Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 33

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 33
velja sjálfur ritningarstaðina," segir hann. „Ég er að draga fram hluti sem eru sagðir á lík- ingamáli og eru óforgengilegir. Þær aðferðir sem ég tileinka mér til listsköpunar byggja á ákveðnu vali á viðfangsefnum og ég hef nálgast þau sem áhorfandi. í grunninn er áhorf- andinn alltaf að endurgera táknlykla upplifunarinnar. Ég vil hafa verkin hreyfanleg en ekki steypt í fast mót, en það er ákveðin endurspeglun þess að ég er ekki forlagatrúar heldur trúi á margvíslega möguleika. Vinnan á bak við verk mín fer fram eftir ferli sem gefnar eru ákveðnar forsendur en með ferlinu sjálfu oþnast möguleikar sem mér eru ekki kunnir þegar ég hef verkið. Ég er mjög meðvitaður um þá staðreynd að það að vera of viss í sinni sök í byrjun, virkar á móti sköpuninni sem slíkri því hún byggir ekki síst á því óvænta sem hendir á ferðalag- inu. Að hafa sýningu á sýnis- horni úr hráefni er dæmi um af- hjúþun sköpunarferilsins. Að þessu sinni legg ég því áherslu á að sýna áhorfendum ferlið sem verk en ekki verkin sem „object". Þetta er aðeins hliðar- spor af vinnu minni með þenn- an efnivið en ég reikna meö að gera stærra verk úr þessu efni síðar. Helst mundi ég vilja gera kvikmynd um þessa konu og ferðalag hennar um heim biblí- unnar, eða sýndarrýmisverk sem áhorfendur geta gengið inn f sem þátttakendur og jafn- vel leikið hlutverk í verkinu." Listamaðurinn mun láta allan ágóða af sýningunni renna til ABC hjálþarstarfs en upplýs- ingar um starfsemi þess mun liggja frammi á sýningunni. Elísabet Jökulsdóttir skáld Ég elska... súrefni, vatn, sólskin og verðlaun. A sama tima og dregið hefur ur sigarettureykmgum um tiu prosent a síðustu fimm árum hafa sumar tegundir rokið upp í sölu. Engar þó eins og þessar mjóu sem heita Capri. Árið 1988 seldust um 40 þúsund pakkar af þessum sígarettum og í dag seljast um 310 þúsund pakkar. Það jafngild- ir um 700 prósent aukningu, ef einhver vill taka þetta vísindalega. Aðrar tegundir sem hafa orðið útbreiddari á sama tíma og reykingar dragast saman, eru Camel Filter og Camel Lights Skýringuna á því er ef til vill að finna í því að sala á fílterslausum Camel hefur stórlega dreg- ist saman. Þó ekki eins mikið og reykingar á filterslausum sígarettum al- mennt. Þær hafa nánast hrunið. Það er því ekki að undra að sú tegund sem mest hefur fallið í vinsæld- um er Pall Mall. Árið 1988 seldust um 60 þúsund pakkar. I fyrra voru ekki reyktir nema 3.640 pakkar af Pall Mall. Aðrar tegundir sem hafa fallið all svakalega í ónáð eru Royale Lights, More og Kent. En þrátt fyrir að fólk hætti að reykja og skipti um tegundir er Winston enn langmest seldu sígaretturnar. Venjulegur Winston og Winston Lights skipta með sér fyrsta og öðru sæti. Síðan koma tegundirnar koll af kolli; Salem Lights, Camel Filter, venjulegur Camel, Viceroy, Win- ston SLF, venjulegur Salem og Prince. Litlar breytingar hafa orðið á þessum topp tíu-lista síðan 1988. Allar þessar tegundir voru einnig á topp tíu þá. Helstu breytingarnar eru að Camel Filter hefur rokið upp listann og Salem dottið aðeins niður. 