Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 9

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 9
Akæra í stóra fíkniefnamálinu Akærðir fyrir að hafa flirtl inn eiturlyf að andvirði um króna Meintur höfuðpaur, Ólafur Gunnarss frumkvöðull og aðalskipuleggjandi a í fyrradag gaf ríkissaksóknari út ákærur á hendur átján mönnum í hinu svokallaða stóra fíkniefna- máli. Málið er mjög umfangsmikið en hinuin ákærðu er gefið að sök að hafa flutt til landsins tæp 34 kíló af hassi og 4,2 kíló af amfetamíni. Til að gefa hugmynd um stærð málsins þá er söluvirði þessara efna nálægt 72 milljónum króna. Toll- gæslan lagði hins vegar hald á tæp- lega 12 kíló af hassi og rúmlega hálft kíló af amfetamíni og því urðu raunverulegar tekjur mannanna aldrei svona miklar. í umferð komust um það bil 22 kíló af hassi og 3,5 kíló af amfetam- íni. Ef söluverðmæti fíkniefnanna sem komust inn í landið er reiknað út kemur í ljós að hassið hefði selst á götunni fyrir 33 milljónir króna og amfetann'nið fyrir 17,5 milljónir. Þetta gerir samtals 50,5 milljónir króna. Megnið af efnunum kom inn á um fjórtán mánaða tímabili eða um 16 kíló af hassi og 3,3 kíló af am- fetamíni. Ef gert er ráð fyrir að þeim sem fluttu efnið inn hafi tek- ist að selja það jafnóðum má reikna með að þeir hafi selt um 260 grömm af hassi og rúm 50 grömm af amfetamíni í hverri viku fyrir um 650 þúsund krónur. Miðað við ákæruna var því hér um meðalstórt fyrirtæki að ræða með um 34 milljóna króna ársveltu. Höfuðpaurinn Ólafur Ólafur Gunnarsson, meintur höfuðpaur málsins að mati fíkni- efnalögreglunnar, er borinn þung- um sökum í ákærunni. Alls er hann ákærður fyrir að hafa skipulagt, einn eða í félagi við aðra, þrettán ferðir til fíkniefnakaupa sem leiddu til innflutnings á 27 kíló af hassi og 3,5 kíló af amfetamíni og er það meginhluti þessa magns sem ákær- an tilgreinir. í ákærunni segir að Ólafur hafi „verið frumkvöðull og aðalskipu- leggjandi brotanna og jafhframt út- vegað og lagt til megnið af því fé er þurfti í þessu sambandi." Eins og áður hefur verið bent á í EINTAKI er þessi niðurstaða rannsóknarinnar byggð á veikum grunni. Þegar Ólaf- ur var handtekinn á heimili sínu í byrjun september fannst við húsleit 1,8 gramm af amfetamíni sem er aðeins brotabrot af því magni sem um ræðir. Málið á hendur honum verður því að byggjast annars vegar á játningum hans sjálfs og hins veg- ar á vitnisburðum annarra sem margir hverjir hafa hag af að koma sök á Ólaf og af sér um leið. Þáttur Þongeirs Jóns Sigurðssonar Sá sem kemur mest við sögu í ákæruplagginu frá ríkissaksóknara auk Ólafs er Þorgeir Jón Sigurðs- son. Þorgeir er helsta vitni lögregl- unnar og hefur hann augljósa hags- muni af því að koma sem mest af sökinni yfir á Ólaf. Sjálfur er hann ákærður fyrir að hafa í sex skipti skipulagt, ásamt Ólafi og öðrum, innflutning á hassi og amfetamíni og fyrir að hafa í tvö skipti staðið að innflutningi fíkniefna að undirlagi Ólafs. Þáttur Þorgeirs í málinu er mikill því samkvæmt ákærunni sá hann um að kaupa fíkniefnin í Amsterdam í átta ferðum af þeim þrettán sem Ólafur er ákærður fyrir að hafa staðið að. Með Þorgeiri var ávallt í för svo- SÍÐUMÚLAFANGELSIÐ Þar hefur Ólafur Gunnarsson, meintur höfuðpaur málsins, setið í gæsluvarðhaldi síðan í byrjun desember. Hann á eftir að sitja þar til fimmtánda júníeða þangað til dómur hefur verið upp kveðinn. kallað burðardýr sem sá um að flytja fíkniefnin til landsins. Fyrstu fjórar ferðirnar var það Þorsteinn Sæmundsson sem var burðardýr, eða allt þar til hann var handtekinn ásamt Þorgeiri við komu til Kefla- víkurflugvallar 24.