði nánast verið óhugsandi fyrr en þá. Það varð uppi fótur og fit á Skaganum; heimamenn voru fullir gremju í garð Eyleifs. Tuttugu árum síðar endurtekur sagan sig. Þá voru leikmannaskipti reyndar orðin tíð í íslensk- um fótbolta, en það var enginn venjulegur leik- maður sem skipti um félag. Pétur Pétursson hafði dvalið í útlöndum, náð miklum knatt- spyrnuframa, en svo kom hann heim, spilaði hluta úr keppnistímabili með ÍA og tryggði þeim bikarmeistaratitil með góðum mörkum. Svo gekk hann í KR og átti mikinn þátt í að drífa upp stemmingu sem hafði vantað í Vesturbæinn í mörg ár. En Akurnesingar undu þessu illa og Pét- ur fékk að heyra það þegar hann spilaði upp á Skaga. Og nú Guðjón. Ýmsir hafa reyndar sagt að skiptin yfir í KR séu hið eina rökrétta skref fyrir Guðjón. Þar finni hann verkefni við hæfi. Undir hans stjórn hefur Skagaliðið náð svo langt að vart er hægt að hugsa sér að mögulegt sé að gera betur. Þar er varla að neinu að keppa fyrir hann lengur. Á hinn bóginn er KR, þetta stóra og virðulega félag, þar sem menn eru orðnir hálfkrepptir í sálinni af því að mæna löngunaraugum á bikara sem hafa ekki unnist í aldarfjórðung. Það eru margir búnir að spreyta sig hjá KR, sumir hafa komist nálægt tak- markinu, en allir orðið að gefast upp á endanum. KR er semsagt stærsta prófraunin fyrir íslenskan þjálfara; ef Guðjóni tekst að gera félagið að Is- landsmeisturum er hann endanlega búinn að sanna sig sem þjálfari, ef ekki - ja, þá getur hann kannski farið að leita sér að skrifstofuvinnu eða þjálfarastarfi í yngri flokkum. Það hefur enginn riðið feitum hesti frá því að mistakast að gera KR að fslandsmeisturum. Markaðsverðmæti notaðra þjálfara frá KR er ekki mikið. Því verður semsagt ekki á móti mælt að hann tekur allverulega áhættu. „Það eru margir hissa á því að ég skuli fara frá liði sem er jafn skemmtilegt og gott og Akranes- liðið,“ segir Guðjón. „Ýmsir virðast líka álíta að ég sé að taka að mér verkefni sem ég ráði ekkert við, vegna þess að það sé einfaldlega óviðráðan- legt. En ég er metnaðargjarn og mér finnst spenn- andi að takast á við þetta. KR er stór klúbbur og vel rekinn. Umgjörðin er öll til staðar til að ná árangri. Félagið hefur hins vegar ekki ratað réttu leiðina, svo nú er ég kominn og ætla að spreyta mig. Ég get ekki lofað neinu um hvort það tekst eða ekki, en við erum með ákveðnar hugmyndir. Róm var ekki byggð á einni nóttu og samkvæmt samningi sem er óuppsegjanlegur hef ég tvö ár til að athafna mig. En í sjálfu sér má segja að ef manni tækist að gera KR að meisturum, þá yrði varla mikið meira fyrir mann að gera á íslandi. Það yrði bara verst ef maður þyrfti að hætta í þessu.“ Margir sem hafa fylgst með KR-liðinu eru þeirrar skoðunar að vandamál liðsins síðustu ár séu fyrst og fremst sálræn. Það er altént víst að liðið hefur verið einkennilega brothætt þrátt fyrir að með því hafi spilað snjallir leikmenn sem hefðu átt að geta unnið Islandsmót, að minnsta kosti á pappírnum. Það er eins og KR-ingar séu löngu búnir að tapa allri trú á að þeir geti sigrað og kannski sigurviljanum líka. Á tíma sínum upp á Skaga kallaði Guðjón sálfræðinga til skrafs og ráðagerða með leikmönnum - er ekki þörf á svip- uðum aðferðum hjá KR? „Ég er ekki búinn að átta mig á því ennþá hvað þessi sálræni þáttur er fyrirferðarmikill. Fyrst þarf ég að athuga þol leikmannanna og skapgerðareinkenni hvers og eins; líkt og gengur eru sumir sterkari karakterar en aðrir, sumir eru í betra formi en hafa veikari persónuleika, sumir eru montnir og telja sig vita og geta þetta allt. Mitt starf er að gera úr þessu samstíga lið sem getur náð einhverjum árangri. Þar skiptir mestu máli að stíga eitt skref í einu og komast þannig nær markmiðinu. Það er farsælla til framtíðar en að reyna að taka stór stökk og ná aldrei að brún- inni hinu megin eins og er algengt, ekki bara hjá KR, heldur hjá mörgum íslenskum félagsliðum. Ég held það sé farsælla að fara hægt og rólega af stað, skref fyrir skref, fet fyrir fet, og hafa trausta fótfestu.“ Guðjón vill ekkert láta uppi um hvaða liði hann hyggst moða úr, hvort einhverjir hverfi frá KR af hans völdum eða hverjir kæmu í stað- inn. Hann kveðst hafa haft samband við leik- menn, en segir ekki meir. Hins vegar sagði áhangandi Skagaliðsins mér sögu sem hann áleit að væri nokkuð dæmigerð fyrir persónu Guð- jóns. Fyrir síðasta keppnistímabil hefði hann E I N T A K 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.