Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 20
Með tvo , mapnslif a. samviskunni TVfTUGUR f TJALDI VIÐ MÝVATN „Þægilegur ísambúð en dálítil karlremba. ‘ Þórðar. Þau kynntust hinn 25. nóv- ember 1989 sama daginn og hann kom út. Konan þekkti bróður Þórðar sem hélt honum veislu til að fagna heimkomu hans. Henni var boðið líka. „Mér fannst Doddi óskaplega ör, kátur og hress. Hann var fullur af bjartsýni og ætlaði sér að sigra heiminn,“ segir hún. „Við byrjuð- um að búa saman eftir mánuð. Hann byrjaði á því að búa hjá for- eldrum sínum sem hentaði ekki 33 ára gömlum manninum. Mánuði eftir að við kynntumst átti ég afmæli. Doddi var þá nýbú- inn að kaupa sér bíl enda átti hann pening í banka þegar hann kom út því hann hafði átt íbúð sem hann seldi. Doddi bauð mér í bíltúr og við ókum um bæinn og enduðum úti á Granda. Þar er drepið á bíln- um og Doddi gefur mér afskaplega fallegan gullhring. Grandi varð „okkar staður“ upp frá þessu. Það eru svo fáir sem þekkja þessa hlið Dodda. Hann segir sjálfur að enginn þekki hann nema ég. Doddi er nefnilega allt annar maður en hann var áður en hann var settur inn í fyrra skiptið. Sumarið eftir giftum við okkur í Fríkirkjunni. Ég átti þá fjögur börn og það elsta var 18 ára. Þeim samdi afskaplega vel við Dodda. Hann er mjög barngóður og mikið fyrir úti- veru, svo sem útilegur. Hann er mikill atorkumaður.“ Áfallið við að koma út „Mér finnst vandamál Dodda hafa byrjað hinn 26. nóvember 1989 eða daginn eftir að hann kom út. Þegar maður er látinn laus eftir sjö ára fangelsi þar sem hann hefur einungis fengið að njóta frelsis í tíu tíma á sex mánaða fresti hlýtur hann að fá áfall. Dodda var neitað að fara í Kópavogsfangelsið þar sem fólk á þess kost að venjast lífinu áð- ur en því er sleppt út eftir langa fangelsisvist. Doddi kunni varla á síma og ef hann átti að kaupa fleiri en fjóra hluti úti í búð svitnaði hann. Hann var eins og lítið barn. Ég hef heyrt sagt að Doddi hafi tek- ið fangavistina svo vel út. Hann er aftur á móti svo duglegur við að fela hvernig honum líður. Það sér enginn á honum hvort hann er hræddur eða óöruggur. Hann var gersamlega niðurbrotinn. Áætlanirnar tóku að hrynja við hvert skref sem hann tók. Honum fannst ekkert takast hjá sér og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hann lauk vissulega náminu en svo varð hann að standa á eigin fótum. Hann fékk enga fjárhagsaðstoð. Sú sem honum var boðin nægði fýrir tveimur sígarettupökkum á viku. Fyrir atbeina Jónu Gróu Sigurð- ardóttur í Vernd fékk hann inni hjá Vélamiðstöðinni, en ekki fyrr en í janúar 1990. Það hefði verið auðveldast fýrir hann að fara beint á götuna.“ Leysti störf sín vel af hendi Hreinn Björnsson er flokkstjóri í Vélamiðstöð Reykjavíkur þar sem Þórður starfaði eftir að hann kom út af Hrauninu. Hann átti verldega hlutann eftir af náminu í vélvirkja- náminu. „Okkur var sagt hvaðan hann væri að koma og við síðan spurðir hvort við vildum taka við honum. Okkur fannst það ekki nema sjálf- sagt,“ segir Hreinn. „Við erum að- eins 4 eða 5 sem störfum í þessari deild og það var álitið betra að Dodda væri hér frekar en þar sem fjölmennara er. Starf Dodda fólst meðal annars í að sjá um viðhald traktora og sláttutækja. Hann leysti störf sín með miklum sóma og kom mér mikið á óvart. Ég hef ekkert nema gott af honum að segja. Sam- starfið gekk mjög vel og við sem störfuðum hér fýrir vorum fljótir að gleyma fortíð hans. Ekki bar á áfengisvandamáli hjá Dodda meðan hann starfaði hér. Ég vissi að hann átti það til að fá sér neðan í því en það kom okkur ekk- ert við. Ég sá hann tvisvar sinnum ölvaðan á skemmtun. Mér fannst hann verða mjög ör en það eru nú svo margir undir áhrifum áfengis. Nokkrum mánuðum eftir að Doddi lauk prófinu sagði hann upp störfum hjá okkur og fór að vinna hjá Blönduvirkjun. Hann langaði til að breyta til og átti að auki von á hærra kaupi.