Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 78
Og brýnirðu það fyrir börnunum?
EB: Já, ég geri það. Það er alveg hægt að gera sér
glaðan dag og skemmta sér innan um fólk þótt
maður sé ekki að drekka áfengi.
Þú hefur ekki einfaldlega fengið ógeð á áfengi
eftir að hafa horft upp á hvernig það fór með líf
þitt og þeirra sem þér þótti vænst um?
EB: Jú, maður fær ógeð á því hvort sem maður
neytir þess eða ekki.
En Súsanna, þú drekkur?
SS: Ég hef ekkert á móti áfengi. Maðurinn var
alkóhólisti. Áfengi fór svona í hann. En það fer
ekki svona í mig. Ég drekk rnjög í hófi. Áfengi fer
ekki svona í neinn mann sem ég
þekki, sem á annað borð drekkur í
hófi. Það er því ekki við áfengið að
sakast. Það eru mennirnir sem hafa
komið óorði á áfengið.
Eins og einkunnarorð bandarísku
rifflasamtakanna: Byssur drepa ekki
fólk.
SS: Já, ég er byssubófi. Ég hef aldrei
fengið ógeð á áfengi, en auðvitað hef-
ur það áhrif á mig eins og annað fólk.
Það hefur komið fyrir að ég hef ekki
bragðað áfengi í langan tíma, þegar
ég hef farið í gegnum erfið tímabil.
Maður þarf að vera í góðu jafnvægi
þegar maður fær sér í glas.
Nú var ykkar drykkja ekkert vanda-
mál. Eftir sem áður voruð þið sýkt-
ar. Það má segja að þið hafið borið
sjúkdómseinkenni af sjúkdómi ann-
arrar manncskju.
SS: Sá sem tekur þátt í þessum leik á
móti alkóhólistanum er jafnþjáður af
afneitun og dómgreindarleysi og
alkóhólistinn sjálfur. Kannski giffist
hann alkóhólistanum vegna þess að
hann hafði þessi sjúkdómseinkenni
fyrir. Einstaklingar smella saman
vegna þess að lífsýn þeirra og hugs-
anakerfi falla saman.
Áttu við að þið hafið verið orðnar
kóarar áður en þið funduð alkana
ykkar? Að þið hafið leitað ykkur að
tcmmilegum aumingja til að hlúa
að?
SS: Nei, alls ekki. Það stígur enginn á
stokk og segist ætla að leita sér að
aumingja - fyrir utan það að alkóhól-
istar eru ekki aumingjar. Það er eng-
inn sem velur sér þetta hlutskipti,
hvorki að verða alkóhólisti né kóari.
Við segjum ekki þegar við erum
börn: Ég ætla að verða alkóhólisti og
brjóta og týna öllu og öllum í kring-
um mig. Það segir heldur enginn: Ég
ætla að verða kóari þegar ég er orðin
stór og safna í kringum mig veikgeðja
fólki svo ég líti alltaf betur út en hin-
ir. Svo ég geti blásið upp lélegt sjálfs-
mat með því að vera svo helvíti
snyrtilegur miðað við hina. Þetta er
tilfinningalegur sjúkleiki sem enginn
vill hafa.
Hvenær áttaðirðu þig á að þú værir tilfinninga-
lega sjúkur aðstandandi alkóhólista?
SS: Það var ofboðslega stuttur tími sem ég var
aðstandandi. Ég áttaði mig ekki á að maðurinn
væri alkóhólisti fyrr en eldri dóttir okkar fæddist.
Þá vorum við búin að vera gift í rúmt ár. Þegar
við giftum okkur sagði ég: Svona er þetta á mínu
heimili - börn og drykkja fara eJdci saman -
svona vil ég hafa þetta og þú verður að virða það.
Og hann hlýddi. En eftir að fyrri dóttur okkar
fæddist byrjaði alkóhólismi hans að ágerast og
það gerðist mjög hratt. Ég skildi ekkert hvað var
að gerast. Það komu sprengjur. Ég reifst, grét og
barmaði mér. Og hann grét ennþá meira yfir að
hafa komið svona frarn við mig og barmaði sér
ennþá meira. En ég gekkst aldrei inn á að ástæð-
an fyrir þessari hegðun hans lægi hjá mér. Mér
fannst það alltaf dálítið sérkennileg fullyrðing af
hans hálfu. Það getur aldrei verið öðrum að
kenna hvernig maður hegðar sér.
Hvers konar aðstandandi varst þú?
SS: Ég talaði. Við vorum sífellt að ræða málin. Ég
hef enn þann dag í dag ofnæmi fyrir setningun-
um „þurfum við ekki að ræða saman" og „eigunt
við ckki að ræða málin“. Þetta eru tvær setningar
sem ég þoli ekki. Þetta var algjörlega tilgangslaust
tal. Ég var svo heppin að Inga Bjarnason rétti
mér bókina Konur sem elska of mikið og sagði mér
að lesa hana. Ég las bókina á einni nóttu, áttaði
mig á að ég bjó með alkóhólista og var komin á
Alanon-fund kvöldið eftir.
