Eintak

Tölublað

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 10

Eintak - 17.03.1994, Blaðsíða 10
EINTAK Gefið út af Nokkrum íslendingum hf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Framkvæmdastjóri: Níels Hafsteinsson Auglýsingastjóri: Örn ísleifsson HÖFUNDAR EFNIS í ÞESSU BLAÐI Andrés Magnússon, Árni E. Bjarnason, Bjarni Guðmarsson, Bonni, Davíð Alexander, Einar Örn Bendiktsson, Gerður Kristný, Guðbergur Bergsson, Hallgrímur Helgason, Hilmar Örn Hilmarsson, Jói Dungal, Jón Óskar Hafsteinsson, Jón Kaldal, Jón Magnússon, Júlíus Kemp, Loftur Atli Eiríksson, Óttarr Proppé, Ragnhildur Vigfús- dóttir, Sigurjón Kjartansson, Styrmir Guðlaugsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Setning og umbrot: Nokkrir (slendingar hf. Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Verð í lausasölu kr. 195. Áskriftarverð kr. 700 á mánuði. Farsinn í Valhöll Samkvæmt skoðanakönnun sem Skáís gerði fyrri hluta vikunnar fyrir EINTAK hefur staða Sjálfstæðisflokksins skánað nokkuð eftir að Markús Örn Antonsson sagði af sér og fól forystu flokksins í borginni í hendur Árna Sigfússyni. Ef til vill má rekja þessa upp- sveiflu til umfjöllunar sem flokkurinn fékk eftir hrókeringarnar. Alla vega kemur fram í könnuninni að meirihluti borgarbúa telur að listi flokksins sé veikari eftir að Markús fór. Og staða Árna sem borgarstjóraefnis er heldur ekki ýkja sterk og miklum mun veikari en staða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Útskýringar forystu Sjálfstæðisflokksins á þessum mannabreyt- ingum hafa verið einkennilegar. Þegar spurt er hvort Markús hafi verið vondur borgarstjóri og þess vegna hefði þurft að skipta hon- um út er svarað að það sé síður en svo ástæðan. Markús hafi þvert á móti verið einstaklega farsæll borgarstjóri. Þegar spurt er hvort Markús njóti ekki stuðnings sinna eigin flokksmanna er svarið aft- ur þvert nei. Markús fékk einkar glæsilega kosningu í fyrsta sæti listans í nýafstöðnu prófkjöri. Það hafi ríkt einhugur á bak við Markús. Þegar spurt er hvort sjálfstæðismenn ætli að snúa frá þeirri stefnu sem Markús hefur rekið sem borgarstjóri er svarið aftur nei. Stefna Markúsar var góð og Árni Sigfússon og allir fulltrúar flokks- ins í borgarstjórn stóðu einhuga að baki honum. Sú góða stefna sem Markús markaði verður áffam fýlgt. í raun er sama hvaða ástæðu menn tilgreina alltaf hafnar forysta Sjálfstæðisflokksins henni. Og þegar hún er spurð hvort manna- breytingin sé þá ekki tóm vitleysa er svarið jú, það fannst okkur líka þegar við heyrðum þetta fyrst. En þegar búið var að útskýra þetta fýrir okkur skildum við þetta og fannst þetta sniðugt. Svo virðist sem almenningi sé svipað farið og forystu Sjálfstæðis- flokksins. Samkvæmt könnuninni telur meirihluti borgarbúa að mannabreytingarnar á listanum styrki hann ekki heldur hreinlega veiki hann. En forysta sjálfstæðismanna ætti ekki að hafa áhyggjur af því. Ef almenningi tekst að skilja þetta mál einhvern tímann ætti hann að skipta um skoðun og átta sig á hversu miklu sterkari list- inn er í dag þegar Markús hefur dregið sig í hlé. Þessi mikilhæfi borgarstjóri og réttsýni pólitíkus sem hefur ótvíræðan stuðning sinna flokkssystkina til allra verka. Það er erfitt að horfa á þessar tilfæringar sjálfstæðismanna sem eitthvað annað en farsa. Og i raun hafa sjálfstæðismenn verið hafð- ir að fíflum. Prófkjör flokksins er í raun ónýtt. Maður sem þeir kusu sem borgarstjóraefni er farinn og þeim er í annað sinn boðið upp á borgarstjóra sem það valdi ekki. Upphaf þessa farsa má rekja til þess að Davíð Oddsson undirbjó á engan hátt brotthvarf sitt úr borgarstjórn. Þegar hann ætlaði loks að grípa til málsins var það komið í óleysanlegan hnút. Þrír borgar- fulltrúar