Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 25

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 25
■ „Það var líka stórkostlegt að vinna með Marlon Brando við gerð Guðföðurins svo ég taki dæmi og það var einnig ánægjulegt að fylgjast með Tommy Lee Jones í Flóttamanninum, þar sem hann stal senunni að öðrum ólöstuðum sá um myndatökuna á. Ekki að kvik- myndataka mín hafi verið það stórkost- leg bví ég var ennþá að læra og hún var að mörgu leyti ein- föld. Það er frekar af því ég held að hún muni standast tímans tönn.Égeriíkastoit- ur yfir Raging Bull og fleiri mynd- um. Ég var kvikmyndatökumaður (Camera Operator) á fyrstu Jaws- myndinni og fyrstu myndinni um Guðföðurinn og ég er að sjálfsögðu stoltur yfir því. Taxi Driver var ódýr í fram- leiðslu og þetta var hark heilt sum- ar í New York og mest unnið á nóttunni. Þarna kom saman hópur lítið þekkts fólks sem hitti naglann á höfuðið á þann hátt sem sjaldan gerist. Leikstjórinn var Martin Scorsese og í helstu hlutverkum Robert DeNiro, Jodie Foster, Cybill Shepherd, Harvey Keitel og Peter Boyle. Við höfðum öll töluverða reynslu en það var ekki fyrr en síðar sem þetta fólk varð meðal dýrustu listamanna í heimi. Ég held að ekkert okkar hafi gert sér í hugarlund hvers konar tímamót Taxi Driver myndi skapa á ferlum okkar. Þegar þú lest handritið í fyrstu virðist þetta ekki vera svo merkileg saga, en þegar þú ferð að skjóta myndina áttar þú þig fljót- lega á hve ótrúlega vel handritið fellur að kvikmyndagerð. Það kom okkur á óvart hversu miklar al- mennar vinsældir myndin hlaut. Við bjuggumst frekar við að það yrði takmarkaður hópur sem kynni að meta Taxi Driver en ekki að myndin myndi hafa eins djúp áhrif og raun bar vitni.“ Ertu bjartsýnn á að víkingamynd- in muni slá í gegn? „Það er engin leið að spá um það. Það er grundvallarregla við kvik- myndagerð að maður hefur ekki hugmynd um hversu vel myndin muni ganga. Sem betur fer eru menn ekkert að spá of mikið í það þegar verið er að vinna að kvik- myndurn. Maður reynir bara að gera sitt besta hverju sinni og hend- ir sér út í þetta án þess að hafa hug- mynd um lokaútkomuna. Það væri náttúrlega ekki farið út í svona dæmi ef maður hefði ekki trú á því en það þarf mikið vatn að renna til sjávar áður en kemur í ljós hvort sú trú hafi verið á rökum reist." Hvað lœrðir þú helst af því að vinna með Martin Scorsese? „Það er svo margt því það eru fá- ir sem hafa snilligáfu hans en nú er töluvert liðið síðan við unnum saman þótt við hittumst alltaf öðru hvoru. Fyrir utan Raging Bull og Taxi Driver vann ég með honum að hljómleikamyndinni The Last Waltz um síðustu tónleika hljóm- sveitarinnar The Band, og að heim- ildarmyndinni American Boy. Scorsese er óviðjafnanlegur og það stígur enginn í hans spor án þess að verða aðeins veik eftirmynd hans. Þegar hann er upp á sitt besta eru verkin það persónuleg að enginn annar gæti hafa gert þau. Við höf- um mjög ólíkan bakgrunn og þar að leiðandi bregðumst við ekki eins við þeim áreitum sem við verðum fyrir. Það sem er hins vegar hægt að læra af honum er að gera virkilega persónuleg verk byggð á eigin inn- sæi og að þaulhugsa hvert atriði á konkret máta. Hann er einn af þessum mönnum sem eru fæddir til að gera það sem þeir eru að gera og það er engin leið að komast ffá því. Hann var ekki nema sjö ára þegar hann fór að teikna myndrað- ir fyrir kvikmyndir. Innsýni hans er slíkt að hann á mjög auðvelt með að sjá tilfinningalegt inntak í myndskeiðum og hvernig hægt er að móta þau á margbreytilegan hátt með mismunandi notkun á kvik- myndatökuvélinni.