Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 56

Eintak - 01.11.1993, Blaðsíða 56
Að neðan sést hvernig styrkur flokkanna skiptist milli Reykjavíkur og Reykja- ness annars vegar (ijljJíj aíjJuí'íjíjj) og landsbyggðarinnar hins vegar (jjjT.yjjy :j hJ u/jjsif). Efri súlur hvers flokks tákna hvernig atkvæðamagn skiptist í prósentum talið, en þær neðri hvernig þingmenn þeirra skiptast. Aftan við súlurnar sést hve marga þingmenn landsbyggðarþingflokkarnir „skulda“ flokksbræðrum sínum í þéttbýlinu samkvæmt þessu. 20 40 60 80 100% % atkvæða af landsbyggðinni % þingmanna af landsbyggðinni Æ % atkvæða af Suðvesturhorninu % þingmanna af Suðvesturhorninu © Af hverju ekki effir aldrí? Er ekW allt eíns gott að sWpta kjördæmum eftír k/nslóðum eins og búsetu - eðajainvel eftír nölnum, með sérstökum Jóns- og Guðrúna^ördæmum, Kerfi einmenningskjördæma þar sem reynt er að halda kjósenda- fjölda nokkurn veginn jöfnum leiðir óhjákvæmilega til þess að sum kjör- dæmin verða órökrétt og undarleg, eins og sjá má um nokkur dæmi hér. En ættu talsmenn þessa kerfi ef til vill að söðla um? Þróunin í pólitík gengur víðast í þá átt að búseta skiptir æ minna máli, en aðrir þættir fá aukið mikilvægi. Hverfin í Reykja- vík eru ekki sérlega samstæð, en margir telja sig aftur á móti greina póiitísk skil eftir aldri. Ætti kannski að skipa kjördæmunum þannig? Eftir aldursflokkum? Þingmaður íslend- inga í árgangnum1965-70? Eða 1920-25? Eða bara eftir tilviljana- úrtaki, til dæmis þjóðskránni, þannig að Guðmundarnir fengju sinn sér- staka þingmann, og allir Einarar annan, og Kvennalistinn ynni í Guðrúnakjördæminu? bandalaginu er sú í þessum kjördæmum að flokksformaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson, stendur einn á Reykjanesi (með sjöfalt meira fylgi en þingmaður flokksins á Vestfjörðum), en Reykjavíkurþingmennirnir tveir hafa nú setið samfleytt síðan 1978 og 1979 - í 16 og 17 ár þegar þeir bjóða sig enn einu sinni fram í næstu kosn- ingum. Þessi staða er raunar enn fáránlegri hjá Framsóknarflokknum þar sem aðeins tveir þing- menn af þrettán koma úr Reykjavík og Reykja- nesi, en hafa á bak við sig næstum 40 prósent af landsfylgi flokksins. Til lengdar er þessi staða ekki eingöngu skopleg á að líta, heldur beinlínis óheil- brigð fyrir þá flokka sem í henni lenda - og þar með fyrir pólitíska kerfið og landstjórnina í heild. Utan innsta hringsins í flokkaveldinu hafa menn ekki síður gagnrýnt núverandi kjördæma- kerfi og ekki síst breytingarnar síðustu fyrir að vera sniðnar kringum staðnað flokkakerfi. Kerfl landsbyggðarkjördæma með fimm til sex þing- mönnum og jöfnunarsætum tryggi að flestir fimmflokkanna eigi mann í kjördæmum hring- inn um landið. Kerfið torveldi breytingar með því að ýkja landsbyggðarfýlgi flokkanna. Auk þess dragi misvægi atkvæða úr möguleikum nýrra manna eða uppreisnarframboða í Reykjavík og á Reykjanesi, einmitt þar sem nýjungar koma helst upp í pólitík, þar sem bylgjan brotnar. NOKKUR PÓLITÍSKUR VIUI FYRIR BREYTINGUM Hvað vilja menn þá í staðinn? Það er auðvitað óljóst. Sjálfstæðismenn svöruðu því ekki á nýaf- stöðnum landsfundi, heldur gáfu forystumönn- um sínum - les: þingflokknum - óútfyllta ávísun í samningaviðræður við aðra flokka. Kratar hafa ekki tekið neina endanlega afstöðu heldur. Þró- unin virðist raunar hafa verið sú síðustu vikur að stjórnarflokkarnir séu horfnir frá þeirri hugmynd að gera einir út um málið, enda mundi slik af- greiðsla hafa í för með sér þá hættu að nýr meiri- hluti á þingi felidi úr gildi samþykktir fyrri stjórn- arflokka um þessi efni. Ekki er heldur líklegt