Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 76

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 76
dóttir gagnrýnandi hafa báðar verið giftar alkóhólistum, Þær hafa soðið leikrit upp úr bók Súsönnu, Gúmmíendur synda ekki, og eigin reynslu og ætla að fá fólk til að hlæja að alkóhólistanum og aðstandendum hans Og líka hugsa, Gunnar Smári Egilsson ræðir við þær, Súsanna Svavarsdóttir og Edda Björgvins- dóttir voru hetjur og gáfust upp á því. Þær átt- uðu sig á að hetjuskapurinn var ekki aðdáunar- verður og enn síður eftirsóknarverður, heldur sjúklegur og bráðdrepandi. Ef þær hefðu verið hetjur miklu lengur hefðu þær líklega tapað gló- runni og orðið handónýtar manneskjur. Súsanna og Edda voru giftar fyllibyttum, alkó- hólistum. Og hetjuskapur þeirra var fyrst og fremst sá að líta svo miklu betur út en eigin- mennirnir. Þær skandalíseruðu ekki eins og þeir, gengu ekki jafnoft á bak orða sinna, stóðu betur sína plikt. Þær voru bæði betur greiddar og skeindar en eiginmennirnir. Og þær hreinsuðu líka upp óreiðuna og vitleysuna eftir eiginmenn- ina. Héldu saman fjölskyldunni. Héldu andlitinu út á við. Og héldu sér saman um pínlegheitin heima. Og þar sem eiginmennirnir gátu ekki staðið á eigin fótum leyfðu þær þeim að standa á sínum. Þess vegna var svo helvíti gott fyrir þá að halda áfram að drekka. Hetjunafngift þeirra Súsönnu og Eddu er að frnna í alkafræðum og er ein gerð af kóara (að- standanda alkóhólista sem óafvitandi aðstoðar alkann við að halda drykkjunni áfram). Báðar losnuðu þær við hetjuskapinn í Alanon, samtök- um aðstandenda alóhólista. Og nú hafa þær skrif- að leikrit upp úr bók Súsönnu, Gúmmíendur synda ekki. Þær gera út frá Borgarleikhúsinu, en ætla að sýna á vinnustöðum og í skólum. Leikrit- ið er í kaffitíma- og löngufrímínútalengd - 25 mínútur. Og fjallar að sjálfsögðu um alkóhólisma og hversu grátt hann leikur alkann og alla í kring- um hann. Hvers vegna? EB: Við skulum bara tala hreint út. Við erum að bjarga heiminum. Fólk talar unt alla mögulega og ómögulega sjúkdóma. En alkóhólisminn, sem ég geng út frá að sé sjúkdómur, er felusjúkdóm- ur. Það er dálítið pínlegt að hafa alkóhólista í fjölskyldunni og fólk skammast sín fyrir þennan sjúkdóm. Við vonumst til að þeir sem sjá leikrit- ið geti velt þessum sjúkdómi fyrir sér. Ég held nefnilega að öll umræða um áfengi og alkóhól- isma sé á rangri braut. Það þykir ekkert mál þótt fólk fái sér einn og einn bjór og kúltúrdrykkja á að vera svo sjálfsögð. Það er bara spurning hve- nær hæfilegt er að unglingarnir byrji að æfa sig. Viltu þurrka upp heiminn? EB: Já, oft. SS: Við erum ósammála þarna. Ég tel að heimin- um sé ekki viðbjargandi. Umræðan um alkóhól- isma er á röngu plani. Við höfum ofstækisfulla umræðu sem gengur út á að allir séu alkohólist- ar. Sú umræða getur aldrei orðið heiðarleg. Það þorir ekki nokkur maður að svara af einlægni hversu mikið hann drekkur af ótta við að vera stimplaður alkóhólisti. Það hefur aldrei verið gerður greinarmunur á alkóhólisma og of- drykkju. Mér er alveg sama þótt fólk fyrtist við, en alkóhólismi er sjúkdómur. Þegar tilfinningalíf þitt er orðið svo brenglað að þú getur ekki verið heiðarlegur, getur ekki sagt satt, afneitar stað- reyndum, blekkir sjálfan sig og aðra, svíkur - þá ertu tilfinningalega veikur. Þetta getur átt við fleiri en alka. Maður hefur rekist á fólk sem er fyrirmunað að vera heiðar- legt, án þess að það drekki endilega svo mikið. SS: Það er fullt af fólki sem hefur þessa eiginleika, en drekkur ekki. Síðan er fullt af fólki sem drekk- ur, en hefur þá ekki. Þetta fólk hefur þróað með sér ofdrykkju. Það er auðveldara að stöðva þetta fólk. Það hefur verndað heiðarleikann sinn og þess vegna er hægt að benda því á að þetta sé ekki sniðug þróun. Þeir sem drekka sig drukkna þurfa ekki endilega að vera alkóhólistar. Þeir geta verið harðir neytendur. Mér hefur fundist það vera afstaða SÁÁ að rétt- ast sé að þurrka þetta fólk samt. Betra sé að þurrka tíu sem þurftu þess ekki með en að einn alki gangi laus. SS: Jú,jú. Það hentar þeim fjárhagslega að líta þannig á málið. Þá geta þeir búið til alveg yfir- þyrmandi vandamál og krafist meiri peninga frá ríkinu. En ekkert af þessum peningum fer í for- varnarstarf. Og það er einfaldlega of dýrt að halda uppi þessu kerfi og safna alltaf nýjum og nýjum árgöngum inn í það... EB: ...