höfðu safnað á bak við sig óhagganlegum blokkum. Til að höggva á hnútinn leitaði Davíð til Markúsar. Afleiðingar þeirrar ráðstöfunar hafa verið kostulegar. Heimir Steinsson var ráðinn út- varpsstjóri. Heimir rak Hrafn Gunnlaugsson. Ólafur G. Einarsson réð Hrafn aftur eftir samtal við Davíð. Heimir rak Arthúr Björgvin Bollason eftir samtal við Davíð. Markús Örn sagði af sér. Aftur eff- ir samtal við Davíð. Davíð hefur haldið því fram að hann hafi engan þátt átt í þessari atburðarás. Það sé tilviljun ef menn grípa til einhverra aðgerða samdægurs eða daginn eftir að þeir ræða við hann. Þessi mál öll hafa verið það sem helst er minnisstætt frá störfum Sjálfstæðisflokksins á undanförnum misserum. Þau hafa alla vega náð að skyggja svo á stefnu flokksins í flestum stærri málum að hún sést ekki. Og miðað við það sem á undan er gengið er ekki við því að búast að fráhvarf Markúsar sé endahnúturinn á söguþræðinum í þessum farsa. © Ritstjórn og skrifstofur Vatnsstíg 4, 101 Reykjavík sími 1 68 88 og fax 1 68 83. HÚN SEQIR Markúsarnet sem fallhlíf! HANN SEQIR Umræðuefnið þessa dagana er auðvitað hvarf Markúsar Arnar af vettvangi borgarpólitíkurinnar. I kjölfar atburða þessarar viku hafa sjálfstæðismenn hver um annan þveran reynt að sannfæra kjósendur, og þó aðallega sjálfa sig, um að þessir atburðir sýni sér- stakan styrk í forystu flokksins. Andstæðingum Sjálfstæðisflokks- ins er skemmt þessa dagana, ann- að eins undanhald hefur ekki sést síðan 1945. Margir sjálfstæðismenn eru sár- óánægðir með þessa undarlegu mannsfórn á skákborði stjórnmál- anna. Finnst þeir hafa verið nar- raðir til að velja borgarstjóraefni þegar þeir héldu sig vera að velja í 2. sæti listans. Þeim finnst líka hart að Markús örn sem hefur sér fátt til vansa, án þess að vera sérlega spennandi, skuli gerður holdger- vingur óvinsælda flokksins í skoð- anakönnunum að undanförnu. Menn minnast líka orða sjálfstæð- ismanna um svik-við kjósendur, þegar útskiptareglur Kvennalist- ans voru og hétu. Það eru ýmis teikn á lofti um að tilfmning stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins um að þeir tilheyri lýð- ræðislegri breiðfylkingu fari dvín- andi. Stjórnunarstíll núverandi formanns hnígur aliur í átt að ger- ræðislegum og lítt grunduðum ákvörðunum. Það gerist æ algeng- ara að menn taki umdeildar ákvarðanir hvort sem það er að hætta sjálfviljugir eða reka ein- hvern sjálfviljugir, eftir fund með forsætisráðherra um veðrið. Dav- íð hefur svo auðvitað hvergi kom- ið nærri, einungis bent á að blikur væru á lofti og hvatt menn til að klæða sig í samræmi við það. Ákvörðun Davíðs um að kalla Markús úr Ríkisútvarpinu í borg- arstjórastólinn, í stað þess að láta borgarfulltrúa flokksins takast á um embættið, var upphafið að skrípaleiknum í Ríkisútvarpinu og nú í flokknum sjálfum. Mótsagnirnar í þessari atburða- rás eru grátfyndnar og hálfgerð móðgun við skynsemi kjósenda. Hamrað hefur verið á því að stefn- an skipti mestu máli og allir eru sammála um að Markús hafi fylgt henni og hafí verið líklegur til að halda henni áfram hátt á lofti. Sömu aðilar segja skoðanakann- Rétt svar við Rauða listanum anir ekki hafa ráðið ákvörð- uninni, en um leið að erfið staða flokksins í kosningabar- áttunni hafi ráðið ákvörð- un Markúsar! Síðan klykkja menn út með því, að ákvörð- unin sýni dirfsku og sig- urvilja. Og að óvenjulegt sé að menn víkji til hliðar per- “ sónulegum hagsmunum, metnaði og stöðu í þágu hagsmuna flokks- ins og borgarinnar! Fær nokkur heilvita maður botn í röksemdirn- ar? Það er auðvitað stefna flokksins sem beðið hefur hnekki og undan/ farnar vikur hefúr allt verið gert til að draga í land. Ekki nóg með þaa heldur hafa nokkrir borgarfúlltrú- ar flokksins gefist upp