0 Á mánudaginn kemur opnar Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson sýningu á Mokka við Skólavörðustíg en hann hefur verið drjúgur við sýningarhald á undan- förnum árum. Yfirskrift sýningarinnar er „Píla- grímsferð Stefaníu Georgsdóttur í gegnum Biblí- una,“ en að sögn listamannsins samanstendur sýningin af sýn- ishornum af lit- Ijósrituðum minnismiðum sem liggja á milli síðn- anna á biblíu sem var f eign téðar Stef- aníu, og Ijósritum af opnunum sem mið- arnir vísa til leynt og Ijóst. Steingrímur seg- ir verkin vera hluta af stærri heild sem hann er að vinna að og er inntak hennar rann- sókn og hugleiðing um ferðalag þessarar konu í gegnum höf- uðrit og hornstein vestrænnar menning- ar. Þeir sem þekkja eldri verk Steingríms minnast hvernig hann hefur unnið með Völ- sungasögu, Hervarar sögur Heiðreks, óþeruna Parsifal, eftir Wagner, og James Bond, en þessi bókmenntaverk og goðsögur hafa verið honum hugleikin á und- anförnum árum. Steingrímur segir það ekki síst vera aðferða- fræðin að baki tilurð verkanna sem sé við- fangsefni sýningarinnar. nota þessa að- ferð til að velja úr biblíunni í stað þess að kasta upp teningi eða Stærðfræöilíkan af afráni fiska og sam- anburður við magainnihald verður efni há- degisfyrirlestrar Líffræðistofnunar (stofu G6 að Grensásvegi 12 Kjartan G. Magnússon dó- senttaiar. Fyrirlesturinn hefstkl, 12:15. DANSSTAÐIR Ingólfscafé er í mikilii sókn þessa dagana og hefur staðurinn tekið stakkaskiptum eftir aö nýj- ir menn tóku við skemmtanastjórninni. í kjölfar- ið hefur landslagið í skemmtanalífinu breyst töluvert og hefur röðin núna færst frá Casa- blanca að dyrum Ingólfscafés. Hinir nýju skemmtanastjórar segja að stefnan sé að hafa alltaf eitthvað að gerast. í kvöld bjóða þeir uppá þrjá diskótekara niðri sem halda uppi trylltri stemmningu á dansgólfinu, uppi er síðan sá fjórði sem eingöngu spilar gamlar diskólumm- ur. Þar verða líka ávextir á boðstólunum fyrir gesti sem mæta snemma og til að skola trakter- ingunum niöur fá þeir svokallað Skot frá Fin- landia sem er glænýr vodkadrykkur með ávaxta- þragði að eigin vali. Staðurinn verður sérstak- lega skreyttur fyrir kvöldið. í Þ R Ó T T 1 R Blak HK og IS leika f Digranesi. Hefst leikurinn klukkan 20.00. KA og Þróttur, Neskaupstað, mætast í KA-hús- inu klukkan 20.00. SJÓNVARP RIKISSJONVARPIÐ 17.30 Þingsjá Endurtekin þáttur. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Gulleyjan Sígiltævintýri 18.25 Úr rfki náttúrunnar Nátt- úrulífsmynd um lugla sem verpa I trjáholur. 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Poppheimurinn Dóra Takelusa með hendur lyrir aftan bak og smellir I góm milli öndunarlota t9.30 Vistaskipti Dwayne Wayne er nú alltaí dálítið lyndinn 20.00 Fréttir 20.35 Veður 20.40 Gettu betur Næst seinasti þáttur. 21.30 Samherjar Ótrúlega leiðinlegur þáttur um einhvern sem hótar öðrum lífláti og sá drepst og hinn er þá grunaður um morðið. Eða er það Matlock sem er þannig? 22.25 Flugstöðin Amerísk Irá 1985 um llug- stöð og sprenguhótanir. Pað er ekki hægt að gera svona mynd án George Kennedy. 