Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 26

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 26
Höggðu betur, maður! skal...fœra umboðsmanni bundinn, persónur til starfa. Til dæmis er Berja, gelda, bíta, slá, binda, klóra, fleingja, brenna, reka útlegð á, aflífa og heingja. Undanfarin misseri hefur aukn- ing afbrota verið landsmönnum of- arlega í huga, og mörgum hefur orðið tíðrætt um hvernig hemja skuli síbrotamenn. í þessari um- ræðu hefur meðal annars verið lagt til að verstu kynferðisafbrotamenn verði vanaðir; talsmenn úrræðisins hafa talið því til tekna að þannig megi á einfaldan og ,klínískan“ máta taka úr viðkomandi hvatirn- ar, sem rekið hafa hann til margs konar óhæfuverka á undanförnum árum. Þeir eru þó að líkindum fleiri sem hryllir við slíku tali; einhvern veginn þykir okkur ekki sæma að brotamenn líði á kroppnum fyrir afbrot sín; flestir telja fara betur á því að sakamennirnir fái að taka upp budduna sína og greiða fésekt- ir ellegar dúsi í grjótinu um lengri eða skemmri tíma, eftir brotinu. Þó er ekki ýkja langt síðan líkam- legar refsingar voru þær algengustu hér á landi. Þá höfðu sérstakir op- inberir starfsmenn, stétt böðla eða hrísvarða, sem kölluð var, með höndum að leggja tildæmdar refs- ingar á sakafólk. Erindisbréf böðl- anna er bundið í lítið erindi hér fremst í greininni, en ekki er úr vegi, að rifja upp sitthvað sem heimildir geyma um þá sem hjuggu, hengdu, drekktu, brenndu og flengdu á Islandi á fyrri tíð. Af lagasöfnum frá þjóðveldistím- anum virðist ekki gert ráð fyrir lík- amlegum hegningum fyrir afbrot, en þegar kemur fram á síðari hluta 13. aldar áttu þær sér örugga stoð í lögum. Þannig segir t.d. í Jónsbók, sem lögfest var árið 1281: Nú er þjófur fundinn, þá og haldi umboðsmaður til þings og af þingi ífjöru eður hraun eða nokkurn þann stað, sem henta þykir; en um- boðsmaður fái tnann til að drepa hann, og svo alla þjófa. Hér kemur glöggt fram að sýslu- mönnum (umboðsmönnum) bar að útvega menn til að leggja refs- ingar á sakamenn. Mun það hafa verið venja. Einnig er svo að sjá að til þess væri ætlast, að böðlarnir væru heiðarlegir menn. Eins og nærri má geta lá hins vegar ævin- lega mikill óþokki á starfmu, og því var það oftar en ekki, að sýslumenn áttu í mesta basli með að fá frómar þess getið í konungsbréfi árið 1775, að þá sé enginn böðull á Islandi. Fimm árum síðar skrifar sýslumað- ur Suður-Múlasýslu til yfirvalda og segir farir sínar ekki sléttar; nefni- lega að hann fái engan mann í sýsl- unni til að leggja refsingar á fólk. Við slíkum ósköpum áttu valds- menn engin önnur ráð en að brýna fyrir sýslumanninum að halda paragraffa Jónsbókar í heiðri, skikka menn til að flengja eða hengja hverja aðra, og beita refsingum ef bónarvegur reyndist árangurslaus. Varð þá kyrrt um hríð í Suður- Múlasýslu. Uppyrip hjá „smakrimmum“ Vegna þessa sífelldu vandræða sýslumanna við að fá ærlega menn í lið með sér við að typta almúgann komst sá háttur snemma á að mönnum gafst kostur á að leysa sig undan refsingu fyrir minni háttar brot, til dæmis smáþjófnaði, með því að taka sér öxi eða hrísvönd í hönd. I Alþingisdómi frá 1681 segir að Þorkell Sigurðsson hafí í hér- aði „í þjófnaðarmarks stað undir böðulsstétt gengið.