ágúst 1992. Þor- geir lét handtökuna greinilega ekki hafa mikil áhrif á sig því í byrjun desember var hann kominn til Amsterdam í sömu erindagjörðum og fýrr. 1 þetta skipti voru tvö burð- ardýr með í för, þau Jónas Páll Guðlaugssson og eiginkona hans, Jónasína Þórðardóttir. Frá og með þessari ferð fara fleiri að flækj- ast í málið því samkvæmt ákærunni fjármagnaði Ólafur þessi kaup ekki einn heldur lögðu þeir Herbjörn Sigmarsson og Arnar Reynisson einnig fé í púkkið. Þessi ferð gekk skammlaust og síðar í desember fór Þorgeir aðra ferð til Amsterdam. Með honum í för var Guðlaugur Tryggvi Stefánsson en hann flutti þau 2,3 kíló af hassi og 300-500 grömm af amfetamíni til landsins sem Þorgeir keypti að þessu sinni. Samkvæmt ákærunni fjármagnaði þessa ferð með Ólafi, Halldór Margeir Ólafsson, og Jóhann Tómas Zimsen aðstoðaði við kaupin í Amsterdam. í febrúar 1993 var Þorgeir enn einu sinni kominn til Amsterdam og aftur var Guðlaugur Tryggvi með honum sem burðardýr. I ákærunni er sagt að Þorgeir hafi farið í tvær ferðir til viðbótar til Amsterdam til fíkniefnakaupa og sá Guðmundur Gestur Sveinsson um að koma efnunum til landsins í bæði skiptin. Guðmundur var viðr- iðinn eina ferð til viðbótar. í ákær- unni segir að hann hafi fengið alls sjöhundruð og fimmtíu þúsund krónur fyrir fyrri ferðirnar tvær og gefur það nokkra hugmynd um hvað hvert burðardýr þáði fyrir sinn snúð. Ofangreindir aðilar, bæði þeir sem fluttu fikniefnin til landsins og hinir sem fjármögnuðu kaupin koma flestir við sögu meira en rak- ið er hér, en of langt mál er að telja upp öll þau viðskipti. Sifellt fíeiri fíækjast í málið Fleiri ferðir voru farnar til við- bótar þessum samkvæmt ákærunni og í hvert skipti lengist listi ákærðra. Þar af eru nokkur ný burðardýr því samkvæmt eðli málsins geta þeir sem eiga að koma fíkniefnum til landsins ekki verið þekktir fýrir að vera of mikið á ferðinni út fýrir landsteinana, hvað þá fyrir tíðar ferðir til Amsterdam sem löngum hefur haft vafasaman stimpil á sér. Jóhann Jónmunds- son og Knútur Arnar Hilmarsson eru báðir nefhdir sem burðardýr á vegum Ólafs Gunnarssonar og Ól- afur Jóhannsson er ákærður fýrir ýmsa aðstoð við fíkniefhaviðskipti. Vilhjálmur Svan kom líka mjög við sögu tveggja ferða sem farnar voru tfl Amsterdam en í ákærunni er sagt að Vilhjálmur hafi staðið að fi'kniefnainnflutningnum að undir- lagi Ólafs. Það má geta þess að eitt helsta sönnunargagnið gegn Ólafi eru hljóðupptökur sem voru gerðar með leynd á heimili Vilhjálms. Fíkniefhadeildin fékk Vilhjálm til að taka upp samtal sitt við Ólaf og Guðmund Gest. Það var meðal annars á grundvelli þeirrar upp- töku sem Ólafur var handtekinn tveimur dögum síðar. Telur Jón Magnússon, verjandi Ólafs, að þarna hafi augsýnilega verið ætlun- in að reyna að leiða Ólaf í gildru. Bendir íón á að Vilhjálmur hafi þekkt málavexti ekki síður en Ólaf- ur og því haft tök á að hagræða samtalinu á þann veg að það kæmi sem verst út fýrir þann síðarnefhda en sem best út fýrir hann sjálfan. Öll þau viðskipti sem hér hafa verið talin upp tengjast Ólafi Gunnarssyni á einn eða annan hátt samkvæmt ákæru ríkissaksóknara. Tvær ferðir eru hins vegar taldar upp sem Ólafur kemur ekki nálægt öðruvísi en að þar er sama fólk á Hallvarður Einvarðsson rIkissaksóknari birti á þriðjudaginn var átján mönnum ákæru ístóra fíkni- efnamálinu sem erþað um- svifamesta sinnar tegundar hingað til. ferðinni og tengist þeim ferðum sem hann á að hafa skipulagt. í febrúar 1992 stóðu Halldór Margeir, Jóhann Tómas og Helgi Ólafsson, sem síðar fjármagnaði að hluta fjórar fíkniefnakaupsferðir ásamt Ólafi og fleirum, að því að kaupa í Amsterdam eitt kíló af hassi og hálft kíló af amfetamíni. Fengu þeir Ingu Árnadóttur til að flytja efnin til landsins. I ágúst sama ár var Einar Guðjónsson handtekinn við komu til Seyðisfjarðar með Norrænu þegar tæp sex kíló af hassi og tvöhundruð grömm af amfet- amíni fundust falin undir gólfi bif- reiðar hans. Var þessi farmur á veg- um Helga og Herbjarnar Sigmars- sonar og átti Einar að fá eina millj- ón króna fyrir flutning á efnunum hingað til lands. © Björn Halldórsson YFIRMAÐUR FfKNIEFNADEILDAR hefur loks sent frá sér niður- stöður rannsóknarinnar á stóra fíkniefnamálinu. FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 9

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.