Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 35

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 35
„Ég lenti íkáetu með norskum málara, afar kurteisum og tillitssömum og eflaust mjög flinkum. Við lágum hvor í sinni kojunni og lásum hvorsína bókina...“ að þetta umhverfi verði honum tilefni þess að rifja upp sögur af einkennilegum mönnurn og herma eftir tilsvörum, eins og einkenndi áður marga Islendinga, ellegar að það kveiki með honum ýmis hug- renningatengsl eða þörf á að skil- greina hlutina í heiminum, sem er einkenni Evrópubúa. Upphaflega er reykvískan vitaskuld unglingamál og hjá unglingum verður hún ýktust, en eft- ir því sem fjölgar kynslóðunum sem hér hafa alið allan sinn aldur og aldrei í sveit komið verður reykvískan viðteknara mál, útbreiddari, viðurkenndari. Allt þetta vitraðist mér þegar ég stóð upp við barinn og átti ekki aur í ferjunni milli Óslóar og Kaupmannahafnar nokkrum mánuðum eftir Akureyrarferðina og horfði á fólkið dansa við undirleik hljómsveitar. Ég var einn á ferð, eins og segir í gamla Hljóma-laginu um firringu nútímamannsins, alltaf er ég einn á ferð, og það var strax á Hótel Loftleiðum sem kom yfir mig þessi þægilega til- finning sem fylgir því að vera einn að þvælast um heiminn; manni líður eins og huliðshjálmur sé yfir manni og maður sé eiginlega ekki til, maður bara horfir og hugsar um það sem maður horfir á og getur búið til margra binda skáldsögur út af einu augnatilliti sem maður sér milli hjóna. Þarna sat ég og fannst ég eiginlega ekki vera til meðan ég samdi í huganum smásögu um hjónin sem sátu á móti mér með því sérstaka útlandafasi sem kemur yfir okkur um leið og við erum búin að kaupa farmiðann. Hótel Loftleiðir er líka nokkurs konar útlönd. Það er framandi forfröm- unarsvipur á starfsfólkinu sem allt er eins og ís- lendingar að leika útlendinga, það er meira að segja sólbrúnt og karlarnir klæddir í stutterma skyrtu... Ég tók ferjuna frá Ósló til Kaupmannahafnar og lenti í káetu með norskum málara, afar kurt- eisum og tillitssömum og eflaust mjög flinkum. Við lágum hvor í sinni kojunni og lásum hvor sína bókina, hann með slitinn garm í lúðum spjöldum þar sem af var kjölurinn og titillinn skrifaður silfruðum stöfum sem ég greindi ekki og frá gripnum þótti mér stafa einkennilega dökkleitri birtu - ég hins vegar með einhvern ný- móðins árulausan reyfarann. Allt í einu benti hann á töskuna mína og spurði hvort ég kæmi frá íslandi. Ég hélt það nú. Svo spurði hann hvort ég þekkti þennan tiltekna íslenska málara. Ég hélt það nú. Og þannig gengu þessar samræður okkar um myndlist og bókmenntir og hljómuðu svona eins og þegar tveir gáfaðir menntamenn hittast: þekkir þú Hong-Gong-Wong - nei - hann er rnjög góður; og svo mætast menn í einhverju nafni sem báðir hafa haft veður af og samþykkja einum rómi að þar fari mjög góður listamaður. Við hefðum alveg eins getað farið í Frúna í Ham- borg og það var ekki fyrr en eftir að við höfðum skipst á svona tuttugu nöfnum og kinkað kolli yf- ir þeim að ég uppgötvaði að maðurinn var blek- fullur. Þegar klukkan var að verða átta afsakaði ég mig og skildi hann eftir á sínu kojufylleríi með sinni einkennilegu bók og fór á kaffiteríuna til að nærast. Þar úðaði ég í mig íslenskum jólamat fyrir slikk, hamborgarhrygg með þykkri sósu og brúnuðum kartöflum. Það var miður febrúar og þetta voru einmanalegustu jól sem ég hef haldið og ég ákvað því að lyfta mér á kreik og bregða mér á ball sem var