Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 14

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 14
Skoðanakönnun Skáls fyrir Eintak Meirihlutinn telur að listi sjálfstæðismanna sé veikari eftir hróker- ingarnar. Árni nýtur aðeins trausts 70 prósent sjálfstæðismanna. Ingibjörg Sólrún nýtur hins vegar trausts 90 prósenta af fylgismönnum R-listans. Sjálfstæðismenn vinna frá síðustu könnun hjá öllum nema miðaldra körlum. Þrátt íyrir að meirihluti þátttak- enda í skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrir EINTAK á mánudags- og þriðjudagskvöld telji að sjálfstæðis- menn hafi veikt lista sinn með hró- keringum Markúsar Arnar An- tonssonar, fráfarandi borgar- stjóra, og Árna Sigfússonar, nú- verandi borgarstjóraefnis flokksins, þá hefur flokkurinn aukið tiltakan- lega við fylgi sitt, eins og sjá má hér framar í blaðinu. Ef þessi fylgis- sveifla er mæld í kjósendum þá jafngildir hún því að flokkurinn hafi náð til sín um fimm þúsund kjörgengum mönnum frá því könnun var gerð fyrir þremur vik- um. Sú könnun varð áhrifarík. Markús Örn hefur lýst því yfir að hann hafi tekið ákvörðun sína út frá niðurstöðum í tveimur könn- unum sem gerðar voru eftir að nið- urstöður í prófkjöri sjálfstæðis- manna lágu fyrir. Könnun EINTAKS fyrir þremur vikum var sú síðari og hefur því gert útslagið fyrir Mark- ús. Við skulum því skoða gaum- gæfilega hvað þessi nýja könnun segir um stöðu lista sjálfstæðis- manna í dag og að sjálfsögðu einnig lista andstæðinga þeirra, sameigin- legs lista minnihlutaflokkanna — R-listann. Fyrst skulum við bera saman út- komu Markúsar Arnar í könnun- inni fyrir þremur vikum og stöðu Árna Sigfússonar samkvæmt þess- ari nýju könnun. Árni með betri stöðu en Markús I könnuninni í febrúar fékk Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins 37,4 pró- sent fylgi þeirra sem tóku afstöðu. Það er fráleit útkoma fyrir flokk sem fékk 60,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við fjölda á kjörskrá hafði flokkurinn tapað frá sér um 16 þúsund kjós- endum. Þar sem fram hafði komið nokk- ur óánægja með Markús sem for- ystumann flokksins í Reykjavík voru þátttakendur í könnuninni spurðir hvort þeir teldu Markús Órn vera besta borgarstjóraefni sjálfstæðismanna. 46 prósent sögðu já við þessari spurningu en 24,2 prósent nei, 20 prósent voru óákveðnir og 9,8 prósent vildu ekki svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu þá sögðu 65,6 prósent Markús örn besta kostinn en 34,4 prósent töldu að svo væri ekki. Albert Guðmundsson Fyrrverandi sendiherra Albert hefur gefið í og úr um framboð sitt til borgarstjómar. Það varð meðal annars til að Ámi Sigfússon átti fund með honum á þriðjudaginn og bauð honum sæti á lista sjálfstæðis- manna. Samkvæmt könnuninni nýtur Albert hins vegar ekki um- talsverðs fylgis. Aðeins einn þátttakandi nefndi hann sem óska-borgarstjóra sinn. Þriðjungur taldi Markús ekki besta borgarstjóraefnið. Af sjálfstæðismönnum sögðu 64 prósent Markús besta kostinn, 16 prósent töldu svo ekki vera en aðrir gáfú ekki upp afstöðu. f lok febrúar gáfu því aðeins tveir þriðju hlutar sjálfstæðismanna og tæpur helm- ingur allra kjósenda Markúsi afger- andi traustsyfirlýsingu. Það vakti einnig athygli að fylgi Markúsar meðal þeirra sem ekki höfðu gert upp hug sinn gagnvart flokkunum var ekki mikið, eða álíka mikið og hann naut meðal þeirra sem sögð- ust ætla að kjósa R-listann. í könnuninni nú segja 26,6 pró- sent Árna Sigfússon vera þann sem þau vildu sjá sem næsta borgar- stjóra. Þar sem þessar spurningar eru ekki sambæriiegar, í annan stað er spurt um besta borgarstjórann en hins vegar spurt um besta borg- arstjóraefni sjálfstæðismanna, skul- um við leyfa okkur