Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 99

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 99
frjó á þessum árum varð sú staðreynd náttúrlega ekki umflúin að Island var á útnára heimsins og litlar líkur til að heimsbyltingin bærist þangað fyrr en seint og um síðir. A þessu afskekkta ey- landi uppfóstruðust menn líka við dálítið sér- kennilega og að nokkru leyti heimatilbúna útgáfu af marxismanum. Marx, Engels og Lenín og aðrir kenningasmiðir voru vitaskuld áhrifavaldar, en ekki síður skáldsögur eftir Halldór Laxness, innblásnar ritgerðir eítir Þórberg Þórðarson og ljóð eftir skáld á borð við Jóhannes úr Kötlum þar sem blandaðist saman bernsk og allsendis ófræðileg útgáfa af kommúnismanum og tilfinn- ingasöm þjóðernishyggja í anda sjálfstæðisbarátt- unnar. Á Islandi geisaði stéttabarátta, sósíalistar lögðu sig altént í framkróka um að fínna einhver merki hennar, en oft og einatt féll hún í skuggann af heilögu stríði gegn Keflavíkurstöðinni, Nató og meintri heimsvaldastefnu Bandaríkjanna. Þetta var nokkurs konar súpersjálfstæðisbarátta sem sósíalistar höfðu einkarétt á; í þeim slag settu þeir þjóðernið og íslenska menningu ofar öllum dyggðum. I reynd var þetta á skjön við klassískan marxisma senr er annarrar náttúru, alþjóðasinn- aður og smásmugulegur; samkvæmt mælistiku hans var þetta í raun útúrsnúningur, dólgamarx- ismi. Árni Bergmann lýsir ágætlega þeim sósíalisma sem hann og jafnaldrar hans höfðu í farteskinu þegar þeir héldu út til náms; Ég fór með vonglaðan sósíalisma sem við rauðir Laugvetningar höfðum smíðað okkur úr Kommún- istaávarpinu með inngangi Sverris og afganginum af kristindómi bernskunnar, Rétti og Tímariti Máls og menningar, Ríki og byltingu Leníns og leiðarvísi Liu Sjaó-sis um það „Hvernig menn verða góðir kommúnistar“, Samsærinu mikla gegn Sovétríkjun- um, skáldsögum Halldórs Laxness og útskýringum hans og Þórbergs á alþjóðamálum, sem gengu miklu betur í okkur en ræður stjórnmálaforingjanna. Lærimeistarinn Einar Olgeirsson Þessi séríslenska útgáfa af kommúnismanum holdgervist að mörgu leyti í Einari Olgeirssyni sem þá var óskoraður leiðtogi íslenskra sósíalista. Einar var furðulegur maður, meira segja á mæli- kvarða stjórnmálahreyfingar sem gat af sér marga einkenniíega fugla. Hann var einstakur mælsku- maður og ótrúlega hraðmæltur, sumir telja hann mestan ræðusnilling íslenskra stjórnmálamanna á öldinni. Hugsjónamaður var hann, að minnsta kosti virtist hann nógu brennandi í andanum og skorti ekki eldrnóð til að hrífa með sér fólk eða rnagna upp baráttuhug; af þessum sökum naut hann sín helst og átti sínar bestu stundir í áköfu andófi eða ákafri hrifningu. Einar var líka frábær sjónhverfingamaður og brellumeistari, tækifæris- sinni sem kútveltist með öllum boðaföllum heimskommúnismans án þess að nokkur merkti að hann biði af því sálartjón; hann hafði einstakt lag á því að koma standandi niður, haldandi snjallar ræður þar sem hann talaði afturábak og áfram og í hring, þar til mönnum heyrðist að nú væri hann enn einu sinni búinn að tala sig út úr síðustu kreppu kommúnistahreyfingarinnar. Með þessari aðferð hins vígreifa Dantons tókst Einari að halda stöðu sinni sem helsti leiðtogi íslenskra kommúnista í næstum fjóra áratugi, á meðan mótingi hans Brynjólfur Bjarnason fékk það vansæla hlutskipti að reyna að halda árunni og kenningunni hreinni í gervi Robespierres - án þess þó að geta notað til þess áhrifaríkasta þvottaefni kommúnista, blóð. Þjóðernisrökin voru Einari jafnmunntöm og röksemdafærslur marxismans og því var her- stöðvabaráttan að mörgu leyti þægilegur vett- vangur fyrir hann. Þar voru línurnar einfaldar og auðvelt að magna upp stennningu; óvinurinn var áþreifanlegur og engar teoretískar flækjur til að spilla sambandinu sem hann náði við lýðinn úr ræðupúlti. Boðskapurinn átti greiða leið að ungum hjörtum sem voru titrandi eftir að hafa lesið sögur Halldórs Laxness; með samsuðu sinni úr marx- isma, þjóðernishyggju og herstöðvabar- áttu átti Einar greiða leið þangað inn. Hjalti Kristgeirsson var í hópi ungra sósíalista sem námu pólitísk fræði í les- hringjum hjá Einari Olgeirssyni. Síðar- rneir gerði hann upp sakir við sinn gamla meistara með svofelldum orðum: Einar var eini maður sem ég kynntist sem gat talist „karismatískur“. Það er hins vegar leitun að