Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 111

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 111
Llk rk a^srsteu^a a a Italiu r Alls staðar er Björk. Hún er alveg ábyggilega orðin heimsfrægasti Islendingur fyrr og síðar. Heimsfrægari en Halldór Laxness og Leifur Eiríksson. Og af því við íslendingar erum svo útbelgdir af menningararfi okkar og bókmenntum er það svolítið fyndið að það skuli vera svona skemmtileg stelpa sem getur sér heimsfrægðina sem þjóðina hefur alla tíð dreymt urn. Maður hefur varla tölu lengur á öllum stórblöðunum sem hafa birt viðtöl Björk og myndir af henni, en síðast rákumst við á hana í nýjasta hefti Ítalíuútgáfu tímaritsins Vogue. Þar situr hún fyrir á tískuljósmyndum hjá hinum víðfræga ljósmyndara Ellen von Unwerth. Þarna sýnir Björk fatnað frá tískuhúsum frægra hönnuða á borð við Yves Saint Laurent, Jean Paul Gaultier, Karl Lagerfeld og Martine Sitbon. Við sjáum ekki að Björk gefi helstu tískufyrirsætum heimsins neitt eftir, enda er stúlkan náttúrlega gædd einstæðum yndisþokka. Það finnst líka Itölunum sem segja að hún sé boðberi nýs glæsileika og kalla hana hina myrku Venus Ijóssins. Og þótt hún sitji fyrir hjá svona virðulegu tískublaði sjáum við ekki betur en að hún hafi fyllilega gætt þess að halda sínum eigin stíl í fatavali. Þú kemst ekki í gegnum án þess að hafa þyrluflugmannshjálm á hausnum Þegar herir hinna föllnu kommúnistaríkja austan járntjalds leystust upp af hugsjónaleysi og hungri hrúguðust upp birgðir af hermannafötum; frökkum, skóm, jökkum og húfum. Og einn ferðalangur að vestan keypti sér flík og fór með heim. Og síðan annar. Og annar. Loks flæddu hermannafötin vestur yfir, séðir karlar skipulögðu flóðið og bjuggu til úr því allsherjartískubylgju. Líkast til hagkvæmustu tísku seinni ára. Vesturlandabúar dúðuðu sig í óþörfan og verðlausan tindátaklæðnað að austan. Eins og öll tíska hefur þessi líka hug- læga merkingu. Kapítalistabörnin að vestan skreyta sig með táknum hinna sigruðu barna byltingarinnar að austan - eins og indjánar með höfuðleður um mittið. Aum örlög hins stolta Rauða hers. Húfurnar hér að neðan fást í Arm- asútra á Hverfisgötunni. 111 nóvember eintak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.