Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 69

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 69
eldrum mínum og býr þar núna á meðan barna- verndaryfirvöld eru að vandræðast með forræði hennar. Foreldrar mínir voru sögð of görnul til þess að fá forræðið yfir henni, en hún er fjórtán ára. Henni hefur verið boðið að fara til fósturfor- eldra, en þverneitar því. Henni var einnig boðið að vistast á stofnun. Bróðir hennar er kominn í fóstur. Allt og sumt sem við fáum að sjá af hon- um er umgengni sem okkur var nýlega skömmt- uð, tilgreind í þessari röð: a) dóttir mín, b) for- eldrar mínir, c) ég. Gögnin um umgengnina segja sína sögu. Þar segir að áfram skuli stefnt að því að dóttir mín fái að hitta hann á þriggja vikna fresti á vistheimili barna við Hraunberg 15, eftir það verði metið hvort umgengnin færist yfir á heimili foreldra minna þar sem hún dvelst. Það er tilgreint að umgengnin skuli vara í þrjár klukkustundir, frá kl. 14 til 17. Foreldrar mínir eiga að fá að hitta hann á heimili sínu um miðjan nóvember og svo aftur í janúar í tvær klukkustundir í senn. Að lokum það sem tekur út yfir allan þjófa- bálk, umgengni mín. Um hana segir að hún eigi að vera: ,,7.október n.k. og 9. desember. Um- gengni skal vara í 2 klst. frá 16.00 til 18.00 á heimili X og undir eftirliti starfsmanna barna- verndarnefndar Reykjavíkurborgar.“ Ég sem gekk með son minn í líkama mínum í níu mánuði á ekki einu sinni að fá að hitta hann og vera með honum ein, heldur eins og glæpamaður undir eftirliti. Ég sem hef haft mest af honum að segja í öll þessi ár og borið hita og þunga af uppeldi hans. Það er ekki nóg með að mér sé sýnd sú sví- virða sem í þessum umgengnisrétti felst, heldur hefur starfsfólk Félagsmálastofnunar og vist- heimilisins að Hraunbergi farið offörum í hegð- un sinni gagnvart mér. Þar hafa Ellý A. Þorsteins- dóttir og Anní Haugen verið hvað verstar. í raun furða ég mig á því að þær skuli beita þessum vinnubrögðum og halda starfi. Þar miða ég við framkomu þeirra við mig og ótal fleiri konur sem ég hef kynnst sem hafa sömu reynslu. Skilningur þeirra á tilfmningalífi fólks sem stendur í þessum málum er takmarkaður. Ellý hringdi til dæmis í mig í desemberlok í fyrra og tilkynnti mér að ég væri búin að missa forræði beggja barna minna. Hún var ekki að hafa fyrir því að boða mig á fund sinn og segja mér frá því augliti til auglits eða gera sér ferð á heimili mitt til að flytja þessar hörm- ungafréttir. Formlega var ég þó ekki svift forræði fyrr en uni miðjan janúar og þá var umgengni mín við son minn strax takmörkuð við nokkra tíma tvisvar í viku og alltaf undir eftirliti. Hún sagði einnig við mig og son minn að búið væri að finna fósturforeldra þegar málið var ekki einu sinni frágengið af hálfu barnarverndarncfndar. Ég kærði meðferð félagsráðgjafanna á um- gengnisréttinum til félagsmálaráðuneytisins og gerði ráðuneytið athugasemdir við vinnubrögð þeirra. Það breytti þó ekki framkomu þeirra við mig, síður en svo. Anní Haugen er svo til einráð í þessum málum, en hún var bekkjarsystir min í barnaskóla og heimagangur á heimili foreldra minna á þeim tíma. Hún talaði sífellt niður til mín með svofelldu orðalagi: „Ef þú verður ekki góð, Sigríður mín, þá klippi ég á alla umgengni þína við soninn." ÉG SÁ ÞÆR SLÁ TIL BARNANNA Eftir að ég var svipt forræðinu leyfði starfsfólk Hraunbergs sér að hreyta í mig ónotum og nota það stöðugt gegn mér að ég hefði ekkert um son minn að segja lengur, búið væri að svipta mig forræði hans. Ég fann að aðbúnaði hans og benti á ýmislegt sem mætti betur fara í mataræði barn- anna og framkomu starfsfólks við þau. Ég sá þær slá til barna og tukta þau til. Þegar foreldrar sjá aðra skamma börnin sín eða siða þau til verða þau reið. Þær létu mig ekki sjá aðfarirnar þegar ég var á staðnum, en ég þarf ég ekki að efast um að hann hafi hlotið sömu meðferð og hin börnin. Ég þótti nógu góð til að hugsa áfram um að hann ætti nóg af nauðsynlegum fatnaði og leikföngum og var jafnvel borið á brýn að ég kæmi með of mikið af gjöfum til hans. í raun var sama hvernig ég sneri mér, hvað ég gerði eða sagði, allt var notað gegn mér. Þrátt fyrir þetta fór ég í einu og öllu eftir sett- um reglum, fór í meðferð og stundaði AA-fundi, fór í gegnum öll þessi sálfræðiviðtöl og próf. Heimili mitt var undir eftirliti í marga mánuði fyrir sviptingu og það eru til bókanir um það hjá barnaverndarnefnd. Til dæmis eftirfarandi: „Mál þctta hefur verið til meðferðar hjá barnavernd- arnefnd og starfsmönnum hennar frá því í árs- byrjun 1990. Með tilliti til þess að vel hefur gengið hjá móður undanfarna mánuði er ákveðið að hætta formlegu eftirliti með aðbúnaði barnanna. Móður stendur þó áfram til boða stuðningur og ráðgjöf af hendi starfsmanna.“ Þetta eru kaldhæðnisleg orð, því ráðgjöf og stuðningur frá starfsmönnum voru upphaflega það sem við fyrrverandi sambýlismaður minn bjuggumst við að fá í byrjun árs 1990. Okkur óraði ekki fyrir því að þremur árum seinna væri fjölskyldan tvístruð. Dóttir mín situr í raun eftir full sektarkenndar og vonbrigða vegna meðferð- arinnar á mér, bróður sínum og henni sjálfri. Ég álasa henni ekki, en skil ekki hvers vegna hún fær ekki að draga orð sín til baka eftir að hún skipti um skoðun og sá hvernig aðgerðir barnaverndar- yfirvalda snerust upp í ofsóknir og gerræði. Hún stendur sig mjög vel í skóla, er einu ári á undan sínum jafnöldrum, er meistarflokki KR í körfu- bolta og hefur starfað mikið í skátahreyfingunni." NÓVEMBER EINTAK 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.