Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 24
Mörgum þótti aronskan jalnast á við landráð á sínum tíma. í dag er þetta breytt og flestir
landsmenn eru sammála um að fá hingað sem flesta amenska kvikmyndaheri með
fullt af seðlum. Bandaríski leikstjórinn Michael Chapman gerði hér nýverið strandhögg
en á næstu vikum hefst gerð kvikmyndar undir hans stjóm sem byggð er á
íslendingasögunum. Loftur Atli Eiríksson talaði við hann í Reykjavík í vikunni
þar sem leikstjórinn dvelur þar til snjóa leysir.
Ifíkingar
í amerískri samúræja-
mynd á Islandi
Það hefur ekki farið framhjá
mörgum að ísiand er farið að vekja
athygli kvikmyndagerðarmanna í
Bandaríkjunum sem fýsilegur
tökustaður.
Bandaríski leikstjórinn Michael
Chapman mun fyrstur þarlendra
leikstjóra ríða á vaðið með að gera
kvikmynd byggða á íslendingasög-
unum en tökur á myndinni, sem
hefur ekki enn öðlast nafn, munu
hefjast í apríl og er hann þegar
kominn til landsins til undirbún-
ings. Chapman er engin aukvisi í
kvikmyndagerð en þetta er þriðja
myndin sem hann leikstýrir. Fyrsta
mynd hans All the Right Moves,
með Tom Cruise í aðalhlutverki,
hiaut mjög góða dóma á sínum
tíma en hún var gerð árið 1983.
Þremur árum síðar gerði Chapman
Clan of the Cave Bear með Darryl
Hannah í hlutverki fyrsta forsögu-
lega femínistans en myndin er
byggð á bók metsöluhöfundarins
Jean M. Auel.
Michael Chapman er þó fyrst og
fremst frægur fyrir að vera einn
fremsti kvikmyndatökumaður í
heimi og í ár er hann útnefndur til
Óskarsverðlauna fyrir Flóttamann-
inn, sem sýnd var við metaðsókn
um allan heim á síðastliðnu ári.
Chapman skapaði sér nafn á átt-
unda áratugnum sem samstarfs-
maður Martin Scorsese við gerð
verðlaunamyndanna Taxi Driver
og Raging Bull en hann hefur einn-
ig unnið með leikstjórum á borð
við Steven Spielberg og Francis
Ford Coppola. Chapman er rúm-
lega fimmtugur að aldri og mér
verður fljótt ljóst af samtali okkar
að hann er sem herforingi í gervi
kvikmyndagerðarmanns enda
byggir kvikmyndagerð í Hollywood
á ekki ósvipuðum aga og hernaðar-
aðgerð.
Það er ekki of oft sem maður fær
tækifærið, svo ég get ekki stillt mig
um að spyrja leikstjórann; Há dújú
lœkÆsland?
„Mér finnst Island frábær staður
að undanskildu verðlaginu. Ég hef
lesið fiestar íslendingasögurnar
sem eru fáanlegar í enskri þýðingu
og hafði kynnt mér landið eins vel
og ég gat af bókum, sem segja að
vísu aldrei nema hálfa söguna.
Landið er jafnvel fallegra en ég
hafði gert mér í hugarlund en ég
vissi lítið um fólkið sem það býr
fyrir utan þær upplýsingar sem ég
hafði um sögu ykkar og menning-
ararfleifð. Ég hafði að vísu lesið
skemmtilega ferðabók eftir enska
rithöfundinn W.H. Auden sem
heitir Letters from Iceland og hann
skrifaði á fjórða áratugnum. Þetta
er fyndin en heillandi bók þótt hún
sé frekar léttúðug, og hún gefur
nokkuð góða mynd af því hvernig
íslendingar eru.