í staðinn fyrir að fræða börnin nógu snemma. Þeim mun fyrr sem byrjað er að fræða börnin, þeim mun líklegra er að þau geti unnið úr því seinna á ævinni ef þau kynnast alkóhól- isma. Það er nefnilega ótrúlegt hvað fræðslumol- arnir eru fáir. Það vita allir að reykingar drepa fólk, en fáir virðast átta sig á að áfengi er hæg- drepandi lyf. En fólk reykir samt. SS: Við munufn aldrei uppræta útsjónarsemi mannsins við að útræsa sjálfseyðingarhvötina. Maðurinn finnur sér alltaf nýjar leiðir til þess. Þið ætlið samt að reyna? SS: Ég hef skrifað um þessi mál vegna þess að ég kann ekki að skammast mín fýrir að hafa þessa reynslu. Það er nafnleynd í Alanon. Fólk tekur því þannig að það sé í samtökum og verði að ríg- halda sér saman um sína eigin reynslu. Ég hef ekki kunnað að þegja um reynslu mína og að- stæður aðstandandans. Þess vegna hringir fólk mikið í mig og spyr hvert það geti leitað og hvar það geti fræðst um þessi mál. Það er til ein bók um maka alkóhólista á íslandi og ein bók um börn alkóhólista. önnur kom út á þessu ári og hin í fyrra. Miðað við hversu stór hópur fólks vinnur að málefnum alkóhólista á Islandi er stór- furðulegt að ekki sé búið að koma upp neinum forvörnum. Mér finnst peningununt betur varið með þeim hætti en að vera sífellt að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið ofan í hann. Það er endalaust verið að henda nýjum og nýjum árgöngum ofan í þennan brunn. EB: Við íslendingar erum ekki mikið fyrir að byggja upp fagurt mannlíf. En við erum tilbúnir að taka að okkur aumingjana: Komdu með allt sem er að hjá þér og ég skal vera vinur þinn. En ef allt er í lagi skaltu í guðsbænum halda þér í burtu. Ég fyllist öfund og leiðindunt og kæri mig ekkert um að heyra um þína lukku. Þetta er ís- lenskt. Okkur þykir væmið að opna kjaftinn til að segja hvað við erum hamingjusöm. Það gerir enginn. En komdu með raunir þínar, komdu ef þú ert skilin, búin að missa karlinn eða eitthvað, og ég skal faðrna þig. SS: Við nærumst á harmleikjum. Eins og tímaritaviðtölunum. Þangað fá öngvir að koma nema einhentir hommar með eyðni sem prjóna samt. SS: Já, við nærumst á harmleikjum og því meiri harmur, því áhugasamari erum við. Og það furðulega er að við skynjum ekki harminn nema þegar við lesum um hann í blöðunum. Ef við heyrum um harminn utan að okkur, þá er það ekld harmur. Þá er það kjaftasaga og fólk nýtur þess tala hlakkandi um sársaukafull mannleg ör- lög. Það er óskaplegur harmur þegar vel gert og vel gefið fólk verður alkóhólisma að bráð. En samt hlakkar í fólki. Skilnaður er mikill harmur. En það er smjattað á honum eins og hann sé konfekt. Hvers konar viðhorf eru í þessu samfé- lagi? Ég skil þetta ekki. Fólk smjattar á skilnaði, en tekst því þá ekki að fagna brúðhjónum? SS: Nei. Það segir: „Hvað skyldi þetta nú endast lengi.“ Það er viðkvæðið. Aftur að brennivíninu. Edda, þú drekkur ekki? EB: Maðurinn minn er alki og þegar hann hætti að drekka ákvað ég að gera það líka. Mér fannst það bara snyrtilegra. Það skiptir mig ekki neinu máli hvort ég drekk eða ekki, svo mér fannst betra að sleppa því. Mér finnst líka agalega hall- ærislegt að sitja fyrir framan börnin og segja: „í guðs almáttugs bænum ekki drekka, nema þá lít- ið eins og ég. Vertu bara hófdrykkjumanneskja." Hvað veit ég um hvenær ég eða þau fara yfir strikið? Þess í stað segi ég: „Slepptu þessu bara, eins og ég.“ 7 6 EINTAK NÓVEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.