á stefnu hans, eða verið hafnað í prófkjöri. S.V.R., Korpúlfsstaðir, atvinnu- átak, dagvistarmál og endurbætur heilsdagsskóla eru allt dæmi um að verið er að falla frá fyrri ákvörðunum, rétt fyrir kosningar. Eftir kosningar verður sett í fyrri gír og valtað yfir allt og alla sem fyrr. Það er nú öll dirfskan og allur sigurviljinn. © Afsögn Markúsar Arnar Ákvörðun Markúsar Am- ar Antonsson- ar borgarstjóra að segia af sér og víkja úr efsta sæti framboðs- lista Sjálfstæðis- flokksins má rekjatilslælegrar frammistöðu Sjálfstæðis- flokksins í skoð- anakönnunum að undanförnu, ekki síst þegar í ljós kom að 1 glæsilegt próf- kjör flokksins hafði engin áhrif þar á. Sem má heita í meira lagi undarlegt þegar haft er í huga að næstneðsti maður í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fékk fleiri atkvæði en atkvæðamesti maður í forvölum dvergflokkanna, sem nú hyggjast bjóða saman undir merkjum R-listans — Rauða listans. Rétt er þó að hafa í huga að borgar- stjóraefni Rauða listans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, var ekki valið með lýðræðislegum hætti, heldur í reykmettuðum bakherbergjum minnihlutaflokkanna. Henni ferst þess vegna að ræða um „hallarbylt- ingar“ eins og hún hefúr gert í fjöl- miðlum undanfama daga, þó skiljan- legt sé að henni séu þær ofarlega í huga. Eftir stendur að ákvörðun Markús- ar Amar er einstæð í íslenskri stjórn- málasögu. Hún er tekin af fúllkom- inni óeigingirni og fórnfysi í þágu flokksins og ekki síður borgarbúa. Markús Öm gerði sér grein fyrir því að breyting varð að eiga sér stað á framboðslistanum til þess að gera hann sigurstranglegri. Hann hjó á þennan hnút með þeim hætti, sem hann einn gat gert og án þess að skilja eftir flokk í sárum. En það kemur fleira til. I fyrsta lagi sýnir þessi ákvörðun fram á að Sjálf- stæðisflokkurinn getur bmgðist við alvarlegum vanda með skjótum og af- dráttarlausum hætti. I öðm lagi sýnir það ótvíræðan styrk Sjálfstæðisflokks- ins að efsti maður getur vikið úr sæti, næsti gengið upp og vandræðalaust leitt listann. í þriðja lagi sýnir ákvörð- un Markúsar Amar að Sjálfstæðis- flokkurinn hlustar á raddir Reykvík- inga allra, en ekki einungis flokks- bundinna sjálfstæðismanna. Til þess að menn átti sig betur á þessu ættu þeir að reyna setja Rauða listann í þetta samhengi. ímyndar sér einhver að Rauði Iistinn, sem enn hef- ur ekki tekist að berja saman málefna- lista, gæti tekið ákvarðanir með jafn- skjótum og fúmlausum hætti? Hvað gerðist ef Ingibjörg Sólrún þyrfti af einhverjum ástæðum að segja af sér? Sætu Reykvíkingar eftir með ffarn- sóknarmanninn Sigrúnu Magnús- dóttur sem borgarstjóra?! Og hvemig hyggst Rauði listinn bregðast við nýj- um og óvæntum aðstæðum, sem upp kunna að koma í pólitík? Þá dugir enginn samanklambraður málefna- listi og Guð forði Reykvíkingum frá því að þurfa að bíða eftir að Rauðlið- amir komi sér saman um eitthvað nýtt. Imyndar einhver sér að Rauði listinn hiustaði á önnur rök en þau, sem kæmu fram á sellufundum list- ans og þeirra 5-6 flokka og flokks- brota, sem að honum standa? Nýi borgarstjórinn, Ámi Sigfús- son, þarf.nú að sýna hvað í honum býr. Um pólitískan metnað hans og dugnað efast enginn. Hann hefur gegnt stjórnunarstörfum jafnt í einkageiranum sem innan borgar- kerfisins og menn em á einu máli um frammistöðu hans þar. Hann hefur ákveðnar skoðanir, sem hann hikar ekki við að láta í ljósi og framfylgja, en er ekki of merkilegur til þess að hlusta á önnur sjónarmið og taka tillit til þeirra. En einfaldur gæðasamanburð- ur ffambjóðenda og stefnu þeirra dugir ekki til þess að vinna kosningar, það þarf að sannfæra kjósendur og Ámi Sigfússon kann þá list. © 10 FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.