Þrátt fýrir að hálf öld sé liðin frá
því hann skrifaði bókina held ég að
Islendingar hafi ekki breyst mikið á
þeim tíma þótt vissulega hafi orðið
gjörbylting til hins betra á félags-
legri stöðu landsmanna.“
Michael hristir höfuðið og segir:
„Annars held ég að ég sé kominn út
á hálan ís núna því ég er bara búinn
að vera á íslandi í tvær vikur og veit
því í raun ósköp lítið um land og
þjóð þegar upp er staðið og ætti
ekki að kommentera of mikið á
það. Það er ekki hægt að búast við
að ég hafi djúpa innsýn í íslensku
þjóðarsálina eftir svona stuttan
tíma. Eitt af því góða við kvik-
myndagerð er engu að síður að
maður getur farið til hvaða lands
sem er og hefur miklu meiri sam-
skipti við íbúana heldur en venju-
legur ferðamaður. Lífsreynslan
verður margflóknari en ella því
maður er að vinna með fólkinu á
hverjum degi um nokkura mánaða
skeið og kynnist miklu fleiri hlið-
um manneskjunnar en ella. Ef
maður starfar lengi við kvikmynda-
gerð þá lendir maður næstum alls
staðar fýrr eða síðar út af starfinu."
Þekkir þú mikið til íslenskrar
kvikmyndagerðar?
„Nei, ég hef aðeins séð nokkrar
myndir á myndbandi. Þetta eru
mest stuttir bútar úr myndum sem
ég hef skoðað í leit minni að leikur-
um.Það er ein mynd
sem ég heillaðist
virkilega af en það
er Sódóma Reykjavík.
Hún er alveg
frábær. Þefta er
margbrotin mynd.
veiheppnuð í alla
staði og miög fyndin.
Mér finnsf ótrulegt
að þetta skuli vera
fyrsta mynd
ieiKstjórans í fullri
lengd Og þrátt fyrir að mynd-
in hafi ekki kostað mikið í fram-
leiðslu finnst mér það ekki skaða
hana.
Ég hef líka séð Börn náttúrunar
og eina af Hrafnamyndunum og
eitthvað meira, og þetta eru mis-
góðar myndir eins og gengur.
Smekkur á kvikmyndum er ein-
staklingsbundinn en ég væri stoltur
af sjálfum mér ef ég hefði gert Sód-
ómu Reykjavíkur.“
Hver var helsti hvati þess að þú
ákvaðst að koma til íslands til að
gera kvikmynd?
„Mig hafði lengi langað til að
gera víkingamynd og því fannst
mér eðlilegt að koma hingað þó
myndin sé mjög lauslega byggð á
íslendingasögunum og frjálslega
farið með heimildir. Hugmyndin
að myndinni er mín og í mörg ár
hafði ég talað um á mannamótum
hvað mér þætti skrýtið að enginn
hefði gert myndir byggðar á Islend-
ingasögunum. Alvaran að baki
þessu tali hafði ekki verið mikil en
loks þegar ég bryddaði upp á hug-
myndinni við einn kunningja minn
lagði hann til að ég skrifaði niður
úrdrátt úr söguþræði og hann at-
hugaði síðan hvort hann gæti fúnd-
ið einhvern sem vildi gera samning.
Það gekk eftir og þess vegna erum
við hér.“
Kostnaður meira en
300 milljónir króna
Eru Islendingasögurnar þekktar í
Bandaríkjunum?
„Nei, það var hluti af ánægjunni
við að tala um þær í kokkteilpart-
íum því enginn vissi hvað ég var að
ræða um. Þetta hefur samt breyst
með auknum þýðingum sem eru á
boðstólum í pappírskiljum í betri
bókabúðum.
Að sjálfsögðu hafa íslendinga-
sögurnar verið þekktar lengi meðal
áhugamanna um bókmenntir og
yfirmaður náms í íslenskum ffæð-
um við háskólann í Los Angeles
(UCLA) skrifaði bók sem fjallar um
þær, þannig að áhuginn meðal
menntamanna í Bretlandi og í
Bandaríkjunum hefur aukist tölu-
vert að undanförnu.
Ég held að ég sé fýrsti ameríski
leikstjórinn sem gerir kvikmynd
sem styðst við íslendingasögurnar
en ég hef frétt af nokkrum evrópsk-
um leikstjórum, eftir að ég fór að
undirbúa mig, sem langar til að
gera myndir byggðar á þeim. Mér
skilst að þýski leikstjórinn Werner
Herzog hafi lengi haft áhuga á því
og sömuleiðis Ingmar Bergman.
Sögurnar eru skrifaðar á þann hátt
að þær eru mjög heppilegar til
kvikmyndagerðar.