“ Hvað þarf til að verða stórkostleg- ur kvikmyndaleikstjóri? „Ég hef ekki hugmynd um það. Ef ég vissi það mundi ég ekki segja þér það, heldur verða það sjálfúr. Mikið úthald er sennilega lykillinn, góður leikstjóri verður að geta vak- að og verið fullur orku tímunum saman. Ég veit ekki einu sinni hvort það sé eitthvað sem bestu leikstjór- arnir eiga sameiginlegt. Sumir þeirra hafa til dæmis mjög sterka tilfinningu íyrir sjónræna þættin- um, aðrir ekki.“ Keflavíkurdraumur Hvað um kvikmyndatökumenn, hvað þurfa þeir að hafa til að verða í fremstu röð? „Kvikmyndataka snýst að miklu leyti um að horfa ekki bara, heldur sjá hvernig ljósið fellur á og skil- greinir viðfangsefnið og túlkar mis- munandi tilfinningar. Maður þarf að hafa eiginleika til að geta valið úr þeim möguleikum sem ljós og skuggi skapa í raunveruleikanum og nýtt þá sér í hag. Reynsla mín kennir mér að oft þegar best tekst til við kvikmyndatöku byggist það á einhvers konar innri tilfinningu eða undirmeðvitundinni. Ég veit ekki af hverju það er og ég hef ekki enn komist að því hvers vegna ákveðin sjónarhorn skapa viss til- finningaleg viðbrögð. í rauninni á ég erfitt með að benda á eithvað ákveðið í þessu sambandi þótt ég hafi látið hafa eftir mér alls konar hluti varðandi þetta í gegnum tíð- ina. Nú á gamals aldri veit ég miklu minna en þegar ég var yngri og fer varlegar í að vera með einhverjar fullyrðingar út í loftið.“ Attu von á að einbeita þér meira að leikstjórn en kvikmyndatökum í framtíðinni? „Ég geri hvað sem mér býðst og ég hef áhuga á. Ég mundi taka að mér fast hlutverk sem leikari í framhaldsþáttum ef svo bæri við. Allir eru bundnir af því að skapa sér fjárhagslegan grundvöll og maður tekur mið af því. Víkinga- myndin er mjynd eins og fólk genr þegar þao er nýutskrifað úr kvikmyndaskóla, en það er ekki fyrr en nú sem fjárhagsleg- ar kringumstæður mínar gefa mér tækifæri til að láta þennan gamla draum minn rætaSt.Éghlakkamik- ið til að gera myndina svo framar- lega sem snjórinn bráðnar. Leikstjórn er ekkert endilega meira gefandi en kvikmyndataka. Maður hefur meira frelsi þegar maður er að taka mynd heldur en að leikstýra því það þykist enginn vita betur en maður sjálfúr hvað á að gera. Maður er látinn í friði því fólk veit ekkert hvað það á að gera ef því er réttur ljósmælir. Það eru miklu fleiri sem vilja blanda sér inn í og gefa ráð varðandi leikstjórn. Ég er ekki að segja að myndatökumað- urinn eigi að fara á eitthvað einka- flipp og setja sig úr sambandi við aðra þætti myndarinnar. Það er í raun og veru stærsta synd sem kvikmyndatökumaður getur fram- ið. Engu að síður getur góð kvik- myndataka staðið ein og sér og ver- ið dæmd á eigin forsendum, burt séð frá myndinni í heild. Þetta eru bæði erfið störf, en ef maður hefur einhverja sérstaka köllun til að leikstýra ákveðnu verkefni getur það verið mjög gef- andi. Ég er ekki að segja að ég hafi djúpa köllun, heldur fíla ég íslend- ingasögurnar og hef alltaf langað að koma til íslands. Fyrir mörgum árum þegar eg var í hernum var ég sendur til Thule á Grænlandi. Það voru engar stelpur í Thule en allir hermennirnir þar áttu þann draum að komast til Keflavíkur því þar voru stelpur. Kannski byggist þetta allt saman á þessari reynslu sem ég varð fýrir, fyrir meira en þrjátíu árum, þegar minn æðsti draumur í meira en ár var að kom- ast til Keflavíkur. I dag er ég ekki rekinn áfram af sömu hvötum en kannski er ég enn að leita að svölun á þessum girndum mínum frá því ég var rúmlega tvítugur,“ segir Mi- chael og hlær.