Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 35

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 35
„Baltasar viröist hafa komist að þeirri niöurstööu að list hans getur náð hærra og dýpra ef hann fæst við óljós viðfangsefni sem hrópa ekki framan í áhorfandann allan sannleikann í Myndlist GUÐBÉRGUR BERGSSON List í úlögum Kristjana & Baltasar Samper Hafnarborg____________ LíkJega hef3i spænski heimspek- ingurinn Unamuno getað fallist á að veigamikill þáttur í listþörfinni er að leitast við að koma á sáttum innan ósættinnar. Sjálfur hafði hann sett fram kenningu sem Is- lendingar gætu eflaust fallist á og fundið sig í, því hún er sú að mað- urinn finni frið í baráttunni. Listin er, á sama hátt og agaðir lifnaðarhættir og menningin, leit að sáttum þess sem virðist vera ósættanlegt. Þetta viðhorf kemur glöggt í ljós á sýningu hjónanna Kristjönu og Baltasars Samper í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þótt Kristjana og Baltasar séu ólík í efnisvali eiga þau margt sam- eiginlegt í umgengni við efnið, notkun lita og áferðin er á yfirborð- inu. Kristjana nálgast Baltasar í lita- vali, sem er stundum talið vera suð- ræns eðlis, ef gulbrúnn og svartur litir eru þá nokkuð suðrænni en sá gulbrúni og svarti hér. Sýningin virðist á hinn bóginn bera þess merki að Baltasar hafi náð betri sáttum við sjálfan sig. Hann finnur meira en áður frið í baráttunni, fletirnir verða stærri, óttinn við tó- mið minni, hraðinn verður þannig markvissari. List hans hefur aldrei verið nálægt hefðunum í spænskri myndlist, heldur miklu fremur uppreisnarhefðinni. Það sem íslenskur áhorfandi mundi kalla kraft eða blóðhita eru viðhorf eða vinnuaðferð mótuð af kenningunni um friðinn sem fæst við baráttuna. Litameðferðin sann- ar það og smitar með eðlilegum hætti út frá sér eða rennur saman við átökin í list Kristjönu, sem er innhverfari og kyrrari. Hjá henni eru þau eðlislæg og sótt í þjóðar- andann fremur en til kenninga, enda erum við íslendingar þannig. Baltasar virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að list hans getur náð hærra og dýpra ef hann fæst við óljós viðfangsefni sem hrópa ekki framan í áhorfandann allan sannleikann í málinu. Hann leyfir honum að túlka. Landslagið er í álögum. Listamaðurinn sér ekki ástæðu til að koma eins og prins með pensil sinn í líki töfrasprota og færa prinsessu landslagsins úr álög- um. Hann hlýtur að hafa sætt sig við álög þjóðarblöndunnar í sér sjálfum eftir langa dvöl á íslandi. Þannig sameinast Kristjana og Baltasar í þvi að gefa verkunum táknrænt gildi: hún í galdri og draumum, hann í Eddukvæðum og landslagi. Kristjana kennir myndir sínar við galdur og galdramenn úr leir, en hvað merkinguna áhrærir eru þeir ekki síður í ætt við stefnu hug- blæs og táknsæis sem ruddi sér til rúms í höggmyndum ítalska lista- mannsins Modesto Rosso í lok síðustu aldar og í byrjun þessarar. Hann máði út líkamsformin en gæddi í staðinn höggmyndir af manninum anda og hugblæ. Myndir Kristjönu hafa yfir sér viss- an andatrúarblæ eða dulhyggju, ef hægt væri að taka til orða á jafn yf- irborðskenndan hátt. Af ofansögðu leyfi ég mér að halda því fram að sýningin í Hafn- arborg sé full af þeim hæfilega fín- gerða fítónsanda sem ætti að falla „Með Schindler’s List hefur Spielberg sannað það einu sinni enn að hann er fyrst og fremst góður sögumaður sem kann skil á öllum frásagnaraðferðum kvikmyndarinnar.11 íslendingum vel í geð. © Siónvarp jfjGURJÓN KJARTANSSON Thorlacius & Richter Nýjasta tækni og vísindi _ Ríkissjónvarpinu___________ Nýjasta tækni og vísindi er án efa elsta þáttaröð í íslensku sjónvarpi. Ég held, án þess að þora að fullyrða um það, að þættirnir hafi byrjað um leið og Ríkissjónvarpið hóf göngu sína, árið 1966. Alla vega man ég ekki eftir mér öðru vísi en horfandi á Nýjustu tækni og vís- indi, um það bil hálfsmánaðarlega. Skemmtilegastir fundust mér þætt- irnir þegar Örnólfur Thorlaclus stjórnaði þeim, þá kannski sérstak- lega