00.05 Velvet Onderground Tónleikar með goð- sögninni í likingu gamalmenna í París. STÖÐ TVÖ 16.45 Nágrannar 17.30 Sesam opnast þú 18.00 Listaspegill18.30 NBA Tilþril lyrir drengi með kiwi-klippingulSAS 19.19 20.15 Eiríkur 20.40 Ferðast um tímann 21.35 Á vit gleðinnar. Fjórar litlar negrastelpur sækja skemmlistað og gleyma tátæktinni I kreppunni I New York 1939. Kannski ættir þú að gera það sama í kvöld. 23.15 Lifandi eftir- myndir Sonurhjóna hverfurá dularlulian hátt og pabbinn rekst á mann sem er alveg eins og bróðir konu hans og við hlið hans gengur eftir- mynd sonar þeirra. vá skrítið. Engir frægir leik- araren bönnuð börnum. 00.45 Undirferli Löggan tinnur ekki morðingja Cambell fjöl- skyldunnar en einkaspæjari reddarþví. Strang- lega börnum bönnuð 02.20 Blóðþorsti Spennumynd um vísindamann sem ræðursig á valasama rannsóknarstöð. Góð með poppinu. Strangiega o.s.lrv. 03.50 Dagskrárlok. Laugardagur P O P P Páll Oskar og miljónamæringarnir eru á Bóhem, þeir eru fyrir löngu búnir að festa sig í sessi sem einir traustustu skemmtikraftar lands- ins. Uppi er diskótek. Lipstick Lovers eru á Dropanum á Akureyri. Varalitadrengirnir verða akústik eins og hæfir þessum litla pöbb. Vinir Dóra eru fimm ára um þessar mundir. í því tilefni ætlar sveitin að túra um landið næstu vikur. Fyrsti viðkomustaðurinn er Duggan á Þorlákshöfn. Borgardætur eru uppá sitt besta á Café Royale f Hafnarfirði. BAKGRUNNSTÓNLiST Olafur B. Olafsson kreistir öll þessi góðu gömlu lög úr nikkunni á Kringlukránni. i minni salnum tekur trúbadorinn Hermann Arason lag- iðeins og honumer lagið. Hress er á Tveimur vinum. Sveitin spilar gleði- tóniist með rokkívafi þannig að gestum ætti ekki að leiðast. Danssveitin ásamt Evu Ásrónu Alberts- dóttur leikur undir dansi í Danshúsinu Glæsi- bæ. Útlagarnir eru í kántrýstuði á Feita dvergnum. Þeir eru orðnir heimavanir þar og hafa ekki klikkað hingaðtil. Örkin hans Nóa er í myljandi stuði á Cafe Amsterdam. Bara tveir er dúett frá bitlabænum Keflavík og er á Fógetanum í kvöld. L E I K H Ú S Sweeney Todd - morðóði rakarinn við Hafn- argötuna sýnt af Herranótt f Tjarnarbíói kl. 23:00. Þýðing Davíðs Þórs Jónssonar er býsna góð með skemmtilegum tilvísunum í auglýsing- ar og annað þvíumlíkt. Varið ykkur á því aö þetta er síöasta sýningin. Dónalega dókkan eftir Dario Fo kl. 20:30 i Héðinshúsinu. Jóhanna Jónas kom heim fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengist meðal annars víð sápu- óperuleik í útlöndum. Allir synir mínir eftir Miller á Stóra sviði Þjóð- leikhússins kl. 20:00. Klassfskt verk sem svíkur engan. Blóðbrullaup eftir Lorca á Smíðaverkstæöinu kl. 20:00. Falleg sýning. ó n I i s t G a u k s i n s n æ s t u v i k FIMMTUDAGUR 17. mars FÖSTUDAGUR 18. mars LAUGARDAGUR 19. mars SUNNUDAGUR 20. mars MÁNUDAGUR 21. mars ÞRIÐJUDAGUR 22. mars Rask Bláeygt sakleysi Bláeygt sakleysi SSSól SSSól Söngvakeppni framhaldsskólanna Sýnishorn u MIÐVIKUDAGUR 23. mars Vinir vors og blóma FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994 33

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.