Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 29

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 29
 ' ’• n % ■: Við höfum keyrt í þennan venju- lega hálftíma sem það tekur að fara á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og erurn kontnir að girðingunni sem umlykur herstöðina á Miðnes- heiði. Islenski lögregluþjónninn í hliðinu gerir athugasemd við að ekki sé búið að útbúa lista yfir þær græjur sem eru með í för en hleypir okkur annars án málalenginga inn á svæðið. Rótarinn með hinu þjóð- lega nafni Snorri Sturluson situr við stýrið og ég, Davíð og Raggi reynum að láta fara lítið fyrir okk- ur. Þó við séum á íjórtán manna sendiferðabíl komumst við með herkjum fyrir þar sem hljóðfæri, magnarar, hátalarar og aðrar græj- ur taka mest allt plássið. Eins og af gömlum vana keyrum við leiðina að gömlu flugstöðvarbyggingunni og svipumst um eftir klúbbnum en komum hvergi auga á hann. Við rennum því að leigubílastöð sem skartar símanúmerinu 4141 í stór- um neonstöfum ofan á þakinu og fáum nauðsynlegar leiðbeiningar. „Þetta hlýtur að vera það,“ segir Snorri skömmu síðar og bendir á stórt, grátt, gluggalaust og algjör- lega ómerkt hús sem lítur frekar út eins og leynileg ratsjárstöð en skemmtistaður. Hann keyrir að innganginum og mikið rétt, inn unt dyrnar glittir í langan bar. Við er- um búnir að ftnna Top of the Rock þar sem Bubbleflies á að spila um kvöldi. Það var gamla rokkhetjan, Rún- DAVÍÐ, KIDDI OG PALLI. Palli veltir fyrír sér hvort honum sé óhætt að skrífa undir samninginn, Davíð hefur vakandi auga með honum en Kiddi umboðsmaður hugsar bara um bjórinn. FYRSTU GESTIRN- IR. Það voru fáir í húsinu til að byrja með og það var ekki laust við að stemmningin minnti á þeg- ar hljómsveitin í Blues Brothers bókaði sig á kántrýbarinn. ar Júlíusson, sem red- daði hljómsveitinni samningi við klúbbinn. Rúnar er í góðum sam- böndum við nágranna sína á Vellinum og ef þessir fyrstu tónleikar Bubbleflies Iukkast vel eru tveir aðrir fyrirhugaðir næstu helgar á eftir. Við leggjum bílnum og förum inn. Þar hittum við strax konu á óræðum aldri í stuttu pilsi með mikinn kinnalit og hvítan augn- skugga, afskaplega ameríska að sjá. - Meðan við keyrðum um Völlinn var landslagið ekkert ósvipað blokkahverfi í Árbænum eða Breið- holti en um leið og komið er þarna inn fær rnaður á tilfinninguna að maður sé ekki Iengur á íslandi, það er öðruvísi lykt í loftinu en maður á að venjast og öðruvísi fólk á ferli. Strákarnir kynna sig og konan seg- ist heita Kimberley Lenz og vera starfsmannastjóri staðarins. Hún sýnir þeim stóran sal sem hljóm- sveitin á að spila í og hvar best sé að taka græjurnar inn. Stákarnir fara að róta upp en þar sem ég hef ekki aðrar skyldur en að hafa vakandi auga með umhverfinu held ég i könnunarferð urn staðinn. Til hlið- ar við stóra salinn er annar minni. Þar er langur bar, lítið dansgólf, po- ol-borð og fáein pílukastspjöld. Vídeó-glymskratti er við enda bars- ins og þar sitja tvær furðulega útlít- andi konur; klæddar, málaðar og með hárgreiðslu eins og ég hef að- eins séð í bíómyndum sem gerast í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Til að undirstrika stemmninguna streyma kántrýtónar frá vídeó- glymskrattanum og bak við barinn stendur maður með yftrvaraskegg. Ég halla mér upp að barnum, set annan fótinn á slána og panta einn bjór. „Dollar tuttugu og fimm,“ segir hann en ég er bara með ís- lenskar krónur í vösunum. Yfir- varaskeggið bendir mér á hvar ég geti fengið þeim skipt. Ég fer þang- að og fæ þrettán græna dollara fyrir bláa seðilinn minn. Sæki síðan bjórinn og get ekki annað en verið ánægður með verðið sem er rúm- lega níutíu krónur íslenskar. Kim- berley er sest við barinn og ég geng til hennar og spyr hvort hún búist við mörgum í kvöld. „Ég veit það ekki alveg,“ svarar hún „Þeir sem hlusta á kántrý verða sjálfsagt alfar- ið hérna megin, þeir sem hlusta á svona búmm búmrn tónlist, hvern- ig á ég að orða það, já, afró- amer- íkanarnir, held ég að korni ekki,“ ég þykist skilja að hún eigi við rapp og hip hop þegar hún segir „búmm búmm,“ að aðdáendur þeirrar tón- listartegundar séu svertingjar og FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 29

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.