vegna þess hversu furðulega hann talaði. Þá er ég ekki að segja að arftaki hans, Sigurður H. Richter sé eitthvað verri, hann er bara ekki eins skrýtinn. Þættirnir hafa örlítið breyst í tímans rás, og það sem mér finnst helst að þeim nú er hversu mikið sýnt er af ís- lenskum myndum um fiskeldi og loðdýrarækt. Stundum kemur það fyrir að sýnd er ein löng fiskeldis- mynd allan þáttinn. Þeir hafa líka tekið upp á því á að sýna hundleið- inlegar jarðfræðimyndir eftir Ara Trausta Guðmundsson. Þetta er náttúrlega óhæft. Þættirnir ættu að halda áfram í gamla góða farinu, það er að segja, vera fjölbreyttir, skemmtilegir og umfram allt fullir af nýjustu tækni og vísindum alls staðar að úr heiminum (líka Is- landi, en þá bara ef um er að ræða nýjustu tækni!). Ég hef það á til- finningunni að herra Richter hafi kannski sofið örlítið á verðinum og sé orðinn latur við að afla efnis í þáttinn. Það sést á honum að hann tekur þessu létt og brosir í tíma og ótíma, jafnvel á meðan hann er að kynna háalvarlega tækni! Slíkt get- ur ekki gengið. Það ætti nú ekki að þurfa mikið til að koma þáttunum í fyrra horf. Kraffwerk-stefið er jú ennþá á sama stað og verður von- andi áfram, aðeins þarf að útvega fleiri góðar myndir og segja bless við laxeldið og jarðfræðina. Síðan væri ekki vitlaus hugmynd að end- ursýna gamla þætti úr þessari frá- bæru þáttaröð þá miðvikudaga sem þættirnir eru ekki á dagskrá. Það væri afar forvitnilegt og skemmti- legt að sjá hvað þótti nýjasta tækni og vísindi, til dæmis árið 1970! 0 JÚLÍUS KEMP Óskalistinn Listi Schindlers Háskólabíói ★ ★ ★ ★ Nú er komið að því. Loksins fær Steven Spielberg Óskarsverð- launin. Nýjasta mynd Spielbergs, Schindler’s List, er slándi verk sem erfitt er að lýsa í fáum orðum. Myndin er bæði ljót og falleg. Hún er ósköp fallega mynduð á svart/- hvíta filmu. Söguþráðurinn er of viðamikill til að hægt sé að hafa hann eftir hér enda hefur það ekki verið vani minn að skemma bíó- ferðir fólks með því að endursegja söguna. Með Schindler’s List hefur Spielberg sannað það einu sinni enn að hann er fýrst og fremst góð- ur sögumaður sem kann skil á öll- um frásagnaraðferðum kvikmynd- arinnar. Það sem er kannski mest sláandi atriði myndarinnar er þegar nasist- ar eru að pikka út og skjóta gyðinga af handahófi. Er sjónarhorn áhorf- andans hlutlægt nasistamegin sem hefur þau áhrif að morðin skipta litlu máli. Þetta er ekki ósvipað því að horfa á fjöldamorð í fréttatíma sjónvarpsins. öllum er skítsama. Hvers vegna er verið að gera þessa kvikmynd núna? Er ekki búið að gera nóg af kvikmyndum um helförina og hafa þær ekki flestar verið gerðar af bandamönnum? Atburðir þeir sem Schindler’s List fjalla um gerðust fyrir um 50 árum og ef menn hafa áhuga á að sjá ver- öldina í víðara samhengi þá geta þeir velt fýrir sér að á okar tímum fara einmitt fram ekki ósvipaðar þjóðarhreinsanir í ríkjum fyrrum Júgóslavíu!! Schindler’s List er kraftmikil mynd sem allir hugsandi menn ættu að sjá. (Ath. að A salur Háskólabíós rúmar tæplega 1000 manns sem er sama tala og Schindler tókst að kaupa). © Dansplata ársins? Welcome to the future 2 Björk, The shamen, Eskimos & Eg- YPT OFL OFL... ★★★ One Little Indian er kannski þekktast sem útgáfufyrirtæki Bjarkar og sykurmolanna en þar er ekki öll sagan sögð. ÓLI (upp á ís- lensku) hefur margt annað á prjón- unum. Fyrirtækið hefur haslað sér völl sem einn helsti útgefandi dans- tónlistar á Bretlandi. Welcome to thefuture serían er sýnishorn af því besta. Og gott má það vera. Hvert dúndurduflið á fætur öðru rífur bossana úr sætum og tryllir og dill- ir. Það er auðvelt að léttast um 10 kíló í takt við þessa plötu og ekki spillir fyrir að Björk á frábært mix af Human Behaviour þó maður sé vanari að heyra hana í öðru sam- hengi. Maður þekkir ekki mörg nöfn á plötunni en þessi tónlist þarfnast engra nafna né útskýringa. Það eina sem skiptir máli er að hækka í botn og sprengja hátalar- ana. Það er líka besta afsökunin fýr- ir því