Það er ekki enn búið að finna
nafn á myndina en ein hugmyndin
var að gera þrjár myndir og hin
fyrsta héti Kjartanssaga. Sumar sög-
urnar ná yfir margar kynslóðir og
því væri kjörið að gera trílógíu úr
þeim. Ég vil samt enn og aftur
leggja áherslu á að þessi mynd er
einungis innblásin af Islendinga-
sögúnum en alls ekki bein kvik-
myndaútgáfa af þeim. Við sníðum
hefðbundna frásagnargerð úr þess-
um bútum, eins og þekkist í kú-
rekamyndum eða hvernig mynd-
um sem er, um hetju sem á í ástar-
sambandi og í baráttu við misindis-
menn. Ég vona engu að síður að
myndin verði margbrotin en ekki
innantóm því Islendingasögurnar,
eins og mörg betri bókmenntaverk,
eru í senn alþýðlegar og þrungnar
visku. Burtséð frá inntaki þeirra er
hraði atburðarásarinnar oft mikill
með alls konar bardögum, slags-
málum, flótta og eltingaleikjum.
Þetta er spennu- og ævintýra-
mynd þar sem barist er með sverð-
um. Hér er á ferðinni samúræja-
mynd en bardagamennirnir eru
víkingar i stað þess að vera japansk-
ir.“
Hver er áœtlaður framleiðslu-
kostnaður myndarinnar?
„Hann er lágur miðað við banda-
rískar bíómyndir án þess að ég vilji
fara nákvæmlega út í þá sálma."
Ég hefheyrt talað um 300 milljón-
ir íslenskra króna.
„Það er ekki alveg svo lítið, en lít-
ið samt, með öllum þeim kostum
og göllum sem það hefur í för með
sér.“
En er það ekki brjálœði að fara til
eins dýrasta lands í heimi til að gera
ódýra bíómynd?
„Því er ekki að neita að sú hug-
mynd hafi hvarflað að okkur. Við
ákváðum engu að síður að reyna
það. Hvar annars staðar væri hægt
að gera mynd byggða á íslendinga-
sögunum, Ohio? Það kom ekki til
greina að gera myndina í kvik-
myndaveri því það yrði allt of dýrt
og ill framkvæmanlegt."
Hefur þú einhverja hugmynd um
hversu miklar tekjur myndin á eftir
að skapa íslendingutn?
„Nei, það hef ég ekki. öll fram-
leiðslan fer fram á íslandi svo við
erum alla vega ekki að skaða ykkur
fjárhagslega.“
Er mikið af íslendingum sem
vinna við gerð myndarinnar?
„Já, fýrir utan nokkra yfirmenn
ýmissa deilda eru þetta allt Islend-
ingar sem eru að vinna við mynd-
ina. Allir sviðsmyndasmiðirnir eru
íslenskir og sama er að segja um
skrifstofuliðið. Snorri Þórisson er
framkvæmdastjóri en samtals er
þetta um 70 manna hópur fyrir
utan leikarana.
Eskimóarnir
hlógu að okkur
Hverjir eru í aðalhlutverkunum?
Ralph Moeller leikur hetjuna en
hann er ungur og stæðilegur þjóð-
verji sem fer hér í fyrsta sinn með
aðalhlutverk í kvikmynd. Áður hef-
ur hann verið í minni hlutverkum í
spennumyndum á borð við Uni-
versial Soldier.
Við höfum ekki enn gengið frá
ráðningu í aðal kvenhlutverkið en á
meðal þeirra sem koma til greina
eru nokkrar íslenskar stúlkur, ein
dönsk og ein frá Færeyjum. Á
næstu vikum munum við ákveða
hver það verður, en það verður að
vera stúlka sem talar með evrópsk-
um hreim eins og Þjóðverjinn og
Islendingarnir sem fara með önnur
hlutverk í myndinni. Þórir
Waagefjörð, Egíll Ólafsson og
Hinrik Ólafsson munu að öllum
líkindum fara með stór hlutverk,
annars hefur verið flókið að ráða
leikara sem starfa við Þjóðleikhúsið
og Borgarleikhúsið vegna annarra
verkefha þeirra.
Er eitthvað til í þeim orðrómi að
illa hafi gengið að fínna fallega ís-
lenska konu setn gœti leikið aðalhlut-
verkið?
„Það er ekki satt því tvær af þeim
sem kofna helst til greina eru ís-
lenskar. Eitt af því Sem
ég undrast við Island
er hvað það er mikið
af fallegum konum,
þrátt fyrir fámennið.