“ Mun það hafa verið næstum alsiða að „smá- krimmar“ tækjust embættið á hendur. Raunar eru fáein dæmi til um það að menn hafi beinlínis sótt um starfið. Þegar Blöndal sýslumaður var að svipast um eftir manni til að hálshöggva Agnesi og Friðrik, sem frægt er orðið, bauð sig fram Skag- firðingur nokkur, sem vantaði fýrir brennivíni; þetta þótti hins vegar full mikil léttúð gagnvart jafngraf- alvarlegum hlut og líflátshegning óneitanlega er. Að endingu var Guðmundur Ketilsson, bróðir Natans, fórnarlambs sakamann- anna, ráðinn til verksins. Þótti ýmsum þessi skipan í hæsta máta óviðkunnanleg, og töldu víst að hefndarþorsti réði gerðum böðuls- ins. Að verkalokum munu þó flest- ir hafa getað gefið Guðmundi hina bestu einkunn sem böðull. Því hef- ur síðar verið haldið fram að það hafi hvorki verið hefndarþorsti né næm réttlætiskennd sem hvatti hann til að takast á hendur að háls- höggva þau skötuhjú — heldur ein- faldlega peningagræðgi. Einnig má finna dæmi um að menn hafi sóst eftir böðulsembætt- inu af áhuga einum saman á að brenna og höggva samlanda sína. Varla þarf að taka fram að þeir sem Samkvœmt lögum úttu þeir sem dœmdir voru fyrir sérlega grimmileg morð að klípast með glóandi töngum áður en þeir voru teknir af lífi, einu sinni þar sem ódœðið var framið, tví- vegis á leiðinni þaðan til aftökustaðarins, og loks einu sinni á af- tökustaðnum. sýndu böðulsembættinu of mikinn og lifandi áhuga fengu þar hvergi nærri að koma. Þeir, sem sýslumenn fólu að leggja refsingar, sóru eið um að leggja sig fram við starfið. Til er einn slíkur eiður frá 17. öld, en ætla má að böðulseiðarnir hafi verið svipaðir á öllum tímum. Eiðurinn sem böðlar sóru á 17. öld er svo- hljóðandi: Til þess legg eg N .son hönd á helga bók og svo skýt eg tnínu tnáli til guðs, að eg Ijúflega óneyddur játa og lofa, sakir minna afbrota við guð og menn, til að þjótia tnínutn náðuga herra og kongi og hans umboðs- manni N. ...syni, í þann máta að strýkja og rnarka, og ekki þyrma þeitn sakatnötmum, setn sig í hans sýslu til refsinga forbrotið hafa, með allri trú, dygð og hollustu, nœr hann til kallar, og eg skal ekki um hlaup- ast. Og að svo stöfuðum eiði sé tttér guð hollur settt eg satt segi, gratnur ef eglýS- Eins og sjá má er beinlínis gert ráð fyrir að glæpamenn taki að sér böðulsstarfið (sakir minna af- brota...). Við því mátti vitanlega búast að böðlarnir hétu guði og mönnum að draga ekki af sér við húðstrýkingarnar, það var auðvitað hlutverk þeirra að refsa og sýna öðrum víti til varnaðar. Hitt vekur kannski meiri athygli, að flengi- meistararnir lofa hér hvergi að láta ekki stjórnast af heift í garð saka- manna né almennri mannvonsku við störf. Mun þó stundum ekki hafa veitt af, eins og brátt verður getið. Auk eiðsins er svo að fleiri reglur hafi gilt um böðlana. Þannig var til dæmis sérstaklega tekið fram að Guðmundur Ketilsson, sem áð- ur er nefndur, mætti „ekki neyta nema mjög lítils áfengis" fyrir af- tökuna! Böðulstarf og launatöflur Islendingar hafa löngum verið kunnir fyrir fégræðgi og ekki sett fyrir sig þótt verk væru nokkuð óþrifaleg ef fé var annars vegar. I þessu ljósi kemur það ef til vill dá- lítið á óvart hversu illa gekk að manna böðulsembættin því eins og önnur opinber störf fengu böðlarn- ir nokkra umbun fyrir ómak sitt. Engum sögum fer af launakjörum böðla á fyrri öldum, en þegar kom- ið var fram á 18. öld skyldu þeir hafa uppihald hjá sýslumanni og dálítil árslaun og 4-6 merkur fyrir hvert böðulsverk. Ein mörk var 16 skildingar og 6 merkur einn ríkis- dalur; fyrir böðulsverkið var því goldið á bilinu 64 skildingar til 1 ríkisdals. Árið 1823 réði sýslumaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu til sín böð- ul, Guðmund Hannesson að nafni. Launakjör Guðmundar voru svohljóðandi: Fyrir 10 -15 vandarhögg 1 ríkisdal 26 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.