“ Lýsingin er , vandamál á Islandi Ertu bjartsýnn á að hljóta Óskar- inn sem þú ert tilnefndur til fyrir Flóttamanninn? „Það er ómögulegt að segja hver hlýtur hann en ég var áður til- nefndur fyrir RagingBull. Ég reikna samt með að Schindlers list komi til með að hirða megnið af verðlaun- unum. Ég verð ekki viðstaddur at- höfnina því ég verð hér. Útnefning- in sjálf er sigur út af fyrir sig en það væri óneitanlega mjög ánægjulegt að vinna.“ Hver er eftirminnilegasti lista- maðurinn sem þú hefur unnið með? „Það er erfitt að segja því ég hef átt því láni að fagna að vinna með svo mörgum frábærum listamönn- um. Robert DeNiro kemur fyrst upp í hugann og það sem hann lagði a sig til að virka sannfærandi í hlutverkum sínum, eins og þegar hann þyngdi sig um tugi kuóa fyrir Ragmg Bull Það er svo erfitt að gera upp á milli fólks í þessu sambandi. Það var líka stórkostlegt að vinna með Marlon Brando við gerð Guðföð- urins svo ég taki dæmi og það var einnig ánægjulegt að fýlgjast með Tommy Lee Jones í Flóttamann- inum, þar sem hann stal senunni að öðrum ólöstuðum." Heldur þú að ísland hafi mikla möguleika sem tökustaður fyrir am- erískar kvikmyndir í framtíðinni? „Það er augljóslega sérstaðan í landslaginu sem heillar kvik- myndagerðarmenn og fær þá til að koma til íslands. Stóri gallinn er hins vegar hinar hröðu breytingar á veðrinu. Maður er kannski að mynda leikara sem eru að tala sam- an í sólskini. Oftast eru fleiri en eitt sjónarhorn notuð í þannig töku og á meðan verið er að skipta um sjón- arhorn fer kannski að rigna og þar með sést að meiri tími hefur liðið i raunveruleikanum en kemur fram í myndinni. Það er mjög alvarleg takmörkun. Ég elska Island en ég veit ekki um leið til að leysa þetta vandamál. Á meðan ekki finnst lausn á því er ég hræddur um að kvikmyndagerðarmenn hugsi sig um tvisvar áður en þeir koma hing- að. Ekki spyrja mig hvernig ég ætla að redda þessu, því ég veit það ekki. Ég bara redda því. Islenskir kvik- myndagerðarmenn þekkja sjálfir þetta vandamál vel og það sést í myndum þeirra. Það skaðar kannski ekki myndirnar svo mikið en það hjálpar alla vega ekki við að koma til skila þeirri tálsýn að mað- ur sé að horfa á raunverulega at- burði. Kvikmyndagerð er svipuð og hernaðaraðgerð og annað vanda- mál er að fæða og útvega húsaskjól fyrir allan þann fjölda sem vinnur að myndinni þegar komið er út fyr- ir höfuðborgina. Við munum dvelja í sumarhúsum og hótelum úti á landi, en þetta er lítill fólks- fjöldi sem vinnur að þessari mynd miðað við hvernig það getur orðið við dýrari myndir. Við gerum líka myndina áður en ferðamannatím- inn byrjar en ég er viss um að jafn- vel sá hópur sem vinnur að þessari mynd ætti í vanda með að fá húsa- skjól á stöðum eins og Snæfellsnesi yfir hásumarið. Það er enn ekki að fullu ljóst hvar við munum taka myndina, en það gæti orðið á Snæfellsnesi eða í ná- grenni við Vík í Mýrdal. Best væri ef við fyndum stað sem býður upp á sem mesta íjölbreytni því það er dýrt og tímafrekt að flytja herinn á milli staða." Það verður spennandi að sjá hvernig fslendingasögurnar koma út í amerískri kvikmynd en von- andi verða veðurguðirnir Michael Chapman hliðhollir. © FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 25

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.