“ Nokkru síðar fengu allir þeir sem störfuðu hjá Blönduvirkjun upp- sagnarbréf en Doddi kaus að hætta hálfum mánuði áður en það tók gildi og fór að vinna við húsamálun hjá vini sínum. I nóvember 1992 var Þórður fluttur að heiman. Kona hans segir að álagið hafi verið orðið of mikið fyrir fjölskylduna meðal annars vegna fjárhagserfiðleika og auk þess var hún ólétt. „Hann var kominn í mjög slæm- um félagsskap. Þetta var ömurlegur tími. Ég sá honum bregða fyrir af og til en hann var mjög illa fyrir- kallaður," segir hún. „En svo var hann allt í einu fluttur inn með vini sínum og hættur að umgangast lið- ið sem hann hafði hangið hvað mest með og hafði slæm áhrif á hann. Nú ætlaði hann að snúa við blaðinu og þá þurfti þetta einmitt að gerast." Ragnarvar enginn kórdrengur í desember 1992 hafði Þórður tekið upp samband við unga konu. Hún hafði átt í vímuefnaneyslu og hafði annað barn hennar verið tek- ið af henni sökum þess. Hún hafði látið af neyslunni þegar Þórður kom til sögunnar og hjálpaði hann henni við að fá barnið aftur. Fyrri kona hans segir það vera dæmigert fýrir Þórð sem alltaf vildi njóta reglulegs fjölskyldulífs. Þarna hafði hann enn reynt að uppfýlla þann draum. Þórður bjó með stúlkunni frá áramótum þar til viku áður en hann framdi ódæðið. Hún hafði áður verið í sambúð með Ragnari Ólafssyni sem Þórður átti eftir að verða að fjörtjóni. í dómsskjölum er haft eftir Þórði að Ragnar hafi heimsótt hann og stúlkuna eftir að þau hófu sambúð. Hann mun hafa sagt Þórði að hann ætlaði að ná henni aftur. Helgina 21. til 22. ágúst hafði Þórður drukkið stíft og sömuleiðis tekið inn amfetamín. Að kvöldi sunnudagsins 22. ágúst var hann staddur á veitingahúsinu Keisaran- urn á Laugavegi þar sem hann frétti að stúlkan sem hann hafði búið með hafi verið að leita að honum en nú væri hún heima hjá Ragnari. Ásamt þeim vini sínum sem hann bjó með, ók Þórður á Snorrabraut 36 þar sem Ragnar bjó ásamt sam- býliskonu sinni. Þórður sá stúlkuna ásamt Ragnari og sambýliskonunni inn um glugga á íbúðinni og fauk þá í hann. Þórður tók upp hníf sem hann var með á sér og sparkaði upp hurðinni og fór beint inn í eldhús. Ragnar kom á móti honum og fór hnífurinn einu sinni í hann. Þórður sá hann grípa um síðuna. Honum brá mjög mikið og þaut út. „Ragnar var að reyna að fá stúlk- una aftur í dópið,“ segir Þórður til skýringar á verknaðinum. „Það er alltaf eins og hann hafi verið ein- hver kórdrengur. Hann var bæði búinn að reyna að fá mig í dópsölu með sér og innbrot. Svo eru allir að furða sig á því af hverju ég var með hníf þarna. Ég hafði aldrei séð Ragnar öðruvísi en vopnaðan. Nú er stúlkan aftur komin í rugl. Ég veit ekkert hvar hún hefst við.“ Þórður fór inn í bíl vinar síns og sagði honum að aka til síðari eigin- konu sinnar. „Ég var ein heima með nýfædda dóttur okkar. Hin börnin voru hjá föður sínum,“ segir konan. „Ég opnaði fýrir Dodda því mér fannst hann segja að hann væri að fara eitthvert og hélt að nú hefði hann fengið pláss á sjónum því hann var búinn að sækja um það. En mér hafði greinilega misheyrst. Doddi var gjörsamlega niðurbrotinn þeg- ar hann kom inn. Hann gerði sér grein fýrir því að eitthvað hefði gerst. Síðar um nóttina hringdi vin- kona mín í mig sem vinnur á Land- spítalanum. Hún hafði þekkt til Ragnars og sagði mér að hann væri dáinn og lögreglan væri að leita að Dodda. Enginn vissi aftur á móti að hann væri hjá mér. Doddi vildi strax gefa sig fram þegar ég sagði honum hvað gerst hefði. Við mæðgur ókum honum niður á lög- reglustöð um kl. 9:00 um morgun- inn. Hann sagði mér að hann hefði reynt að hringja í mig kvöldið fyrir atburðinn því hann var svo þreytt- ur og langaði til að leggja sig ein- hvers staðar. Hann náði engu sam- bandi því þetta kvöld talaði ég í tvo klukkutíma við vinkonu mína.“ Þórður var dæmdur í 20 ára fangelsi í Hæstarétti 10. mars síð- astliðinn. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann í ævilangt fangelsi. Gölluð rannsókn „Gísli Pálsson saksóknari stimplaði mig dópista og fíkil að- eins vegna þess að ég hafði tekið inn amfetamín þessa einu helgi. Rannsóknin var út í hött. Gísli ætl- aði að sanna að hægt væri að rann- saka mál á einni viku. Hann talaði ekki einu sinni við fólkið sem ég hafði verið að skemmta mér með þessa helgi. Yfirleitt er aðdragandi glæpa kannaður. Þar af leiðandi hefði að sjálfsögðu átt að tala við fólkið sem ég var að skemmta mér með umrædda helgi,ý segir Þórður hneykslaður. Systir hans segir hann alltaf hafa getað svarað fyrir sig: „Þegar sak- sóknari var að yfirheyra hann spurði hann: „Hvað er vélfræðing- ur að gera á Keisaranum?“ Þá svar- aði Þórður að bragði: „Ég var að tala við kerfisfræðing,“ segir hún. „Það var auðvitað mikið áfall fýrir fjölskylduna að Doddi skyldi lenda aftur inni og mun meira en í fýrra skiptið. Eini munurinn er sá að nú vitum við hvað er framundan. Við erum ekki farin að hugsa um það hvað verði um Dodda þegar hann kemur aftur út. Hann sagði við mig þegar ég heimsótti hann fýrst eftir síðara drápið: „Ég kem út til að rugga barnabörnunum." Hann sér oft kómísku hliðarnar á hlutunum. Hann hefur gaman af að læra. Nú hefúr hann hug á að læra rafeinda- virkjun.“ Rasskellur á Fangelsismálastofnun Seinni eiginkona Þórðar segir Fangelsismálastofnun hafa gjör- samlega brugðist hlutverki sínu. „í reynslulausnarplaggi segir að fangar eigi að láta vita af sér hjá stofnuninni einu sinni í mánuði,“ segir hún. „Þar vissi aftur á móti enginn um hann. Það var hægt að telja á fingrum annarrar handar hve oft hann sást þar. Það var bara talað við Dodda í síma. Hann bjó á stað sem er undir eftirliti fíkniefna- deildar og Reykjavíkurborgar. Að auki var hann atvinnulaus en það er ætlast ti! þess að þeir sem eru á reynslulausn séu í vinnu eða námi. Hann braut öll reynsiulausnar- ákvæði. Svo fékk hann óvenjulanga reynslulausn; fjögur ár í stað þriggja eins og venjan gr. Það má spyrja sig hvað hefði skeð ef þeir hjá Fangelsismálastofnun hefði staðið sig í sínu starfi. Þessi glæpur er því algjör rassskellur á Fangelsismála- stofnun. Þjóðfélagið kom Dodda gjör- samlega á óvart og hann er ekki maður til að biðja um hjálp oftar en einu sinni. Hann var einfaldlega brotinn niður af kerfinu." Bubbi segir að fangelsin bæti engan mann og kerfið telji sig hafa afgreitt fólk þegar búið er að dæma það. „Meirihluti þeirra sem er í fang- elsum hafa lent þar vegna þess að þeir hafa ofnæmi fýrir vímuefnum. Það sem þeir hafa gert hefðu þeir ekki gert edrú. Svo lengi sem áfengi og áfengisdýrkun er við lýði í þessu landi og sagt er að kannabisefnin eigi sök á öllu illu breytist ekkért. Áfengið hefur drepið fleiri menn en heimsstyrjaldirnar tvær til samans. Það þarf að aðstoða menn við að fóta sig á ný eftir fangelsisvist,“ seg- ir Bubbi. Hver er sinnar gæ fu smiður „Ég hef aldrei kennt neinum öðr- um um örlög mín,“ segir Þórður. „En ég hef varla áttað mig á því sem hefur gerst ennþá. Ég er þó ánægð- ari með að hafa fengið 20 ára fang- elsi heldur en ævilangt. Þá hefði ég ekki möguleika á að losna fyrr en eftir 12 til 13 ár. Nú á ég möguleika eitthvað fyrr. Tilfmningin að hafa banað tveimur mönnum er auðvit- að ólýsanleg. Það er ekkert sem get- ur bætt fýrir það, hvorki fangavist né annað. Annars hugsa ég ekk mikið um sjálfan mig. Eg hef held ur áhyggjur af dóttur minni o þeim áhrifum sem þetta hefur hana. Þetta virðist þó ekki há hen: neitt í skólanum og hún er mir helsti stuðningsmaður. Það hef , alltaf verið gott samband á mP. okkar og við getum talað um ai Þess vegna hef ég sagt henni f þessu eins og það gerðist og be henni á hvað áfengi og vímugja! geta haft hörmulegar afleiðing: Það er ekki fræðilegur möguleiki; ég hefði framið þessa glæpi edrú.“ Síðari eiginkona hans segir a hann hafi látið þetta flakka í samta við sig um yfirvofandi fangelsisvis! „Ég hef forskot í þetta skipti. Éj kann þetta núna.“ © Snorrabraut 36 ÞAR sem síðari glæpurinn var framinn „Si/o eru allir að furða sig á þvíafhverju ég var með hnífþarna. Ég hafði aldrei séð Ragnar öðruvísi en vopnaðan.“ 20 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.