Maður fer á veitinga-
staði og á erfitt með
að trúa því hve
margar konurnar
I kringum mann
eru fallegar. Þetta er mjög
krefjandi hlutverk og því höfúm við
verið varkárir í vali, það er ekki létt
verk að finna unga og virkilega
góða leikkonu.“
Þarfhún ekki líka að vera drjúg á
lengdina?
„Nei ekkert endilega en hinir
leikararnir verða að vera hávaxnir
því Ralph er hávaxinn. Þeir verða
að líta út fyrir að vera jafnokar hans
því það má ekki líta út eins og þetta
sé risi að berja á einhverjum vesal-
ingum. Þvert á móti er hann hetja
sem á við ofurefli að etja.“
Hver er söguþráðurinn í stuttu
máli?
„Þetta er ævintýrasaga um ungan
mann sem leitar hefndar föður síns
sem var drepinn og skýtur máli
sínu til dóms á Alþingi. Þótt hann
sé fæddur víkingur þarf hann fýrst
að leita ráða hjá öldnum vini föður
síns til að læra að verða bardaga-
maður sem getur staðist ill öfl sem
gera allt til að standa í vegi fyrir
honum. Hann er eltur af vondu
körlunum, verður ástfanginn af
stúlkunni og að lokum sigra þau,
eins og í vestra. Eins einfalt eins og
það er. Við notum nöfn á hetjum
úr íslendingasögunum og um-
gjörðin er öll gerð eins víkingaleg
og hægt er. Okkur dreymir um að
nota eitthvað af frægum frösum úr
sögunum þegar hetjurnar deyja og
þar fram eftir götunum.
Við erum með umgjörð um sög-
una, sem við erum mjög ánægðir
með, en eðli kvikmynda er þannig
að allt fram að sjálfri myndatök-
unni getur textanum sem leikar-
arnir fara með verið breytt.“
Hvenœr byrjið þið að skjóta?
„I lok apríl eða byrjun maí, eða
hvenær sem snjóa leysir. Þá leysir,
er það ekki? Fóík hefur sagt mér að
veðrið á Islandi breytist oft á dag en
undanfarna tíu daga hefúr það ekk-
ert breyst. Það hefur bara haldist
kalt. Ég bíð eftir að það breytist því
ég á enn eftir að finna nokkra töku-
staði. Snjórinn verður að bráðna
svo ég geti séð það sem ég leita að.
Ég býst við að við eyðum tveimur
mánuðum í tökur, bæði í stúdíói í
Reykjavík og fýrir senur þar sem
umhverfið skiptir ekki miklu máli.
Ég á enn eftir að finna staði fyrir
aðal bardagasenurnar og þess vegna
er ég svolítið stressaður yfir snjón-
um því ég vil ekki gera mistök í val-
inu á þeim.
Fyrir mörgum árum var ég að
vinna að kvikmynd í norðurhluta
Kanada og við fundum frábæran
tökustað undir fjallshlíð. Þetta er
meiriháttar staður, hugsuðum við
með okkur, og fórum heim til að
ljúka undirbúningnum. Nokkrum
mánuðum síðar mættum við aftur
en þá var snjórinn bráðnaður.
Undir honum leyndust þá ösku-
haugar fyrir bæ sem var þarna í ná-
grenninu og eskimóarnir hlógu
eins og vitleysingar að okkur. Ég á
ekki von á að sagan endurtaki sig
en égverð að sjá áður hvernig jörð-
in á tökustöðunum lítur út.“
Stoltur af Taxi Driver
Hvenœr getutn við búist við að sjá
myndina í bíói?
Myndin verður sýnd í bíóhúsum
út um allan heim en New Line Ci-
nema keypti dreifingarréttinn.
Myndin verður tekin ti! sýninga
einhvern tímann í haust eða seint á
þessu ári.“
Ætlar þú bœði að taka myndina
og leikstýra henni?
„Nei, ég veit ekki um nokkurn
mann sem hefur gert það með góð-
um árangri, nema ef „lúkkið“ á
myndinni hefur verið aðalatriðið.
Ég veit samt alveg hvernig hún á að
líta út en ætla ekki að taka þátt í
praktískari hliðum kvikmyndatök-
unnar.“
Af hvaða verki þíttu ert þú stolt-
atfur?
JEg er stoltastur af
Taxi Driver sem ég
24
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994