Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 2
O Hrafnfer á taugum oggefur Stöð tvö forskotO Einar Bollason hnusar að NBA-liðum vestra OHalldór Blöndal alltaf jafngestrisinn... fyrir annarra hönd Heldurðu aðflokkur- inn launi þér jafnvel og Hrafni, Júlíus? Það var skiljan- lega mikil eftir- vænting meðal borgarbúa þegar Markús Örn Antonsson borgarstjóri boðaði til blaðamannafundar á Hótel Borg til að tilkynna afsögn sína á mánu- daginn var. Stöð 2 sjónvarpaði beint frá fundinum í sérstökum fréttatíma í hádeginu. Það ætlaði Ríkissjónvarpið einnig að gera en þá þrá svo við að Hrafn Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, bannaði að stöðin yrði opnuð fyrir útsendingu fyrr en tíu mínútum yfir tólf en fundurinn hans Markúsar hófst klukkan tólf stundvíslega. Fréttamenn Ríkis- sjónvarpsins fóru eftir sem áður á staðinn, fylgdust með upphafsmín- útum fundarins renna framhjá þeim en hófu síðan útsendingu tíu mínút- ur yfir tólf. Starfsmenn Ríkissjón- varpsins hafa velt því fyrir sér hvað Hrafni hafi gengið til með þessari ráðstöfun en engin haldbær skýring hefur fundist. Það er helst að menn telji hann einfaldlega hafa farið á taugum og ekki vitað hvort það væri í þágu flokksins aö sjónvarpa frá fundinum... Einar Bollason körfuboltafrík var nýlega á ferð um Banda- ríkin til að fylgjast með stjörnuleiknum á milli austur- og vesturstrandarinnar í körfubolta. Tilgangur ferðarinnar var ekki ein- ungis að fylgjast með leiknum held- ur reifaði hann hugmyndir sínar um komu einhvers af NBA liðunum til (slands á næstu misserum. Hann segir að ótrúlegum fjárupphæðum sé eytt til kynningar á NBA körfu- boltanum um allan heim á hverju ári og forstöðumenn ameríska körfu- knattleiksins stefni að því að íþrótt- in verði vinsælust allra íþróttagreina ekki síðar en 1998. Knattspyrna er eina íþróttin sem er vinsælli en karfa og í löndum eins og Spáni er körfuboltinn að ganga af hand- knattleiknum dauðum... Samgönguráðuneytið stendur nú fyrir herferð þar sem það skorar á landsmenn að ferð- ast innanlands í sumar og heim- sækja ættingja og vini landshorna á milli. Kerling austur á fjörðum brást illa við þessum tíðindum og hafði á orði að ekki vantaði helvítis frekjuna í hann Halldór Blöndal að fara að bjóða fólki heim til annars fólks... „Hefur Hrafn verið á framboðs- lista? Ég hefekki vitað til þess. Flokkurinn hefur aldrei launað Hrafni eitt né neitt. Fjölmiðlar hafa tengt saman tvo skólafélaga og sett samasemmerki milli Sjálf- stæðisflokksins og þeirra. “ Ertu að spyrða þig saman við Sjálfstæðisflokkinn i von um umbun? „Síður en svo. Ég veit ekki til þess að það tíðkist. Ég tók sæti á list- anum til þes að styrkja listann vegna þess að ég vil ekki sjá Reykjavíkurborg lenda i ruglinu. “ Heldurðu að þú eigir meiri möguleika til dæmis á heiðurs- launum Alþingis þegar fram líða tímar efþú hefur Sjálf- stæðisflokkinn bak við þig? „Ég veit ekki hvaða heiðurslaun það eru. “ Hvað kemur til að þú hellir þér út í stjórnmál? „Ég hafði aldrei ætlað mér það og lít ekki þannig á málið að ég hafi hellt mér út í stjórnmál. Ég hef verið í flokknum i mörg ár en ver- ið lítið virkur. Afturá móti hefég aldrei kosið neitt annað. Þetta er stuðningsyfiriýsing og ég lit á það sem heiður að hafa verið boðið sæti á listanum. “ Er Sjálfstæðisflokkurinn að nota þig til að veiða ungu kyn- slóðina? „Nei, ég held ég eigi ekkert fylgi hjá henni. Efþeir hefðu það að markmiði hefðu þeir heldur átt að tilnefna Magga Scheving eða Pái Óskar. “ Fyrir hverju ætlarðu helst að beita þér í borgarmálum? „ Efég fæ tækifæri til þess að vinna að menningu og listum mun ég þiggja það. Eitt afhugar- fóstrum mínum eru Stuttmynda- dagar í Reykjavík sem ég.og Jó- hann Sigmarsson höfum átt frumkvæði að. Borgarstjórn hefur stutt þessa hátið rausnarlega með þvíað gefa verðlaunin ifyrra og ætlar að