örlítinn talna- leik til að meta stöðu þeirra tveggja. Ef teknir eru þeir sem sögðu Markús besta kostinn fyrir sjálf- stæðismenn í febrúar og sögðust jafnframt ætla að kjósa flokkinn þá voru þeir 15,5 prósent þátttakenda í könnuninni. Og ef á sama hátt eru teknir þeir sem segjast í dag ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og jafn- framt að Árni sé þeirra óska- borg- arstjóri þá eru þeir 24,4 prósent Hvern vilja menn sem næsta borgarsljóra? Ellert B. Schram RrrsTJóRi DV Ellert hálfbauð sig fram til borgarstjóra fyrir skömmu en þó ekki á alvarlegri vettvangi en í eigin leiðurum og ídagsljós- þætti Ríkissjónvarpsins. Þetta framboð hans he fur náð ein- hverjum hljómgmnni en ekki teljandi. Einn þátttakandi nefndi hann til sögunnar þegar spurt var um hvaða borgarstjóra fólk vildi helst. þátttakenda. Staða Árna í dag er því nokkuð skárri en staða Markúsar fyrir þremur vikum. Önnur leið til að bera þá tvo saman er að skoða afstöðu stuðn- ingsmanna sjálfstæðismanna í þess- um tveimur könnunum á annan hátt. I febrúar sögðust 64 prósent þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokk- inn að Markús væri besta borgar- stjóraefnið. Nú segja 71 prósent sjálfstæðismanna að Árni Sigfússon sé sá sem þeir vildu sjá sem næsta borgarstjóra. Aftur hefur Árni vinninginn en munurinn er samt sem áður lítill. KatrIn Fjeldsted Borgarfulltrúi sjálfstæðismanna Katrín tók ekki þátt iprófkjöri sjálfstæðismanna og lýsti meðal annars sem ástæðu þess að enginn frambjóðenda ætlaði að gefa kost á sér í fyrsta sæti utan Markús Öm. í þessari könnun sögðu sex þátttakendur að þeir vildu helst Katrínu sem næsta borgarstjóra. Af þessu má sjá að þrátt fyrir að meirihluti stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokksins lýsi yfir stuðningi með það borgarstjóraefni sem flokkurinn býður fram hverju sinni, þá er sá meirihiuti ekki ýkja afgerandi. Og þrátt fyrir að Árni fái betri útkomu en Markús þá er enn stór hluti sjálfstæðismanna ekki sáttur við þann kost sem flokkur- inn býður upp á sem borgarstjóra- efni. Hrókeringar þeirra Markúsar og Árna hafa ekki leyst forystukrepp- una meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík. Davíð Oddsson Forsætisráðherra Davíð er hættur afskiptum af borginni og orðinn forsætisráð- herra. Samt varhann nefnduraf fimm þátttakendum í könnun- inni sem besti kosturinn sem næsti borgarstjóri. Meirihlutinn telur iistann veikari eftir breytingar í könnuninni var spurt sérstak- lega hvort fólk teldi að listi sjálf- stæðismanna væri veikari eða sterkari eftir breytingamar á fram- boðslistanum. 24,6 prósent sögðu listann sterkari, 15,9 prósent sögðu hann álíka sterkan en 42,5 prósent sögðu listann hafa veikst við þessar tilfæringar. 16,1 prósent gat ekki gert upp hug sinn og 0,9 prósent neituðu að svara. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu, þá sögðu 51,2 prósent listann hafa veikst, 19,2 prósent að hann væri álíka sterkur og 29,6 pró- sent að hann hefði styrkst. Af þessu má ráða að það ríkir enginn almennur fögnuður með þessar breytingar. Rúmur helming- ur þeirra sem tóku afstöðu segja að þær hafi leitt til hins verra og aðeins um 30 prósent segja að þær séu til bóta. Það voru færri sem sögðu að listinn hefði styrkst en sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Við skulum því skoða hvaðan þessi óánægja með breytingarnar kemur. Af sjálfstæðismönnum sagði rétt rúmur helmingur, 51 prósent, að listinn væri sterkari eftir breytingar. 20 prósent sögðu hann álíka sterk- an, 11 prósent tóku ekki afstöðu en Hvernig höfða borgarstjóraefnin til kynja og aldurshópa? 50% eldri en 50 ára 18-29 ára 30-49 ára 14 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.