Og hvað gerðirðu þegar þú áttaðir þig á þessu?
Sagðirðu manninum að þú létir ekki bjóða þér
upp á þetta og skildir við hann?
SS: Nei, drottinn minn dýri, það vildi ég ekki.
Reyndirðu að þurrka hann?
SS: Nei, ég reyndi það aldrei. Ég reyndi að ræða
við hann á þeim nótum að hann vildi það sjálfur.
Gekk það?
SS: Nei, engan veginn. Það var algjörlega von-
laust.
Varst þú jafnfljót að átta þig, Edda?
EB: Nei, nei. Ég féll í allar þær gryfjur sem hægt
er að falla í. Ég notaði öll tiltæk ráð til að fá hann
til að hætta að drekka og gerði bókstaflega allt til
þess. Ég hélt að það væri á mínu valdi. Ég var bú-
in að reyna skilnað og sjá að það vildi ég ekki. Ég
vildi halda þessu hjónabandi. Loks áttaði ég mig
á því að það var nákvæmlega sama hvað ég gerði,
ég gat ekki stjórnað þessari drykkju. Ég gat ekki
látið þennan mann hætta. Ég þurfti hjálp
til þess að átta mig á því og mér var bent
á hvar ég gat fengið hana. Sú fræðsla sem
ég fékk og bjargaði mér var á fjölskyldu-
námskeiði hjá SÁÁ. Ég vil hvetja alla til
að leita þangað ef þeir vilja hjálp.
Alkafræðin hafa hugtök yfir ýmsar týp-
ur af aðstandendum, píslarvottar, hetj-
ur...
EB: Það er mjög algeng tegund, hetjan.
Sú sem ber sorg sína í hljóði og alls eldci
út á torg.
SS: Já, það er ntjög mikið af hetjum á Is-
landi.
EB: Það er svo aðdáunarvert. Eða hvað?
SS: Og það felst í því svo rnikil umbun.
Tvímælalaust var ég hetja þegar ég stóð í
þessu og ég held að Edda hafi verið það
líka. Svo er spurning hvort maður sé
svona píslarvotta-hetja eða gribbu-hetja.
Hvor varst þú?
SS: Gribbuhetja, biddu fyrir þér.
Þú gætir ekki orðið píslarvottur?
SS: Nei, ekki að ræða það. Ég er dálítil
öfgamanneskja. Ef mér er mikið niðri
fýrir, þá er ntér mjög rnikið niðri fyrir.
Þegar ég ætlaði að stjórna lífi mannsins
var það örugglega með sterkari vopnum
en tárum. Ég get ekki setið úti í horni og
grátið.
Þú ert sem sagt ekki sérstaldega eftir-
sóknarverður aðstandandi fyrir alka?
SS: Nei, guð minn góður. Það ntundi
hvaða alkóhólisti gefast upp á mér.
EB: Og drekka sig í hel í hvelli.
SS: Nei, bara forða sér því í dag tek ég
ekki að mér að stjórna lífi annarra. Ég
pakkaði stjórnseminni inn í mjög fínar
umbúðir og áleit mig bara mjög gefandi
manneskju. En þegar maður er svona
sjúklega gefandi fer maður að gefa hluti
sem maður á ekki til. Fólk fer hreinlega
að nærast á manni. Maður missir allan
þrótt og hefur ekki lengur orku til að
sinna börnunum eða vinna. Ég valdi því
á milli mín og alkóhólismans.
Nú hefur alkóhólismi leikið ykkur dálít-
ið grátt. Er leikritið ykkar ekki eintóm-
ur harmur?
EB: Nei, það er svo margt fýndið sem
maður sér eftir á. Við getum grenjað úr
hlátri yfir því sem við vorum hér áður
fyrr algjörlega í klessu yfir. Okkar leið er
að gera grín að okkur prívat og persónulega,
draga upp myndir og fólk til að lifa þær með
okkur. Við erum að reyna að deila reynslu og fá
fólk til að hlæja og hugsa nteð okkur. Leiðin að
tilfinningunum liggur nefnilega ekki í gegnum
grátur. Hann er lokandi. Leiðin að tilfinningun-
um liggur í gegnum hlátur.
Leikritið Gúmmiendur syndn ekki verður sýnt í skói-
um og á vinnustöðum, en gert út frá Borgarleikhús-
inu. Súsanna og Edda skrifuðu það saman og Edda
leikstýrir. Leikarar eru Eggert Þorleifsson, Margrét
Ákadóttir og Ragnhildur Tryggvadóttir.
Edda Björgvinsdóttir
„Loks áttaði ég mig á því að það var nákvæmlega sama hvað
ég gerði, ég gat ekki stjórnað þessari drykkju. Ég gat ekki látið
þennan mann hætta."
7 8
EINTAK NÖVEMBER