Eintak - 01.11.1993, Page 111
Llk
rk a^srsteu^a
a a Italiu
r
Alls staðar er Björk. Hún er alveg ábyggilega orðin heimsfrægasti
Islendingur fyrr og síðar. Heimsfrægari en Halldór Laxness og
Leifur Eiríksson. Og af því við íslendingar erum svo útbelgdir af
menningararfi okkar og bókmenntum er það svolítið fyndið að það
skuli vera svona skemmtileg stelpa sem getur sér heimsfrægðina
sem þjóðina hefur alla tíð dreymt urn. Maður hefur varla tölu
lengur á öllum stórblöðunum sem hafa birt viðtöl Björk og myndir
af henni, en síðast rákumst við á hana í nýjasta hefti Ítalíuútgáfu
tímaritsins Vogue. Þar situr hún fyrir á tískuljósmyndum hjá hinum
víðfræga ljósmyndara Ellen von Unwerth. Þarna sýnir Björk
fatnað frá tískuhúsum frægra hönnuða á borð við Yves Saint
Laurent, Jean Paul Gaultier, Karl Lagerfeld og Martine Sitbon.
Við sjáum ekki að Björk gefi helstu tískufyrirsætum heimsins neitt
eftir, enda er stúlkan náttúrlega gædd einstæðum yndisþokka. Það
finnst líka Itölunum sem segja að hún sé boðberi nýs glæsileika og
kalla hana hina myrku Venus Ijóssins. Og þótt hún sitji fyrir hjá
svona virðulegu tískublaði sjáum við ekki betur en að hún hafi
fyllilega gætt þess að halda sínum eigin stíl í fatavali.
Þú kemst ekki í gegnum án þess að hafa þyrluflugmannshjálm á hausnum
Þegar herir hinna föllnu kommúnistaríkja austan járntjalds leystust upp af
hugsjónaleysi og hungri hrúguðust upp birgðir af hermannafötum; frökkum,
skóm, jökkum og húfum. Og einn ferðalangur að vestan keypti sér flík og fór
með heim. Og síðan annar. Og annar. Loks flæddu hermannafötin vestur yfir,
séðir karlar skipulögðu flóðið og bjuggu til úr því allsherjartískubylgju. Líkast
til hagkvæmustu tísku seinni ára. Vesturlandabúar dúðuðu sig í óþörfan og
verðlausan tindátaklæðnað að austan. Eins og öll tíska hefur þessi líka hug-
læga merkingu. Kapítalistabörnin að vestan skreyta sig með táknum hinna
sigruðu barna byltingarinnar að austan - eins og indjánar með höfuðleður um
mittið. Aum örlög hins stolta Rauða hers. Húfurnar hér að neðan fást í Arm-
asútra á Hverfisgötunni.
111
nóvember eintak