að Alþýðubandalagsmenn nái saman um neina eina ieið á landsfundi sínum nú í nóvemberlok. Til að eitthvað gerist verða stjórnmálamennirnir hins vegar að afgreiða málið í öllum meginatriðum á þessu þingi eða fyrri hluta hins næsta, áður en kosningaskjálfti gerir bestu menn vanhæfa til þarfaverka. Hið formlega tækifæri er þegar fengið með tillögu Framsóknarþingmannanna Jóhann- esar Geirs að norðan og Finns Ingólfssonar í Reykjavík um landið allt eitt kjördæmi. í umræðum um þessi efni jafnt utan flokka og innan eru helst uppi þrjár leiðir. I fyrsta lagi velta menn því fyrir sér að jafna atkvæðamun innan kjördæmakerfis sem í meginatriðum svipar til þess sem verið hefur. Af þessu tagi eru hugmynd- ir sem heyrst hafa innan Alþýðubandalagsins um að fækka kjördæmunum um helming um leið og jafnað væri þingmönnnum til Reykjavíkur og Reykjaness. Með þessu móti yrði sæmilega mikið eftir af þingsætum í nýjum sameinuðum kjör- dæmum - sem gætu verið Vesturkjördæmi, Norðurkjördæmi, Suðausturkjördæmi og sam- einað Reykjanes- og Reykjavíkurkjördæmi. Af svipuðu tagi er tillaga sem varð til í Sjálfstæðis- flokknum um að fækka þingmönnum í lands- byggðarkjördæmunum og skipta Reykjavík og Reykjanesi upp í nokkur kjördæmi fárra (þriggja) þingmanna. Sú tillaga virðist reyndar hafa verið málamiðlun milli þeirra sem vildu halda nokkurn veginn í kjördæmakerflð og þeirra sem vilja ein- menningskj ördæmi. EINMENNINGSKJÖRDÆMI GAGNAST SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Sem er leið númer tvö. Stuðningsmenn ein- menningskjördæma hafa flestir verið í röðum sjálfstæðismanna, sem raunar er eini flokkurinn sem mundi komast nokkurn veginn heill gegnum slíka breytingu. Þeir benda á þá kosti einmenn- ingskerfis að með því skapist alla jafna skýr meiri- hluti eins flokks eða flokkabandalags - og kjós- endur séu þá að kjósa sér ríkisstjórn, en ekki að taka nauðugir viljugir þátt í því happdrætti sem samsteypustjórnastandið gerir yfirleitt úr þing- kosningum. Því er líka haldið fram einmenningskerfinu til stuðnings að það gefi kost á beinna sambandi þingmanns og kjósenda en mannfleiri kjördæmi með hlutfallskosningu. Raunar er í því sambandi rétt að benda á að einmenningskjördæmi draga ekki endilega úr miðstjórnaráhrifum flokks, hvað sem líður sambandinu milli frambjóðanda og kjósenda; - í hinu einstrengingslega breska kerfi hafa flokksskrifstofurnar í höfuðborginni oft úr- slitaáhrif á það hver er boðinn fram á hverjum stað. En megingalli einmenningskjördæmanna er þó sá að bak við þann meirihluta þingmanna sem skapast er ekki endilega meirihluti kjósenda, meðal annars vegna þess að þessu kerfi hættir til að útiloka frá áhrifum aðrar stjórnmálahreyfmg- ar en allra stærstu flokkana og samtök með mikið staðbundið fylgi. Enn er dæmið frá Bretlandi þar sem íhaldsflokkur Thatcher og Major hefur set- ið við völd á annan áratug með minnihluta kjós- enda á bak við sig, en notið þess að stjórnarand- staðan er tvíklofin og því vanmáttug. Eins og sést á þeirri tilraun sem hér fylgir um íslensk einmenningskjördæmi er harla snúið að skipta þjóðinni nokkurn veginn jafnt niður í skynsamlegar pólitískar einingar. Kjánalegust verða einmenningskjördæmin í borgum og stærri bæjum þar sem hverfin eru hvert öðru lík, en dreifbýlinu er líka erfitt að skipta niður svo vel fari. I ríkjum sem hafa valið sér einmenningskjör- dæmi er endurskipulagning þeirra sífelldur höf- uðverkur, og fer oftar en ekki fram með pólitísk- um hrossakaupum eða hreinni valdníðslu hins sterkasta. 56 EINTAK NÓVEMBER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.