uppi á næsta þilfari, hljómsveit og allt. Ég stóð upp við barinn með huliðshjálminn yfir mér, ég var ekki þarna, ég var naumast til. Ég var að horfa á fólkið. Ég var að fylgjast með dans- hans. Þegar hann hafði gubbað nægju sína burst- aði hann tennurnar af samviskusemi, staulaðist svo fram þar sem hann brosti kurteis og afsak- andi til mín sem datt í hug að punda á hann enn einu nafni, en fannst svo ekki taka því. Svo sofn- uðum við, tveir ókunnir menn úti á hafi, saman í þröngri káetu neðst í skipi. Morgunninn eftir gaf hann mér bókina sem hann var að lesa. Hún er hérna á borðinu mínu og stafar frá henni birtu sem er dökk og er því ekki birta heldur dökkvi. Hún heitir Golem og er eftir Gustav Meyrink, hún kom út um síðustu aldamót og þetta er danska frumútgáfan. Hún er byggð á gamalli gyðingasögn um mann sem fór um heiminn og var ekki til. Guðmundur Andri er rithöfundur og ólst upp í Vogahverfmu í Reykjavík, setn þótti heldur ófínt á uppvaxtarárum hans. inurn. Ég var að hlusta á hljómsveitina og horfa á hana - og allt í einu laust því niður í mig, sennilega vegna þess að ég hafði skömmu áður verið á stað þar sem ég var ekki. Ég var staddur í Sjallanum á Akureyri og var að hlusta á hljómsveit Ingimars Eydal ásamt Helenu. Ég var að horfa á Akureyringa skemmta sér - tískuklædda, myndarlega, ljóshærða og sólbrúna og skíðalega. það rann allt í einu upp fyrir mér hver mun- urinn er á Akureyringum og Reykvíkingum og hvers vegna það er sem þeir sýna okkur að sunnan þessa góðlátlegu vorkunn sem blandin er hálfgerðri fyrirlitningu. Það er vegna þess að þeir eru Skandinavar, og ekki nóg með það heldur grónir Skandinavar. Við Reykvíkingar erum aftur á móti uppflosnaðir Islendingar - við komum úr lítilsigldum sjávarþorpum og fásinni sveitanna, hver fjölskylda með sínar , hefðir og skort á hefðum og streitumst „Mer tókst dldrei 3Ö Hd þeSSU við að tiieinka okkur nýjar hefðir - duonaðarlega myndarfasi förum allt í emu eitt arið að sla kott- I; j J inn úr tunnunni eða baka laufabrauð, H S6/T) G/n/CSDn/r Akureyr~ án þess að þessar athafnir séu --JÉtaa ■ o//a okkur inngrónar. Ég fann það lUga Og rdUtiar 3113 þegar ég hlustaði á þessa norsku hljómsveit Ingimars Eydal, heyrði uppmælingaklukkuna tifa í spilamennskunni, trausta fagmennskuna í hinum full- komna skorti á leikgleði, og lög sem allir kunnu greinilega og höfðu alltaf kunnað - ég fann það að hér fór fólk sem bjó á sínum stað með sínar hefðir, rétt eins og á Akureyri. Gott ef þeir spiluðu ekki meira að segja lagið þarna: Við höfum Lindu og við höfum Sjall- ann... Og það rann upp fyrir mér að Akureyri er eina borgin á íslandi. Eini staður- inn á landinu sem getur stát- að af gróinni borgarmenn- ingu, á sér sína Schötta og Thorarensena og Búdden- brúkka, sínar ættir, sínar sögur, sína einkennilegu rnenn og sín einkennilegu örlög, sína föstu punkta - og það er þess vegna sem Akureyringar eru eins og þeir eru. Það var eins og dansgólfið væri iðandi af fylgjum Akur- eyringa, iðandi af draugum. Ég kjag aði aftur niður í káetu því ég vissi að þarna yrði ég bara hálfvithi að sunnan og þegar komið var þang- að inn i þrengsl- in neðst í skipinu var málarinn norski - eða akur eyski- hvergi sjá- anlegur, en hins vegar heyrðust af salern- inu hljóð sem bentu til þess að áfengið hefði haft skamma viðdvöl í maga Eyfirðinga. Eg hafði ekki blómlegt litar- aftið; ég átti ekki hressileikann... “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.