stjórnmálamanni sem mun hijóta eins ólíkan dóm í „perspektívi“ sögunnar miðað við þann orðstír sem hann naut á sinni tíð. jafnvel þeir sem hugsuðu á líkum nótum og hann telja nú skrif hans hreinasta rugl. Þess vegna er óskiljanlegt hversu mikil ítök hann hafði ef maður hefur ekki persónutöfra hans í huga. Einar var mjög hændur að Austur-Þýskalandi, enda hafði hann stundað nám í Berlín á milli- stríðsárunum; í samskiptum hans við Þýska al- þýðulýðveldið skýtur enn upp hinni þjóðernis- sinnuðu lífssýn hans. 1959 átti Einar í viðræðum urn menningartengsl við fulltrúa SED, austur- þýska kommúnistaflokksins. Einar skóf ekki utan af hrifningu sinni á stjórnmálaþróuninni í Þýska alþýðulýðveldinu sem hann taldi að hefði sér- stöku hlutverki að gegna á íslandi. Tungumál þjóðanna væru skyld, en auk þess hefðu þær sam- eiginlegan menningararf sem byggður væri á ger- mönsku ættasamfélagi. I hjarta Evrópu ætti sér nú stað þróun í átt til sósíalismans á grundvelli þýskrar menningarsögu og því hefði Þýska al- þýðulýðveldið svo mikla þýðingu fýrir nágranna- þjóðir í Norður-Evrópu. Áróður andstæðing- anna hefði gengið út á að sósíalisma hefði aðeins verið komið á í vanþróuðum ríkjum eða löndum slavneska tungumálastofnsins. Einar lagði sér- staka áherslu á þetta atriði: Nauðsynlegt er að germönsku þjóðirnar geri miklu meira til að nýta sér þessa staðreynd, og ég ráðlegg flokki ykkar að taka sérstakt tillit til hennar í áróðri ykkar. Það er kannski ekki furða að Austur-Þjóðverj- um hafi hnykkt við þegar Einar hóf þennan lestur. I þeirra eyrum hljómaði þetta eins og arg- asta villutrú. Ekki einungis stangaðist þetta á við góðan og gildan marx-lenínisma og var andsnú- ið þeirri blindu sovétdýrkun sem var landlæg í Þýska alþýðulýðveldinu, heldur vissu þeir einnig í hjarta sínu að Þjóðverjum væri ekki stætt á að tala um germanskar þjóðir og menningu eftir þau ósköp sem kynþáttafræði nasista höfðu leitt yfir mannkynið. En Einar lét sér ekki segjast. Auðvitað bæri ekki að koma þessum áróðri á framfæri í anda fasismans. Sovétmenn hefðu heldur aldrei neitað því að slavneskar þjóðir ættu sinn eigin menningararf, þær hefðu einmitt reist sósíalismann á sögu sinni. Forsenda þess að ger manskar þjóðir fylgdu í kjölfarið væri sú að sósíalískt ríki, Þýska alþýðulýðveldið, vísaði veginn. Því gerði hann sér vonir urn að stjórn- völd þar yrðu trú friðarhyggju sinni og legðu miklu meira af mörkum til menningarstarfs á íslandi. Einar óð ekki bara á súðum, heldur voru þetta skoðanir sem hann hafði ígrundað árum saman og fengu sína fullkomnustu gerð í bókinni Ættarsamfélag og ríkisvald í þjóðveldi Islendinga. I því riti hóf Einar þjóðveldismenn til skýjanna og gerði úr þeim einhvers konar sambræðing úr frumkommúnistum og sjálfstæðishetjum. Af því leiddi að fordæmi þeirra skyldi verða til eftir- breytni í framtíðarríki sósíalismans á Islandi; eftir Arni Bergmann lærði rússnesku og bókmenntir í Moskvu og var þar síðar fréttaritari Þjóðviljans. Heimkominn leitaði hann ákaft að nýjum tilveru- grundvelli fyrir sósíalista, en hafði ekki erindi sem erfiði. Arnór Hannibals- SON lærði heimspeki í Moskvu og síðar í Pól- iandi. Hann þótti harður á kenningunni, en snerist svo alveg og barðist gegn kommúnisma í ræðu og riti. Sósíalistar kunnu honum litla þökk fyrir. að íslensk alþýða hefði rifíð af sér viðjar banda- rísks auðvalds væri það hlutverk hennar að inna af hendi skyldur við framtíðina, sósíalismann, og skuld við fortíðina, þjóðveldið. Bókin var þýdd og gefin út víða í kommún- istaríkjum og var sums staðar kynnt sem eitt af höfuðritum ntarxískra fræða. I Austur-Þýska- landi fékkst hún hins vegar ekki gefin út. Foringjaefnin ungu Margir íslensku stúdentarnir sem fóru til náms í Austur-Evrópu voru einmitt uppfóstraðir í hinum margumtöluðu leshringjum Einars Ol- geirssonar; hann var lærifaðir þeirra, meistari og við hann héldu þeir trúnað. Það var líka Einar sem hafði ntilligöngu unt námsferðir flestra stúd- entanna, þeir voru undir verndarvæng hans og hann var stoltur af þeim og gumaði af því að senda félögunum eystra einungis framúrskarandi náms- menn: „Dúxarnir snúa sér til okkar,“ mun Einar hafa sagt. Einar batt miklar vonir við þessar ferðir. Það var öldungis ekki út í bláinn að NÓVEMBER EINTAK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.