að fá sér aðra stærri. © Bækur HILMAR ÖRN HILMARSSON K. J&Uœ wttKfcc ' Æm Frábœrt tímarit TImarit Máls & menningar 1/1994 ★★★★ Tímarit Máls og Menningar hef- ur nú í 55 ár verið einn af horn- steinum íslenskrar bókmenntaum- ræðu. Þótt tímaritið hafi um árabil verið kennt við vinstrihyggju og þar af leiðandi verið litið hornauga af ýmsum góðborgurum sem sáu það sem gróðrastíu fyrir hættulegar byltingarhugmyndir hefur það samt borið gæfu til að vera yfirleitt áhugavert og upplýsandi og er það nú sem aldrei íýrr. Tímarit MM hefur síðasta áratuginn verið und- anfari breytinga frekar en endur- speglun þeirra og hefur verið ansi glúrið í að sjá fýrir dansspor tíðar- andans og nú er stigið enn eitt óvænt skref þegar nýjasta heftið opnar með þremur ljóðum eftir góðskáldið Matthias Johannes- sen. Þar með held ég að tímarit MM hafa losað sig við síðustu timburmennina frá árum hug- myndafræðanna og ég er farinn að sjá það og Lesbók Morgunblaðsins fyrir mér þar sem þau ganga hönd í hönd inn í sólarlagið, — eða sólar- upprásina öllu heldur. Þema heftisins er: Hver er hræddur við þennan James Joyce? Sigurður A. Magnússon ritar um aðdraganda æviverks Joyce og gerir það svo skemmtilega að mað- ur hefði viljað hafa þetta mikið lengra. Sverrir Hólmarsson rýnir í sjöunda kafla Ódysseifs sem er kenndur við Eólos, þann sama og sagt er frá í tíunda þætti Ódysseifs- kviðu Hómers. Eólos var ráðsmað- ur vindanna og Sverrir rekur tengsl hinnar fornu kviðu og mýtunnar við þennan kafla þar sem höfuðþe- mun eru vonbrigði og ósigrar og skoðar þetta bæði út frá frumtext- anum og þýðingunni þar sem vind- ar, gegnumtrekkur, golur og upp- blásin skrúðmælgi eru allsráðandi. Soffía Auður Birgisdóttir fjallar um ást og ástleysi í Ódysseifi og tengir þetta síðan saman við trú og trúleysi og athyglisverðar fræði- kenningar Júlíu Kristeva um sam- anburð trúar og ástar í vestrænu samfélagi. Hið „fallíska augnaráð“ sem Helga Kress gerði svo góð skil Tímariti MM1/1988 kemur hér enn og aftur við sögu og þetta hug- tak er farið að minna mig meira á úlfinn í Tex Averyteiknimyndun- um en gömlu „skópófílíuna“ hans Sigmundar sem bókmennta- og fjölmiðlafræðingar hafa svo mikið (jallað um. En umfram allt er þetta skemmtileg grein með femínísku sjónarhorni sem er gaman að gægj- ast í gegnum. Af öðru efni blaðsins má nefna gott viðtal við Álfrúnu Gunn- laugsdóttur, Kristján B. Jónas- son skrifast á við Guðberg Bergs- son vegna greinar hans í síðasta Tímariti MM (slíkar umræður eru oft með því skemmtilegasta í tíma- ritinu þegar vel ritfærir menn tak- ast á um eitthvað, — ég er oft svo innilega sammála öllu og öllum) og ávarp Torfa H. Tulinius um bók sem ekki er til sem var flutt á Bók- menntavöku Rithöfundasam- bandsins í nóvember síðastliðnum. Auk þess eru hér smásögur eftir Guðmund Andra Thorsson, Guðberg Bergsson, Pál Pálsson og Ólaf Sveinsson og ljóð eftir Geirlaug Magnússon, Magneu J. Matthíasdóttur, Jónas þor- bjarnarson, Eyjólf Óskar, Anton Helga Jónsson og Lorca, í þýð- ingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Síðan eru það auðvitað ritdómarn- ir, þeir best unnu hér á landi og að lokum hugleiðing ritstjórans Frið- riks Rafnssonar um hyldýpið sem hefur myndast milli skáldanna og gagnrýnendanna. Allt í allt, busi- ness as usual: sem sagt frábært tímarit sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. © „Tímarit MM hefur síðasta áratuginn verið undanfari breytinga frekar en endurspeglun þeirra og hefur verið ansi glúrið í að sjá fyrir dans- spor tíðarandans.“ „Það er auðvelt að léttast um 10 kíló í takt við þessa plötu og ekki spillir fyrir að Björk á frá- bært mix af Human Behaviour þó mað- ur sé vanari að heyra hana í öðru samhengi.“ „Ég hef það á til- finningunni að herra Richter hafi kannski sofið örlít- ið á verðinum og sé orðinn latur við að afla efnis í þátt- inn.“ FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 35

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.