gera slíkt hið sama i ár. Mér og fleirum þætti leið- inlegt ef þessi eini vettvangur ungra kvikmyndagerðarmanna yrði að engu. “ Júlíus Kemp kvikmyndagerðar- maður hefur ekki haft sig í frammi í stjórnmálum hingað til. En nú ber nýrra við. Júlíus er kominn í 22. sæti á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjómarkosn- inga. OQEÐSLEQ- ASTA FRÉTT VIKUNNAR Forn- egypskir kynhverfir mislinga- sjúklingar Ógeðfelldasta frétt vikunnar er forsíðufrétt DV frá því á laugardag- inn var og fjallar um brúðkaup tveggja homma sem báðir eru smit- aðir af eyðniveirunni. Það er í sjálfu sér ekki ógeðfellt að hommar giftist — jafnvel ekki í DV þar sem þeir voru einu sinni gerðir útlægir úr smáauglýsingunum af Ellerti B. Schram ritstjóra. Og það er alls ekki ógeðfellt að fólk sem er smitað af eyðni sé að gifta sig. Það var at- höfnin sjálf og klæðnaður hjón- anna sem vakti skelfingu. Helsta skemmtiatriði veislunnar var drag-show sem félagar þeirra settu upp í tilefni dagsins. Báðir brúðgumarnir voru klæddir í bláa dúka sem voru sniðnir eftir fyrir- myndum af lágmyndum Forn- Eg- ypta. Og þeir voru alsettir rauðum hjartalaga dílum sem veislugestir höfðu límt á þá og hjónin litu því út eins og mislingasjúklingar. Það er; forn-egypskir mislingasjúklingar. Eða öllu heldur; forn-egypskir kyn- hverfír mislingasjúklingar. © STELLINQ VIKVNNAR Svona gerum við þegar okkur er boðinn borgarstjórastóllinn i Reykjavík og þurf- um ekki að gera annað en ausa úr borgar- sjóði smá pening þar og smá pening hér, ræsa kosningavél íhaldsins og biða siðan þar til Sigrún Magnúsdóttir klúðrar kosninga- LOF Hörð sqora Nocour- . lanaaraos Einar Karl Haraldsson, framkvæmdastjóri Alþýðubanda- lagsins, sótti nýverið um stöðu framkvæmdastjóra Norðurlanda- ráðs, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Eðlilega hefði verið tekin ákvörðun um embættisveitinguna á nýliðnu Norðurlandaþingi og einhugur var meðal íslensku þingmannanna sem skipa lands- nefndina um stuðning við Einar í embættið. Islend- j » B ingar hafa aldrei átt y" framkvæmdastjóra ( því fannst þingmönnun- um eðlilegt að röðin væri komin að okkur. Frændur okk- ar á Norðurlöndunum eru greinilega ekki sammála þessu og mikil togstreita er nú hlaupin í málið. A Fimm einstaklingar, einn frá hverju landi berj- ast um stöðuna en fúlltrúi Norðmanna er kona. Núverandi framkvæmdastjóri, Josten Osnes er norskur og þykir það lævíst bragð af hálfu Norðmanna að bregða fyrir sig jafnréttissjón- armiðinu með því að tefla fram konu í bar- s og %'i íl|fe?T * l áttunni um embættið. Bkipuð hefur verið sérstök nefnd innan forsætisnefndarinnar til að fjalla um málið og mánudaginn kemur verður fundað um stöðuna Kaupmannahöfn. Eins og er er málið í hnút og engin samstaða hefur náðst um væntanlega kandídata. Eftir að nefndin hefur komist að niður- stöðu geta nokkrar vikur liðið þar til forsætisnefndin tekur endanlega ákvörðun um hver hlýtur þetta eftir- sótta emb- ætti. Wl / ...fær Heimir Steinsson út- varpsstjóri fyrir að láta ekki undan þrýstingi sjálfstæð- ismanna og sitja sem fast- ast í Efstaleiti. Þessir menn eiga ekkert það inni hjá honum sem réttlætir að hann hjálpi þeim við að skera Markús niður úr snörunni. ...fær Markús Örn Antons- son, rétt bráðum fyrrver- andi borgarstjóri, fyrir að taka að sér að gerast borg- arstjóri, lýsa þvi yfir að hann væri snúinn aftur i pólitik en guggna siðan við fyrsta mótvind. baráttu R-listans. Og þá er maður á grænni grein, borgin unnin þrátt fyrir að hún hafi aldrei tapast og formannsstóllinn innan seilingar. Maður leggur annan fótinn hógværlega fram yfir hinn, ýtir rassin- um aftur á bak og hneigir sig. PAÐ VÆRI TILQANQSLAVST... að halda kjafti að pissa í skóinn sinn 2 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 O ION ÖSKAR

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.